Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 Risastórar myndir af fólki sem fallið hefur í fíknaefnastríðinu sem geisað hefur í Mexíkó hanga nú á veggjum húsa í hverfinu Cerro Gordo í borginni Ecatepec, nærri Mexíkóborg. Myndirnar eru alls fimmtán og eru þær hluti af sýningu sem nefnist „Fórnarlömbunum í Ecatepec gefið andlit“ en hún er liður í herferð gegn ofbeldi í borginni. Nauðganir, mannrán, morð og rán eru daglegt brauð í því stríði sem hefur kostað þúsundir mannslífa en Ecatepec er einn þeirra staða þar sem ofbeldið hefur verið einna verst. Reuters Fórnarlömbum ofbeldis gefið andlit á húsveggjum Ljósmyndasýning um ofbeldi í Mexíkó Abdo Hussa- medin, aðstoðar- olíumálaráð- herra Sýrlands, gekk í gær til liðs við uppreisnar- menn í landinu. Þetta tilkynnti hann á mynd- bandasíðunni Youtube. Hussamedin er fyrsti háttsetti embættismaðurinn til þess að yfir- gefa Bashar al-Assad forseta frá því að uppreisnin gegn stjórn hans hófst fyrir um ári. „Þetta vil ég segja við stjórnvöld: þið hafið kallað heilt ár af sorg yfir þá sem þið segið að sé þjóð ykkar. Þið hafið neitað þeim um líf og mannúð og rekið Sýrland fram af þverhnípi,“ segir Hussamedin í myndbandinu. Sýrlenskur ráðherra genginn til liðs við uppreisnarmenn Abdo Hussamedin Þrjár ekkjur Osama bin Lad- ens hafa verið ákærðar fyrir að hafa komið inn í Pakistan og búið þar ólöglega. Innanríkis- ráðherra Pakist- ans tilkynnti þetta í gær. Konurnar þrjár hafa verið í varð- haldi síðan í maí í fyrra þegar bandarísk sérsveit drap bin Laden í húsi þar sem hann hafðist við með þeim og börnum þeirra. Þær gætu átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Ein konan er frá Jemen, önnur frá Sádi-Arabíu en þjóðerni hinnar þriðju er ekki þekkt. kjartan@mbl.is Ekkjur bin Ladens ákærðar í Pakistan Osama bin Laden Anote Tong, forseti eyríkis- ins Kíríbatí í Kyrrahafi, seg- ist vera í við- ræðum við her- stjórn Fídjieyja um kaup á rúm- lega tvö þúsund hekturum af landi þangað sem 130 þúsund íbúar Kíríbatí gætu flutt og sest að. Kíríbatí samanstendur af 32 hringrifum en þau eru þegar byrjuð að sökkva í sæ vegna hlýn- unar jarðar. „Þetta er síðasta úrræði okkar. Þetta verður ekki umflúið. Þjóðin okkar verður að flytja því að öld- urnar hafa náð að heimilum okk- ar og þorpum,“ segir Tong. Undirbúa þjóðflutn- inga vegna hlýnunar Kyrrahafið er að gleypa Kíríbatí. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segist ætla að hætta í stjórnmálum verði hann ekki endurkjörinn í forsetakosningunum í næsta mánuði. Skoðanakannanir síðustu mánaða benda til þess að aðalkeppinautur hans, sósíal- istinn François Hollande, fari með sigur af hólmi í kosningunum. „Já. Ég sé þetta ekki fyrir mér þannig en ég myndi gera eitthvað annað. Ég veit hins vegar ekki hvað,“ sagði Sarkozy við sjónvarpsstöðina BFMTV þegar hann var spurður hvort hann myndi hætta færi svo að hann tapaði. Forsetinn lagði þó áherslu á að hann væri hvergi nærri búinn að gefast upp þó að á móti blési. Þá kynnti hann fjölda nýrra stefnumála eins og að hjálpa íbúum í fátækrahverfum landsins, styrktarsjóð fyrir einstæðar mæður og hertar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að fólki sviki út bætur. Kröpp hægribeygja Nú þegar kosningarnar nálgast óðfluga og Sarkozy hefur orðið lítið ágengt í að vinna á forskoti Hollandes hefur hann reynt að stela atkvæðum frá hægri vængnum og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðarfylkingarinnar. Tók kosningabarátta Sarkozys skarpa beygju til hægri á þriðjudag þegar hann lýsti því yfir að of mikið af útlendingum væri í Frakklandi og lofaði að fækka nýjum innflytj- endum um helming. Vöktu þau ummæli mikla reiði innflytjenda og margra á vinstri væng franskra stjórnmála. Bentu sumir á að sjálfur væri Sarkozy sonur ungversks innflytjanda. Áður hefur Sarkozy tekið upp mál Þjóðarfylkingarinnar um kjöt sem er slátrað að sið múslíma, svokallaðri ha- lal-slátrun. Le Pen hafði haldið því fram að öll slátrun í París færi fram að halal-sið. Segir Sarkozy nú að útbreiðsla kjötsins sé meirihátt- ar vandamál fyrir Frakka og að merkja ætti sérstaklega kjöt sem slátrað er með þeim hætti. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var á þriðjudag fengi Hollande 30% atkvæða í fyrri umferð kosninganna, Sarkozy 28% og Le Pen 15%. Fyrri umferðin fer fram hinn 22. apríl en seinni umferðin á milli tveggja efstu frambjóð- endanna fer fram hinn 6. maí. Sarkozy hættir ef hann tapar  Frambjóðandi sósíalista, François Hollande, enn með forystu fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi  Sarkozy sagður reyna að veiða atkvæði frá Marine Le Pen með harðari afstöðu í innflytjendamálum „Kerfi virkar sífellt verr, því við erum með of marga útlendinga í landinu.“ Nicolas Sarkozy Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Nafn úganska stríðsglæpamannsins Josephs Konys hefur verið á allra vörum síðustu daga eftir að mynd- band um voðaverk hans birtist á net- inu í vikunni. Þegar hafa tugir millj- óna manna horft á myndbandið, sem er hálftíma langt, og fjölmargir lagt orð í belg á samskiptasíðum eins og Twitter og Facebook. Hafa rænt þúsundum barna Kony er leiðtogi Andspyrnuhers Drottins sem hóf vopnaða baráttu fyrir ríki sem byggðist á lögmálum Biblíunnar og réttindum Acholi-ætt- bálksins í Norður-Úganda árið 1986. Hersveitir hans eru alræmdar fyr- ir að ræna börnum, neyða drengi til þess að gerast hermenn og nota stúlkurnar sem kynlífsþræla. Hefur Kony verið eftirlýstur af Alþjóða- stríðsglæpadómstólnum frá árinu 2005 vegna glæpa gegn mannkyninu í Úganda, Kongó, Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldinu. Talið er að hersveitir Konys hafi myrt tugi þús- unda manna í átökunum. Í október í fyrra samþykkti Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti að senda hundrað sérsveitarmenn til þess að ráðleggja og aðstoða her Úg- anda við að koma böndum yfir Kony. Fyrir utan að vekja athygli heims- byggðarinnar á voðaverkum Konys er markmið myndbandsins sem Ósýnilegu börnin birti að þrýsta á bandarísk stjórnvöld um að halda þessari aðstoð áfram til að hægt sé að binda enda á grimmdarverk hans. Úrelt baráttumál Eftir að myndband samtakanna vakti heimsathygli hófu gagnrýnis- raddir að heyrast um framsetningu þess og samtökin sjálf. Þannig bendir blaðamaðurinn Michael Wilkerson, sem hefur búið í Úganda og skrifað um málefni lands- ins, á það í grein á vef Foreign Policy að Kony er alls ekki í Úganda og hef- ur ekki verið í sex ár. Líklegast haf- ist hann við í Mið-Afríkulýðveldinu. Þá telji andspyrnuher hans aðeins nokkur hundruð manns í mesta lagi en ekki tugi þúsunda barnaher- manna eins og látið sé í veðri vaka í myndbandinu, þó að það sé sá heild- arfjöldi barna sem hann er sagður hafa rænt í gegnum tíðina. Í því ljósi er hægt að segja að herferðin gegn Kony hefði verið tilvalin fyrir tæpum áratug en í dag sé hún úrelt. Þá hafa aðrir bent á að stjórnar- her Úganda, sem Ósýnilegu börnin vilja styðja, hafi sjálfur gerst sekur um gróf mannréttindabrot. Mann- réttindasamtökin Human Rights Watch segjast hafa skráð tilfelli um að herinn hafi myrt fjölda óvopnaðra mótmælenda og saklausra sjónar- votta á undanförnum þremur árum og stundað pyntingar. Ennfremur bendir Wilkerson á að lýðræði þekkist vart í Úganda þar sem Yoweri Museveni forseti hafi verið við völd í á þriðja áratug, spill- ing sé landlæg og opinber þjónusta nánast engin. Það sé gott og þarft að handsama Kony en það breyti ekki ástandinu í landinu. Verði Museveni fengið frekara fjármagn og vopn geti vandamál landsins þvert á móti versnað. Stríðsglæpamaður verður heimsfrægur á netinu  Myndband sem lýsir voðaverkum Josephs Konys í Úganda vekur heimsathygli Reuters Eftirlýstur Joseph Kony, stríðs- glæpamaður frá Úganda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.