Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hrognavertíð á Akranesi eykur annir hjá Ingveldi Guðmundsdóttur, sauðfjárbónda í Stórholti í Saurbæ og oddvita í sveitarstjórn Dalabyggðar. Hvernig þá? mætti spyrja. Jú, ástæðan er sú að Arnar Eysteinsson, bóndi hennar, heldur þá ásamt flokki Dalamanna til vinnu á Skaganum þar sem unnið er meðan þarf að vinna í 3-4 vikur. Á meðan sinnir Ingveldur ein börnunum og búinu, auk þess að vera í starfi á heilsugæsl- unni í Búðardal og leiða störfin í sveitarstjórn. „Það er sannarlega nóg að gera þessar vik- ur, en mér finnst gaman að hafa nóg að gera,“ segir Ingveldur. Suma dagana er hún komin í húsin, þar sem eru um 600 fjár, fyrir klukkan sex á morgnana og það kemur fyrir að hún líti til kindanna um eða eftir miðnætti. „Ég viður- kenni að saumaklúbbar og sjónvarpsgláp kom- ast ekki að þessa dagana, prjónaskapurinn bíð- ur betri tíma og venjuleg félagsstörf eru í lág- marki.“ Grípa vinnuna á Akranesi feginshendi Fastur kjarni Dalamanna hefur í rúman áratug farið til vinnu við frystingu loðnu- hrogna hjá HB Granda á Akranesi á hverjum vetri. Arnar heldur utan um þennan hóp og Ingveldur segist aðstoða hann við að skipu- leggja vaktir og halda utan um tímafjölda. Þá sé gott að geta haft samskipti á netinu og unn- ið á tölvunni. Unglingar úr Dölum, Borgarfirði og Snæ- fellsnesi sem sóttu nám í Fjölbrautaskólanum á Akranesi hafa gjarnan fengið nokkrar vaktir í törninni. Nú eru mörg þessara ungmenna komin á þrítugsaldur og sum hafa lokið há- skólanámi, en grípa vinnuna á Akranesi feg- inshendi og taka þátt í törninni á Akranesi. Þeirra á meðal eru eldri börn Ingveldar og Arnars, þau Kristján Ingi og Ásdís Helga. „Þarna er unnið allan sólarhringinn ef því er að skipta, en svo koma brælur og þá getur fólkið stundum slakað á,“ segir Ingveldur. „Þetta er ekki ósvipað og var í gamla daga þegar fólk fór á vertíðir fjórðunga á milli. Það geta allir notað peningana sem svona vinna gefur af sér.“ Í humátt á eftir skólabílnum Dagurinn hjá Ingveldi í Stórholti byrjar oft á því að hún kemur við í fjárhúsunum, en síðan er að gera synina tvo klára í skólabílinn. Þeir Steinþór Logi og Albert Hugi eru átta og þrettán ára gamlir og eru sóttir upp úr klukk- an hálfátta. Grunnskólinn er núna í Búðardal og þangað eru um 40 kílómetrar frá Stórholti. Ingveldur keyrir nokkru síðar í humátt á eftir þeim og er komin til vinnu á heilsugæslunni klukkan 9 og vinnur þar til klukkan 16. „Oddvitastörfunum sinni ég á milli, stundum hleyp ég yfir á skrifstofu sveitarfélagsins og hádegin geta verið drjúg,“ segir Ingveldur. „Í þessu eins og öðru er mismikið að gera og þeg- ar um ákveðna fundi er að ræða er hægt að skipuleggja sig. Stundum kem ég þó ekki heim fyrr en um kvöldmat og þá hef ég verið í síma- sambandi við strákana og svo er ekki langt á milli bæja. Þá er eftir að sinna heimilinu og líta í fjárhúsin, en gjafagrindur sem við erum með auðvelda störfin þar.“ Reikna má með að loðnuvertíð ljúki eftir viku til tíu daga og þá bíða Arnars ýmis verk- efni heima í Stórholti. Auk þess að gera upp loðnutörnina þarf að rýja féð og svo styttist í sauðburð þannig að hvert verkefnið rekur ann- að hjá þeim hjónum. Átta nýir Dalamenn Hún segir að mannfjöldi hafi nokkurn veg- inn staðið í stað í Dalabyggð síðustu ár, en þar búa um 700 manns. „Hér eins og annars staðar í sveitum lands- ins mætti vera meira af ungu fólki, en það er einstakt gleðiefni að útlit er fyrir fjölgun og að fyrir mitt þetta ár hafi átta Dalabörn fæðst hér á árinu,“ segir Ingveldur. Oddvitinn á hlaupum Morgunblaðið/RAX Á Akranesi Arnar í Stórholti leiðir vaskan hóp fólks úr Dölum, Borgarfirði og af Snæfellsnesi. Sem oddviti þarf Ingveldur að fjalla um ýmis mál sveitarfé- lagsins og oddvita- starfið kallar auk þess á margvíslegar nefndarsetur. Þar er uppbygging búnaðar- skólans í Ólafsdal ofar- lega í huga hennar. Ingveldur segir verkefnin í Dalabyggð sjálfsagt svipuð og hjá öðrum sveitar- félögum, en nefnir samgöngumál sér- staklega. „Við höfum lengi barist fyrir betri vegum um Laxárdalsheiði og betri tengingu við Snæfellsnes um Skógar- strönd og eins þyrfti að lagfæra vegi innan sveitarfélagsins. Hér er gífurlegur skólaakstur og ekki færri en átta skóla- bílar sem koma að því verkefni.“ Átta skólabílar á ferðinni MARGVÍSLEG VERKEFNI  Bóndinn í Stórholti sinnir mörgum verkefnum meðan eiginmaðurinn er á vertíð á Akranesi  Saumaklúbbar og sjónvarpsgláp komast ekki að þessa dagana og prjónaskapur bíður betri tíma Bóndinn Ingveldur Guðmundsdóttir bregður sér í mörg hlutverk og segist hafa gaman af því að hafa nóg að gera. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Flest loðnuskipin eiga eftir tvo eða þrjá túra til að ná kvótanum á vertíð- inni. Nokkur þeirra eru reyndar bú- in, en sum eru að veiða fyrir aðra. Loðnan sem var í fremsta flekknum í Breiðafirði er komin að hrygningu og eitthvað af henni hefur þegar hrygnt. Önnur dæmi eru um að loðn- an eigi nokkra daga eftir í hrygningu og bendir það til að loðna sé enn að ganga fyrir Reykjanes og norður fyrir Snæfellsnes. Vegna veðurs hafa ekki verið að- stæður til að kanna göngur inn í Faxaflóa síðustu daga. Í fyrrinótt hélt Faxi af miðunum í Breiðafirði með loðnufarm til Akraness og var skipið um ellefu tíma á leiðinni í haugasjó. Ekkert útlit er fyrir að veður sé að breytast og hafði einn viðmælandi á orði í gær að veðurspá- in þessa dagana gerði ekki annað en kalla fram þunglyndi. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU, sagði í gær að skip Eskju ættu eftir að landa tvisv- ar á Eskifirði til að ná kvótanum. Hann segir að veður hafi verið þokkalegt í janúar þegar loðnan var fyrir norðaustan og austan land og skipin voru á trolli. Eftir því sem loðnan gekk lengra vestur með Suð- urlandinu hefði veðrið hins vegar versnað. Ekki hefur orðið vart vest- angöngu, en á leið á miðin í Breiða- firði á þriðjudag lagði Jón Kjartans- son lykkju á leið sína og var svipast um eftir loðnu í Ísafjarðardjúpi, en hún fannst ekki. Færeyingar aufúsugestir Hjá HB Granda fengust þær upp- lýsingar í gær að eftir væri að veiða um 17 þúsund tonn af um 105 þúsund tonna heildarkvóta fyrirtækisins. Hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðs- firði hefur verið landað um 25 þús- und tonnum. Færeysk skip hafa landað um helmingi þessa afla og hafa Kristján í Grjótinu, Finnur fríði, Júpíter og Þrándur í Götu verið aufúsugestir í Fáskrúðsfirði síðustu vikur, en öll eru skipin öflug upp- sjávarskip. Í fyrrakvöld var búið að vinna um eitt þúsund tonn af hrogn- um hjá Loðnuvinnslunni og hefur vinnslan gengið vel. Veðurspáin kallar fram þunglyndi Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfjörður Júpíter leggur frá bryggju eftir löndun á um tvö þúsund tonnum. Finnur fríði leggur að með um 2.200 tonn og Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar, bíður við bryggju með fullfermi eða um 1.400 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.