Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 23
Brúðkaupsblað Föstudaginn 16. mars kemur út hið árlega BrúðkaupsblaðMorgunblaðsins. –– Meira fyrir lesendur SÉ R B LA Ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 12. mars Brúðkaupsblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Látið þetta glæsilega Brúðkaupsblað ekki framhjá ykkur fara ... það verður stútfullt af spennandi efni. Sigríður Hvönn Karlsdóttir sigridurh@mbl.is Sími: 569-1134 Brú ðka up MEÐAL EFNIS: Fatnaður fyrir brúðhjónin. Förðun og hárgreiðsla fyrir brúðina. Veislumatur Brúðkaupsferðin. Undirbúningur fyrir brúðkaupið. Giftingahringir. Brúðargjafir Brúðarvöndurinn. Brúðarvalsinn. Brúðkaupsmyndir. Veislusalir. Veislustjórnun. Gjafalistar. Og margt fleira skemmtilegt og forvitnilegt efni. UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 Í hlíðinni suður af bænum Fagra- nesi í Aðaldal standa tæplega fimmtíu ára gamlar byggingar, sem áður voru nýttar fyrir sum- arbúðastarfsemi á vegum Þjóð- kirkjunnar. Hlutverk þeirra hefur breyst með tíð og tíma og nú er þarna starfrækt kirkjumiðstöð sem speglast í lygnu Vestmannsvatni á góðviðrisdögum. Landslag og um- hverfi er einstaklega fagurt, við erum að tala um hreina útivistarp- aradís. Kirkjumiðstöð þessi er sjálfseignarstofnun og rekin á eig- in ábyrgð fyrir ýmsa starfsemi á vegum Þjóðkirkjunnar og er ætlað að stuðla að aukinni samvinnu safnaðanna. Kirkjustarf við Vestmannsvatn á sér ríka sögu allt frá því fyrrver- andi biskupar, hr. Pétur Sigur- geirsson og hr. Sigurður Guð- mundsson, hrundu þessari góðu sumarbúðahugmynd af stað með dyggum stuðningi, enda var barna- og ungmennastarf kirkjunnar þeim báðum afar hugleikið. Á þeim tíma var sumarbúðarekstur við Vest- mannsvatn þýðingarmikil vítamín- sprauta og kjölfesta í æskulýðs- starfi norðan heiða. Ófá börn og ungmenni, sem síðan hafa vaxið úr grasi, horfa til staðarins í ljóma og þökk. Þá er sá hópur orðinn stór, sem hefur gegnt margvíslegum störfum í þágu kirkju og kristni við Vestmannsvatn. Þrátt fyrir þá breytingu sem orðið hefur á hlutverki starfsem- innar við Vestmannsvatn, þá skipt- ir hún ennþá mjög miklu máli fyrir söfnuði í Eyjafjarðar- og Þingeyj- arprófastsdæmi og ekki hvað síst fyrir æskulýðsstarf innan þeirra. Aðstöðuna má leigja í lengri eða skemmri tíma fyrir barnahópa, fermingarhópa og hverskonar skólahópa, fyrir kóra og sem funda- og fræðsluaðstöðu fyrir starfsmenn safnaða, svo fátt eitt sé nefnt. Þarna er einnig gott að halda fjölskyldumót og fleira það er eflir mannlíf og samfélag á kristnum grunni. Tilvalin helgar- dvöl. Það er áhugavert að halda til haga allri þeirri reynslu, sem kirkjustarfsemin við Vestmanns- vatn felur í sér og það er áhuga- vert fyrir allan þann mannskap er hefur átt þarna gæðastundir að eiga greiðan aðgang að ýmsu því efni, sem til er um tæplega fimm- tíu ára starf kirkjunnar við Vest- mannsvatn. Nú styttist í stór- afmæli, sem verður nánar tiltekið 28. júní árið 2014, og þess vegna langar undirritaða að kalla eftir minningabrotum og myndum sem hægt verður að setja inn á ný- stofnaða síðu á Facebook er nefn- ist „Vinir Vestmannsvatns.“ Þá er ekki loku fyrir það skotið að úr verði minningabók í tilefni af af- mælinu, sem getur hæglega vakið upp og nært sælar minningar frá helgum stað. http://www.facebo- ok.com/pages/Vinir-Vestmanns- vatns/336271453090505 BOLLI PÉTUR BOLLASON OG GYLFI JÓNSSON, vinir Vestmannsvatns. Frá Bolla Pétri Bollasyni og Gylfa Jónssyni Vinir Vestmannsvatns Þann 21. janúar sl. lentum við kon- an mín, Jóna Einarsdóttir, í ótrú- legri lífsreynslu þegar Landcruiser- bifreið okkar flaug yfir veg- handrið í Kömb- unum, fram yfir sig á toppinn, aft- ur á hjólin og enn á toppinn og end- aði lengst fyrir neðan veginn á hjólunum. Við hjónin stigum út úr bifreiðinni óbrotin og ekki skráma á okkur. Þetta var algjört kraftaverk. Annað kraftaverkið er þegar bif- reiðin var sótt fljótlega af bifreiða- verkstæði Jóhanns hér í bæ. Sonur hans, Þórarinn, var ekki með nógu langa línu þar sem bifreiðin var langt fyrir neðan veginn. Hann gekk að bifreiðinni til að kanna að- stæður og sá þá að lykillinn var í bílnum, fór inn og setti í gang. Landcruiser-bifreiðin, sem er mikill bíll og sterkur, komst í snjónum alla leið upp á þjóðveginn. Þriðja kraftaverkið er að þennan dag fyrir rúmum sex árum fór ég inn á Vog í áfengismeðferð og án áfengis hef ég verið síðan. Þegar ég lít um öxl hérna stoppa ég við SÁÁ og líknarheimilið að Vogi. Það er óskiljanlegt að ráðamenn þjóðar- innar, þ.e.a.s. ríkisvaldið, stjórn Reykjavíkurborgar og stjórnir bæj- arfélaga skuli ekki forgangsraða betur styrkjum til SÁÁ og spítalans á Vogi. Sérþekking fagfólks Vogs á alkóhólisma, eiturlyfjum og spila- fíkn er sú besta í heiminum. Stjórn- endur landsins og sveitarfélaga, les- ið þetta vel. Vogur er mun ódýrari en sjúkrahúslega á spítala svo ég tali nú ekki um innlagnir í fang- elsum. Oft er sagt að viljinn sé allt sem þarf. Við hjónin þökkum lífgjöfina og ef einhver sem les þessar línur vill hjálpa SÁÁ sem kemur inn á hvert heimili landsins á einhvern hátt og gleymist oft í dagsins önn, þá er kennitala SÁÁ: 521095-2459 og reikningsnúmerið: 116-26-452. Guð blessi ykkur öll. JÓN HELGI HÁLFDANARSON meðhjálpari í Hveragerði. SÁÁ er lífæð mín Frá Jóni Helga Hálfdanarsyni Jón Helgi Hálfdanarson Bréf til blaðsins Á Íslandi sem og í öðrum réttarríkjum gildir meginreglan um opinbera máls- meðferð. Meginregl- una er að finna í 1. mgr. 70. gr. stjórn- arskrár lýðveldisins Íslands en þar segir: „Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyld- ur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum sam- kvæmt til að gæta velsæmis, alls- herjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila“. Í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu er kveðið á um rétt til opinberrar málsmeðferðar. Sáttmálinn hefur lagagildi á Íslandi. Þá er í 10. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/ 2008 kveðið á um að þinghöld í sakamálum skuli haldin í heyr- anda hljóði. Meginreglan á m.a. að tryggja réttaröryggi sakborninga. Meiri hætta er á því að þeir séu beittir órétti ef mál þeirra eru afgreidd bak við luktar dyr. Reglan veitir dómurum ákveðið aðhald því að- gerðir þeirra við réttarhöldin geta sætt gagnrýni séu þær ómálefna- legar, órökréttar eða rangar. Erf- iðara er fyrir dómara að taka geð- þóttaákvarðanir eða taka málstað annars aðilans fram yfir hins við flutning málsins. Eflaust hefur verið meiri þörf á því að fram- fylgja þessari meginreglu á fyrri tímum. Nú í dag eru ekki miklar líkur á því að dómarar misbeiti valdi sínu. Það má þó ekki gleyma því að þetta er grundvallarmeg- inregla og dómarar geta gert mis- tök eða í sérstökum tilfellum upp- lifað atburði með óeðlilegum hætti. Reglan getur einnig verið til þess fallin að auka traust almenn- ings á dómstólum landsins. Ef menn sjá að málsmeðferðin er eðlileg og réttlát sannfærast þeir um færni dómstólanna og þurfa ekki að treysta á gróusögur, hlut- drægan málflutning aðila málsins eða tengdra aðila. Þar sem reglan er gömul og rótgróin er spurning hvort það sé kominn tími til að endurskoða hvernig við viljum framkvæma hana. Í ljósi framfara í tækni og þróun samfélagsins er áhugavert að velta fyrir sér hvort dómstólar ættu að taka upp réttarhöld og hafa þau aðgengi- leg á vefsíðum sínum. Samkvæmt meginregl- unni má hver sem er mæta í dómsal og horfa á réttarhald. Hvers vegna má þá ekki hver sem er fylgjast með réttar- höldum í tölvunni sinni eða í sjónvarpi? Aðhaldið sem er fólgið í því að almenningur mæti og fylgist með réttarhöldum virð- ist ekki mjög virkt. Enda er það sjaldgæft að fólk mæti í dómsal og fylgist með réttarhöldum. Flestir dómsalir landsins eru afar litlir og rúma ekki marga. Réttarhöld fara fram á vinnutíma fólks og því nokkuð mikil fyrirhöfn fyrir ein- staklinga að mæta. Þá getur verið afar heppilegt í málum þar sem upp kemur deila um hvað fór ná- kvæmlega fram í réttarhaldinu að hafa sjónvarpsupptöku af atvikinu og þurfa ekki að treysta á upp- lifun viðstaddra. Sem kann að vera mismunandi. Að sjálfsögðu myndu undan- tekningar sem nú gilda leiða til þess að mál væru ekki birt á vef- síðum dómstólanna. Og vitna- yfirheyrslur myndu ekki fara fram í beinni útsendingu heldur yrðu málin birt á vefsíðunni þegar þeim væri lokið eða engin hætta væri á réttarspjöllum. Þá gæti verið rétt að hafa upptökurnar tímabundið inni á vef dómstólsins. Í þessari stuttu grein er þó óþarfi að fara út í nánari útfærsluatriði á þessari vangaveltu. Gallinn við þessa vangaveltu er þó sá að ekki eiga öll mál erindi við almenning og fjölmiðla- umfjöllun um sum opinber mál getur verið óþörf og íþyngjandi. Hins vegar myndi mál eins og hið svokallaða landsdómsmál vera vel til þess fallið, þó svo að máls- meðferðin þar fari síður en svo fram bak við luktar dyr í kyrrþey. Sjónvarpað frá réttarhöldum? Eftir Ólaf Egil Jónsson Ólafur Egill Jónsson »Meginreglan á m.a. að tryggja réttar- öryggi sakborninga. Meiri hætta er á því að þeir séu beittir órétti ef mál þeirra eru afgreitt bak við luktar dyr. Höfundur er meistaranemi í lögfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.