Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 AF HÁLFVITUM Hjalti St. Kristjánsson hjaltistef@mbl.is Tjah, Það er nú ekki mikið ámanninn,“ heyrðist einn afmarkaðsmeisturum íslensks tónlistarlífs, Einar Bárðarson, segja þegar Ljótu hálfvitarnir stigu á svið á degi íslenskrar tónlistar árið 2008. Þessi þá hóflega þekkta hljómsveit hafði fyrst vakið athygli með sigri í sjómannalagakeppni Rásar 2 árinu áður og var óðum að sækja í sig veðrið. Fyrsta platan, samnefnd hljómsveitinni, leit dagsins ljós stuttu eftir sigurinn í sjómannalaga- keppninni og var stóri smellurinn „Sonur hafsins“, sigurlagið sjálft.    Hljómsveitin var sett samanhaustið 2006 eftir örfáar hró- keringar úr hljómsveitunum Ripp, Rapp og Garfunkel og Ljótu hálfvit- unum. Í upphafi voru helstu yrkis- efnin drykkja, bjór og stuð. Írsk- ættaðir samsöngvar með trall- köflum og öfgakendir pönkskotnir ofsapolkar voru einkennandi en þó mátti finna stöku ballöðu um ætt- ingja og aðstandendur, vini og vel- unnara. Strax í upphafi voru flestar reglur bragfræðinnar teknar föst- um tökum og ákveðið að það tæki því ekki að yrkja á íslensku ef ekki væri eftir kúnstarinnar reglum og þá voru línurnar lagðar. Það liggur í augum uppi að það er ekki til neins að leggja af stað með níu manna hljómsveit ef ekki eru allir tilbúnir að leggja jafnmikið á sig og ef á að fara af stað með hljómsveit sem ber sig þurfa allir að leggja sig 140% fram. Það er svo skemmst frá því að segja að þetta þrælsmall saman og vinsældir fyrstu plötunnar voru stoðir undir farsælt samstarf. Önn- ur platan, samnefnd hljómsveitinni, var svo gefin út tæpu ári eftir þá fyrstu. Og ekki minnkuðu vinsæld- irnar. Lagið „Lukkutroll“ sló ræki- lega í gegn enda frábær samsuða hnyttins texta og líflegs og skemmtilegs lags. Hálfvitarnir eyddu meira og minna öllu sumrinu í það að ferðast um landið og trylla lýðinn og jukust vinsældirnar eftir því. Þriðja platan, samnefnd hljóm- sveitinni, var svo gefin út réttu ári eftir plötu númer tvö. Þar mátti greina mun vandaðri lagasmíðar og stórbætta spilamennsku og þó svo að stuðið og tryllingurinn væru ekki í forgrunni var það kannski þörf þróun. Ljótu hálfvitarnir tóku sér pásu fyrir rúmu einu og hálfu ári og sneru sér að öðrum verkefnum, Skálmöld og A band on stage sem dæmi. Var það þarft enda auðvelt fyrir litla þjóð að fá leiða á hljóm- sveit sem er jafndugleg að spila. Þeir eru hins vegar komnir saman aftur og ef dæma má af fyrstu tón- leikunum sem fram fóru á Rósen- berg um liðna helgi hafa þeir engu gleymt – ef eitthvað er orðnir miklu betri en þeir voru. Þeir ætla að eyða marsmánuði í að sýna sig og sjá aðra og verða nú um helgina á Græna hattinum og það ætti enginn að láta þá framhjá sér fara. Hafirðu ekki séð Ljótu hálfvitana á sviði skaltu drífa þig af stað. Annað væri tómur hálfvitaskapur. Jæja, byrjar þessi ekkisens hálfvitaskapur aftur … Ljósmynd/Hjalti St. Kristjánsson Ljótu hálfvitarnir Ekki bara sætir heldur líka góðir á litla gítara. » Strax í upphafivoru flestar reglur bragfræðinnar teknar föstum tökum og ákveð- ið að það tæki því ekki að yrkja á íslensku ef ekki væri eftir kúnstar- innar reglum. FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS. PLEASANT SURPRISE - C.B, JOBLO.COM EXPLOSIVE – J.D.A, MOVIE FANATIC “PURE MAGIC” – H.K, AIN’T IT COOL NEWS “VISUALLY STUNNING” – K.S, FOX TV  MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND Í 3D SÝND Í 2D OG 3D FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD SÝND MEÐ ÍSLENSKUM TEXTA 10 EGILSHÖLL 12 16 16 L 7 7 FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS. SÝND Í 2D OG 3D MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND Í 3D ÁLFABAKKA 10 7 7 7 7 12 VIP 16 16 L L JOHN CARTER kl. 4 - 5:20 - 8 - 10:40 3D JOHN CARTER kl. 10:10 2D JOHN CARTER Luxus VIP kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D THE WOMAN IN BLACK kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND 3D kl. 3:20 3D JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 3:40 - 5:50 - 8 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:30 2D HUGO Með texta kl. 5:30 - 8 2D CONTRABAND kl. 10:10 2D STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN M/ ísl. Tali kl. 3:40 2D FJÖRFISKARNIR M/ ísl. Tali kl. 3:30 2D 10 7 7 16 L KRINGLUNNI JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND 3D kl. 5:50 - 8 3D HUGO Með texta kl. 10:10 2D BEAUTY & THE BEAST - 3D (FRÍÐA OG DÝRIÐ) M/ ísl. Tali kl. 6 3D 7 12 12 SELFOSS JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 A FEW BEST MEN kl. 6 THIS MEANS WAR kl. 8 - 10:20 KEFLAVÍK 7 7 12 16 L JOHN CATER kl. 8 3D SVARTUR Á LEIK kl. 10:40 2D JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:50 3D SKRÍMSLI Í PARÍS m/íslensku tali kl. 6 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D AKUREYRI 7 7 12 16 L JOHN CARTER kl. 8 3D JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 6 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 10:40 2D PRÚÐULEIKARARNIR enskt tal ísl texti kl. 6 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D PLEASANT SURPRISE - C.B, JOBLO.COM EXPLOSIVE – J.D.A, MOVIE FANATIC “PURE MAGIC” – H.K, AIN’T IT COOL NEWS “VISUALLY STUNNING” – K.S, FOX TV  JOHN CARTER kl. 5:10 - 8 - 10:10 - 10:50 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:50 2D JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLANDkl. 5:50 - 8 3D FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 6 3D HAYWIRE kl. 10:10 2D HUGO kl. 5:20 2D A FEW BEST MEN kl. 8 2D blurb.com  Frá höfundi Death at a Funeral.Frábær gamanmynd með sótsvörtum húmor FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD Toppmyndin á Íslandi og vinsælasta myndin í heiminum í dag Time  Movieline  Myndin sem hefur setið síðustu 3 vikur á toppnum í Bretlandi og notið gríðarlega vinsælda í USA. Ein besta draugamynd síðari ára NÝTT Í BÍÓ Frumraun söngkonunnarMyrru Rósar kom útseint á síðasta ári og máhún býsna vel við una. Plata hennar, sem nefnist Kveld- úlfur, er verk sem sjóaðir tónlist- armenn teldust sæmdir af. Tónlist Myrru einkennist af þægilegum kassagítarleik þó tempóið fari misjafnlega geyst. Upp- hafslagið, Við og við, er við- kvæmnisleg og falleg ball- aða, vel sam- in og sungin, og gefur tón- inn fyrir framhaldið. Nokkuð hressast leikar í næsta lagi, Ani- mal, en þar bregða Myrra og með- spilarar hennar fyrir sig blágresi með góðum árangri og Myrra má eiga það að henni lætur jafnvel að syngja á íslensku og ensku. Maður „kaupir“ bara einhvern veginn röddina; ef til vill af því hún syng- ur af tilfinningu án þess að láta nokkurn tíma eftir sér að bregða slaufum á sönginn og gera hann óþarflega tilfinningasaman eða væminn. Það hefði verið auðvelda leiðin að fanga eyru hlustenda með slíkum trixum en þá hefði tónlistin líka orðið þess leiði- gjarnari. Þvert á móti heldur Myrra sig á slóðum lágstemmdrar angurværðar og platan er öll hin áheyrilegasta. Einkum eru áður- nefnt Við og við, Værð og vökul þrá, titillagið Kveldúlfur og loka- lagið Sail On sem sitja eftir í hlustum áheyrandans. Hljóðheimur plötunnar er allur hinn fínasti og verður að taka fram hversu vel heppnaðar útsetn- ingarnar eru á plötunni. Þær spil- ast saman við rödd Myrru eins og best verður kosið og úr verður plata sem mun vafalaust rata und- ir geislann vítt og breitt á næstu vikum og mánuðum. Framhaldið hjá Myrru verður spennandi. Flott Hljóðheimur plötunnar er allur hinn fínasti og útsetningarnar vel heppnaðar, segir m.a í dómnum. Myrra Rós kveður sér hljóðs Myrra Rós - Kveldúlfur bbbmn Kveldúlfur, frumraun söngkonunnar Myrru Rósar. JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.