Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 Það vita flestir að Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur verið leið- andi afl í íslenskum stjórnmálum frá stofn- un sinni 1929. Undir forystu sjálfstæð- ismanna hefur íslensk þjóð brotist út úr höft- um, einangrun og fá- tækt til atvinnufrelsis, alþjóðlegrar samvinnu og aukins kaupmáttar fyrir launafólk. Sjálfstæðismenn skilja að forsendur hagvaxtar og farsældar verða aðeins leystar úr læðingi undir öflugri for- ystu sjálfstæðismanna. Það þarf ekki nema að horfa á sundurlyndi og innbyrðis átök núver- andi meirihluta til að sjá að þjóðinni er nú steypt þverhnípt niður á botn- inn. Það er orðið aðkallandi fyrir landsmenn að Sjálfstæðisflokkurinn komist í rikisstjórn til að snúa þessari öfugþróun við heildinni til heilla. Í Sjálfstæð- isflokknum eru um 50 þúsund flokksmenn úr öllum landshlutum og geirum samfélagsins sem hafa sameiginlega sýn á öfluga framtíð og úrlausn á ótal álögum sem núverandi meiri- hluti hefur lagt á allan almenning. Á lands- fundi flokksins koma trúnaðarmenn flokksins saman og móta stefnuna sem for- ystan og þingflokkurinn vinna eftir á milli landsfunda. Mikil undirbúningsvinna var lögð í skýrslu framtíðarnefndar flokksins sem fjölmargir flokksfélagar víðs- vegar að af landinu komu að og lögðu til ákveðnar hugmyndir og breyt- ingar á skipulagsreglum flokksins m.a. með kosningu 2. varaformanns. Eitt meginhlutverk hins nýja vara- formanns er að halda utan um innra starf flokksins, en þar er mikið verk að vinna. Það þarf að ná til grasrótar flokksins um land allt, styrkja allt fé- lagsstarf sjálfstæðisfélaga og full- trúaráða vítt og breitt um landið. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér sem 2. varaformaður Sjálfstæðisflokksins til þess að sinna hinum almenna flokks- manni og vinna með öllum þeim mikla fjölda hæfileikafólks sem leiðir flokksstarfið vítt og breitt um Ísland. Mikil orka hefur farið í skýrslu- gerðir og aðra pappírsvinnu en nú er komið að því að bretta upp ermar og láta verkin tala og ná til almennra flokksmanna, virkja og hvetja nýtt stuðningsfólk úr öllum stéttum til að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Framundan eru tvennar mik- ilvægar kosningar til Alþingis og sveitarstjórna. Prófkjör og val á fulltrúum til að leiða lista flokksins eru framundan og búast má við því að einhverjir lúti í lægra haldi í kosn- ingum og enn aðrir komi nýir og þróttmiklir inn í kosningum. Við verðum núna að finna fjöldann allan af efnilegu og lífsreyndu fólki á öllum aldri sem er tilbúið til að vinna að endurreisn þjóðfélagsins eftir þriggja ára rústastörf vinstri stjórnarinnar sem þykist bjóða upp „gegnsæ vinnu- brögð og norræna velferð“. Það er öllum ljóst að þetta er dýrasti brand- ari Íslandsögunnar. Það verður aðalverkefni 2. varafor- manns að fara út á meðal flokksmanna um land allt, þétta raðir þeirra, miðla málum þar sem vík hefur skapast á milli vina og byggja upp jákvætt, þróttmikið og gefandi flokksstarf. Það hefur alltaf verið helsti styrkur okkar sjálfstæðismanna að í stefnu og starfi flokksins finna sjómaðurinn, bóndinn, skrifstofumaðurinn, kenn- arinn, fiskverkakonan, atvinnurek- andinn og iðnaðarmaðurinn sameig- inlegan vettvang til að berjast fyrir hugsjóninni um frelsi til athafna, orðs og æðis. Hver og einn á að njóta af- raksturs svita síns andlits og frum- kvæðis. Munum að Sjálfstæðisflokk- urinn er flokkur allra stétta. Til embættis 2. varaformanns er mik- ilvægt að velja einstakling sem hefur reynslu af störfum fyrir flokkinn, hef- ur sterka tengingu við hinn almenna flokksmann, þekkir vel undirstöðu- atvinnuvegina og hefur reynslu, bak- grunn og þekkingu á atvinnulífinu umhverfis landið. Þess vegna ákvað ég að bjóða mig fram til 2. varafor- manns til að starfa með og fyrir allt sjálfstæðisfólk á landinu okkar, Ís- landi. Brettum upp ermar og látum verkin tala Eftir Jens G. Helgason »Nú þarf að vinna að endurreisn eftir rústastörf stjórnarinnar sem þykist bjóða upp á dýrasta brandara sögunnar „gegnsæ vinnubrögð og norræna velferð“. Jens G. Helgason Höfundur er formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð. Nýlega féll dómur í Hæstarétti þar sem m.a. er fjallað um kyn- ferðislega áreitni. At- burðurinn átti sér stað í vinnuferð þar sem karl- maður sem var yf- irmaður konu fór alls- nakinn í heitan pott, ásamt öðrum manni sem var í sundfötum. Yfirmaðurinn óskaði jafnframt eftir því að konan kæmi í pottinn og jafnvel nakin. Konan af- þakkaði að fara í pottinn. Maðurinn óskaði þá eftir því að konan sæti á stól við pottinn þeim til samlætis. Konan gerði það en þegar hún áttaði sig á því að maðurinn var nakinn stóð hún upp, fór inn í herbergi sitt og reyndi að læsa að sér. Konan telur þetta vera kynferð- islega áreitni og tilkynnti það á vinnu- stað sínum. Niðurstaða Hæstaréttar er önnur, þ.e. að ekki verði fallist á það með henni að þetta háttalag eitt og sér teljist kynferðisleg áreitni í skilningi þeirra laga sem um þetta fjalla. Hæstiréttur rökstyður nið- urstöðu sína með því að hér hafi ein- ungis verið um eitt skipti að ræða og að konan hafi á engan hátt gefið í skyn að hegðunin væri óvelkomin. Samkvæmt lögum nr. 10/2008 er skil- greining á kynferðislegri áreitni sem hér segir: Hvers kyns ósanngjörn og/ eða móðgandi kynferð- isleg hegðun sem er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvel- komin. Áreitnin getur verið líkamleg, orð- bundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt. Vandamálið við þessa skilgreiningu er að hún er mótsagna- kennd. Samkvæmt túlkun Hæsta- réttar á skilgreiningunni telst það ekki kynferðisleg áreitni ef yfirmaður konu fer í allsnakinn í heitan pott fyr- ir framan hana einu sinni. Ef hún hins vegar gefur í skyn að hegðunin sé óvelkomin og hann gerir þetta aftur síðar þá virðist það teljast kynferð- isleg áreitni. Það sem telst kynferð- isleg áreitni í annað sinn taldist ekki kynferðisleg áreitni í fyrsta sinn. Þegar þau lög voru sett sem inni- halda framangreinda skilgreiningu á kynferðislegri áreitni var verið að uppfylla skyldu Íslands um að inn- leiða tiltekna tilskipun samkvæmt EES-samningnum þar sem skilgrein- ing á kynferðislegri áreitni er svo- hljóðandi: Hvers kyns óæskilegt framferði, með orðum, án orða eða af kynferðislegum toga, sem á sér stað og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu einstaklings, einkum þegar skapað er ógnandi, fjandsamlegt, niðurlægjandi, auð- mýkjandi eða móðgandi andrúmsloft. Þessa skilgreiningu tilskipunar- innar ber íslenskum stjórnvöldum að innleiða efnislega samkvæmt-EES- samningnum. Í þessari tilskipun seg- ir einnig um kynferðislegt áreiti að ekki megi leggja það til grundvallar ákvörðun, sem hefur áhrif á ein- stakling, hvort hann hafi vísað á bug eða sætt sig við slíkt framferði. Ekki kemur fram hvers vegna þessi munur er á skilgreiningu á kyn- ferðislegri áreitni í lögunum og til- skipuninni en þetta ættu efnislega að vera sömu reglur. Félags- og trygg- ingamálanefnd Alþingis fékk ýmsa á sinn fund til að fjalla um frumvarpið sem varð að þeim lögum (lög nr. 10/ 2008) sem innihalda framangreinda skilgreiningu. Þeir sem komu á fund nefndarinnar voru meðal annarra fulltrúar frá Kvenréttindafélagi Ís- land, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði. Enginn þessara aðila virðist hafa gert athugasemd við skil- greiningu laganna. Af framangreindu virðist mér að skilgreining á kynferðislegri áreitni hafi ekki verið innleidd í íslensk lög í samræmi við EES-samninginn: a) Í fyrsta lagi vegna þess að ís- lensk lög gera þá kröfu að sá er fyrir hegðuninni verður gefi skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Tilskip- unin segir þvert á móti að ekki megi leggja það til grundvallar þegar met- ið er hvort um kynferðislega áreitni sé að ræða eða ekki hvort hegðuninni hafi verið vísað á bug eða ekki. b) Í öðru lagi þarf kynferðisleg áreitni að vera endurtekin sam- kvæmt íslensku lögunum til að teljast slík, nema ef hún er alvarleg. Slíkt skilyrði er ekki í tilskipuninni. Ef tilskipun er ekki rétt innleidd í íslenskan rétt er talið að íslenska rík- ið geti verið skaðabótaskylt vegna þeirra sem tapa rétti vegna þess. Mikið er rætt um eftirlitsstofnanir og spyrja má hvort Eftirlitsstofnun EFTA hafi ekki staðið sig sem skyldi en hlutverk hennar er m.a að sjá til þess að Ísland, Liechtenstein og Nor- egur virði skuldbindingar sínar sam- kvæmt EES-samningnum. Ósamræmi í löggjöf um kynferðislega áreitni Eftir Berg Hauksson »Konan telur þetta vera kynferðislega áreitni og tilkynnti það á vinnustað sínum. Nið- urstaða Hæstaréttar er önnur … Bergur Hauksson Höfundur er lögmaður og viðskiptafræðingur. ELDRI BORGARA FERÐ Ævintýraferð til Ilulissat (Jakobshavn) 23. - 26. júní 2012. Nánari upplýsingar á www.flugfelag.is og hjá Emil Guðmunds- syni í síma 898 9776 eða emil@flugfelag.is, einnig má senda tölvupóst á hopadeild@flugfelag.is flugfelag.is ÍS LE N SK A /S IA .I S /F LU 58 56 7 02 .2 01 2 GRÆNLAND Nuuk IIulissat Narsarsuaq Reykjavík Ittoqqortoormiit Kulusuk V i n n i n g a s k r á 45. útdráttur 8. mars 2012 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 9 1 2 0 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2 6 2 3 5 5 9 0 6 4 5 9 1 0 6 6 2 9 5 3 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 15090 21678 40707 54140 64585 75709 15141 22442 48722 62127 67627 78996 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 0 1 9 9 2 5 9 1 9 2 0 8 2 9 0 1 0 3 8 4 6 4 5 0 4 2 5 6 1 0 6 4 7 3 5 9 0 1 8 5 3 9 8 1 5 2 1 1 0 2 3 0 4 2 7 4 0 1 2 3 5 0 9 6 2 6 4 0 5 0 7 4 6 2 8 2 0 3 5 1 0 1 4 3 2 2 1 5 7 3 0 5 2 0 4 2 8 2 0 5 1 1 3 7 6 4 0 8 9 7 4 8 6 5 4 0 4 9 1 2 3 2 4 2 2 3 6 0 3 0 9 4 8 4 3 2 9 1 5 2 5 6 2 6 8 1 9 9 7 5 4 2 0 4 6 3 9 1 3 5 2 1 2 2 8 7 7 3 3 2 5 6 4 4 9 4 5 5 4 5 1 8 6 9 8 5 0 7 5 7 6 8 4 7 2 8 1 3 5 4 5 2 3 9 3 8 3 3 3 9 7 4 6 4 1 6 5 4 5 5 0 6 9 9 3 5 7 5 8 3 6 5 5 8 7 1 3 7 2 4 2 6 0 9 6 3 5 3 6 4 4 7 2 0 7 5 5 2 2 8 7 1 6 0 5 7 6 3 5 3 6 8 2 2 1 5 8 6 4 2 6 3 0 9 3 5 8 3 4 4 7 3 9 1 5 6 5 5 6 7 2 1 1 0 7 6 8 3 3 7 1 4 4 1 5 8 9 3 2 7 0 3 7 3 7 2 1 2 4 8 2 3 9 5 6 6 3 1 7 2 1 9 8 7 7 7 7 7 7 5 0 6 1 8 7 3 8 2 8 5 4 9 3 7 6 0 8 4 8 2 6 7 5 8 3 1 1 7 3 3 9 7 7 9 4 0 9 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 6 7 9 1 4 0 0 9 2 1 0 5 8 3 2 5 0 1 4 1 9 7 2 5 2 4 4 9 6 2 3 5 1 7 2 2 8 9 1 8 3 3 1 4 2 1 7 2 1 2 3 5 3 3 1 9 2 4 1 9 7 5 5 2 9 0 4 6 2 4 1 0 7 2 4 4 7 1 9 2 9 1 4 3 6 7 2 1 3 1 5 3 3 2 7 6 4 2 1 4 0 5 4 8 1 6 6 2 5 1 9 7 2 8 1 9 2 5 7 5 1 4 6 4 0 2 1 4 1 8 3 3 4 1 2 4 2 3 4 5 5 5 5 4 2 6 2 5 5 8 7 3 0 4 3 2 9 7 3 1 4 8 9 8 2 1 7 8 3 3 4 0 8 5 4 2 4 3 2 5 5 9 5 2 6 2 7 2 7 7 3 2 1 1 4 0 6 4 1 4 9 6 3 2 1 8 1 8 3 4 0 8 9 4 2 5 3 8 5 6 1 5 0 6 3 4 8 2 7 3 6 0 6 4 4 3 9 1 5 3 2 2 2 1 9 3 0 3 4 1 6 5 4 2 7 6 0 5 6 6 5 5 6 4 1 1 3 7 3 6 9 4 4 7 3 7 1 5 6 4 0 2 2 1 7 7 3 4 3 1 1 4 2 8 0 8 5 6 7 6 1 6 4 8 8 2 7 3 7 4 0 5 0 5 9 1 5 6 6 0 2 2 4 1 0 3 4 3 5 9 4 2 8 3 2 5 6 9 0 2 6 4 9 1 5 7 4 3 9 7 5 9 8 6 1 6 3 4 0 2 3 2 2 9 3 4 5 7 0 4 3 1 7 2 5 7 1 7 8 6 5 3 7 3 7 4 5 2 2 6 0 3 6 1 6 4 0 5 2 3 2 3 1 3 4 9 4 1 4 3 3 6 9 5 7 2 9 4 6 5 6 7 4 7 4 9 0 4 6 3 5 2 1 6 5 1 4 2 5 0 6 2 3 5 0 9 0 4 3 4 7 7 5 7 2 9 8 6 6 2 7 9 7 4 9 1 7 6 4 4 1 1 6 9 1 5 2 5 6 1 3 3 5 7 5 6 4 3 9 6 3 5 7 3 2 6 6 6 4 9 9 7 4 9 9 4 6 9 6 1 1 7 2 4 9 2 5 7 5 2 3 5 8 6 1 4 4 1 8 3 5 7 4 1 5 6 6 5 4 4 7 5 1 3 7 7 3 4 1 1 7 3 9 1 2 5 8 4 3 3 6 0 1 6 4 4 3 3 9 5 7 4 7 3 6 6 5 8 3 7 5 3 2 0 7 6 1 9 1 7 6 6 0 2 5 8 8 4 3 6 2 9 8 4 4 5 6 4 5 7 7 0 0 6 6 6 0 8 7 5 8 7 7 7 6 2 8 1 7 6 6 4 2 6 0 8 3 3 6 5 7 0 4 4 6 2 5 5 8 0 7 7 6 6 6 2 1 7 6 8 9 0 7 7 7 4 1 8 3 8 8 2 6 0 8 7 3 6 6 2 1 4 5 1 0 2 5 8 1 6 6 6 6 6 6 0 7 7 2 9 7 8 1 1 9 1 8 4 7 0 2 6 2 5 8 3 6 9 1 9 4 5 5 9 4 5 8 2 8 4 6 6 9 9 0 7 7 4 7 6 8 3 7 8 1 8 7 2 1 2 6 4 5 6 3 7 1 5 7 4 5 9 3 4 5 8 6 6 2 6 7 2 3 0 7 7 5 3 8 8 8 6 9 1 9 0 7 7 2 6 8 9 6 3 7 2 1 3 4 6 1 4 8 5 8 6 7 5 6 8 0 5 5 7 8 1 9 1 9 1 1 3 1 9 1 8 5 2 7 0 9 1 3 7 4 7 0 4 6 7 5 3 5 8 7 2 9 6 8 0 6 3 7 8 2 3 7 9 1 2 4 1 9 2 3 6 2 7 5 2 1 3 7 5 4 4 4 7 6 7 4 5 9 1 3 0 6 9 0 8 2 7 8 4 1 6 9 5 7 7 1 9 4 9 4 2 7 9 1 5 3 7 7 4 5 4 7 9 1 2 5 9 9 9 9 6 9 3 1 7 7 9 0 8 5 9 8 1 3 1 9 5 1 1 2 8 2 6 1 3 8 2 6 0 4 7 9 8 1 6 0 1 1 7 6 9 7 3 1 7 9 5 5 4 1 0 3 3 6 1 9 6 9 4 2 8 8 2 6 3 8 6 7 4 4 8 5 3 0 6 0 6 8 2 7 0 1 3 1 7 9 5 9 0 1 1 1 4 7 1 9 7 4 4 2 9 7 3 9 3 9 4 6 3 4 8 6 8 1 6 0 7 1 8 7 0 8 1 9 1 1 1 4 9 1 9 9 8 8 3 1 1 8 2 3 9 7 7 3 4 9 5 2 7 6 0 7 3 2 7 1 2 3 7 1 1 7 4 6 2 0 5 2 7 3 1 3 7 8 3 9 8 3 0 4 9 9 5 9 6 0 8 8 9 7 1 5 8 3 1 2 4 7 0 2 0 8 5 2 3 2 1 4 7 4 0 7 9 7 5 0 0 5 5 6 1 3 6 1 7 1 6 6 9 1 3 0 2 3 2 0 8 6 3 3 2 2 1 7 4 0 9 7 2 5 0 7 5 6 6 1 3 9 0 7 1 9 6 1 1 3 5 4 7 2 1 0 5 4 3 2 3 6 4 4 1 6 2 7 5 1 2 0 3 6 1 6 1 2 7 2 0 4 8 Næstu útdrættir fara fram 15. mars, 22. mars & 29. mars 2012 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.