Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 30
✝ Bentey fæddistá Dynjanda í Jökulfjörðum 9. maí 1925. Hún lést 9. mars 2012 á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. For- eldrar hennar voru Hallgrímur Jónsson bóndi og hrepp- stjóri og Kristín Benediktsdóttir ljósmóðir og hús- freyja. Hún var elst 10 systkina. Yngri systkini sem komust á legg: Sigurjón, Margrét, Gunn- ar, Rósa, Halldóra, María og Sig- ríður. Tvö til viðbótar dóu í frumbernsku. Maki 1: Þórir Ingvar Pálsson, f. 7.11. 1916, d. 20.5. 1953. Þeirra börn. 1) Birgir, f. 8.7. 1947, maki Ragnhildur Ragn- arsdóttir, f. 12.10. 1949. Börn: a) Hrafnkell, maki Barbara Holzk- neckt, þeirra börn: Alexander og Lísa. b) Brynhildur, maki David Oldfield, barn Louis Dani- el. 2) Rósa Kristín, f. 16.9. 1948. Maki 1) Tryggvi Hermannsson, f. 22.4. 1948. Þeirra börn: a) Þór- ir Páll, maki Hulda Tryggva- 1960. Maki 1) Margrét Karitas Björnsdóttir. Börn: a) Iðunn, b) Einar, c) Harpa, maki Christian Krogseth. Maki 2) Marianne Skjulhaug. 5) Aldís, f. 31.10. 1966. Maki Ólafur Ástgeirsson, f. 19.9. 1960. Barn: a) Ástgeir. Sambýlis- maður Benteyjar frá 2000–2009 var Guðgeir Jónsson frá Nes- kaupstað. Bentey ólst upp á Dynjanda við sveitastörf og sótti farskóla. Hún fór til Bolung- arvíkur í skóla og starfaði þar á símstöðinni. Einn vetur stundaði hún nám við húsmæðraskólann á Staðarfelli í Dölum og hélt góðu sambandi við skólasystur sínar alla tíð. Hún réðst í vist til Reykjavíkur eftir það en hóf fljótlega búskap og bjó þar æ síðan. Hennar aðalstarf var hús- móðurstarf og umsjón með stórri fjölskyldu og umönnun barna og eldri vinkvenna auk móttöku fjölda ættingja og vina. Hún vann við verslunarstörf í Reykjavík m.a. hjá hann- yrðaverslununum Hofi og Stramma. Bentey var mikil hannyrðakona og liggur eftir hana fjöldi nytjahluta auk út- saumsverka sem prýddu heimili hennar og annarra. Hún tók virkan þátt í starfi Grunnvík- ingafélagsins í Reykjavík. Útför Benteyjar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 9. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 15. dóttir, börn: Tryggvi Páll, Alex- ander Elmar og Ás- dís Rós. b) Svanur Heiðar. Barnsmóðir Sigríður Ólafs- dóttir, barn: Snædís Hekla. Maki: Krist- ensa Valdís Gunn- arsdóttir Eldar, börn: Ágúst Váli, Ragna Bentey og óskírður drengur. Maki 2) Þröstur Kristjánsson, f. 18.3. 1949. Börn: c) Ívar, barns- móðir: Sólveig Ýr Sigurgeirs- dóttir, barn Emilía Kristín. Maki: Inginlín Kristmannsdóttir, dóttir hennar, Kristlín Dís, barn: Marlín. d) María Kristín, maki Óskar Svavarsson, börn: Rósa- lind og Svavar Snær. e) Lovísa Ósk, maki Jón Oddur Jónsson. f) Benedikt. Maki 2) Einar Alexandersson, f. 14.1. 1924, d. 25.6. 1998. Þeirra börn: 3) Þórey, f. 21.4. 1955, d. 25.3. 2011 Maki: Smári Þórarinsson, f. 23.5. 1955. Börn: a) Örvar, maki Birgitta Birg- isdóttir, barn Alda. b) Vala, Maki: Illugi Torfason, barn: Þór- ey. c) Adda. 4) Sigurjón, f. 7.10. Elsku mamma Mig langar að skrifa svo margt um þig en ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þú varst góð kona, hrein og góð sál sem ég hugsa til með þakklæti og virð- ingu. Þú varst yndisleg móðir og vildir öllum gott gera. Það var tekið vel á móti öllum sem komu í heimsókn til þín. Enginn fór frá þér nema vera búinn að fá að borða og drekka kaffi. Því samdi ég þessa vísu: Kaffisopinn indæll er ómissandi flestum alltaf hann á borðið fer bregst ei góðum gestum. Mamma var alltaf að baka, enda alltaf eitthvað til með kaffinu þegar gestir komu. Hún hafði gengið í Húsmæðraskólann á Staðarfelli og lært heilmikið þar. Mamma var mikil hann- yrðakona. Útsaumur var í miklu uppáhaldi hjá henni, það voru myndir, stólar, borð, dúkar, púð- ar o.fl. sem hún saumaði út og allt mjög fallegt. Ennfremur prjónaði hún margar peysur og teppi fyrir alla fjölskylduna í gegnum árin. Hún var vandvirk á allt sem hún gerði. Mamma var dugleg að skrifa sendibréf og kort. Þá hélt hún dagbækur í fjölda ára. Margar góðar minningar eru tengdar henni og Einari pabba. Þau voru bæði yndislegar og gjöfular persónur og það var gott að alast upp hjá þeim. Barnabörnin elskuðu þau og þau voru þeim mjög góð. Barnabörn- in biðu spennt eftir að fara í ár- legt jólaboð hjá ömmu og afa. Þar galdraði hún fram dýrindis kræsingar og dekraði við þau í gegnum árin. Ég vil þakka fyrir allt það góða sem þau voru mér og minni fjölskyldu. Okkur mömmu kom vel sam- an og við vorum góðar vinkonur. Þegar mamma var áttræð samdi ég þessa vísu: Áttatíu árin berð þú með sóma elsku besta mamma mín góðlynd, falleg, augun þín ljóma frábærlega vinnur störfin sín í lífinu titrandi tónar óma þú hugsar vel um börnin þín. Elsku mamma, þakka þér fyr- ir allt. Þín dóttir, Rósa Kristín. Mig langar til að minnast tengdamóður minnar Benteyjar Hallgrímsdóttur frá Dynjanda í Leirufirði. Hún er ein af þeim manneskjum sem hafa reynst mér best í lífinu. Hún tók mig, kornunga móður, inn á heimili sitt. Hún átti þess ekki kost sjálf að halda áfram skólagöngu sinni þegar hún var ung stúlka en það var henni að þakka að ég gat lokið náminu mínu vegna þess að hún passaði litla drenginn minn. Hún vafði hann ástúð og hlýju þá og æ síðan og systur hans líka, seinna þegar hún kom í heiminn. Þá vorum við reyndar flutt austur á Kirkjubæjar- klaustur. En oft áttum við leið í bæinn og alltaf stóð heimilið hennar okkur opið. Þar vorum við öll svo innilega velkomin. Og ekki bara við heldur allt hennar fólk, börn, tengdabörn, barna- börn, barnabarnabörn, systkini og annað venslafólk og jafnvel vinir okkar allra þótt þeir væru hvorki tengdir henni né skyldir. Öllu þessu fólki tók hún opnum örmum og bar því veitingar af örlæti sínu og höfðingsskap. Umhyggja hennar var einstök. Heimilið hennar var eins og hún sjálf: Opinn faðmur. Hugurinn kallar fram myndir úr fjársjóði minninganna: Við að koma að austan svöng og kaffi- þyrst, sitjum öll í eldhúsinu hennar. Á borðum er rjúkandi kaffi og pönnukökur með rjóma. Önnur mynd: Öll börnin hennar og fjölskyldur við borðstofuborð- ið, sunnudagssteik á fati, brún- aðar kartöflur og allt tilheyr- andi. Fallegt handverk húsmóðurinnar blasir við hvert sem litið er: Útsaumuð húsgögn, myndir, púðar og teppi. Öll eig- um við sem stöndum henni næst eitthvað fallegt og hlýtt frá henni til að ylja okkur við núna þegar hún hefur kvatt þetta líf. Með þakklæti og virðingu kveð ég Benteyju Hallgríms- dóttur og sendi öllum þeim fjölda fólks sem þykir vænt um hana innilegar samúðarkveðjur. Ragnhildur Ragnarsdóttir. „Þetta voru bestu tímar og hinir verstu,“ sagði Charles Dic- kens í byrjun bókar sinnar Saga tveggja borga. Þannig er það í mars í ár og einnig í mars á síð- asta ári hjá okkur. Hún Þórey mín, dóttir Bettýjar, dó í mars á síðasta ári og dótturdóttir okkar fæddist þremur dögum áður en hún Þórey dó og fékk sú stutta nafn ömmu sinnar. Nú er komið nýtt ár með nýjum mars og enn eru hinir bestu og verstu tímar. Hún Adda mín á að fermast í mánuðinum og amma hennar hún Bettý kveður þennan heim södd lífdaga. Við syrgjum hana á sama tíma og við fögnum því að hún er laus undan þrautum þessa heims en síðustu árin hafa verið henni þungbær. Ég kynntist Bettý þegar ég og Þórey dóttir hennar byrjuð- um saman fyrir tæpum 39 árum. Hún tók mér afskaplega vel. Hún var dugnaðarforkur og allt sem hún tók sér fyrir hend- ur leysti hún af ró og yfirvegun. Hún var einstök hannyrðakona eins og sást á heimili hennar þar sem voru útsaumaðar myndir, sófar og stólar auk margs ann- ars. Einnig var hún flink í eld- húsinu bæði við bakstur og mat- argerð. Þegar maður leit inn hjá henni kvartaði hún yfir því að eiga ekkert með kaffinu en dró svo kannski fram tertu, lagköku og kleinur. Í dag er til grafar borin ynd- isleg manneskja sem trúði á hið góða í manninum og sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann. Blessuð sé minning hennar. Smári. Ég hitti hana fyrst í ríkinu í Kringlunni síðsumars 1991. Ég var að afla mér birgða fyrir helgina og var með fulla kerru en hún hafði farið með Aldísi dóttur sinni að versla og vantaði aðeins eina sherryflösku. Aldís kynnti okkur og við heilsuðumst með handabandi. Ég held að ég hafi verið hálf skömmustulegur yfir öllu magninu í kerrunni, etv. litist henni ekki á þennan mann sem væri farinn að gera hosur sínar grænar fyrir dóttur henn- ar. En hún brosti aðeins sínu prúða brosi og spjallaði aðeins og rétt eins og allir aðrir sem kynntust henni, féll ég fyrir töfr- um þessarar konu sem átti eftir að verða tengdamóðir mín og lærimóðir á mörgum sviðum. Ég spurði hana seinna um þessi fyrstu kynni og hún sagði að sér hefði bara fundist þetta skemmtilegt. Hún fæddist inn í aðra veröld fyrir tæplega 87 árum. Í Jökul- fjörðum hafði fólk búið við sjálfsþurftabúskap í aldaraðir. Þrátt fyrir harðlynt náttúrufar komst fólk þar ágætlega af fyrir eigin dugnað og hlunnindi af sjávarnytjum. En fólk af hennar kynslóð sá ekki framtíð í þeim lifnaðarháttum. Hún fór ung til Bolungarvíkur í nám og vinnu og þaðan suður til Reykjavíkur þar sem hún bjó öll sín fullorð- insár. Hún og hennar kynslóð byggði upp það samfélag sem búum við í dag þar sem allir sem vilja geta lært nánast allt sem þá lystir. Það stóð henni ekki til boða þegar hún var ung. Þó komst hún einn vetur á hús- mæðraskólann á Staðarfelli í Dölum. Þar lærði hún sitthvað um það sem margir minnast hennar fyrir, matargerð og hannyrðir. Hún hafði gríðarlegan áhuga á hannyrðum og handverki og var sjálf mikil handavinnukona. Hún ævinlega með verkefni í höndunum og sumt af því tagi sem ég gat á engan hátt skilið hvernig væri gert. Eftir hana liggur mikið af prjónaskap, hekli og útsaumi og er það allt listi- lega af hendi leyst. Betty var að öðrum ólöstuð- um einhver mesti meistari í bakstri og matargerð sem ég hef á ævinni kynnst. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur í þeim efnum, hvort sem um var að ræða þjóðlega matargerð eða nýjustu uppskriftir úr mat- reiðslublöðum. Allt bragðaðist hreint stórkostlega og þó baðst hún iðulega afsökunar á af- rakstrinum. Fastir liðir á dag- skrá fjölskyldunnar var sunnu- dagskaffið hjá henni. Þar safnaðist fólk saman við borð sem svignuðu undan kræsingum. Þar fengu barnabörnin líka ým- islegt góðgæti sem ekki var í boði heima hjá þeim. Við sátum saman margar veislur og fórum víða saman með fjölskyldunni. Alls staðar var hún miðpunktur fagnaðarins enda laðaðist fólk að henni. Hún lagði sig fram um að skapa skemmtilegar aðstæður og þægilegt andrúmsloft svo að all- ir mættu njóta. Betty var glað- lynd og jafnlynd kona og ekki man ég eftir að hafa séð hana skipta skapi. Hún hafði gaman af tónlist og listum almennt og reyndar öllu því sem gladdi og fegraði mannlífið. Með andláti tengdamóður minnar er lokið tímabili í sögu fjölskyldunnar. Ættmóðirin er fallin frá en við sem eftir erum minnumst hennar með söknuði og heitum því að halda uppi merkinu. Blessuð sé minning Benteyjar Hallgrímsdóttur. Ólafur Ástgeirsson. Elsku amma. Við kveðjum einstaklega góða og ljúfa ömmu sem átti ham- ingjuríka og langa ævi. Minn- ingar um hana eru margar, en hugur okkar hverfur ósjálfrátt til eldhússins í Drápuhlíð þar sem amma stóð alltaf vaktina og vildi aldrei unna sér hvíldar. Ávallt bauð hún gestum upp á kræsingar og tók það ekki í mál að gestir afþökkuðu þær. Amma var mjög dugleg við allt sem hún tók sér fyrir hendur og eru handaverkin eftir hana óteljandi. Við minnumst þess hvað það var einstaklega gaman að heyra hlátur ömmu, ekki síst þegar hún skellihló. Minningar um ömmu tengjast einnig ósjálfrátt Einari afa og þeirri hlýju sem var á milli þeirra hjóna. Þessi hlýleiki ein- kenndi heimilið þeirra þar sem vinir og vandamenn voru tíðir gestir. Nú er amma komin á góðan stað og hittir Þóreyju dóttur sína, afa og alla góða vini og ættingja sem farnir eru. Með söknuði kveðjum við elskulegu ömmu Bettý. Hvíl í friði. Minningin um þig mun alltaf lifa þrátt fyrir að lífsins klukka heldur áfram að tifa. Hjartahlý og brosmild varstu en ýmsar sorgir og þrautir barstu. Í lífinu skipti fjölskyldan þig mestu sem leiðir til góðra minninga um ömmu bestu. Fegurri sál er ekki hægt að finna og mun gæska þín og gleði það á mig minna. María Kristín og Lovísa Ósk. Elskuleg amma mín hefur kvatt okkur. Amma Bettý hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi. Hún var búsett í næstu götu við okkur og var heimili hennar og afa alltaf einskonar umferðarmiðstöð fyrir fjölskylduna. Þegar ég var barn og lítið um gæslu fyrir og eftir skóla eyddi ég iðulega deginum á heimili þeirra, fékk soðna ýsu eða grjónagraut í hádegismat og fylgdist svo með ömmu galdra fram einhverja snilldina í hönd- unum eða afa í skúrnum að smíða eitthvað fallegt. Einstaka sinnum spiluðum við „sæl amma“ og hlógum svo eins og vitleysingar þegar við rugluð- umst. Þær eru ófáar góðu minning- arnar sem fara um hugann þeg- ar maður minnist ömmu og Drápuhlíðarinnar. Öll matar- og kökuboðin, kótelettur, „orma-“ og súkkulaðikaka, skata og salt- kjöt. Í seinni tíð eftir að afi dó var notalegt að koma og kíkja við hjá ömmu seinni part dags og horfa með henni á Leiðarljós og ræða við hana um hvað kar- akterarnir voru að gera af sér, líkt og þeir ættu sér stað í raun- veruleikanum. Amma mín var sterk kona, sú sterkasta sem ég hef kynnst. Sama hvernig áföllin dundu á henni þá stóð hún alltaf enn sterkari eftir á. Ég veit að ég lærði af henni að þrauka og halda áfram að lifa, sama í hvaða aðstæðum maður lendir. Sumarbústaðarferðir, ferða- lög og útlandaferðir sem við höf- um farið í saman eru ófáar og minningarnar óteljandi. Allar minningarnar um þessa yndis- legu konu munu lifa með mér alla tíð og ég veit að einhvern veginn, á einhverjum fallegum stað sitja amma, afi og mamma og hlæja því þau eru saman á ný. Amma hafði gaman af því að syngja og var lagið „Í Hlíðar- endakoti“ í miklu uppáhaldi hjá henni: Bænum mínum heima hjá Hlíðar brekkum undir er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir. Því vill hvarfla hugurinn, heillavinir góðir, heim í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir (Þorsteinn Erlingsson) Takk, elsku amma, fyrir allar glöðu stundirnar okkar saman. Þín Vala. Bentey Hallgrímsdóttir HINSTA KVEÐJA Kærar þakkir, elsku amma mín, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og alla í kringum þig. Þú settist aldrei niður og þú gafst aldrei upp. Þín verður sárt saknað. Hvíldu nú í friði, við sjáumstum hinum megin. Þinn ömmudrengur, Örvar Þóreyjarson Smárason og fjölskylda. 30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 Kristín Helgadóttir ✝ Kristín Helga-dóttir fæddist 25. febrúar 1943 í Keldunesi, Keldu- hverfi, N-Þing. Hún lést 29. febrúar síð- astliðinn á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi. Útför Kristínar var gerð frá Foss- vogskirkju 8. mars 2012. aldur fram, var hún sjálf kölluð í burtu. Stína var elsta systir mín og var farin að heiman að vinna um það leyti sem ég man eftir mér. Hún kom þó alltaf öðru hvoru heim í Keldunes með Ella og fékk litli bróðir þá jafnan eitt- hvað flott, jafnvel beint frá útlöndum. Eftir að pabbi dó var umhyggja Stínu og Ella mikil og var m.a. séð til þess að ekki skorti fín föt á drenginn. Minnisstæðar eru ferðir með móður minni til systkina minna í Reykjavík í jólafríum og var þá m.a. dvalið hjá Stínu og Ella á Blómvallagötunni og í Markland- inu. Þar kynntist sveitadrengur Lífið er stundum illskiljanlegt og óréttlátt. Stína systir mín hafði eytt meirihluta starfsævi sinnar í umönnun aldraðra og einnig hafði hún af einstakri umhyggju og ósérhlífni annast móður, tengda- móður og eiginmann í veikindum þeirra. Aðeins fjórum árum eftir að hún missti Ella sinn, langt um ýmsum nýstárlegum mat sem varð síðar í uppáhaldi. Síðar átti ég heimili hjá þeim í Tungubakk- anum á námsárum. Þá kom ekki til greina að greitt væri fyrir þá fullkomnu þjónustu sem veitt var en jafnframt skýrt að tilgangur- inn var að stuðla að menntun litla bróður en ekki að ala undir al- mennu bjargarleysi. Þegar kom að útskrift kom ekki annað til greina en að þau sæju um út- skriftarveislu okkar hjóna. Þann- ig voru Stína og Elli, samtaka um einstaka hjálpsemi og greiðvikni og ætluðust ekki til að fá neitt í staðinn. Börn okkar Soffíu nutu síðar sömu góðvildar og örlætis þeirra sem þau eru afar þakklát fyrir. Stína hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum og gramdist mjög allt misrétti og þegar fólk taldi sig hafið yfir aðra í samfélag- inu. Hún var hamhleypa til allrar vinnu og kunni illa við hangs. Í sumarbústaðnum í Svínadalnum var hún í essinu sínu, næg verk- efni að fást við, utan dyra sem inn- an. Stína var góður og traustur vinur og átti hún stóran hóp vin- kvenna sem hún eignaðist á öllum æviskeiðum. Hennar verður þó eflaust minnst mest og best fyrir umhyggju hennar gagnvart öðr- um. Umönnun og umhyggja hennar fyrir móður okkar og Ágústu tengdamóður hennar á ævikvöldi þeirra var einstök. Á eftir fylgdi síðan umönnun Ella í erfiðum veikindum hans í nærri þrjú ár. Í baráttu hennar við illvígan og snarpan sjúkdóminn sem að lok- um sigraði hana naut hún mjög góðrar umhyggju og umönnunar systra okkar og vinkvenna sinna og ber að þakka það sérstaklega. Þannig fékk hún notið góðrar umönnunar sjálf eins og hún hafði veitt öðrum. Við Soffía og börn okkar erum afar þakklát fyrir að hafa átt Stínu að og munum ætíð minnast hennar sem einstaklega góðrar systur, mágkonu, frænku og vin- ar. Munu góðar minningar um hana lifa með okkur um ókomna tíð. Helgi Þór Helgason.  Fleiri minningargreinar um Bentey Hallgríms- dóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.