Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 ✝ RagnheiðurEinarsdóttir fæddist á Víðilæk í Skriðdal 27. sept- ember 1922. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 26. febrúar sl. For- eldrar hennar voru hjónin Katrín Ein- arsdóttir, f. 1. ágúst 1884, d. 17. maí 1971, og Einar Björgvin Björnsson, f. 11. nóv- ember 1890, d. 6. júní 1976. Systkini Ragnheiðar voru: Hjörtur, f. 16. mars 1913, d. 27. febrúar 1979, Kristín, f. 9. októ- ber 1915, d. 29. júní 2004, Björn, f. 18. desember 1919, d. 12. júní 1981, Unnar Sigur- björn, f. 26. maí 1921, d. 2. júlí 1948, Jón Einar, f. 8. janúar 1925, d. 14. júní 1997, Halldór Jóhann, f. 2. júlí 1927. Eiginmaður Ragnheiðar var úar 1954, kvæntur Ástu S. Sig- urðardóttur, f. 2. október 1957, þau eiga fimm börn og þrjú barnabörn. Ragnheiður ólst upp í Skrið- dal frá 1922 til 1936 en þá flutti hún ásamt foreldrum sínum að Eyjum í Breiðdal. Árið 1939 fluttist hún að Birkihlíð ásamt unnusta sínum, Árna Bjarna- syni, en þar bjuggu þau til árs- ins 1947 þegar þau fluttu í Há- tún. Þar bjuggu þau í 14 ár eða til 1961 er þau fluttu að Litla Sandfelli og bjuggu þar til árs- ins 1973. Árið 1968 hættu þau hjónin búskap en Ragnheiður fór að vinna við ýmiss konar störf, m.a. sem matráðskona í vegagerð og við Grunnskólann á Hallormsstað. Árið 1973 flytj- ast Ragnheiður og Árni að Múlastekk og eru þar til ársins 1976 er þau flytja að Hrygg- stekk. Síðustu árin, eða frá árinu 1994, bjuggu þau á Mið- vangi 22 á Egilsstöðum. Ragn- heiður dvaldi á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum síðustu árin. Útför Ragnheiðar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 9. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Árni Bjarnason frá Borg í Skriðdal, f. 7. ágúst 1915, d. 2. júlí 2009. Þau gift- ust hinn 13. desem- ber 1940. Þau eign- uðust fjóra syni: 1) Sigurður, f. 3. des- ember 1941, kvæntur Sigvarð- ínu Guðmunds- dóttur, f. 10. mars 1942, þau eiga þrjú börn og átta barnabörn. 2) Bjarni, f. 3. desember 1941, kvæntur Jónu G. Guðmunds- dóttur, f. 2. ágúst 1946, þau eignuðust fimm börn, eitt er lát- ið, þau eiga tíu barnabörn. 3) Einar Birkir, f. 17. febrúar 1947, kvæntur Sigríði Páls- dóttur, f. 9. febrúar 1956, þau eiga fjögur börn og níu barna- börn. Einar á tvö börn og sex barnabörn frá fyrra hjóna- bandi. 4) Sigurbjörn, f. 7. febr- Í dag kveðjum við Ragnheiði ömmu eins og hún var alltaf köll- uð af okkur systkinunum. Amma var stór hluti af lífi okkar enda bjó fjölskyldan ásamt ömmu og afa á Hryggstekk í átján ár svo óhjákvæmilega urðu tengslin sterk. Amma var aldrei langt undan þegar við vorum að alast upp, við gátum alltaf leitað til hennar og treyst, enda var henni umhugað um að okkur liði vel. Margar góð- ar minningar koma upp þegar við horfum til baka en notalegast af öllu var nærvera ömmu í skól- anum þegar við vorum í heima- vist á Hallormsstað. Þau voru ófá skiptin sem við fengum að skríða upp í rúm til ömmu og kúra enda hjartað oft lítið og fæturnir kald- ir þegar langt var heim til mömmu og pabba. Amma var alla tíð mikil handa- vinnukona og einstaklega vand- virk við verk sín. Mörg handverk eru til eftir hana og prýða fallegu hekluðu teppin hennar nú heimili flestra í fjölskyldunni ásamt rúmfötum, dúkum, peysum og sokkum. Þessi hlutir eru okkur dýrmætir og varðveita góðar minningar um ömmu. Amma var listakokkur og lagði mikið upp úr góðum veit- ingum og vel var þess gætt að enginn færi svangur af hennar heimili. Við systkinin vorum svo heppin að vera áskrifendur að pönnukökunum hennar og kepptumst oft við að borða eins margar og við gátum og reynd- um þar með að slá gömul met pabba og bræðra hans. Þegar fram liðu stundir og við fullorðn- uðumst sóttu okkar börn í pönnukökurnar hennar ömmu og reyndu líkt og foreldrarnir að slá gömul met, ömmu til mikillar gleði. Nú í seinni tíð fylgdist amma vel með því sem við krakkarnir tókum okkur fyrir hendur, hvort sem við vorum í námi eða vinnu hér heima eða úti í hinum stóra heimi. Hún hvatti okkur ávallt til að fylgja sannfæringu okkar og láta drauma okkar rætast, hvar í heiminum sem við enduðum, þó henni liði sennilega alltaf best þegar hún vissi af okkur sem næst sér. Síðastu árin dvaldi amma á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum og viljum við þakka sérstaklega þann hlýhug og þá góðu umönn- un sem hún fékk hjá starfsfólk- inu þar. Við búum vel að því góða vega- nesti sem amma hefur gefið okk- ur með sinni nærveru í gegnum árin. Við biðjum ömmu blessunar og kveðjum hana með þökk og virðingu. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Árni Páll, Ragnhildur Íris, Birna Kristín og Eyrún Björk Einarsbörn. Það var langt austur á land þegar ég, höfuðborgarstelpan, var að alast upp og föðurfólkið mitt sem bjó þar var nú ekki að sækja til Reykjavíkur að óþörfu. Ég hitti Ragnheiði föðursystur mína fyrst 1987 þegar þau Árni bjuggu í Hryggstekk í nábýli við Einar son sinn og fjölskyldu hans. Það var skemmtileg og af- slöppuð heimsókn og mér er afar minnisstæð sú snyrtimennska sem blasti við utan húss sem inn- an. Það hefði verið hægt að leggja sig úti í fjósi og engu lík- ara en hlöðin væru ryksuguð daglega. Seinna þegar ég fór að flakka um landið í erindrekstri nýtti ég hvert tækifæri til að heimsækja Ragnheiði og Árna sem þá voru flutt í fallega íbúð á Egilsstöðum. Þau tóku mér opnum örmum, hlýjan hennar Ragnheiðar um- vafði mig og gáskafullar athuga- semdir Árna krydduðu samtölin. Oft hitti ég á Ragnheiði eina, þegar Árni var fjarverandi vegna veikinda. Þá skoðaði ég myndir af frændfólki mínu og fræddist um hvað barnabörnin hennar höfðu fyrir stafni. Ragnheiður var stolt af fólkinu sínu og fylgd- ist vel með ört stækkandi hópi af- komenda. Fyrir lifandi frásagnir hennar lærði ég smám saman að þekkja frændgarðinn og ættar- mótin í seinni tíð styrkja þann grunn. Hún sagði mér líka sitthvað úr bernsku sinni, uppvexti og bú- skap sem lýstu þeim aðstæðum sem konur af hennar kynslóð þurftu að búa við. Án efa gerði frænka mín sitt besta til að láta fólkinu sínu líða vel, hún setti sjálfa sig ekki í forgang frekar en margar mæður fyrr og síðar. Seinna fór hún að vinna utan heimilis, m.a. í eldhúsinu í grunn- skólanum á Hallormsstað og ég var stolt af frændseminni þegar ég heyrði hrósyrðin um hana frá kennurum þar sem ég hitti á námskeiði. Ég dáðist líka að fal- legu handavinnunni hennar, út- saumi og prjónaskap og geymi góðar ullarhosur sem Árni prjón- aði á níræðisaldri. Síðustu árin dvöldu þau hjónin á heilbrigðisstofnun á Egilsstöð- um og þar hitti ég Ragnheiði síð- ast fyrir u.þ.b. ári. Hún var að venju glöð að sjá mig en ég skynjaði að nú var tilveran eig- inlega bara bið, fátt sem stytti henni stundirnar og langur hver dagurinn. Ég sakna þessarar góðu og hlýju frænku minnar og þeirra tengsla við föðurfólkið mitt sem sköpuðust í heimsóknum til hennar. Ég get þó vel unnt henni hvíldar að loknu löngu og farsælu dagsverki og veit að tveir Árnar taka fagnandi á móti henni á strönd hins eilífa friðar. Ég sendi frændum mínum og þeirra fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur og bið góðan Guð að blessa minningu Ragn- heiðar Einarsdóttur. Unnur Halldórsdóttir. Elsku Ragnheiður mín. Traustasta og besta vinkona. Mig langar með fáeinum orð- um að þakka þér fyrir allar sam- verustundirnar og hjálpina í gegnum árin. Til ykkar Árna var alltaf gott að koma. Það var sama hvar þið bjugguð, þið voruð svo samtaka með að gera heimilið ykkar fínt og fallegt og fullt af „hlýju“. Meðan við bjuggum báðar í dalnum okkar varst þú sú mann- eskja sem ég leitaði mest til ef einhver vandamál voru hjá mér. Það var sama hvað var að, þú varst alltaf tilbúin að hjálpa. Ef ég klúðraði saumaskapnum þá bara henti ég því út í bíl og keyrði til þín og þú gast allt lag- að. Ef ærnar okkar þurftu hjálp í sauðburði varst þú sótt, jafnt á nóttu sem degi. Alltaf var allt sjálfsagt. En síðast en ekki síst vil ég þakka þér fyrir öll skiptin sem þú hjálpaðir mér þegar ég var veik, það var eiginlega „ekk- ert mál“ að vera veik, það var sama hvort ég lá heima eða að heiman, þú varst komin og tókst heimilið mitt og annaðist það eins og þú ættir það. Og fyrir það er- um við Kjartan óendanlega þakklát. Þegar við vorum báðar fluttar á Egilsstaði áttum við margar góðar stundir, spjölluðum sam- an, sögðum hvor annarri leynd- armál, fórum í gönguferðir og kíktum í búðir sem okkur fannst mjög gaman að gera. Elsku Ragnheiður. Ég sakna þín óskaplega, en ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér og þér líður vel þar sem þú ert nú, þú átt það skilið. Öllum að- standendum votta ég dýpstu samúð. Þín vinkona, Jóna Vilborg Friðriksdóttir. Ragnheiður Einarsdóttir Pabbi er dáinn – síðasti skip- stjórinn úr Auðunsættinni fór í sína síðustu sjóferð föstudaginn 2. mars 2012. Hér fylgja nokkur orð um pabba minn – heiðursmanninn Gunnar Auðunsson. Pabbi varð níræður en heilsu hans hrakaði síðustu árin. Hann var þó ennþá glaðlyndur og ánægður. Pabbi giftist mömmu (Gróu Ejólfsdóttur) sumarið 1949 og mamma var við hlið hans fram á síðustu stund. Gunnar Auðunsson fæddist á Minni-Vatnsleysu, sjötta barnið af tólf. Auðun afi stundaði búskap, veiði og sjómennsku þangað til fjölskyldan fluttist til Reykjavík- ur. Sagan um þann flutning er ein- stök. Auðun afi vildi flytja upp á Akranes, en bæjarstjórnin þar vildi ekki taka við þeim – hrædd um að þau færu á bæinn. Við vit- um þó öll hvernig sú saga endaði! Pabbi byrjaði að hjálpa til heima, eins og öll systkini hans, strax og hann gat og ólst upp í ná- lægð náttúrunnar. Síðan byrjaði pabbi 14 ára gamall sem háseti á Otri frá Reykjavík og stundaði sjómennsku til rúmlega sjötugs. Þar á eftir reri pabbi í mörg ár með Gísla bróður sínum á litlum bát. Frá Otri fór hann yfir á stærri skip og að lokum á togara. Pabbi kláraði Stýrimannaskólann 1943, varð stýrimaður stuttu seinna og að lokum skipstjóri. Þetta lá allt beint við, allir bræðurnir (Halldór og Pétur Guðjón dóu þó ungir) voru miklir skipstjórar og afla- kóngar, einnig eiginmenn Elínar (Friðgeir Eyjólfsson bróðir mömmu) og Ólavíu (Þórður Sig- urðsson). Öll Auðuns-fjölskyldan stritaði allt lífið og byggði landið eftir aðra heimsstyrjöld með sinni kynslóð. Ísland væri kannski ekki það sama í dag án dugnaðar þessarar kynslóðar. Aflaverðmætið sem bræðurnir báru að landi á sínum skipum var mikið og saman með öðrum harðduglegum sjómönnum varð þetta að gífurlegum verð- mætum fyrir land og þjóð. Pabbi var með skip frá Nes- kaupstað (Goðanes), síðan á Ak- ureyri (Kaldbak). Pabbi og mamma fluttu 1956 til Reykjavík- ur og pabbi tók þar við Geir, síðar Fylki og var með Narfa í mörg ár. Síðasti togarinn sem pabbi var með var Otur frá Hafnarfirði og þannig endaði sagan hjá skipstjór- anum Gunnari Auðunssyni; frá Otri til Oturs. Eftir að pabbi hætti fiski- mennsku var hann skipstjóri á Hafþóri og vann ýmis önnur störf sem tengdust sjó og sjávarútvegi og væri hann ekki að vinna var hann örugglega niðri við höfn að tala við nýja og gamla kunninga. – „Fyrirgefðu Gróa mín að ég er seinn, ég lenti á kjaftatörn!“ Heiðursmaður og öðlingur. Það eru þau orð sem ég hef heyrt mest Gunnar Auðunsson ✝ Gunnar Auð-unsson fæddist á Minni-Vatnsleysu 8. júní 1921. Hann lést á dvalarheimil- inu Grund 2. mars 2012. Foreldrar hans voru Auðun Sæ- mundsson og Vil- helmína Þorsteins- dóttir. Systkini: Ólafía, Elín, Krist- ín, Sæmundur, Þorsteinn, Hall- dór, Gísli, Auðun, Pétur Guðjón, Guðrún og Steinunn. Gunnar kvæntist árið 1949 Gróu Eyjólfsdóttur. Börn þeirra: Sigríður Rósa (lést 2000) og Pétur Guðjón. Jarðarför Gunnars fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 9. mars 2012, kl. 11. um pabba frá þeim sem þekktu hann. Vel liðinn af fjöl- skyldu, vinum og samstarfsmönnum. Pabbi var einnig lít- illátur og hógvær og miklaði sig aldrei yf- ir gjörðum sínum. Ég bað pabba á hans eldri árum að skrifa niður fyrir mig skipin sem hann hefði verið á, en fékk alltaf sama svarið: „Þetta skiptir engu máli núna …“ og nú er síðasti skip- stjórinn úr þessari stóru fjöl- skyldu dáinn. Bless pabbi. Við óskum þér meðbyrs í seglin í síðustu ferðinni. Pétur G. Gunnarsson, Lisa L. Gunnarsson og fjölskyldur. Meira: mbl.is/minningar Gunnar Auðunsson var sjómað- ur og fiskimaður. Það er hættu- legt starf. Ef eitthvað kemur fyrir vinnustað þinn ert þú í bráðri lífs- hættu. Afi minn var togarasjó- maður. Hann drukknaði 1924. Á árunum 1971 til 1974 fórust 185 ís- lenskir sjómenn við störf. Hlut- fallslega það sama og mannfall Bandaríkjamanna í fyrri heims- styrjöld. En hvað gaf þessi harða barátta við Ægi í aðra hönd? Jú, þessir menn byggðu upp nútíma Ísland. Án þeirra hefði það ekki verið hægt. Gunnar var einn hinna þekktu Auðunsbræðra. Allir mikl- ar aflaklær. Ég elskaði og dáði þennan mann. Hann var gestris- inn höfðingi. Örlátur og greiðvik- inn. Hógvær var hann og vin- gjarnlegur. Hið mesta hraustmenni en stilltur vel og seinþreyttur til reiði. Manna glað- astur á góðri stundu og afbragðs sögumaður eins og sjómenn eru oft. Ég naut þeirrar gæfu að verða tengdasonur hans og hans góðu konu Gróu þegar ég kvæntist Sig- ríði Rósu dóttur þeirra. Við bjugg- um í Kongsvinger í Noregi og hlotnaðist sú gleði að eignast Helgu Björk og Gunnar Þór. Árin urðu mörg og hamingjurík með tíðum heimsóknum Gunnars og Gróu. En svo kom að því að leiðir okkar Sigríðar Rósu skildi og árið 2000 dó hún úr krabbameini 46 ára. En heiðurshjónin Gunnar og Gróa slepptu aldrei af mér hend- inni eftir skilnaðinn. Til þeirra var ég alltaf velkominn í Íslandsferð- um. Þá bauð Gróa upp á saltkjöt og baunir sem hún lagaði á sinn frábæra hátt. Þann rétt sé ég sjaldan í Noregi. Gunnar hlaut hægt andlát. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Helgi Þórarinsson. Móðurbróðir minn, Gunnar Auðunsson skipstjóri, er fallinn frá liðlega níræður að aldri. Hann var sonur hjónanna Vilhelmínu Þor- steinsdóttur og Auðuns Sæmunds- sonar á Minni-Vatnsleysu. Þau eignuðust 13 börn, sex dætur og sjö syni. Gunnar er síðastur í röð sjö bræðra sem heldur á vit feðra sinna. Tveir bræðranna létust ung- ir eða rétt um tvítugt en hinir fimm urðu allir landsþekktir skipstjórar sem gengu gjarnan undir nafninu Auðunsbræður. Auk Gunnars voru það þeir Sæmundur, Þorsteinn, Gísli og Auðun. Gunnar og systkini hans voru fædd og uppalin á Vatnsleysu- strönd. Lífsbaráttan var hörð á fyrri hluta síðustu aldar og hjá barnmörgum fjölskyldum urðu dætur sem og synir að byrja snemma á því að hjálpa til sem best þau máttu. Eins og Gunnar sagði sjálfur frá þá var ekkert um annað að ræða hjá bræðrunum en að fara á sjóinn. Um leið og synirnir höfðu getu og kraft til fóru þeir á togara aðeins fimmtán ára gamlir. Faðir þeirra var sjómaður, lengi báta- skipstjóri á Suðurnesjum en síðar togarasjómaður til margra ára. Þrátt fyrir ýmsa hrakninga á yngri árum og áföll héldu þeir bræður ótrauðir áfram til sjós og urðu þjóðkunnir þegar fram í sótti fyrir aflasæld og farsæld á skip- stjórnatíð sinni, en almennt voru menn sammála um að þeir Auð- unsbræður hafi verið miklir afla- menn. Fyrir tíu árum heiðraði Sjó- mannadagsráð Akureyrar þá fjóra af bræðrunum sem voru mikilvægir hlekkir í uppbyggingu togaraútgerðar hjá Útgerðar- félagi Akureyringa. Þeir höfðu verið skipstjórar á fyrstu togurun- um sem komu eftir síðari heims- styrjöldina til Akureyrar. Gunnar og bræður hans unnu sig upp úr fátækt með hörkudugn- aði og heiðarleika að leiðarljósi eins og samferðamenn lýstu þeim. Það voru forréttindi að þekkja þá og að vera náskyldur þessum mönnum sem voru í senn hetjur og höfðingjar til orðs og æðis. Með Gunnari er genginn einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem lögðu á sig mikið erfiði við að afla landi og þjóð viðurværis á erf- iðum tímum og uppskáru þann ár- angur að sjá landið rísa hátt á meðal þjóða heims. Við Anna sendum Gróu, eftirlif- andi eiginkonu Gunnars, Pétri syni þeirra, tengdadóttur, barna- börnum og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Steinar Friðgeirsson. ✝ Okkar ástkæri GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON vélstjóri frá Dunkárbakka, Hörðudal, Krummahólum 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn 2. mars. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 9. mars kl. 13.00. Dagný Jónsdóttir og aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY ÞORSTEINSDÓTTIR, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri mánudaginn 5. mars. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 12. mars kl. 10.30. Sendum innilegar þakkir til starfsfólks á Hlíð. Þorsteinn Árnason, Eva Ásmundsdóttir, Skúli Árnason, Jakobína Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.