Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is 128 af 285 stærstu fyrirtækjum landsins eru með að lágmarki 40% hlut kvenna í stjórnum sínum án þess að nokkurt lagaboð hafi gert það að verkum. Þetta var eitt af því sem kom fram á mjög fjölmennum fundi sem mörg fagfélög í viðskipt- um héldu í gær á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni: Fjöl- breytni í forystu og góðir stjórnar- hættir skipta máli. Í september 2013 taka gildi ný lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórnum fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn. Þrátt fyrir að bæklingurinn sem var dreift, Stjórnarhættir fyrir- tækja, byði upp á ýmis umræðuefni var mest talað um kynjakvótann. Af mörgum ræðumönnum má meðal annars nefna Auði Hallgríms- dóttur, stjórnarformann Sameinaða lífeyrissjóðsins sem talaði um hrunið sem eitt dýrasta námskeið Íslands- sögunnar. Fólk ætti að hafa lært af því að samfélagsleg ábyrgð skiptir máli og samfélagslega ábyrgar fjár- festingar skila á endanum mesta arðinum. Birna Einarsdóttir, formaður SFF (Samtök fjármálafyrirtækja) og bankastjóri Íslandsbanka, talaði um góða stjórnarhætti og deildi með fundinum hvernig þau notuðust um þessar mundir við nýtt kerfi í bank- anum þar sem farið væri í gegnum allar ákvarðanatökur starfsmanna þar og skoðað hvort ástæða væri til að fleiri kæmu að hverri ákvörðun eða ekki. Hún talaði einnig um kynjakvót- ann og sagði að kannski hefðu hlut- irnir ekki farið svona illa ef bankinn Lehman Brothers hefði frekar verið Lehman Sisters. Hún sagðist ekki hafa verið fylgj- andi kynjakvóta í fyrirtækjum þegar hún var ung og eina konan í stjórn fyrirtækis. Þegar hún væri nú orðin elst í þessari stjórn og enn eina kon- an væri hún orðin hlynnt kynja- kvóta. Konur nú flestar námsmanna Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, sagði aðra sögu enda eru 40% stjórnarmanna í því fyrirtæki konur. Hann sagði þetta val hafa orðið vegna verðleika fólksins og þurfti ekkert valdboð frá ríkinu til þess enda teldi hann tilmæli frá rík- isstjórninni vera heppilegri. Hann talaði einnig um niðurstöður úr nokkrum rannsóknum Journal of Financial Economics sem sýndu að stjórnir með óháða stjórnarmenn eru líklegri til að reka forstjóra ef rekstur fyrirtækis gengur illa. Þær eru líka líklegri til að bera hag hlut- hafa fyrir brjósti þegar yfirtökutil- boð berst. Rannsóknir sýndu einnig að ef óháðir stjórnarmenn sitja í of mörgum stjórnum þá hefur það nei- kvæð áhrif á virði félaganna sem þeir sitja í. Þá virtust fámennari stjórnir virka betur en fjölmennari. Í lokin sneri hann sér aftur að um- ræðunni um kynjakvótann og sagði að ástæður þess að fleiri karlmenn væru í stjórn væru kannski eðlilegar enda hefðu karlmenn alltaf verið yf- irgnæfandi meirihluti námsmanna í viðskiptafræðinni. Það hefði fyrst snúist um aldamótin, þannig að í framtíðinni munu karlmenn kannski þakka fyrir kynjakvótann. Minnihluti fyrirtækja þarf að breyta stjórn sinni mikið  Lög um kynjakvóta í stjórnum voru til umræðu á fundi um betri stjórnarhætti Morgunblaðið/Sigurgeir S. Stjórnarmenn Þorkell Sigurlaugsson, Auður Hallgrímsdóttir og Birna Ein- arsdóttir á fundi um betri stjórnarhætti í gær á Hilton Reykjavík Nordica. Kynjakvóti fyrirtækja » Lögin um kynjakvótann taka gildi í september 2013. » Undir löggjöfina falla 285 fyrirtæki. » Fjöldi fyrirtækja sem þegar uppfylla skilyrðin eða vantar aðeins eina konu upp á er 249. » Aðeins eitt fyrirtæki þarf að bæta 3 konum við en 34 fyrir- tæki vantar 2 konur í stjórn. Samkomulag er í burðarliðnum milli ráðamanna í Aþenu og lánardrottna gríska ríkisins um niðurfærslu og endurskipulagningu á skuldum Grikklands. Meirihluti fjármála- stofnana og fjárfestingarsjóða sem eru eigendur að grískum ríkis- skuldabréfum hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til að skipta á nú- verandi ríkisskuldabréfum fyrir ný. Samkvæmt heimildum AP-frétta- stofunnar munu grísk stjórnvöld upplýsa um samkomulagið snemma í dag en um yrði að ræða einhverja umsvifamestu endurskipulagningu skulda sem nokkurt ríki hefur farið í gegnum. Evrópskar hlutabréfavísi- tölur hækkuðu skarpt í gær vegna væntinga um að samningar næðust. Misvísandi fregnir hafa borist af því hversu hátt hlutfall lánardrottna gríska ríkisins hafi samþykkt niður- færslu á skuldunum - allt frá 50% upp í 75%. Samþykki 67% kröfuhafa nægir til þess að gera samkomulagið skuldbindandi fyrir alla kröfuhafa. Verðmæti nýju ríkisskulda- bréfanna er um helmingi minna en þeirra gömlu, auk þess að vera með lengri gjalddaga og lægri vexti. Af þeim sökum er það mat sérfræðinga að kröfuhafarnir muni tapa um 70% af fjárfestingu sinni í bréfunum. Stefnt er að því að færa niður skuldir ríkisins um 107 milljarða evra. Samkomulagið er jafnframt forsenda fyrir því að Evrópusam- bandið og Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn veiti Grikkjum 130 milljarða evra neyðarlán. Skuldir gríska ríkisins nema um 350 milljörðum evra, sem er meira en 160% af landsfram- leiðslu Grikklands. Opinberar efnahagsáætlanir gera ráð fyrir því að það hlutfall taki að lækka á næstu árum og verði um 120% árið 2020. Fáir hagfræðingar eru hins vegar svo bjarstýnir að telja sennilegt að það markmið muni nást án þess að til komi frekari afskriftir, hugsanlega fleiri neyðarlán – og enn meira aðhald í ríkisrekstri. hordur@mbl.is Samkomulag um skuldaaflausn  Grískir lánardrottnar samþykkja nið- urfærslu og endurskipulagningu skulda AP Hárskurður Afskrifa á um 107 millj- arða evra af skuldum Grikklands. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,1% á árinu 2011 samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands. Þessi vöxt- ur kemur í kjölfar mikils samdráttar tvö ár þar áður, en samdrátturinn nam 4% árið 2010 og 6,8% árið 2009. Þjóðarútgjöld á árinu 2011 jukust nokkru meira en nam vexti lands- framleiðslu, eða um 4,7%, samkvæmt frétt Hagstofunnar í gær. Einkaneysla jókst um 4% og fjár- festing um 13,4% en samneysla dróst saman um 0,6%. Útflutningur jókst um 3,2% og innflutningur nokkru meira, eða um 6,4%. Þrátt fyrir þessa þróun varð verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu 2011, eða 133 milljarðar króna. Innflutningur skipa og flugvéla Aukna fjárfestingu á síðasta ári má meðal annars rekja til mikils innflutn- ings á skipum og flugvélum en slík fjárfesting hefur lítil sem engin áhrif á landsframleiðslu. Að frádreginni fjárfestingu í skipum og flugvélum jókst fjárfesting á síðasta ári um 7,4%, samkvæmt frétt Hagstofu Ís- lands. Landsframleiðsla jókst um 1,9% að raungildi milli 3. og 4. ársfjórðungs 2011. Á sama tíma jukust þjóðarút- gjöld um 4,5%. Einkaneyslan jókst um 1,6% og fjárfestingin um 27,5%. Samneysla dróst hins vegar saman um 0,1%. Þá jókst útflutningur um 0,7% og innflutningur um 5,4% á sama tímabili. Þessar tölur eru árs- tíðaleiðréttar og miðast við vöxt milli ársfjórðunga, ekki ára, segir í frétt Hagstofu Íslands. Hagvöxtur 2011 var 3,1% - einkaneysla jókst um 6%  Þjóðarútgjöld jukust um 4,7%  Útflutningur um 3,2% Morgunblaðið/Ernir Innflutningur Mikið var flutt inn af flugvélum og skipum í fyrra. ● Seðlabanki Súdans hefur tekið í notkun nýjan hugbúnað frá Creditinfo sem gerir lánveitendum kleift að miðla upplýsingum um lántakendur. Samningur um verkið var gerður í lok árs 2010 en nú hefur kerfið verið tekið í notkun, segir í tilkynningu. „Mun þetta styðja við uppbyggingu bankakerfisins og treysta innviði fjár- málakerfisins en íbúafjöldi í Súdan er um 40 milljónir. Hugbúnaðurinn gerir bönkum kleift að nálgast upplýsingar um lánshæfi,“ segir m.a. í tilkynningu frá Creditinfo. Creditinfo semur við Seðlabanka Súdans ● Hrein eign lífeyr- issjóðanna hækk- aði um 36,4 millj- arða króna í janúar síðastliðnum eða um 1,75%. Eignir lífeyrissjóðanna hafa hækkað að meðaltali um 15,6 milljarða kr. á mán- uði, sl. 12 mánuði. Hrein eign lífeyris- sjóðanna nam í lok janúar sl. 2.133 milljörðum króna. Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 201 milljarð króna undanfarna 12 mán- uði sem samsvarar aukningu um 10,4%. Að teknu tilliti til verðbólgu var raun- aukning eigna sjóðanna mun minni, eða 3,7%. Raunaukning 3,7% ● Evrópski seðlabankinn (ECB) ákvað í gær að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum, 1%. ECB hefur ekki breytt vaxtastiginu hjá sér síðan í nóvember í fyrra, en þá lækkaði bankinn vexti sína niður í 1% og hafði mánuði áður einnig lækkað vexti sína. Eins og fram hefur komið hefur ECB lánað um 800 bönk- um víðsvegar í ESB gríðarlegar fjár- hæðir á lágum vöxtum, alls um 530 milljarða evra, sem eru um 88 þúsund milljarðar króna, til þriggja ára. Óbreyttir vextir hjá ECB Stuttar fréttir…                                            !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +/1.-0 +,2.-3 ,,.+/- ,,.,43 +3.2,3 +40.3/ +.244, +/,.03 +02.54 +,2.,0 +/1./- +,2.32 ,,.,2/ ,,.454 +3.23, +41.,1 +.2411 +/4.,2 +02.-/ ,+2.+14 +,2.20 +/3.-, +,0.,, ,,.4,- ,,.403 +3.040 +41.02 +.2-,, +/4.3, +02./2 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.