Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012
Tillögur að siðareglum Samfylking-
arinnar og að reglum um aðferðir við
val á framboðslista, sem landsfundur
vísaði til flokks-
stjórnar, verða
teknar til um-
ræðu og af-
greiðslu á flokks-
stjórnarfundi
Samfylkingar-
innar á morgun.
Er þar m.a.
lagt til að fram-
vegis verði hvergi
boðið upp á opin
prófkjör innan
flokksins þegar valið er á framboðs-
lista.
Skuldbindandi reglur
Starfsnefnd lagði fyrir landsfund
Samfylkingarinnar í október sl. til-
lögu um skuldbindandi reglur um að-
ferðir við val frambjóðenda á fram-
boðslista hjá flokknum. Nefndin
lagði jafnframt til að lögum flokksins
yrði breytt þannig, að reglur um að-
ferðir við val á framboðslista yrðu
skuldbindandi og að flokksstjórn yrði
falið að samþykkja slíkar reglur.
Landsfundur samþykkti tillögur
nefndarinnar og hefur vinnuhópur
nú mótað tillögur um aðferðir við val
á framboðslista sem lagðar verða fyr-
ir flokksstjórnarfundinn.
Í tillögu að siðareglum sem af-
greiða á á fundinum segir m.a.: „Við
komum fram af heilindum og háttvísi
í störfum okkar og virðum umbjóð-
endur, samstarfsmenn og andstæð-
inga.“ Önnur regla er svohljóðandi:
„Við vinnum gegn samtryggingu
stjórnmálamanna og greiðasemi
vegna vináttu- og hagsmunatengsla.
Við leitumst við að greina spillingu
og beitum okkur gegn henni á öllum
stigum samfélagsins.“
Fundurinn sem haldinn er í Rúg-
brauðsgerðinni, hefst klukkan 9 með
setningarræðu Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, formanns Samfylkingarinnar
og forsætisráðherra.
Mál ungs fólks í brennidepli
Málefni og framtíðarsýn ungs
fólks verða í brennidepli á flokks-
stjórnarfundinum. Skv. upplýsingum
frá Samfylkingunni verður fundur-
inn öllum opinn frá kl. 11:30 þegar
umræður fara fram um málefni unga
fólksins í hugmyndasmiðju. Nýta á
niðurstöðurnar til að skerpa á að-
gerðaáætlun Samfylkingarinnar í
málefnum ungs fólks. omfr@mbl.is
Leggja til lokun
á opin prófkjör
Flokksstjórn Samfylkingar fundar
Jóhanna
Sigurðardóttir
Sparibuxur
með stretch
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is, Ríta Tískuverslun
3 síddir
Litir:
svart,
grátt,
brúnt
Tónleikar í Guðríðarkirkju
Laugardaginn 10. mars kl. 17.30
Karlakórinn Heimir
Stjórnandi: Helga Rós Indriðadóttir
Undirleikari: Thomas R. Higgerson
www.heimir.is
Miðasala á www.midi.is
og við innganginn.
1,000.- hver réttur
Opnar 11.30 - 21.00
09.03.12
Hverfisgata 123
S : 588-2121
www.yummiyummi.net
www.banthai.name
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur
samþykkt að ráðast í framkvæmdir
við viðbyggingu Árskóla á Sauðár-
króki. Kaupfélag Skagfirðinga hefur
boðist til að lána fyrir framkvæmd-
um fyrsta áfanga, án vaxta og af-
borgana, á byggingartímanum.
Mikil hagræðing
Í Árskóla eru um 400 nemendur.
Yngsta stig Árskóla, 1.-3. bekkur
með samtals um 120 nemendur, er í
gömlu húsi við Freyjugötu þar sem
kennt hefur verið í 65 ár. Húsið hefur
fengið lítið viðhald og þarf að laga
það fyrir meira en 200 milljónir eigi
að nota það áfram. Eldra stigið, 4.-
10. bekkur, er í yngra húsi við Skag-
firðingabraut.
Óskar G. Björnsson skólastjóri
sagði að ætlunin væri að stækka
skólann við Skagfirðingabraut um
sex kennslustofur, stækka matsal og
skólasafn auk lagfæringa. Reiknað
hefði verið út að við sameininguna
skapaðist rekstrarhagræðing sem
næmi að minnsta kosti 32 milljónum
á ári. Áætlað væri að afborganir
vegna fyrirhugaðra framkvæmda
næmu um 37 milljónum á ári.
„Það er óhagkvæmt að hafa þetta
á tveimur stöðum,“ sagði Óskar. „Öll
vinnuhagræðing verður markvissari
og það sparar í mannahaldi að hafa
skólann á einum stað.“
Óskar sagði stefnt að því að byrja
framkvæmdir fyrsta áfanga í vor og
reiknað með að þær tækju 18-24
mánuði. Nýja húsnæðið gæti mögu-
lega verið tekið í gagnið haustið
2013.
„Starfsfólkið er mjög sátt við
þetta og mikil gleði í skólasamfélag-
inu,“ sagði Óskar. „Það er búið að
berjast fyrir þessu í mörg ár.“ Hann
sagði að vissulega myndi fólk sakna
góðs anda úr húsinu við Freyjugötu,
enda húsið með mikla sál og sögu.
Þórólfur Gíslason, kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS),
sagði að fyrir tveimur til þremur ár-
um hefði staðið til hjá sveitarfé-
laginu að ljúka við Árskóla.
„Þá buðum við þeim að fjármagna
bygginguna á byggingartímanum.
Nú tóku þeir ákvörðun um að fara í
bygginguna og spurðu hvort það
stæði ekki að við værum tilbúnir að
gera þetta. Ég reikna með að við
hjálpum þeim að fjármagna þetta,“
sagði Þórólfur.
Hagræðing fyrir sveitarfélagið
Þegar rætt var um að KS myndi
lána fjármagn á byggingartíma var
einnig rætt að síðan myndi KS lána
sveitarfélaginu um helminginn af
framkvæmdakostnaðinum eftir að
framkvæmdum lyki til einhverra ára
á góðum kjörum.
„Þetta fellur ágætlega inn í fram-
kvæmdir hér og er jákvætt frá flest-
um hliðum,“ sagði Þórólfur. „Þetta
verður hagræðing fyrir sveitarfélag-
ið og til bóta fyrir nemendur og
starfsfólk.“
KS býður fjármögnun
meðan á byggingu stendur
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við stækkun og endurnýjun Árskóla í vor
Ljósmynd/Óli Arnar
Árskóli á Sauðárkróki Byggt verður við skólann við Skagfirðingabraut og gerðar ýmsar endurbætur á húsnæðinu.
Árskóli á Sauðárkróki er nú rekinn á tveimur stöðum, í gömlu húsi við
Freyjugötu og nýrra húsi við Skagfirðingabraut. Ætlunin er að byggja við
skólann við Skagfirðingabraut og flytja alla starfsemi hans þangað. Hús-
ið við Skagfirðingabraut var byggt 1967 og byggt við það árið 2000.
Í fyrsta áfanga á að byggja ofan á búningsaðstöðu íþróttahúss Árskóla
og við C-álmu samtals 1.410 m2. Einnig verða gerðar endurbætur á núver-
andi C-álmu og á að lagfæra matsal, eldhús, bókasafn, kennaraaðstöðu
og tónmenntastofu í kjallara auk þess að byggja upp textílaðstöðu í and-
dyri íþróttahúss. Húsnæðið sem á að laga er 1.063 m2. Nýbyggingar og
endurbætur í fyrsta áfanga verksins eru samtals 2.473 m2.
Áætlað er að framkvæmdirnar við húsið kosti 480.644.423 krónur og
lóðafrágangur norðan húss verði 37.734.000 kr. Því er áætlað að fyrsti
áfangi framkvæmda við Árskóla kosti 518.378.423 kr.
Í öðrum áfanga á að byggja sérgreinastofur og sal skólans. Eftir að
honum lýkur verða tónlistarskólinn og heilsdagsskólinn, þ.e. tóm-
stundaskólinn fyrir 1.-4. bekk, undir sama þaki og grunnskólinn.
Skólastarf grunnskólans sam-
einað við Skagfirðingabraut
ÁRSKÓLI Á SAUÐÁRKRÓKI