Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 36
36 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 Sudoku Frumstig 5 3 9 7 8 9 7 2 1 6 5 9 8 5 2 7 8 1 6 7 3 2 6 9 8 4 5 6 3 7 8 5 1 1 6 7 5 8 9 7 4 6 5 1 9 1 9 7 1 3 2 1 7 3 5 9 6 5 7 6 3 9 4 8 6 8 1 2 4 5 2 1 5 8 7 5 3 8 9 1 6 2 4 6 1 9 4 2 7 3 5 8 2 8 4 6 5 3 7 1 9 1 2 6 3 8 5 4 9 7 3 9 5 1 7 4 2 8 6 8 4 7 2 6 9 5 3 1 9 7 2 5 1 6 8 4 3 4 6 8 9 3 2 1 7 5 5 3 1 7 4 8 9 6 2 9 4 1 5 7 2 3 6 8 2 5 8 9 6 3 1 4 7 7 3 6 1 8 4 2 5 9 4 1 9 8 5 6 7 3 2 5 7 3 4 2 1 8 9 6 8 6 2 3 9 7 4 1 5 6 2 4 7 1 5 9 8 3 1 9 5 2 3 8 6 7 4 3 8 7 6 4 9 5 2 1 6 8 5 3 1 4 7 9 2 1 9 7 5 8 2 4 6 3 2 3 4 7 6 9 5 1 8 3 2 9 8 5 7 1 4 6 8 7 1 9 4 6 2 3 5 5 4 6 1 2 3 8 7 9 7 6 2 4 9 8 3 5 1 4 1 8 6 3 5 9 2 7 9 5 3 2 7 1 6 8 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 9. mars, 69. dagur ársins 2012 Orð dagsins: Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lk. 8, 17.) Stundum heyrist að fjölmiðlafólksé vægast sagt upptekið af sjálfu sér og þá sérstaklega fólk á ljósvaka- miðlum. Hvað sem því líður tekur Víkverji eftir því að nokkrir fyrrver- andi og núverandi starfsmenn sjón- varps og útvarps telja sig eiga erindi á Bessastaði og leyna því ekki að margar séu áskoranirnar um að þeir bjóði sig fram til embættis forseta Ís- lands. Sjálfsagt er þetta allt hið ágæt- asta fólk, þó Víkverji skilji ekki hvað til þess að gera nýskriðið fólk úr skóla getur stundum haft mikið sjálfsálit, en hann hefur reyndar ekki fundið fyrir þessum meinta þrýstingi því til stuðnings nema hjá öðru fjölmiðla- fólki. x x x En sjónvarpsfólk er ekki aðeinsupptekið af sjálfu sér. Tals- menn þess hafa réttilega bent á þröngsýnina að leyfa ekki beinar út- sendingar frá landsdómsmálinu í Þjóðmenningarhúsinu, en til þessa talað fyrir daufum eyrum. Helstu rökin fyrir leyndinni eru sögð vera þau að beinar útsendingar trufli gang mála. Víkverji efast um að mönnum hafi dottið slík rök í hug þegar beinar útsendingar voru frá nýlegum réttar- höldum í Bandaríkjum vegna andláts poppgoðsins Michaels Jacksons, svo eitt dæmi af mörgum sé tekið, en stundum má ætla að Íslendingar búi enn í rafmagnslausum torfkofum sambandslausir við allt og alla. x x x Meðan ekki gefst tækifæri til þessað fylgjast með landsdómi í beinni verða landsmenn að sætta sig við að heyra skýringar fréttamanna á gangi mála. Þeir koma fram ábúð- armiklir í sjónvarpi, taka viðtal hver við annan og virðast bera byrði heimsins á herðum sér. Víkverji bíður spenntur eftir því að heyra hver verð- ur fyrstur til þess að vekja athygli á því að vitni dagsins hafi verið með strípur í hárinu og litað hár að auki. Það gæti reynst viðkomandi dýrmætt veganesti og veitt honum forskot í kapphlaupinu um að komast á Bessa- staði, þar sem reyndar fyrrverandi sjónvarpsmaður situr sem fastast. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 þvættingur, 8 blómum, 9 garpur, 10 hreyf- ingu, 11 matvands manns,13 kvabba um, 15 jór, 18 tröppu, 21 ástfólgin, 22 ákæra, 23 ólyfjan, 24 vistir. Lóðrétt | 2 ástæða, 3 rúms, 4 skáldar, 5 mergð, 6 bikkja, 7 varningur, 12 velur,14 málm- ur, 15 ósoðinn, 16 klampana, 17 fiskur, 18 kippti í, 19 baunin, 20 harmur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 drýli, 4 bossa, 7 grimm, 8 ímynd, 9 ask, 11 rota, 13 ódýr, 14 frauð,15 stól, 17 afmá, 20 mak, 22 græða, 23 rýran, 24 rytja, 25 móður. Lóðrétt: 1 dugar, 2 ýmist, 3 ilma, 4 brík, 5 skyld, 6 andar, 10 skaka, 12 afl, 13 óða,15 súgur, 16 ófætt, 18 fáráð, 19 árnar, 20 mata, 21 kram. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Óður til þagnarinnar. N-AV. Norður ♠KDG83 ♥Á5 ♦102 ♣G1075 Vestur Austur ♠2 ♠Á1097654 ♥D43 ♥72 ♦9763 ♦D ♣D8632 ♣ÁK9 Suður ♠-- ♥KG10986 ♦ÁKG854 ♣4 Suður spilar 6♥ dobluð. Sagnir þróast oft furðulega. Austur á mikil sóknarspil, en eins og málin æxl- ast er honum hollast að passa til eilífð- arnóns. Í N-S voru nýkrýndir Íslandsmeist- arar í tvímenningi, Páll Þórsson og Stefán Stefánsson. Páll kom austri á óvart með því að opna á 1♠. Austur tók létt bakföll, en náði sér fljótt á strik og lagði pass-miðann mjúklega á borðið. Stefán krafði í geim með 2♥ og Páll sagði 2G. Aftur hlaut austur að passa, enda varla vit í því að melda á þessu stigi. Stefán stökk í 6♦ og Páll breytti í 6♥. Hvað nú? Enn er best að þegja, en í reynd brast þolinmæði austurs og hann leyfði sér að dobla. Það var misráðið, því dobl- ið er af meiði Lightners og biður um út- spil í lit blinds. Spaði kom út og Stefán gaf aðeins á ♥D: 1210 og tær toppur. 9. mars 1950 Fyrstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands voru haldnir í Austurbæjarbíói í Reykjavík, undir stjórn Ró- berts Abrahams Ottóssonar. Í umsögn í Þjóðviljanum var sagt að hljómsveitin hefði „þegar náð ótrúlegri samstill- ingu“. Telst þetta stofndagur hljómsveitarinnar. 9. mars 1961 Séra Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtogi lést, 92 ára. Sigurður Nordal sagði hann hafa verið „mesta mann ís- lenskrar kristni sem mér hef- ur auðnast að hafa kynni af“. 9. mars 1966 Hljómplötufyrirtækið EMI gaf út tveggja laga plötu með Hljómum, sem á erlendum markaði nefndust Thors- hammers. „Hljómar komnir á heimsmælikvarða,“ sagði á baksíðu Vísis. 9. mars 1997 Flutningaskipið Dísarfell sökk um eitt hundrað sjómílur suð- austur af Hornafirði. Skipverj- arnir höfðust við í sjónum í flotgöllum í tvær stundir og bjargaði þyrla Landhelgis- gæslunnar, Líf, tíu þeirra en tveir létust. 9. mars 2004 Fjölveiðiskipið Baldvin Þor- steinsson strandaði á Meðal- landsfjöru í Vestur-Skafta- fellssýslu. Þyrla frá Land- helgisgæslunni bjargaði sextán manna áhöfn skipsins. Skipið náðist á flot átta dögum síðar. „Frækileg björgun,“ sagði Morgunblaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Í gær var greint frá því að von væri á tignarlegum norðurljósum í dag. „Þessi dagur er frábær að því leytinu til að norðurljósaspá er meiri en hefur ver- ið þannig að ég kemst kannski í norðurljósa- myndatöku á afmælinu,“ segir Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga og listljósmyndari, en hún er 55 ára í dag. „Það er mesta spennan á afmælinu,“ heldur hún áfram og leggur áherslu á að best sé að mynda norðurljósin þar sem engin ljósmengun sé eins og í Héðinsfirði. Því voni hún að það verði heiðskírt. Á 50 ára afmælinu gaf Lára út bók, Lára L ára, en engin útgáfa er á döfinni að þessu sinni. Hún segir að frítíminn fari annars að mestu í að byggja upp nýjan framhaldsskóla. Skólinn sé á öðru starfsári og gaman sé að fást við að móta hann. Á tímabili hafi hún viljað leggja sitt af mörkum í stjórnmálum en þar sé nú ekkert nema niðurrif og á því hafi hún ekki áhuga. Hún horfi til framtíðar og sæki samnefnda ráðstefnu um ferða- og atvinnumál í Fjarðabyggð á Siglufirði í dag. „Það verður afmæli handa mér,“ segir hún og á von á því að fá kaffi og kökur þar. „Þeir hafa verið mjög duglegir á Siglu- firði að búa til áhugaverðan stað að heimsækja.“ steinthor@mbl.is Lára Stefánsdóttir skólastjóri 55 ára í dag Norðurljós í tilefni dagsins Flóðogfjara 9. mars Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.50 -0,0 6.53 4,3 13.10 -0,1 19.16 4,2 8.06 19.12 Ísafjörður 2.56 -0,2 8.49 2,3 15.19 -0,2 21.15 2,1 8.13 19.14 Siglufjörður 5.00 -0,0 11.19 1,3 17.33 -0,1 23.48 1,3 7.56 18.57 Djúpivogur 4.11 2,2 10.18 0,1 16.26 2,2 22.40 -0,1 7.36 18.40 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur það í hendi þinni hvort þú nærð að leiða málin til lykta eða missir allt út úr höndunum á þér. Sumt er manni ekki gefið að skilja, þú skalt ekki einu sinni reyna það. (20. apríl - 20. maí)  Naut Notaðu daginn til að huga að fjármál- unum. En vertu varkár, annars ertu eins og 17 ára krakki á sportbíl – stórslys við það að gerast. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Suma daga vaknarðu einfaldlega í alveg glimrandi skapi. Gamall yfirmaður gæti líka dúkkað upp, vertu vinsemdin uppmáluð. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú átt gott með að koma fyrir þig orði og skalt nú viðra gamlar hugmyndir við félaga þinn. Opnaðu augun með jákvæðum huga og þá eru þér allir vegir færir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þótt þú sért tilbúinn að leggja ýmislegt á þig fyrir peninga skaltu gæta þess að halda mannorði þínu hreinu. Hugsun þín er ekki traust. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Sestu nú niður og gerðu áætlun um að gera draum þinn að veruleika. Til að endur- heimta kraftana skaltu njóta einveru og rólegheita í dag. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þér finnst það skylda þín að deila vitn- eskju þinni með öðrum. Fjölskyldan og heim- ilið eru í brennidepli hjá þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það getur reynst þér skeinuhætt að hlaupa í blindni eftir athugasemdum ann- arra. En það er hægt að vera of vingjarnlegur. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert afar kraftmikil/l þessa dagana. Ef undirritun samninga stendur fyrir dyrum skaltu vera viss um að þú sért ánægð- ur með skilmálana. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þér kann að finnast þú eiga erfitt með að gera nokkurn skapaðan hlut. Haltu áfram að sveipa þig glamúr og dulúð. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vatnsberinn hefur næga orku og hefur fullan hug á því að bæta skipulag sitt, bæði heima fyrir og í vinnunni. Fjölbreytni er hressandi. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þið hafið áhyggjur af öllum í kringum ykkur og þurfið að verjast því svo ekki dragi úr ykkur allan mátt. Ef þú sýnir öðrum sam- starfsvilja muntu koma ótrúlega miklu í verk. Stjörnuspá 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. d3 d6 7. c3 0-0 8. He1 b5 9. Bc2 He8 10. a4 Bd7 11. Rbd2 Bf8 12. Rf1 g6 13. Bg5 Bg7 14. Dd2 Dc8 15. Rg3 Db7 16. b4 Bg4 17. Bb3 Rd8 18. d4 Bxf3 19. gxf3 Re6 20. Be3 Rd7 21. f4 exf4 22. Bxf4 Rxf4 23. Dxf4 Rf6 24. h4 He7 25. h5 Hae8 26. axb5 axb5 27. He3 Dc8 28. h6 Bh8 29. e5 dxe5 30. dxe5 Rg4 Staðan kom upp í B-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Rússneski stórmeistarinn Alexander Motylev (2.677) hafði hvítt gegn ítölsk- um kollega sínum Daniele Vocaturo (2.545). 31. e6! f5 32. Rxf5! gxf5 33. Hg3 Be5 34. Dxe5 Hf8 35. Hxg4+! og svartur gafst upp. Fjórða umferð Al- þjóðlega Reykjavíkurskákmótsins fer fram í dag í Hörpu, sbr. nánar á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.