Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 43
Mæðgur Hér má sjá Bobbi Kristinu Brown ásamt móður sinni. Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum næstu árin, orðin vellauðug. Einkadóttir Whitney Houston, Bobbi Kristina Brown, er ekki á flæðiskeri stödd því hún erfir öll auðæfi móður sinnar. Erfðaskrá söngkonunnar hefur verið gerð op- inber en samkvæmt henni renna allar hennar eigur til 19 ára gam- allar einkadótturinnar; fjármunir, skartgripir, föt, fasteignir og bílar. Stofnaður verður sjóður utan um arfinn og verður féð varðveitt þar til Bobbi Kristina nær 21 árs aldri, samkvæmt heimildum Inside Edit- ion. Fær hún þá hluta arfsins greiddan út, viðbótargreiðslu þeg- ar hún verður 25 ára og full yfirráð yfir sjóðnum þegar hún verður þrí- tug. Whitney fól móður sinni Cissy Houston yfirstjórn sjóðsins, með að- stoð bróður hennar og mágkonu, Michaels og Donnu Houston. Erfða- skráin, sem er frá árinu 2000, felur í sér ákvæði þar sem segir að ef Bobbi Kristina hefði dáið á undan móður sinni hefðu allar eigur söng- konunnar skipst jafnt á milli stór- fjölskyldu hennar og fyrrverandi eiginmannsins, Bobbys Browns. Houston og Brown voru gift í 14 ár en skildu árið 2007. Eins og heimsbyggðin öll veit nú lést Whitney Houston hinn 11. febr- úar eftir áralanga baráttu við Bakkus og hans djöfla. Hún var 48 ára. Söngkonan sló í gegn um miðj- an níunda áratuginn og fram til 1990 átti hún hvert lagið á fætur öðru á vinsældalistum en vinsæl- asta lag hennar er án efa „I will Always Love You“ sem hún söng í kvikmyndinni Bodyguard árið 1992. Áhrif hennar á seinni tíma söngdívur eins og Mariuh Carey og Celine Dion þykja þá gríðarleg. Dóttir Whitney Houston mun erfa öll auðæfi móður sinnar MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Ótrúleg sértilbo ð fyrir áskrifen dur Mo rgunbla ðsins Nú klárum við veturinn! Takmarkaður fjöldi sæta í boði! Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð til Kanarí. Fjölbreytt gisting í boði á afar hagstæðum kjörum. Um mjög takmarkaðan fjölda flugsæta er að ræða og gisting er einnig takmörkuð. Hér gildir fyrstur kemur, fyrstur fær! 20. mars – 8 nætur Verð frá 79.900 kr. Kanarí Þú bókar tilboðið á www.heimsferdir.is eða hjá ferðaráðgjöfum okkar í síma 595 1000. Ath. verð getur hækkað án fyrirvara! Allir fastir áskrifendur Moggans eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Verðdæmi Kanarí Alm. verð Áskr. verð Þú sparar 8 nætur 8 nætur Roque Nublo *** 3 í íbúð með einu svefnherbergi 127.600 79.900 47.700 2 í íbúð með einu svefnherbergi 138.700 89.400 49.300 Barbacan Sol *** 4 í íbúð með einu svefnherb. m/morgunverði 3. og 4. aðili barn 163.200 119.900 43.300 3 í íbúð með einu svefnherb. m/morgunverði 3. aðili barn 165.500 124.900 40.600 2 í íbúð með einu svefnherb. m/morgunverði 170.100 139.900 30.200 Liberty apartments *** 3 í íbúð með einu svefnherbergi 131.400 89.900 41.500 2 í íbúð með einu svefnherbergi 144.600 94.200 50.400 20. mars – verð frá 79.900 kr. Ótrúlegt verð!Þú getur sparað allt að50.400 kr.á mann Afþreyingarvefurinn IGN.com keyrði á dögunum könnun þar sem notendur voru beðnir að lýsa áliti sínu á því hver eigi að syngja tit- illag næstu James Bond-myndar. Það þarf svosem ekki að koma á óvart að Adele, vinsælasta söng- kona heims nú um stundir, fékk flest atkvæði. Á eftir henni komu svo tvær rokksveitir, Muse og Foo Fighters. Fleiri sem voru nefndir voru U2, Florence And The Mach- ine, Arctic Monkeys, Lana Del Rey, Guns N’ Roses, Karen O úr Yeah Yeah Yeahs og Rihanna. Það er NME sem segir frá. Næsta Bond-mynd kallast Skyfall og er leikstýrt af Sam Mendes. AP Bondstúlka? Allir vilja fá Adele til að syngja næsta Bondlag, nema hvað! Adele syngi næsta Bond-lag Woody Allen er orðinn sjaldséður á tjaldinu þó hann dæli út myndum sem leikstjóri. Það kemur því an- kannalega fyrir sjónir að hann ætl- ar að leika í mynd sem er ekki leik- stýrt af honum sjálfum. Mun hann koma fram í Fading Gigolo ásamt John Turturro en hann er höfundur hennar; leikstýrir henni og leikur í henni (hljómar kunnuglega...). Munu þeir leika félagana Virgil og Bongo sem taka upp á því að fal- bjóða sig. Athyglisvert! Reuters Leikari Woody Allen er að fara að leika í mynd John Turturro. Woody Allen leikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.