Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 BAKSVIÐ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það var margt um manninn á At- vinnumessu sem haldin var í Laug- ardalshöll í gær en þar stóð atvinnu- leitendum til boða að kynna sér tæplega þúsund ný starfstækifæri og hlýða á framsögur stjórnmála- manna, sérfræðinga og framámanna í íslensku atvinnulífi um ný tækifæri á atvinnumarkaði. Efnt var til atvinnumessunnar til að kynna átakið „Vinnandi vegur“ en það er samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og at- vinnurekenda, sem miðar að því að gera fyrirtækjum og stofnunum kleift að ráða nýtt starfsfólk, með því að endurgreiða þeim hluta stofn- kostnaðarins við störfin með styrk frá Atvinnuleysistryggingasjóði, upp í kjarasamningsbundin laun. „Við hófum þetta átak fyrir viku og þá voru þau störf sem stóðu til boða um hundrað talsins. Nú eru þau orðin tífalt fleiri eða um eitt þús- und og við getum ekki annað en ver- ið ánægð með það,“ segir Runólfur Ágústsson, stjórnarformaður At- vinnuleysistryggingasjóðs. Runólfur segir að enn sem komið er hafi 200 fyrirtæki sóst eftir starfs- fólki í 450 störf og sveitarfélögin eft- ir sama fjölda en að auki standi á milli 70 og 80 starfsþjálfunarpláss til boða. Fyrirtæki geti tekið þátt í átakinu til 31. maí og fyrirsjáanlegt sé að störfunum eigi enn eftir að fjölga en markmiðið er að skapa alls 1.500 störf fyrir maílok. 70% áfram á vinnumarkaði „Okkur sýnist þetta vera þver- skurður af atvinnulífinu,“ segir Run- ólfur um fyrirtækin sem hyggjast bæta við sig starfsfólki. „Fyrst voru þetta aðallega smáfyrirtæki en svo hafa stærri fyrirtækin verið að koma inn núna. Það eru þarna mörg sprotafyrirtæki, ný fyrirtæki og fólk með hugmyndir sem sér þarna tæki- færi til að stækka og fara af stað með eitthvað spennandi. En svo eru líka þarna stærri fyrirtæki í t.d. ferðaþjónustu, upplýsingatækni og útflutningi,“ segir hann. Fyrirtækin munu geta fengið styrk í allt að 12 mánuði, ráði þau einstaklinga sem hafa verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur. Runólfur segir rannsóknir hafa sýnt að ein- staklingar sem hafa nýtt sér önnur úrræði sem hafa byggst á svipaðri hugmyndafræði, s.s. starfsþjálfun og reynsluráðningar, og þannig farið út af atvinnuleysiskrá, hafi í 70% til- fella ekki komið aftur inn. „Þetta er náttúrulega gríðarlega gott en það er auðvitað markmiðið með þessu; að koma fólki í varanlega vinnu og út úr kerfinu,“ segir hann. Steingrímur J. Sigfússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, var meðal þeirra sem tóku til máls á At- vinnumessunni og sagði m.a. að eftir 3 ára erfiðleikatímabil blöstu loks við bjartari tímar. Benti hann á hversu mikilvægt það hefði reynst að innviðir væru traustir; skóla- og heilbrigðisstofnanir hefðu t.d. staðið traustum fótum þrátt fyrir að hafa mátt mæta talsverðum niðurskurði. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, sagði hag- vöxtinn hins vegar að of miklu leyti drifinn af einkaneyslu og að fjárfesta þyrfti í atvinnusköpun til framtíðar. Þá fagnaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, átakinu og sagði at- vinnurekendur miklu frekar vilja greiða fólki laun en hafa það á at- vinnuleysisbótum. Stuðla þyrfti að fjárfestingum til að skapa aðstæður fyrir betri vinnumarkað og betri lífs- kjör. Þúsund starfa atvinnumessa  Aðstandendur átaksins Vinnandi vegur efndu til atvinnumessu í Laugardalshöll í gær  Sveit- arfélög og fyrirtæki hyggjast ráða í 1000 störf  Um 70% áfram í vinnu eftir sambærileg úrræði Morgunblaðið/Golli Atvinnumessa Upp úr hádegi höfðu hátt í 2000 manns kynnt sér störf sem voru í boði, Vinnumálastofnun og fjórar vinnumiðlanir munu sjá um ráðningar. Morgunblaðið/Golli Gott framtak Fjöldi framámanna hélt framsögu í gær og höfðu margir orð á því að átakið Vinnandi vegur væri góðra gjalda vert. Haraldur Dean Nelson missti vinn- una í fyrra eftir 12 ára starf hjá Samtökum iðnaðarins. Síðan þá hefur hann sinnt umboðsstörfum fyrir son sinn, bardagaíþrótta- manninn Gunnar Nelson, og starf- að í sjálfboðavinnu, meðfram at- vinnuleitinni. Hann mætti á atvinnumessuna „til að halda sér heitum“, eins og hann komst að orði. „Ég var forstöðumaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og rit- stjóri hjá SI, sá um bæði vefinn og fréttablaðið þeirra. Og ég hef verið að skoða þess háttar vinnu, stjórnunarstörf og rit- stjórastörf en hef í raun sótt um mjög fjölbreytileg störf,“ segir Haraldur. Ekkert hafi þó gengið. „Það hafa oft 100 og hátt í 300 ein- staklingar sótt um sömu störf og ég og þeir hljóta einfaldlega að hafa verið hæfari. Ég hef aldrei verið í þess- um sporum, þurft að leita mér að vinnu, en það er fullt af hæfi- leikaríku fólki atvinnulaust og svona er þetta bara, maður heldur bara áfram.“ Haraldur segir eðlilega leiðin- legt að vera án vinnu í lengri tíma en sá tími hafi engu að síður verið lærdómsríkur. „Ég held mér nokkuð ferskum og hef ekki fundið fyrir höfnun eða þunglyndi eins og margir lýsa. Ég hef unnið mikið í bardagaklúbbnum Mjölni og verið í sjálfboða- vinnu hér og þar og þann- ig heldur maður sér gang- andi. Ég er ekkert að liggja í bælinu fram- eftir,“ segir Har- aldur. Í ATVINNULEIT „Það er fullt af hæfileikaríku fólki atvinnulaust“ Viggó Þórir Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaþjón- ustu sparisjóðanna (VSP), var dæmdur í tveggja ára óskilorðs- bundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Viggó var sak- felldur fyrir tilraun til fjársvika. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um umboðssvik. Saksóknari hafði farið fram á fjög- urra ára fangelsisdóm yfir Viggó og sagði við aðalmeðferð málsins í jan- úar að um alþjóðlega svikamyllu hefði verið að ræða án hliðstæðu hér á landi, sem hefði orðið til þess að starfsemi VSP var sjálfhætt. Lengsta farbannið hér á landi Málið upp kom 11. apríl 2007, eftir að forsvarsmenn VSP létu lögreglu vita um hugsanlega refsiverða hátt- semi framkvæmdastjóra félagsins. Viggó var gert að sæta farbanni eftir að málið kom upp og var því ekki af- létt fyrr en Hæstiréttur felldi far- bannið úr gildi 23 mánuðum síðar. Er um að ræða lengsta farbann sem nokkur maður hefur sætt hér á landi. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að við ákvörðun refsingar sé litið til einbeitts brotavilja hans og að um afar háar fjárhæðir var að tefla. Þá er litið til þess að verknaður Viggós Þóris leiddi til þess að starf- semi VSP var lögð niður og bú fé- lagsins gefið upp til gjaldþrota- skipta. Á hinn bóginn sé til þess að líta að tilraunir hans til blekkinga hafi verið mjög veikburða og ósannfærandi í ljósi þess að þær beindust að fag- fjárfestum og bankastofnunum. Viggó er gert að greiða skipuðum verjanda á rannsóknarstigi 1,5 millj- ónir í málsvarnarlaun og skipuðum verjanda við meðferð málsins fyrir dómi 2.510 þúsund krónur. Um fjölskipaðan dóm var að ræða í málinu gegn Viggó. Sæti tveggja ára fangelsi  Viggó Þórir Þórisson sakfelldur fyrir tilraun til fjársvika - á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.