Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012
✝ Emilía Bene-dikta Helga-
dóttir fæddist á
Felli í Breiðdal 19.
nóvember 1917.
Hún lést 94 ára
gömul á heimili
sínu í Seljahlíð 2.
mars 2012.
Foreldrar Emilíu
voru Guðlaug
Björg Guðmunds-
dóttir frá Felli í
Breiðdal, f. 21.7. 1888, d. 18.9.
1959, og Helgi Ólafsson frá
Fagradal í Breiðdal, f. 27.5.
1888, d. 2.11. 1934. Systkini Em-
ilíu voru: Birgir Ólafur Helga-
son, f. 15.10. 1923, d. 1992, Stef-
án, f. 1920 og dó sama ár.
Hálfsystkin voru Olga, f. 1910,
d. 1919, og Svavar, f. 1913, d.
1996.
Eiginmaður Emilíu Bene-
diktu var Guðmundur Marinó
Ásgrímsson frá Akureyri, f 11.9.
1907, d. 26.3. 2006. Þeirra börn
eru: 1) Helgi, f. 17.4. 1942,
kvæntur Anný Helgadóttur, f.
Ósk, Benjamín Árni, Júlía Heið-
ur, Ásgrímur. Andri Ásgríms-
son, f. 11.8. 1979, í sambúð með
Eygló Margréti Lárusdóttur, f.
30.11. 1982. Þeirra barn er Jak-
ob Rósant. Emil, f. 11.2. 1985, í
sambúð með Freydísi Guðnýju
Hjálmarsdóttur, f. 30.11. 1984.
4) Guðrún Björg, f. 11.6. 1956,
gift Gísla Sváfnissyni, f. 22.12.
1952. Þeirra börn eru: Sváfnir,
f. 8.11. 1978, í sambúð með Evu
Ómarsdóttur, f. 15.10. 1982.
Þeirra barn er Gísli Marinó. Em-
ilía Benedikta, f. 3.6. 1985, í
sambúð með Herði Sigurjóni
Bjarnasyni, f. 30.6. 1981. Þeirra
barn er Högni Freyr.
Emilía Benedikta var heima-
vinnandi húsmóðir flest æviár
sín, en vann um tíma á Vinnu-
stofu Blindrafélagsins. Hún gift-
ist Guðmundi Marinó Ásgríms-
syni verslunarmanni 14. febrúar
1942. Þau hjónin hófu Búskap á
Fjólugötu, síðar á Skeggjagötu.
Fluttu árið 1950, fyrst allra, í
Hólmgarð í Bústaðahverfi þar
sem þau bjuggu til 1992. Næst
fluttu þau í Brekkusel 16 og síð-
ustu æviárin dvöldu þau í Selja-
hlíð.
Útför Emilíu Benediktu fer
fram frá kirkju Óháða safnaðar-
ins í dag, 9. mars 2012,
kl. 13.
17.9. 1944. Þeirra
börn eru Ingimund-
ur, f. 28.1. 1971,
kvæntur Elínu Kar-
ítas Bjarnadóttur,
f. 5.3. 1971. Þeirra
börn eru: Birta,
Þórunn Anný, Kar-
en Lena, Dagur.
Þröstur, f. 2.5.
1975, kvæntur
Láru Birnu Þor-
steinsdóttur, f. 1.5.
1975. Þeirra börn eru: Fanney,
Helgi. 2) Örn, f. 11.5. 1947, d.
18.4. 2008, kvæntur Esther Sig-
urðardóttur, f. 25.12. 1948.
Þeirra börn eru: Arnar, f. 1.6.
1969, kvæntur Svövu Þuríði
Árnadóttur, f. 5.8. 1971. Þeirra
börn eru Dagmar Rós, Esther
Rós, Silvía Rós, Arnar Smári.
Helena, f. 21.7. 1982. 3) Ásgrím-
ur, f. 11.3. 1951, kvæntur Svövu
Jakobsdóttur, f. 9.11. 1949.
Þeirra börn eru: Guðmundur
Marinó, f. 16.1. 1974, í sambúð
með Valgerði Árnadóttur, f. 3.7.
1979. Þeirra börn eru: Marín
Mamma dó 2. mars 2012 kl.
21.15. Hægt andlát hjá mikilli
fjölskyldukonu. Kona sem hafði
lifað tímabil einna mestu breyt-
inga Íslandssögunnar. Hún flutti
ung að árum frá Breiðdal til
Reykjavíkur og tókst þar á við
lífið meðal frændfólks í „borg-
inni“. Ekki þekki ég til þessa
tímabils mömmu en hún, eins og
alltaf, gerði það sem hún þurfti
að gera. Augnsjúkdómur háði
henni verulega strax á unglings-
árum og síðar varð hún alveg
blind. Hún var vel lesin þrátt fyr-
ir stutta skólagöngu og meðan
augun nýttust til. Mamma var
hæfileikarík og einstaklega
minnug á það sem hún heyrði eða
las. Hún fór í bíó og leikhús án
þess að sjá skýrt hvað var að ger-
ast, en þess í stað hlustaði hún
með athygli og bjó til leikmynd-
ina og persónurnar í huganum.
Síðan endursagði hún okkur hin-
um alsjáandi upplifun sína með
óteljandi smáatriðum sem höfðu
farið framhjá okkur. Hún var
ekki í neinum vandræðum með
að leiðbeina pabba þegar þau
voru á ferðalögum. Ótrúlegt hvað
hún var minnug á kennileiti, bara
nefna við hana eitthvað þá var
hún búin að staðsetja sig og okk-
ur hin að sjálfsögðu. Mamma og
pabbi voru alltaf samrýnd og var
mikið félagslíf í kringum þau,
enda góð heim að sækja. Mínar
minningar úr Hólmgarði 27 voru
ljúfar og þegar ég lít til baka þá
var þetta tímabil sem ég vildi
aldrei gleyma. Fyrir fjölskylduna
vann mamma ljóst og leynt að
halda henni saman, þannig að við
systkinin og börnin okkar héld-
um áfram góðu sambandi. Ein-
faldlega með því að gleyma aldr-
ei neinu afmæli, mæta og
gleðjast með hinum. Þannig býr
stórfjölskyldan að þessu í dag að
allir þekkjast vel og halda góðu
sambandi; börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hún var stolt, skapmikil kona
sem hafði skoðanir og lifði fyrir
það að sjá sitt fólk koma sér út í
lífið með sóma. Allt hennar líf var
hún verulega sjónskert og síð-
ustu 34 ár ævinnar lifði hún í
myrkri þegar hún greindi ekki
lengur milli dags og nætur.
Það eru mörg minningaskot
sem koma fram þegar litið er til
baka. Í tæpt 61 ár hef ég haft
mömmu einhvers staðar nálægt
mér og það er nokkuð sem þakka
má fyrir. Á sumum æviskeiðum
var hún stoðin í lífinu og öðrum
var hún einhvers staðar í nánd.
Hún var dæmigerð mamma sem
hugsaði fyrst og fremst um börn-
in sín, en börnin áttuðu sig ekki
alltaf á því fyrr en síðar. Mamma
var vel gift kona og var pabbi
augu hennar meðan hann lifði og
dásamlegt að sjá hvernig hjón
geta verið náin fram í andlátið.
Það var ógleymanleg stund þeg-
ar gömlu hjónin birtust í Garð-
inum 1991 og stóðu fyrir aftan
markið og fögnuðu Íslandsmeist-
aratitli Víkinga. Þar átti við að
haltur leiði blindan og hvílík ein-
lægni. Þau voru merkilega sam-
hent í öllu félagsstarfinu í Selja-
hlíð. Sérstaklega var áberandi
áhugi þeirra í leirmótuninni. Eft-
ir þau liggja óteljandi munir hjá
afkomendunum. Þegar pabbi féll
frá fyrir sex árum áttum við
systkinin von á að erfitt líf væri
framundan hjá mömmu og sér-
staklega etir að hún missti Örn
son sinn langt um aldur fram, en
sú varð ekki raunin. Hún átti að
dóttur sem var einstaklega natin
við mömmu sína og það varð eins
konar hlutverkaskipan hjá þeim.
Björg var orðin mamman og
mamman eins og dóttir hennar.
Þannig var samband þeirra þar
til yfir lauk. Slík auðna er ekki
sjálfgefin. Við Svava viljum sér-
staklega þakka öllu starfsfólkinu
í Seljahlíð fyrir góða umönnun og
liðlegheit. Hvíl í friði mamma.
Ásgrímur og Svava.
Það eru hlýjar og góðar minn-
ingar sem koma upp í hugann á
þessari stundu. Í Hólmgarðinum,
heimili afa og ömmu, stóðu dyrn-
ar okkur alltaf opnar. Þar var
stjanað við okkur eftir boltaæf-
ingar á gamla Víkingsvellinum.
Afi gaf okkur mjólk, brauð með
rúllupyslu, tekið spjall og laumað
krónum í litla lófa til að fara með
út í sjoppu. Amma sagði okkur
sögur fyrir svefninn, sögur af
Búkollu, Gilitrutt eða af ýmsum
álfum og tröllum sem gengu um
sveitir þegar hún var ung og
hlustað var af mikilli athygli. Frá
því að við munum eftir okkur var
amma blind á báðum augum en
samt var hún staðráðin í að gefa
fullfrísku fólki ekkert eftir og
það gat hún gert með góðum
stuðningi frá afa og börnum
þeirra. Stundum var þó reyndar
grínast með að þetta væri henni
til happs að vera ekki með sjón
eftir ökutúra með afa. Alltaf var
amma ljúf og góð en hún gat al-
veg verið ákveðin og þrjósk en
það var nú bara oftast gagnvart
einhverjum öðrum en okkur.
Þrátt fyrir að ná háum aldri þá
var heilsan hennar almennt góð
en síðustu árin blésu sterkir mót-
vindar og stórt skarð höggvið
þegar afi dó og svo féll þung alda
þegar Örn, föðurbróðir okkar,
lést á besta aldri. Sorgin var mik-
il en amma vann vel úr sínum
málum og hélt áfram með reisn
líkt og hún gerði sín síðustu and-
artök. Minningin um sterka og
góða konu mun lifa.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells)
Ingimundur og
Þröstur Helgasynir.
Að hafa fengið að hafa ömmu
mína hjá mér í 38 ár eru þvílík
forréttindi. Við höfum verið mjög
góðir vinir alla tíð. Að heimsækja
ömmu og afa í Hólmgarði hefur
verið stór þáttur í mínu lífi frá
því að ég labbaði fyrst til þeirra
mjög ungur að árum, þangað til
ég mætti með börnin mín í Selja-
hlíð. Þegar við töluðum um
gamla tíma fannst henni alltaf
jafn gaman að rifja það upp þeg-
ar ég bauð henni og afa í mat
heim til mín því mamma og pabbi
voru með matarboð. Þau klæddu
sig upp á en komust svo að því að
þau voru ekki á gestalistanum.
Við höfum spjallað saman um
alla heima og geima síðan ég
man eftir mér, það var alltaf gott
fyrirkomulag að við afi tefldum
og á meðan töluðum við amma
saman. Það var varla til umræðu-
efni sem komst ekki að. Alltaf
voru gestir jafn velkomnir og leið
öllum vel hjá ömmu og afa, hvort
sem það var í Hólmagarðinum,
Brekkuseli eða Seljahlíð. Að
börnin mín öll hafi fengist að
kynnast henni er ómetanlegt,
hún var alltaf stór þáttur í lífi
þeirra og báðu Marín og Júlía
um að fara í heimsókn til ömmu
(og afa þegar hann var á lífi).
Ég elska þig amma og mun
sakna þín en ég veit að þú ert
komin á betri stað til afa og Arn-
ar, veit það er bjart hjá þér núna.
Guðmundur Marinó
Ásgrímsson.
Emilía Benedikta
Helgadóttir
✝ Eiríkur EgillJónsson var
fæddur á Suður-
eyri við Súganda-
fjörð 26. sept-
ember 1928. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 26.
febrúar 2012.
Foreldrar hans
voru Jón Ágúst
Eiríksson, f. 20.
ágúst 1892 á Stað
við Súgandafjörð, d. 26. jan-
úar 1973 og Þuríður Kristjáns-
dóttir, f. 11. nóvember 1891 á
Flateyri við Önundarfjörð, d.
13. ágúst 1977. Systur Eiríks
eru Guðrún Guðfinna (Edda),
f. 9. október 1923 og Ólafía
Sigurrós (Lóa), f. 5. janúar
1926.
Hinn 7. október 1950
kvæntist Eiríkur Rut Ollý Sig-
urbjörnsdóttur, fæddri á
Siglufirði 28. september 1930.
Hún lést 4. apríl 2006. For-
björn, f. 3. desember 1963,
hans kona er Guðný Elva
Kristjánsdóttir, f. 8. ágúst
1969, sonur þeirra er Matthías
Freyr, f. 11. júní 2001. Sonur
Sigurbjörns er Ingólfur Örn, f.
9. júní 1994 og dóttir Guð-
nýjar Elvu er Marína Björns-
dóttir, f. 30. janúar 1995. d)
Helga, f. 18. ágúst 1966, henn-
ar maður er Einar Bjarnason,
f. 3. nóvember 1964, börn
þeirra eru Mjöll, f. 28. janúar
1990, Jón Bjarni, f. 20. ágúst
1992 og Jökull Eyjólfur, f. 11.
nóvember 2000.
Eiríkur ólst upp á Suður-
eyri og hóf þar sjómennsku 14
ára gamall. Hann lauk prófi
frá Héraðsskólanum á Núpi og
Stýrimannaskóla Reykjavíkur.
Hann vann mestan hluta
starfsævinnar sem stýrimaður
og skipstjóri á hinum ýmsu
togurum, lengst af hjá Bæjar-
útgerð Reykjavíkur á Jóni
Þorlákssyni. En síðustu tíu ár
starfsævinnar vann hann sem
verkstjóri hjá netaverkstæði
Hampiðjunnar.
Útför Eiríks fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 9. mars
2012, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
eldrar hennar
voru Sigurbjörn
Halldórsson, f. 27.
apríl 1901, d. 30.
maí 1983 og Guð-
laug Sæmunds-
dóttir, f. 8. októ-
ber 1908, d. 18.
mars 1999. Börn
Eiríks og Rutar
eru: a) Guðlaug, f.
15. ágúst 1950,
hennar maður er
Elo Gartmann, f. 19. október
1949, börn þeirra eru Daniel
Kurt, f. 10. október 1974 og
Martin Örn, f. 9. ágúst 1978.
Sonur Daniels er Rune Björn
og sonur Martins er Elliot
Örn, b) Jón Ágúst, f. 11. sept-
ember 1955, hans kona er
Elísabet Magnúsdóttir, f. 28.
desember 1958, börn þeirra
eru Katrín Þóra, f. 11. maí
1978, Eiríkur Egill, f. 13.
október 1982 og Ingunn Anna,
f. 18. ágúst 1986. c) Sigur-
Pabbi var frá Suðureyri við
Súgandafjörð og var mjög stoltur
af því, það var ekki annað hægt
en að smitast af Vestfjarðastolt-
inu. Ég kom þó ekki vestur í
fyrsta sinn fyrr en 2006. Þá fór-
um við systurnar um Vestfirði
með fjölskyldur okkar og pabbi
var með. Þetta var stórkostleg
ferð þar sem allir upplifðu eitt-
hvað nýtt, þar á meðal pabbi.
Pabbi hafði t.d. aldrei séð Látra-
bjarg nema frá sjó, aldrei farið
nýju göngin til Suðureyrar eða
gengið fjöruna á Rauðasandi.
Hann hafði frá mörgu að segja og
vissi svo ótrúlega margt um land-
ið okkar þó hann hefði ekki
ferðast mikið landleiðina. Þegar
við komum á Suðureyri var rign-
ing og dimmt yfir og ekki nokkur
maður á ferli. Ég hef aldrei séð
pabba jafn vonsvikinn, við vorum
búin að fá svo gott veður allt
ferðalagið. Hann vildi bara fara
og koma ekki þangað aftur, en við
létum það ekki eftir honum. Við
gistum á Ísafirði og komum aftur
daginn eftir í betra veðri, geng-
um um bæinn og hann sagði okk-
ur sögur, hitti fólk sem hann
þekkti og þá breyttist allt og
hann varð aftur sá stolti Vestfirð-
ingur sem ég þekkti.
Þegar ég var að alast upp var
hann mikið á sjónum svo ég
kynntist honum ekki almennilega
fyrr en ég var að verða fullorðin.
Samt á ég ógrynni af góðum
minningum. Hann reyndi ekki
mikið að ala mig upp þegar hann
var í landi, en þegar kom að lær-
dómnum þá hafði hann miklar
skoðanir. Í hans huga var skylda
að taka stúdentspróf, þá væru
manni allir vegir færir. Hann
vildi líka að fólk legði sig fram við
hlutina.
Pabbi hafði gaman af að spila
en þoldi ekki að tapa. Það var
sama á hvaða aldri spilafélaginn
var, enginn fékk afslátt. Maður
var líka afskaplega ánægður þeg-
ar maður vann því það var ekkert
plat. Pabbi var mikill áhugamað-
ur um íþróttir, hann spilaði hand-
bolta þegar hann var ungur og
fór stundum á skíði, en hann
hafði mestan áhuga á að horfa á
íþróttir í sjónvarpinu. Hann vissi
allt um íþróttir, næstum sama
hvaða íþrótt það var. Hann var
vel lesinn og vissi margt um alla
skapaða hluti. Það var því alltaf
gaman að spjalla við hann og
margir vina minna höfðu á orði
hvað hann væri skýr í kollinum.
Það var svo margt sem honum
fannst hann hafa misst af hjá
okkur systkinunum vegna mikill-
ar fjarveru á sjónum. Hann var
því duglegur að fylgjast með öllu
hjá barnabörnunum, hvort sem
það var skólinn eða íþróttirnar og
hann var svakalega stoltur af
þeim og ófeiminn við að segja
þeim það. Það var pabba erfitt
þegar líkaminn fór að gefa sig og
hann gat ekki gert allt sem hann
langaði. Hann hefði viljað vera
með okkur lengur. Ég kveð
pabba með söknuði en fullviss um
að við hittumst síðar.
Helga.
Leggur upp í ferðalag,
veist bara ekki hvenær
þú nærð endastað.
Við sólarrás við hittumst þar.
Sitjum saman horfum á
öldur falla að.
Og við kveðjumst nú.
Þinn tími runninn er
á enda hér.
Nú ferðu á nýjan stað.
Finnur friðinn þar.
Og þó það reynist sárt
að skilja við þig hér,
ég þakka vil þér.
Ljúflingslundina,
gleðistundirnar.
(Ásgeir Aðalsteinsson)
Elsku afi. Þú kenndir mér
margt í lífinu og vorum við fjöl-
skyldan svo lánsöm að geta leitað
til þín eftir leiðsögn þegar ákveð-
ið var að taka pungaprófið fyrir
nokkrum árum. Þú leyfðir okkur
ekki að komast upp með neitt
hálfkák, því þú sagðir að þegar
upp væri staðið myndi hafið ekki
spyrja hvaða einkunn maður
hefði fengið á prófinu, þetta
þyrfti maður að kunna. Þú
kenndir mér að taka út stefnu og
leiðrétta af misvísun bæði til sjós
sem og í lífinu sjálfu. Ef þér
fannst stefnan sem ég hafði valið
mér í lífinu ekki alveg sú rétta
varstu alltaf hreinskiptinn og
bentir mér á misvísunina svo ég
gæti nú rétt mig af og siglt í rétta
eða jafnvel betri höfn.
Fyrir rúmu ári vorum við á
ferðalagi í Vík í Mýrdal með fjöl-
skyldunni og þú baðst mig að
koma með þér niður í fjöru þar
sem þetta yrði í síðasta skipti
sem þú gætir gengið sjálfur niður
að sjónum. Við gengum tvö niður
í fjöru og horfðum á brimið í dá-
góðan tíma. Þar áttum við ein-
lægt samtal þar sem þú sagðir
mér að nú styttist í að þinn tími
kæmi en það væri allt í lagi því þú
færir sáttur og stoltur af börn-
unum þínum. Þau hefðu öll tekið
rétta stefnu í lífinu, væru ham-
ingjusöm og öll ættu yndislega
maka sem hugsuðu vel um þau og
að ekki væri hægt að óska sér
neins betra í lífinu.
Og nú er tíminn kominn og
verð ég ævinlega þakklát fyrir
allar þær stundir sem við áttum
saman.
Þín afastelpa,
Katrín Þóra.
Eiríkur Jónsson stýrimaður,
góður vinur og samstarfsmaður
til margra ára, er fallinn frá eftir
langan starfsaldur til sjós og
lands.
Eiríkur hóf sjómennskuferil-
inn hjá föður sínum á 10 tonna
vélbátnum Hersi frá Súganda-
firði þegar hann var aðeins 13 ára
gamall, sem þótti ekkert tiltöku-
mál á þeim tíma. Þaðan lá leiðin á
togara á átjánda aldursári. Þar
starfaði Eríkur samfellt í tæp 40
ár sem háseti, stýrimaður og af-
leysingaskipstjóri þar til hann fór
í land og hóf störf hjá Hampiðj-
unni í Reykjavík árið 1984.
Eiríkur tók þátt í hinni ís-
lensku iðnbyltingu sem að
margra mati hófst með tilkomu
togaranna í byrjun tuttugustu
aldarinnar. Hann var á nýsköp-
unartogurum meðan þeir voru í
rekstri og síðan á skuttogurum
eftir að þeir hófu veiðar við
strendur landsins. Togarasjó-
mennska var ekkert sældarlíf,
sérstaklega á nýsköpunartogur-
unum þar sem sjómenn stóðu í
aðgerð og við vinnu á veiðarfær-
um allan ársins hring í hvaða
veðri sem var. Það má með sanni
segja að togaramenn hafi með
dugnaði og hörku lagt sitt af
mörkum til þeirra lífsgæða sem
Íslendingar búa við í dag. Eiríkur
var einn þessara manna sem
lögðu allt undir til að útgerð skip-
anna stæði undir sér í rekstri og
bæri sem mestan afla að landi í
hverri veiðiferð.
Eiríkur varð fljótlega verk-
stjóri í trolldeild Hampiðjunnar
og starfaði þar uns hann lét af
störfum sjötugur að aldri árið
1998. Eftir það var hann oft í
sambandi til að fylgjast með
gangi mála og heyra í gömlu fé-
lögunum.
Það fór honum vel úr hendi að
stýra mönnum til verka enda með
mikla reynslu af sjónum þar sem
hann varð að sjá til þess að hlut-
irnir væru í lagi til að ná há-
marksárangri í veiðum. Eiríkur
var afskaplega vel liðinn af sam-
starfsmönnum og þótti skemmti-
legur og léttur félagi í dagsins
önn. Hann mátti aldrei neitt
aumt vita né sjá án þess að hann
legði eitthvað gott til málanna.
Eríkur var mjög samvisku-
samur maður og einstaklega hús-
bóndahollur þar sem hann var við
störf. Hann þekkti vel til þarfa
sjómanna og var stöðugt í sam-
bandi við fyrri kollega sína af
sjónum til að spyrja hvernig
gengi, hvernig fiskiríið væri og
hvað þá vantaði af veiðarfærum.
Það var alltaf gaman að vinna
með Eiríki Jónssyni, því hann
hreif alla áfram með sér með
miklum áhuga og ákafa á starfs-
vettvangi í Hampiðjunni við
framleiðslu á veiðarfærum fyrir
togaraflotann hér heima og er-
lendis.
Fyrir hönd samstarfsmanna í
Hampiðjunni vil ég koma á fram-
færi einlægum samúðarkveðjum
til aðstandenda Eiríks Jónssonar
stýrimanns.
Guðmundur Gunnarsson.
Eiríkur Egill
Jónsson
Fleiri minningargreinar
um Eirík Egill Jónsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.