Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 9. MARS 69. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Kennari í klámiðnaði 2. Kanna fjölskyldur lögreglumanna 3. Ég er í dálitlu losti 4. Íhugaði að forða sér »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hin mikla Hjaltalín tilkynnti í gær á heimasíðu sinni að fimm daga upp- tökutörn í sumarbústað væri nú lok- ið. Tónlistin var bæði samin og tekin upp en myndir frá ferlinu má sjá á áð- urnefndri síðu. Hjaltalín lýkur sumarbústaðatökum  Kongó er nýtt fyrirtæki sem sér- hæfir sig í dreif- ingu á tónlist og annarri afþrey- ingu. Einnig verð- ur rekin plötubúð að Nýlendugötu 14. Til að fagna þessu verður opið hús á morgun. Fram koma Pollapönk, Prinspóló og ADHD. Matthías Árni Ingimarsson, Kimi og Jón Þór Þor- leifsson standa á bak við Kongó. Formleg opnun Kongó á laugardag  Heimsfrægð Bjarkar kemur okkur Frónverjum ennþá pínulítið á óvart. Þótt frið fái hún hér er það ekki svo í stórborgum heimsins og þannig slær Daily Mail í Bretlandi því upp að söngkonan hafi verið í göngutúr með dóttur sinni í Soho í New York, fyrir stuttu. Ítarleg grein fylgir, m.a. úttekt á kaffihúsaferð Bjarkar! Björk og Ísadóra á vappi í Soho Á laugardag Slydda eða snjókoma, en síðar rigning og hiti 0 til 7 stig en hægari, úrkomulítið NA-til og vægt frost. Á sunnudag Suðvestan 10-15 en hægari síðdegis. Slydduél en bjartviðri NA-til. Hiti 0 til 4 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 8-15 í kvöld. Víða frostlaust við sjóinn en frost 1 til 5 stig inn til landsins. VEÐUR Sveinn Aron Sveinsson skoraði sigurmark Vals- manna gegn FH á síðustu sekúndu á Íslandsmótinu í handbolta í gærkvöld. Spurningin sem brann á öll- um eftir leik var hvort leikn- um hefði verið lokið þegar hann skoraði. En markið stóð og Valur vann FH. Geysilega óvænt úrslit urðu þegar botnlið Gróttu vann Íslandsmeistara Hauka á Seltjarnarnesi. »2-3 Var sigurmark Vals ólöglegt? Úrslitarimma SR og Bjarnarins um Ís- landsmeistaratitil karla í íshokkí er aftur á byrjunarreit eftir að SR lagði Grafarvogsliðið á heimavelli þess í Egilshöllinni í gærkvöld, 7:4. Staðan er 1:1 og næsti leikur á heimavelli SR í Laugardal. »1 Úrslitarimman aftur komin á byrjunarreit Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum frá Keflavík í úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöld. Travis Holmes átti stórleik og skoraði 41 stig fyrir Njarðvík. KR-ingar gerðu bara það sem þeir þurftu til að sigra Tindastólsmenn, sem voru sorg- lega lélegir að mati sérfræðings Morgunblaðsins. »4 Sætur sigur hjá Njarðvíkingum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Einleikurinn Djúpið eftir Jón Atla Jónasson verður sýndur á alþjóð- legu leiklistarhátíðinni í leikhúsinu Schaubühne í Berlín annað kvöld (Das Festival Internationale Neue Dramatik, F.I.N.D. 2012). „Það er mjög skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu því þarna er það helsta sem er að gerast í alþjóðlegri leiklist,“ segir Jón Atli. Verkið var skrifað fyrir Borgar- leikhúsið og frumsýnt þar fyrir tæp- lega þremur árum. „Þetta er ein af þeim sýningum sem ég er stoltastur af í minni tíð hér,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borg- arleikhússins, og bendir á að Schau- bühne sé eitt virtasta leikhús heims. Því sé mikill heiður að fá að sýna þar. „Þetta er alveg magnað leikrit, textinn ljóðrænn en samt svo til- gerðarlaus og sannur,“ heldur hann áfram. „Þetta er mjög íslenskt, það stendur okkur nærri.“ Þrekraun Fyrir um 28 árum komst Guð- laugur Friðþórsson af eftir að skip hans fórst með fjórum mönnum skammt frá Vestmannaeyjum. Hann var um sex tíma í köldum sjónum áður en hann náði landi og sú þrekraun er fyrirmynd Jóns Atla að Djúpinu. „Mér fannst þetta spennandi saga,“ segir hann um tildrög verksins, sem hefur snert áhorfendur jafnt innan lands sem utan. Jón Atli segir að það þyki mjög fínt að komast með verk inn á hátíðina í Berlín. Hann er eini norræni höf- undurinn þar að þessu sinni en Egill Heiðar Anton Pálsson leik- stýrir Djúpinu í Schau- bühne. Verðlaunaverkið Djúpið hefur verið sýnt víða um land og Ingvar E. Sigurðsson þótt fara á kostum. Það hefur líka verið sýnt í Skotlandi og Danmörku og útvarps- verk, sem var unnið upp úr því, fékk þriðja sætið fyrir best leikna út- varpsverkið í Evrópu 2011, en verð- launin voru einmitt afhent í Berlín í haust. Jón Atli segir að með þátt- töku í F.I.N.D. hafi verkið náð hæstu hæðum. „Það er rosalega gaman að fá að sýna í þessu húsi,“ segir hann. Djúpið hafi meðal ann- ars verið sýnt í sjávarplássum á Ís- landi, til dæmis fyrir 50 manns á Eskifirði, og dúkki svo allt í einu upp á sviði í einu virtasta leikhúsi Evrópu. „Þetta er mjög skemmti- legt og frábært tækifæri fyrir ís- lenska leiklist,“ segir Jón Atli. Djúpið í hámarki í Berlín  „Frábært tækifæri fyrir íslenska leiklist“ Morgunblaðið/Ómar Djúpið Ingvar E. Sigurðsson og Jón Atli Jónasson á frumsýningunni. Þjóðverji fer með hlutverk Ingvars í Berlín. Jón Atli Jónasson hefur verið fastráðinn leikskáld Borg- arleikhússins næsta ár. Í því felst meðal annars að hann á að skrifa nýtt verk sem á að fara á fjalirnar á leik- árinu 2013-2014. Auk þess er verið að vinna við uppsetningu á öðru verki eftir hann sem heitir Nóttin nærist á deginum. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að ennfremur verði hann sex ungum og frekar óreyndum leik- skáldum Borgarleikhússins innan handar. Borgarleikhúsið hefur auglýst eftir öðru leikskáldi, karli eða konu sem hefur reynslu af ritstörfum en hefur ekki unnið fyrir leikhús. Magnús Geir segir að Jón Atli muni einnig aðstoða þetta leik- skáld. Jón Atli fastráðinn leikskáld BORGARLEIKHÚSIÐ Í REYKJAVÍK Magnús Geir Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.