Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 Hin viðamikla myndlistarkaupstefna Armory Show hófst í fjórtánda skipti í New York í gær en alls taka 228 gallerí og stofnanir þátt í henni, með afar fjölbreytilegum sýningum og uppákomum. Telja margir þetta vera mikilvægustu uppákomu ársins í myndlistarheiminum, til að meta helstu hræringar á þeim vettvangi. Að þessu sinni er kastljósinu beint sérstaklega að myndlist Norður- landa, þau eru í svokölluðum „Ar- mory Focus“, og taka margir ís- lenskir listamenn þátt í sýningum og uppákomum. Katrín Sigurðardóttir, sem verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær- ingnum á næsta ári og nýtur sívax- andi athygli, ekki síst vestanhafs, hefur skapað sérstaka innsetningu í Artbook, sem er opinber bókaversl- un listkaupstefnunnar. i8 gallerí er í hópi helstu alþjóð- legu galleríanna og býður upp á sýn- ingu með nýjum verkum eftir Ólaf Elíasson og Ragnar Kjartansson, auk þess að sýna úrval verka úr dán- arbúi Birgis Andréssonar. Hrafnhildur Arnardóttir, sem kallar sig Shoplifter, er með dag- legan gjörning á sýningarsvæði Ný- listasafnsins og Metropolitan En- samble flytur tónverk eftir Örn Alexander Ámundason um efna- hagsástandið á Íslandi. Þá ræddu Björk Guðmundsdóttir og Ragnar Kjartansson saman í pall- borði í gær, um sköpunina. Margir íslenskir listamenn taka þátt í Armory Show  Kastljósi beint að myndlist Norðurlanda í ár Ljósmynd/Ingibjörg Sigurjónsdóttir Scandinavian Pain Eitt verka Ragnars Kjartanssonar yfir bar á sýningar- svæði Armory Show. Ragnar ræddi við Björk í pallborði í gær. Á sunnudag verður öllum íbú- um á Rifi boðið á tónleika í Frystiklefanum, nýju leikhúsi þar í bæ, í tengslum við gerð heimildarmyndarinnar 100% mæting eftir leikarann, leik- hússtjórann og kvikmynda- gerðarmanninn Kára Viðars- son. Kári vinnur að því að fá alla íbúa Rifs, sem eru 165 alls, til þess að mæta á tónleikana, en þeir fá ekki að vita hverjir spila á tónleikunum, enda á samstaða íbúanna að vera hvatning til að mæta á tónleikana en ekki listamennirnir. Tónleikarnir hefjast í Frystiklef- anum kl. 17 á sunnudag. Leiklist 100% mæting í Frystiklefann Kári Viðarsson Á laugardag milli kl. 14 og 16 leiðbeinir Guðrún Tryggva- dóttir myndlistarmaður gest- um að teikna á sýningunni Ásjóna sem nú stendur í Lista- safni Árnesinga, en áhersla sýningarinnar er á portrett og teikningu. Meðan á sýningunni stendur geta gestir teiknað í safninu að vild Guðrún Tryggvadóttir nam myndlist við listaskóla á Ís- landi, í Frakklandi og Þýskalandi. Hún hefur starfað sem myndlistarmaður og myndlistarkenn- ari en hin síðari ár hefur hún einkum sinnt hönn- un og umhverfismálum. Myndlist Viltu teikna í Listasafni? Guðrún Tryggvadóttir Forlagið hefur gefið út að nýju barnabókina Bétveir með nýjum myndum eftir höfund bókarinnar, Sigrúnu Eldjárn. Bétveir kom fyrst út 1986 og segir frá því er bleikur geimbátur lendir í garðinum hjá Áka og systk- inum hans. Út úr honum stígur tvíhöfða furðuvera sem segist heita Bétveir. Veran er forvitin um lífið á jörðinni, einkum þó um fyrirbæri sem hún hefur séð utan úr geimnum og veit ekki til hvers er notað. Bétveir dvelur heilan dag með systkinunum og lendir í ýmsum ævintýrum. Bækur Bétveir snýr aftur til jarðar Kápa nýrrar útgáfu bókarinnar Bétveir. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Upp úr 1840 fara allir landsmenn að drekka kaffi. Þá hættir kaffi að vera munaðarvara fyrirmanna og síast svo að segja niður allt samfélagið,“ segir Már Jónsson, prófessor í sagnfræði, en hann fjallar um kaffineyslu Íslend- inga á fyrri hluta 19. aldar í erindi sínu á Hugvísindaþingi HÍ 2012 sem hefst í dag. Í samtali við Morgunblaðið bendir Már á að á árabilinu 1819-1840 hafi innflutningur á kaffi nífaldast úr tæp- um 5 tonnum í 44 tonn. „Næstu árin jókst innflutningurinn enn og á sjö- unda áratug aldarinnar voru að jafn- aði flutt inn nærri 200 tonn á ári eða þrjú kíló á hvert mannsbarn í land- inu,“ segir Már og bendir til sam- anburðar á að árin 2007-2011 voru flutt inn 2230 tonn af kaffi eða sjö kíló á mann. Að sögn Más tengist rannsókn hans á kaffineyslu landans mun stærra verkefni sem lýtur að því að skoða í þaula heimildir um dánarbú fólks á 19. öld. „Til eru skráðar heim- ildir um dánarbú um 25 þúsund Ís- lendinga á 19. öld,“ segir Már og bendir á að það kalli á mikla vinnu að fara í gegnum þetta mikla magn gagna. „Fyrir erindið mitt á morgun hef ég sérstaklega skoðað eign fólks á kaffikötlum, kaffikvörnum og bollapörum í dánarbúum til að leggja mat á hvernig kaffidrykkja dreifðist um íslenskt samfélag, með það að markmiði að greina hversu lítið fólk þurfti að eiga til að vilja geta notið hins nýja ávanabindandi munaðar.“ Hugvísindaþing 2012 hefst í dag kl. 13 og lýkur á morgun kl. 16:30, en öll erindin verða flutt í Aðalbyggingu HÍ. Í ár verður boðið upp á 27 mál- stofur um allt milli himins og jarðar, m.a. Dickens, gröf og dauða, mál- hreinsun á 19. öld, matarmenningu, loftslagsumræðuna, gagnrýna hugs- un, fjölmiðla og þöglar kvikmyndir. Erindi Más verður flutt í stofu 207 í Aðalbyggingu HÍ kl. 16 á morgun. Tæmandi dagskrá þingsins má sjá á vefnum: http://www.hugvis.hi.is/ hugvisindathing. Nautnadrykk- ur á 19. öld  Hugvísindaþing Háskóla Íslands 2012 fer fram í dag og á morgun Már Jónsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Munaðarvara Kaffi var dýrt á 19. öld og því höfðu menn áhyggjur af því að aukin kaffidrykkja almennings hefði neikvæð áhrif á skuldastöðu heimilanna. Norski trommuleikarinn Erik Smith og Gunnlaugur Briem koma fram á trommuhelgi Tónastöðvar- innar sem haldin verður nú um helgina og hefst í kvöld kl. 18.30. Þá setjast þeir við trommusettin Erik Smith og Gunnlaugur og ræða um hljóðfæri sín og leika nokkur verk. Á laugardag kl. 14 koma þeir svo fram á tónleikum í sal Nýherja, Borgartúni, þar sem þeir leika þekkt lög þar sem aðaláherslan er lögð á trommusettið og fara yfir ýmis atriði sem tengjast trommu- leik, trommusóló, tækni, groove o.fl. Gestum gefst kostur á að hlýða á þá félaga spila, skoða þá mögu- leika sem eru í boði og beina spurningum til þeirra Smiths og Gunnlaugs. Erik Smith er einn af þekktustu trommuleikurum Noregs og hefur leikið með mörgum norskum og al- þjóðlegum tónlistarmönnum á borð við Art Garfunkel, Sissel Kirkebo, Oslo Groove company, Michael Bolton, Frank Gambale og Randy Crawford. Forsala miða er á skrifstofu FÍH, Rauðagerði 27. Slagverk Gunnlaugur Briem og Er- ik Smith koma fram á trommuhelgi. Trommu- tónleikar og fyrirlestur  Erik Smith og Gunnlaugur Briem sýna og spjalla Morgunblaðið/Golli Meðal efnis : Hönnuðir,arkitektar og aðrir þátttakendur. Ný íslensk hönnunn. Húsgögn og innanhúshönnun. Skipuleggjendur og saga hönnunarMars. Dagskráin í ár. Erlendir gestir á hátíðinni. Ásamt fullt af öðru spennandi efni um hönnun. Morgunblaðið gefur þann 22. mars út glæsilegt sérblað um HönnunarMars Á HönnunarMars gefst tækifæri til að skoða úrval af þeim fjölbreytilegu verkefnum sem íslenskir hönnuðir og arkitektar starfa við. Hátíðin verður haldin víðsvegar um Reykjavík –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, FÖSTUDAGINN 16. MARS Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.