Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ M ér finnast börnin upplifa ferm- inguna í samræmi við inntak hennar; skemmtilegur og fal- legur dagur að vori þar sem fjöl- skylda og vinir samgleðjast fermingarbarninu yfir því að vilja byggja líf sitt á trú, von og kærleika. Við prestarnir leggjum áherslu á að fermingin sé athöfn þar sem gefin er yfirlýsing um að vilja lifa í anda kristinnar trúar. Slíkt verður hins vegar aldrei gert í eitt skipti fyrir öll. Vel mætti segja að trúuð manneskja þurfi að fermast á hverjum degi,“ segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Unglingar eru upptekið fólk Alls 140 börn fermast í Hafnarfjarðarkirkju í vor. Fermt verður sunnudaginn 25. mars, á pálmasunnudag, skírdag og hvítasunnudag. Fermingarfræðslan hefur staðið yfir frá haust- dögum og hafa prestar kirkjunnar, þau Guð- björg og sr. Þórhallur Heimisson, með sér verkaskipti í fræðslustarfinu. „Við skiptumst á að skipuleggja og halda ut- an um fermingarfræðsluna, frá vetri til vetrar, en kennum fermingarkrúttunum til jafns. Í ár er léttur vetur hjá mér því kollegi minn heldur utan um skipulagið. Fræðslan hefur tekið tölu- verðum breytingum í áranna rás. Unglingar eru upptekið fólk sem sinna þarf íþróttum og öðrum tómstundum eftir skóla, því hefur kennslunni verið þjappað mjög saman,“ segir Guðbjörg. Námsefnið hefur breyst Í Hafnarfirði er sá háttur hafður á að ferm- ingarfræðslan hefst með vikulöngu námskeiði. Þar er farið yfir námsefnið í stórum dráttum, en eftir það koma börnin svo mánaðarlega til spurninga hjá prestunum auk heldur sem þau mæta í messu jafnt og þétt yfir veturinn. „Námsefni fermingarfræðslunnar hefur breyst mikið á undanförnum árum,“ segir sr. Guðbjörg. „Bókin Líf með Jesú sem kennd var í mörg ár er auðvitað klassík en skorar ef til vill ekki mjög hátt hvað skemmtilegheit varðar frekar en margar aðrar kennslubækur. Misjafnt er hvaða námsefni söfnuðir fylgja, enda úr ýmsu að velja. Hér í Hafnarfirði höfum við notað bók sem prestar Neskirkju í Reykjavík settu sam- an og við svo aðlagað okkar þörfum. Við reyn- um einnig að notast við myndefni svo sem þeg- ar við lærum um ævi Jesú.“ Berjum ekki hausnum við steininn Að trúa er veigamikil afstaða í lífinu. Því er sígilt umræðuefni að velta því upp hvort ung- lingar hafi á fjórtánda ári öðlast þann þroska að þau geti tekið afstöðu, byggða á þekkingu, til þess að játast hinum kristna sið og gild- unum sem þar eru undirliggjandi. „Mín skoðun er að á fjórtánda ári, á mörkum þess að vera börn og unglingar, séu börnin á hárréttum aldri til að fermast. Fræðslan sem þau fá um kirkjuna og meginatriði kenninga hennar er, hvort sem þau fermast eða ekki, mikilvægt innlegg í menningarlæsi. Við kenn- um börnunum ekki að trúa heldur kennum þeim um trú og kirkjuna, lífsskoðanir hafa þau þegar meðferðis frá heimilum sínum,“ segir sr. Guðbjörg. „Unglingsárin eru fínn tími fyrir þessa fræðslu sem og aðra fræðslu sem er samfélag- inu mikilvæg. Fermingarárið er dýrmætt því þá fá krakkarnir að hefja glímuna við stóru spurningar lífgrundvallarins; líf og dauða, réttlæti og frið. Við erum alveg steinhætt að berja nokkurn í hausinn með Biblíunni, eða hóta helvítisvist. Fremur er sjónum beint að því að elska Guð og menn, bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Afstöðuna er svo þeirra sjálfra að móta eftir því sem árin líða. “ Sköpunarsagan er ekki raunvísindi Eðlilega tekur fermingarfræðslan mið af mörgu og boðskapur Biblíunnar er leið- arhnoða. Málefni líðandi stundar ber einnig á góma og m.a. siðferðilegar spurningar í því sambandi. Efnahagshrunið hefur t.d. verið tekið fyrir – þó það sé minna rætt nú en var. „Það er ekki hægt að ræða trú án þess, svo eðlilega er á hverjum tíma komið inn á það sem er að gerast í samfélaginu. Tengsl trúar og vísinda eru hið klassíska viðfangsefni og er meira rætt nú en áður. Sú staðreynd að Adam og Eva voru ekki til í alvörunni reynist mörg- um léttir svo og að Guð hafi ekki skapað heim- inn á sex dögum og „chillað“ þann sjöunda, eins og einn pilturinn orðaði svo skemmti- lega,“ segir sr. Guðbjörg. „Að sköpunarsagan sé ekki raunvísindi heldur orði þá trúarafstöðu að Guð sé skap- arinn, er yfirleitt umræðuefni fyrsta tímans. Það verður að segjast að það er góð leið að vera bjartsýn í fermingarfræðslunni. Mér finnst sömuleiðis sem krakkarnir séu mun opnari og frjálslegri en ég og mínir jafnaldrar vorum á þeirra aldri, eru með öðrum orðum sagt alveg skelfilega skemmtileg. Um daginn vorum við t.d. að fjalla um trúarjátninguna, í þeirri umfjöllun bjuggu þau til sínar eigin trúarjátningar. Þarna urðu til persónulegar og einlægar játningar þar sem trúin á hið góða var játuð.“ Glaðst yfir því góða í lífinu Það má, svona almennt talað, líkja vilja- yfirlýsingunni við ástarjátningu, segir sr. Guð- björg. „Ég elska þig er ekki sagt í eitt skipti fyrir öll, heldur þarf að játast hvort öðru á hverjum degi. Það að finna sér lífsgrundvöll sem hald er í er verkefni okkar allra sem glímt er við ævina á enda. Með aldri og þroska styrkist grundvöllur trúarinnar eða þá við skiptum um skoðun og finnum okkur annan grundvöll lífs, eins og gengur. Ekkert breytir því þó að það er elskulegt að fá að upplifa dag þar sem unglingurinn er í miðpunkti og glaðst er yfir því góða í lífinu,“ segir sr. Guðbjörg sem fermdist austur á Hornafirði fyrir nærri þrjátíu árum. „Sr. Önundur Björnsson fermdi mig fyrir austan og ég man vel að fræðslan hafði á mig mikil áhrif og stykti þá trú sem ég var alin upp í. Önundur náði líka vel til okkar, afslappaður og hlýr. Fermingarferðalagið er mér minn- isstæðast en þá fórum við á ferming- arbarnamót á Kirkjubæjarklaustri, þar á með- al var kvenprestur með sín fermingarbörn. Á þessa merku konu mændi ég alla helgina því ég hafði ekki haft hugmyndaflug í að konur gætu verið prestar þrátt fyrir rauðsokkuupp- eldið. En núna eru konur í prestastétt orðnar fjölmargar – sem segir okkur að tímarnir breytast og mennirnir með.“ sbs@mbl.is Bjartsýni er góð leið í fermingarfræðslu Trúuð manneskja þarf að fermast á hverjum degi,“ segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, prestur við Hafn- arfjarðarkirkju. Fermingarfræðsl- an mikilvægt innlegg í menning- arlæsi. Fínt að fermast fjórtán ára. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Trú „Við prestarnir leggjum áherslu á að fermingin sé athöfn þar sem gefin er yfirlýsing um að vilja lifa í anda kristinnar trúar. Slíkt verður hins vegar aldrei gert í eitt skipti fyrir öll,“ segir Guðbjörg Jóhannesdóttir prestur við Hafnarfjarðarkirkju. ’Tengsl trúar og vísindaeru hið klassíska við-fangsefni og er meira rætt núen áður. Sú staðreynd aðAdam og Eva voru ekki til í al- vörunni reynist mörgum léttir svo og að Guð hafi ekki skap- að heiminn á sex dögum og „chillað“ þann sjöunda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.