Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ
K
rakkar í dag eru allt
öðruvísi en þegar ég
byrjaði í ljósmyndun árið
1993. Þau eru opin og
frjálsleg í myndatökum;
einfaldlega miklu ánægðari með sig
en áður,“ segir ljósmyndarinn
Krissý. „Krakkar í dag eru einnig
dugleg að taka myndir sjálf og
mynda hvert annað. Eru fyrir vikið
ekki jafn stressuð að koma í
myndatöku og var oft raunin hér
áður. Þau eru upplitsdjörf, kát og
glöð og slíkt smitar alltaf út frá
sér,“ segir Krissý.
Ekki er einasta að krakkar séu
upplitsdjarfari en áður; starf ljós-
myndarans hefur einnig breyst og
er að sumu leyti orðið auðveldara.
Stafræn tækni ljósmyndunar hefur
breytt miklu. Áður komu foreldrar
með börnin á fermingardeginum
sjálfum þegar spennan var í há-
marki og kannski erfitt fyrir krakk-
ana að slaka á og vera þau sjálf.
Fanga persónuleikann
Auðvitað tíðkast enn í dag að
myndirnar séu teknar á ferming-
ardaginn. Hitt er þó miklu algeng-
ara að myndirnar séu teknar tveim-
ur til þremur vikum áður, segir
Krissý. „Algengt er að stelpurnar
komi í myndatökuna sama dag og
prufugreiðslan er tekin og taki þá
jafnvel með sér eitthvað sem teng-
ist áhugamálinu. Það getur verið
hvað sem er; svo sem skíði, fim-
leikaföt, hljóðnemi og svo fram-
vegis. Úrval mynda verður fyrir
vikið margfalt meira og verkefni
ljósmyndarans er að fanga persónu-
leika hvers og eins og gleðiglamp-
anum í augunum,“ segir Krissý og
heldur áfram
„Krakkarnir eiga að fá að njóta
sín til fulls á myndunum, enda er
fermingin stór áfangi og þau stödd
á þeim tímapunkti þegar lífið allt er
að breytast. Æskuárin senn að baki
og fullorðinsárin framundan.“
Fermingartískan
er alltaf ný
Tískan breytist frá einu misseri
til annars og þess sér eðlilega stað
á myndum. Fermingartískan er
alltaf ný. Krissý, í samvinnu við
Elsu Nielsen, býður meðal annars
upp á flotta bakgrunna fyrir ferm-
ingarmyndirnar. Myndin sjálf er
tekin í hlutlausu umhverfi mynd-
vers en svo er fermingarbarnið
fært, ef svo má segja, inn í nýtt um-
hverfi. Í þessu sambandi bjóðast
margir mismunandi bakgrunnar
sem hægt er að velja úr.
„Við seljum hins vegar og aðeins
takmarkað magn af hverjum bak-
grunni þar sem við höfum alls ekki
hugsað okkur þetta sem fjöldafram-
leiðslu. Þessar myndir eru seldar
sér og fylgja ekki með í myndatök-
unni; þær eru sjálfstætt listaverk.
Nú er í fyrsta sinn boðið upp á
fjóra mismunandi bakgrunna. Í
hverri möppu er alls 21 mynd og
einnig er hægt að fá þær á diski í
þeirri upplausn sem óskað er.“
Mynda kannski í kirkjunni
Fermingarmyndirnar eru oftast
teknar á stofu, enda tæpast hægt
að treysta á veður í íslenskum að-
stæðum, segir Krissý. Í dag er
einnig vinsælt að taka myndirnar
úti – slíkt fer einfaldlega eftir ósk-
um fólks og segist Krissý jafnan og
glöð mæta þeim.
„Til dæmis kom ungur strákur
um daginn með skíðabrettið sitt
með sér og þá tókum við myndirnar
bara úti sem kom ofsalega vel út.
Hins vegar hefur aldrei komið til
þess að fermingarmyndirnar séu
teknar í kirkjunni sjálfri. En hug-
myndin er skemmtileg, myndir
teknar þar gætu vafalaust orðið
virkilega skemmtilegar þar sem
umhverfið þar er skemmtilegur og
tignarlegur bakgrunnur.“
sbs@mbl.is
Listamaður Stíllinn í fermingarmyndunum getur verið með ýmsu móti. Margir leyfa sköp-
unargleðinni að njóta sín á veggjum eins og sést á þessari mynd af Kjartan Sævarssyni.
Blómarós Krakkarnir eru opin og frjálsleg og einfaldlega miklu ánægðari með sig en áður,
segir ljósmyndarinn Krissý. Þessi fallega stúlka á myndinni heitir Athena Neve Leex.
Tímarnir breytast og
mennirnir með, er inntak
orða Kristínar Þorgeirs-
dóttur. Hún er best þekkt
sem Krissý og hefur starf-
að sem ljósmyndari í bráð-
um tuttugu ár. Ferming-
armyndatökur eru stór
hluti af starfi hennar því
allir vilja myndir frá myndir
frá merkisdeginum.
Morgunblaðið/Ómar
Myndasmiður Krakkar eiga að fá að njóta sín til fulls á myndunum, enda er ferming stór áfangi, segir Krissý.
’Krakkarnir eiga aðfá að njóta sín tilfulls á myndunum,enda er fermingin stóráfangi. Þau þá stödd á
þeim tímapunkti þeg-
ar lífið allt er að breyt-
ast. Æskuárin senn að
baki og fullorðinsárin
framundan.
Ná gleðiglampanum í augunum