Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 24
24 | MORGUNBLAÐIÐ Þó að Norðmenn séu mótmælendatrúar hafa þeir ögn öðruvísi siði og venjur í kringum ferminguna en Íslend- ingar eiga að venjast. „Norsk börn eru fermd ári eldri en þau íslensku og skipar þjóðbúningurinn mjög mikilvægt hlutverk þennan dag. Ekki er eins mikil áhersla lögð á dýrar fermingargjafir, þó ég heyri útundan mér að gjaf- irnar stækki með hverju árinu. En í staðinn fær ferming- arbarnið oft veglegan þjóðbúning með silfurskrauti og öllu tilheyrandi. Búningurinn kostar sitt og ekki óalgengt að á milli 50 til 100.000 krónur norskar séu reiddar af hendi fyrir alklæðnaðinn. Síðan er búningurinn mikið notaður við hátíðleg tækifæri upp frá því, og ég upplifi mig oft eins og illa klædda 17. maí þegar borgir og bæir fyllast af prúðbúnum Norðmönnum í þjóðbúningunum sínum.“ Norðmennirnir halda svo fermingarnar sem sér- athöfn. „Í stað þess að ferminginn sé hluti af venjulegri sunnudags- eða hátíðarmessu er oft fermt í sérstakri at- höfn svipað og algengt er á Íslandi við skírnir, og jafnvel fer athöfnin fram að kvöldi dags.“ Arna segir að á margan hátt geti fermingin skipt meira máli fyrir Íslensk börn sem búa í Noregi en ef þau byggju enn á Íslandi. Fermingarfræðslan reynist oft vera góður staður til að kynnast öðrum íslenskum unglingum; sumum sem hafa búið í Noregi alla ævi og einnig öðrum sem eru hér um bil nýlentir í landinu. Sumir velja íslenska fermingu til að rækta tengslin við land sem þau hafa sáralítið kynnst, en önnur upplifa ferminguna sem kærkominn anga af gamla landinu í því nýja. Stundum getur undirbúningur fermingarinnar líka hjálpað til við að aðlagast nýjum stað. „Mér er minn- isstætt eitt tilvik um ungan dreng sem var alls ekki ánægður með að fjölskyldan hefði flutt til Noregs. Hann hafði búið hér í heilt ár og í mótmælaskyni lagt sig fram við að aðlagast samfélaginu sem minnst, læra ekki norsku og eignast ekki vini,“ segir Arna. „En svo kom hann í fermingarfræðsluna og urðu strax mikil umskipti. Hann sá að hér voru fjölmargir aðrir krakkar í sömu sporum og hann, og mér er sagt að hann hafi ákveðið þá þegar að fyrst hinir krakkarnir gátu plumað sig svona vel þá gæti hann það líka. Fyrr en varði hafði hann byrjað að eignast norska vini og var farinn að fóta sig mun betur í samfélaginu.“ S éraArna Grétarsdóttir gætir íslenska söfnuðar- ins í Noregi. Þar er heil- mikið um Íslendinga og fjöldinn allur af ungling- um sem vilja láta ferma sig. Arna er nú að ljúka sínum fimmta vetri hjá frændum okkar. Íslenski söfnuður- inn hefur sína miðstöð í Ósló en Arna vísiterar um allt land. „Söfn- uðurinn var formlega stofn- aður árið 1996 og hefur farið ört stækkandi, sér- staklega síðustu ár. Starfið er mjög blómlegt og töluvert um fermingar, skírn- ir, hjónavíslur og útfarir,“ segir Arna og henni telst til að um 8.000 manns séu í söfnuðinum. Þegar komið er í nýtt land virðast margir Íslendingar eiga það til að leita í trúarstarfið sem leið til að halda góðu sambandi við samland- ana og rækta íslenskar menningar- hefðir. „Það er mjög merkilegt hve margir gerast mjög tíðir gestir á messum þegar flutt er úr landi, en höfðu ekki komið í kirkju um langt skeið meðan búið var uppi á Íslandi. Íslendingafélagið sér enda um lífleg og skemmtileg kaffisamsæti að messu lokinni. Mörgum þykir gott að eiga þar stund í félagsskap ann- arra Íslendinga og fá sér dæmigerð- ar íslenskar kaffiveitingar.“ Mikill vaxtarkippur hefur komið í söfnuðinn síðustu ár og er í takt við fréttir af auknum fólksflutningum frá Íslandi til Noregs. Arna segir breytingarnar greinilegastar á stærð fermingarbarnahópsins en hún er með nærri 60 íslensk börn í fermingarfræðslu hjá sér í ár. Á sama tíma hefur líka orðið þreföldun í skírnum. Halda sambandi á Facebook Eins og gefur að sklija er ekki létt verk fyrir einn prest að fræða ferm- ingarbörn í jafnvíðfeðmu landi og Noregi. Eitt fermingarbarnið býr meira að segja allra nyrst á landinu, stutt frá landamærunum við Rúss- land. „Það er því óhjákvæmilegt að ég ver meiri tíma með börnunum sem búa hér í Ósló og svo á þeim stöðum sem mér tekst að heimsækja yfir árið. Annars erum við í netsam- bandi í gegnum Fésbókarhóp sem við erum með, þar sem ég minni þau á að halda sig við lesefnið og læra helstu atriði. Síðan fljúga börnin hingað inn til höfuðstaðarins í tví- gang og við tökum góðar og langar fermingarfræðslutarnir,“ útskýrir hún en ferðakostnaðurinn er greidd- ur með rausnarlegum framlögum norska ríkisins og sveitarfélaganna. Arna mun svo sjálf ferma um helming barnanna. Stór hluti velur að fermast á Íslandi um sumartím- ann en Arna og hópurinn halda þá til Íslands með foreldrum sínum enda hægara um vik fyrir stóran hóp gesta að koma til athafnarinnar og veislunnar þar en ef hún færi fram í Noregi. „Samt er ekki óalgengt að börn fermist líka hér úti og gera þá nánustu ættingjar sér ferð hingað til að samgleðjast þeim,“ segir Arna. „Svo er líka alltaf hluti hópsins sem lætur fermast hjá norskum prestum eftir að hafa farið í ferming- arfræðslu hjá mér. Norska og ís- lenska kirkjan eru mjög svipaðar og prestarnir á hverjum stað boðnir og búnir að ferma íslensk börn.“ ai@mbl.is Með 60 börn í sinni umsjón um allan Noreg Skiptir máli fyrir mörg börnin að fá að fermast og fræðast með jafnöldrum sínum frá gamla landinu. 8.000 sóknarbörn hjá Ís- landsprestinum í Noregi. Norskir prestar eru sem boðnir og búnir að ferma íslensk börn. Fermingarbörn „Svo lætur alltaf hluti hópsins fermast hjá norskum prestum eftir að hafa farið í fræðslu hjá mér,“ segir sr. Arna Grétarsdóttir. Arna Grétarsdóttir Þjóðbúningurinn í aðalhlutverki hjá Norðmönnum Stuðningur sem getur munað um á viðkvæmum aldri Hannaðu persónulega myndabók á oddi.is Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is VERÐ FRÁ 6.990 KR. EINTAKIÐ NÝR END URB ÆTT UR VEF UR Fermingardagurinn hefur verið í tiltölulega föst- um skorðum hér á landi og fátt við siðinn hefur tekið stórum breytingum síðustu áratugina. Gjafirnar breytast svosem í takt við tíðarand- ann, og verðmiði þeirra þenst og dregst saman eftir hvernig vindar blása í efnahagslífi lands- manna. En eftir sem áður gengur dagurinn út á það að bjóða einstakling velkominn í kristinna manna tölu, að lokinni hefðbundinni athöfn, oft- ast í kirkju, og viðkomandi er svo fagnað með veislu að athöfn lokinni. Eins og sjá má á þess- um myndum, sem teknar eru fyrir um 40 árum tekur tískan sínum breytingum en hátíðleikinn ekki. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Fermingar á árum áður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.