Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 26

Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ M ér hefur alltaf fundist gaman að baka því þannig fær sköp- unargleðin að njóta sín,“ segir Halldór Sigurðsson, bakari og konditor- meistari. Nú á útmánuðum stendur hann fyrir námskeiðum í kransa- kökugerð fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra. Námskeið þessi, sem hann hefur staðið fyrir í nokkur ár, eru haldin í samstarfi við Blóma- val og haldin í verslunum fyrirtæk- isins víða um land. Námskeiðin eru með líku lagi og sambærileg fræðslukvöld í konfektgerð sem jafnan hafa verið vinsæl. Bæði leikni og kunnáttu þarf, að sögn Halldórs, þegar baka skal kransakökur. Massinn sem bakað skal úr þarf að vera rétt samsettur og fylgja verður uppskrift nokkuð nákvæmlega. Þegar búið er að vinna deigið eru mótaðir úr því hringir, sem eru mældir nákvæmlega svo þeir geti raðast hver upp á annan á turninn sem myndar kökuna. Akureyringar fjölmenna „Þetta er svolítið vandaverk en virkilega skemmtilegt. Og í þessu sambandi er margt að hafa í huga, til dæmis má deigið ekki vera meira en átta til tíu mínútur í 170 gráða heit- um blástursofni. Kjarninn í kökunni verður að vera blautur – þannig kemur hið sanna og góða bragð sem er svo mikilvægt,“ segir Halldór, sem einnig kenndir fólk að útbúa súkkulaði og annað það sem er svo mikilvægt til að skreyta tertuna góðu. Og það lætur fólk sér vel líka – enda hafa námskeiðin verið vel sótt og ekki síst hafa Akureyringar fjöl- mennt þegar Halldór er norðan heiða í þeim tilgangi að kenna fólki kransakökugerð. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Meistari Halldór Sigurðsson hefur lengi starfað við bakstur og kökugerð. Hann fór af stað með kransakökunámskeiðin fyrir nokkrum árum og hafa þau verið fjölsótt og lukkast vel. Blautur kjarni og bragðið sanna Sveifla Þetta er svolítið vandaverk en virkilega skemmtilegt, segir Halldór um baksturinn. Mæðgur Leitað ráða um baksturinn og hið sanna bragð sem ná skal fram í fermingarkökunni góðu. Bakar í Blómavali og kennir kransakökugerð. Kunnátta og leikni. Stutt kvöldnámskeið fyrir fermingarbörn og foreldra. Skemmtilegt, segir Halldór Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.