Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 38

Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 38
M ömmurnar með ferm- ingarbarnið koma gjarnan til okkar hing- að á kaffihúsið og leita ráða um bestu tert- urnar í veisluna. Og það verður að segja, hvað sem sjónarmiðum um jafnrétti kynjanna líður, þá hafa stelpurnar mun sterkari skoðanir en strákanir á því hvaða bakkelsi skuli bjóða gestum. Strákarnir láta sér þetta í léttu rúmi liggja og mæta bara brosandi í veisluna,“ segir Egg- ert Jónsson konditormeistari á kaffi- húsinu Adesso í Smáralind. Ástaraldin í uppskriftinni Fermingarveisla verður varla haldin nema á borð séu bornar hnall- þórur: eins og kransakökur, marsip- ankökur, brauðtertur. Hjá Addeso hafa skorað hátt kökur úr kókos og ástaraldini, bakaðar eftir uppskrift sem Eggert þróaði sjálfur. „Ég lærði til bakara suður í Kefla- vík endur fyrir löngu. Gerðist síðan þreyttur á því að rjúka upp um miðj- ar nætur til þess að baka rúnstykki og fór til Danmerkur þar sem ég lærði kökugerð. Einnig lærði ég margt gott í Frakklandi,“ segir Egg- ert sem þykir viðhorf fólks til úrvals- kakna önnur nú en var. Víða sé talað fyrir því að baka úr spelti, draga úr sykurnotkun og svo framvegis og það hafi sín áhrif. „Það er talsvert um að foreldrar og fermingarbörnin komi hingað og kaupi þá tertu sem er líkust ferm- ingarbók og svo kransakökuna. En það kemur líka fyrir að við sjáum um veisluna frá A til Ö. Fæstir hafa tíma til þess að baka brauð og kökur sem þarf í heila fermingarveislu og þá getur verið gott að leita til fag- manna,“ segir Eggert sem bætir þó að á flestra færi ætti að vera að út- búa brauðtertur eða baka marengs og skúffukökur. Fjölskyldustund „Kransakakan er svolítil kúnst. Það þarf að minnsta kosti svolitla æfingu svo kakan verði virkilega flott,“ segir Eggert sem bakaði þá fyrstu slíkra fimmtán ára gamall. „Til eru ótalmargar útfærslur og þetta kemur allt með árunum. Æf- ingin skapar meistarann. Og þegar búið er að baka þarf svo að skreyta stykkið en sé uppskriftum fylgt út í þaula er þetta enginn vandi. Að dunda sér við baksturinn ætti satt að segja að geta orðið skemmtileg fjöl- skyldustund.“ sbs@mbl.is Kransakaka með konfekti Kransakaka 1 kg kransamassi 500 g sykur 3 eggjahvítur Hnoðið sykur og massann saman, bætið svo hvítunum saman við og hnoðið í stutta stund. Mótið hringi úr deiginu og bakið við 190 °C í ca 9-12 mín (ljósbrúnt) Kælið og sprautið eggjahvítu- glassúr á kökuna (flórsykur og eggjahvítur) Kransakonfekt 500 g kransamassi 250 g sykur 3-4 eggjahvítur Sama aðferð og áðan, sprautið á bökunarplötu og bakið við 210°C í ca 5-7 mín. Súkkulaðikrem á kransakonfektið 250 ml rjómi (1peli) 500 g mjólkursúkkulaði 40 g smjör Sjóðið rjómann að suðu, hellið yfir súkkulaðið og hrærið, bætið við smjörinu og kælið helst í sólarhring. Sprautið ofan á litlu kransakökurnar og dýfið í súkkulaði. Kakan verður virkilega flott Stelpurnar hafa sterkar skoðanir á fermingarkök- unum. Tertur úr kókos og ástaraldini eru vinsælar. Kransakökur eru svolítil kúnst. Brauðtertur á flestra færi, segir Eggert Jónsson hjá Adesso í Smáralind. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kökumeistari Stelpurnar hafa sterkari skoðanir en strákanir. Þeir mæta bara brosandi í veisluna,“ segir Eggert Jónsson á Adesso í Smáralind. ’Sé uppskriftum fylgt er þetta enginn vandi.Að dunda sér við bakstur ætti satt að segjaað geta orðið skemmtileg fjölskyldustund.“ 38 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.