Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 46

Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 46
46 | MORGUNBLAÐIÐ G ott nýtt rúm er sígild fermingargjöf og mikill annatími að renna up hjá Rekkjunni í Faxafeni. „Ætli þetta sé ekki næst- stærsti sölutími ársins á eftir jól- unum,“ segir Steinn Kári Ragn- arsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar, og bætir við að ef eitthvað sé hafi salan aukist síðustu ár. „Þar er sennilega skýringarinnar að leita í breyttum áherslum í kjölfar kreppu. Fólk leitar í að gefa gagn- legar gjafir sem endast og nýtast fermingarbarninu vel.“ Steinn segir algengast að það séu foreldrarnir sem gefi barninu ferm- ingarrúmið og tekur öll fjölskyldan þátt í valinu saman. „Rúm er gjöf sem ætti ekki að gefa óvænt, því þiggjand- inn þarf að fá að taka þátt því að finna réttu dýnuna í takt við sínar þafir. Máta þarf rúmin og velja dýnu sem passar við stærð, lögun og óskir hvers og eins.“ Algengast er að fermingarbörn fái rúm sem eru „ein og hálf“ breidd. Verðbilið segir Steinn að spanni svo allt frá ódýrustu valkostunum upp í dýrustu og vönduðustu dýnurnar. „Vitaskuld skiptir máli að gjöfin end- ist lengi og er þá gott að hafa að leið- arljósi að kaupa vandaða vöru frá við- urkenndum framleiðanda. Við hér hjá Rekkjunni seljum dýnur frá King Koil sem framleitt hefur dýnur í 114 ár og er fyrirtæki sem þekkt er fyrir vandaða smíði.“ Ólíkir líkamar Síðan þarf að máta rúmin vel og vandlega og Steinn segir ekki óvit- laust að fermingarbarnið taki jafnvel með sér uppáhaldskoddann í búðina og prófi sig svo áfram. „Reyndur sölumaður getur veitt vandaða leið- sögn við valið og á að þekkja vel hvaða dýnugerðir henta fólki með mismunandi líkamsvöxt og þarfir. Rúmið þarf að aðlagast líkamanum vel, styðja við á réttum stöðum, en mikilvægast er að leyfa tilfinning- unum að ráða för og velja sér það rúm sem líkamanum finnst gott að liggja í.“ Ekki þarf að örvænta ef það kemur svo í ljós að dýnan er ekki eins þægi- leg og hún virtist í fyrstu. „Á öllum okkar dýnum er skiptiréttur, svo ef rúmið hentar ekki þá einfaldlega skiptum við því út fyrir dýnu sem við- skiptavininum líkar betur.“ Stöðugar framfarir verða í hönnun og smíði dýna. Flestir þekkja t.d. í dag hversu miklu skiptir að gorm- arnir séu góðir, hvorki of stífir né of harðir, og mörgum þykir ómissandi að sofa ofan á lagi af þrýstijöfnunars- vampi. Tækninýjungin er gel sem jafnar hitann í rúminu yfir nóttina. „Í dýnunni er þá gellag ofarlega í rúm- inu, ofan á gormunum, en gelið getur dregið í sig hita frá líkamanum og getur bætt svefn hjá þeim sem finnst þeir hitna og svitna yfir nóttina.“ ai@mbl.is Fjölskyldan velur dýnuna saman Það þarf að gefa sér góðan tíma og fá fag- lega aðstoð þegar leit- að er að nýrri dýnu handa fermingar- barninu. Ekki galið að taka með sér uppá- halds koddann í búðina Morgunblaðið/Sigurgeir S. Svefn Steinn Kári Ragnarsson segir áhugaverðar nýjungar komnar á markaðinn, eins og dýnur með gel-lagi sem jafnar hitann yfir nóttina. ’Í dýnunni er þá gellagofarlega í rúminu, of-an á gormunum, en geliðgetur dregið í sig hita frálíkamanum og getur bætt svefninn hjá þeim sem finnst þeir hitna mikið og svitna yfir nóttina.“ Góð dýna er undirstaða góðs nætursvefns, en það skiptir líka máli að eiga góðan kodda, góða sæng og vönduð sængurföt. „Val á kodda er mikið smekksatriði og fer allt eftir svefnvenjum og smekk hvers og eins. Sama er með sængurnar, en gaman er að sjá þá þróun sem er að verða í gerð þeirra og leysir ýmis vandamál sem margir kannast við,“ segir Steinn. „Við selj- um t.d. svokallaðar hitajöfnunarsængur frá þýska framleiðandanum Kauffman, en í þeim er að finna efni sem ýmist tekur til sín eða bægir frá sér hita og nær fram mjög jöfnu hitastigi undir sænginni í gegnum alla nóttina.“ Rúmfötin segir Steinn að þurfi að vera úr góðri bómull, en neytendur skiptist í tvo hópa þegar kemur að vali á lit og mynstrum: sumir vilja hvítt og hreint á meðan aðrir eru hrifnastir af litum og mynstrum. „Dýnuhlíf er svo góð fjárfesting. Með henni getur dýnan verið eins og ný í fjölda ára og hægt að koma í veg fyrir að matur sem sullast niður og önnur óhöpp skilji eftir leiðinlega bletti.“ Koddinn og sængin þurfa líka að vera í lagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.