Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ | 47
RB-rúm rum@rbrum.is
Dalshraun 8 220 Hafnarfirði
Sími 555 0397www.rbrum.is
Alþjóðleg viðurkenning
fyrir framúrskarandi
árangur í framleiðslu í
rúmum og springdýnum.
ÚRVAL FYLGIHLUTA
Rúmteppi, púðar, pífur, sængurverasett,
dýnuhlífar, náttborð og fleira.
EFT
IR Þ
ÍNU
HÖF
ÐI
RB-rú
min o
g gafl
ar eru
sérsm
íðuð
eftir þ
ínum
ósku
m.
RB-rúm eru í heims-
samtökunum ISPA,
sem eru gæðasamtök
fyrirtækja sem sérhæfa
sig í framleiðslu og
hönnun springdýna.
GJÖFINFÆST HJÁ RB
FERMINGAR
INNB
ORG
UN F
YLGI
R
HVE
RJU F
ERM
INGA
RRÚM
I
5.000
KR.
Opið alla virka daga frá 8 - 18
og á laugardögum frá 10 - 14
Það er vandasamt að finna
fermingargjöf sem endist vel
og nýtist vel. Tískuvörur verða
orðnar hallærislegar áður en
langt um líður, tjöld og svefn-
pokar slitna og skemmast og
raftæki úreldast með ógn-
arhraða.
Falleg og sígild leðurtaska
getur verið rétta gjöfin ef ætl-
unin er að fermingarbarnið eigi
og noti gjöfina sína alla ævi.
Allir þurfa að eiga góða og
hæfilega sparilega tösku sem
hentar vel undir farangurinn
eða fyrir stuttan skreppitúr út í
sumarbústað, nú eða sem
hálfgert herbergisstáss uppi á
skáp.
Leðrið er sterkt og ending-
argott, en ef taskan er vönduð
og gerð úr góðum efnum ætti
hún bara að verða fallegri með
aldrinum. Hver veit nema
mörgum áratugum eftir ferm-
inguna muni leðurtaskan vera
alsett fögrum rispum sem
minna á ferðalög um framandi
slóðir.
ai@mbl.is
Verður bara fallegri
með aldrinum
Alla jafna er ekki hægt að
mæla með því að gefa gælu-
dýr, en stundum getur verið
viðeigandi að nánustu ætt-
ingjar láti draum ferming-
arbarnsins um heimilishund
eða feitan kött verða að veru-
leika.
Að eignast gæludýr kallar á
þroska og mikla vinnu, og for-
eldrar barnsins þurfa að vera
tilbúnir að standa straum af
fóðrun, þjálfun, bólusetn-
ingum, gjöldum, tryggingum
og tilfallandi sjúkrakostnaði.
En ef allir eru sáttir við að
bæta við nýjum heimilismeð-
lim og hugsa vel um hann í 15
ár eða svo, þá er auðvitað ekk-
ert sem jafnast á við að eiga
góðan hund að vini, eða kisu til
að knúsa og kela.
Langbest er svo auðvitað að
velja fullorðin og heimilislaus
dýr, t.d. frá Kattholti eða Dýra-
hjálp, enda er dýrið þá komið
með þroskaðan persónuleika
og búið að temja sér góða
hegðun.
ai@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Ábyrgð
og vinátta
Unga kynslóðin hefur alla
burði til að leggja heiminn að
fótum sér, og sakar ekki að
byrja snemma. Útlandaferð
getur verið bráðsniðug gjöf. Að
bjóða fermingarbarninu til
ættingja í útlöndum, nú eða
splæsa í ferð með öðru for-
eldrinu, getur verið leið fyrir
barnið til að byrja að læra á
heiminn, upplifa menningu
ólíkra landa og tileinka sér að
sýna hæfilega aðgát meðan
ferðast er um ævintýralega
staði.
Flugfélögin bjóða flest upp á
handhæg gjafakort og í sam-
ráði við foreldra eða aðra ætt-
ingja má deila kostnaðinum við
flug, gistingu og uppihald á
nokkrar hendur.
Hver veit svo nema ferða-
bakterían hreiðri um sig og
þegar komið er fram á fullorð-
insár verði fermingarbarnið á
þeytingi til fjarlægra heims-
horna, sannkallaður heims-
borgari.
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fyrstu
skref heims-
borgarans