Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 49

Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 49
Það tíðkaðist hér áður fyrr að fermingarbörn fengju reiðhjól að gjöf og þótti mikill fengur að. Hjólið veitti einstakt ferðafrelsi til að skjótast á milli bæja og bæjarhluta. Í dag liggja leiðir strætisvagna um allar byggðir og krakkar hafa fullkomnað þá list að láta skutla sér, en það þýðir ekki að vandað reiðhjól komi ekki í góðar þarfir. Vitaskuld er kjörið að stuðla að því að barnið hreyfi sig reglulega, og ef krakkinn temur sér t.d. að hjóla til og frá skóla er næsta víst að það skilar sér í betri heilsu og bættri líðan. Hver veit svo nema hjólið verði notað í leiðangra um nátt- úruperlur í nágrenni borgarinnar, og jafnvel einn daginn í langa reiðtúra út fyrir bæjarmörkin. ai@mbl.is Ferðafrelsi og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ | 49 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Þessar uppskriftir finnur þú á gottimatinn.is, ásamt fjölda girnilegra uppskrifta fyrir fermingarveisluna. Kíktu á gottimatinn.is og finndu þína rétti fyrir veisluna. gottimatinn.is uppskrift að fermingu kjúklingavængir með gráðaostsídýfu Tortilla með klettasalati, fetaosti og rjómaosti bruschettur með mozzarella súkkulaðimús með jarðarberjaskyri Muna að gera nóg, ha nn Gústi frændi át 20 væ ngi í veislunni í fyrra! Þessa er hægt að gera 2 dögum áður og geyma bara í kæli. Súkkulaði- kaffikaka Ef fermingarbarnið sýnir vís- indum áhuga þá gæti vandaður stjörnukíkir mögulega verið þúfan sem veltir hlassinu og varðar leið- ina að ævintýralegum rannsóknum við krefjandi háskóla og stofnanir. Komandi kynslóðir munu upp- götva ótrúlegustu leyndarmál til- verunnar og velgengni þeirra og val byggist á þeim stuðningi sem þau fá á yngri árum. Stjörnukíkirinn á myndinni er frá Meade, er með innbyggðan staðsetningarbúnað og getur leit- að að fyrirbrigðum á himninum á mjög einfaldan hátt. Að vísu er hér á ferð rándýr græja, sem kall- ar á sterkefnaða ættingja eða að heill hópur leggi rausnarlega í púkk, en svo má líka alltaf finna ódýrari tegundir, eða jafnvel gleðja fermingarbarnið með gjafa- korti á námskeið sem tengist áhugasviðinu. ai@mbl.is Horft til himins með höfuðið hátt Tónlist er einhver besta gjöf sem hugsast getur, og ósk- andi væri að allir kynnu að leika á hljóðfæri. Margan unglinginn dreymir um að eignast kannski trommu- sett, rafmagnsgítar, nú eða píanó. Hljóðfærin eru auðvitað misdýr og draumarnir ekki þeir sömu hjá öllum börnum, en það er vel hægt að finna skemmtilegt og gott hljóðfæri fyrir hæfilega fjárhæð og al- veg öruggt að kveikja einhvern neista. Það má reyna að giska á hvað fell- ur best í kramið. Kassagítar er auð- vitað nokkuð öruggt val, en svo má reyna eitthvað frumlegra eins og t.d. klarinettu. Klarinettan er líka þann- ig hljóðfæri að ekki fer mikið fyrir henni ofan í skólatösku, í svefn- herbergisskúffu nú eða í farangr- inum á leið út í nám við erlendan há- skóla. Ef hljóðfæri er gefið sem gjöf er svo vitaskuld gráupplagt að bæta við nokkrum kennslustundum í tónlist- arskóla, en annars er merkilegt hvað börnin geta lært af sjáfsdáðum með því að prufa sig áfram og horfa á nokkur myndskeið á YouTube. ai@mbl.is Aldrei of seint að læra á hljóðfæri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.