Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 50

Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 50
50 | MORGUNBLAÐIÐ B aldvina Karen Gísladóttir segir útivistarvörur vera fermingargjöf sem geti haft mikil og góð áhrif á fermingarbarnið. „Ég held að ef fólk reynir það einu sinni að fara í skemmtilega útilegu og upplifa íslenska náttúru á góðum degi, þá sé ansi erfitt að smitast ekki af bakteríunni fyrir lífstíð.“ Karen er sölumaður hjá Ellingsen og seg- ir mjög mikið um að útivistarvarningur rati í fermingarpakkann. „Það er sígilt að gefa svefnpoka, tjald nú eða bakpoka á ferming- ardaginn, en svo sjáum við líka sölu í vörum eins og ullarnærfötum og ýmsum tólum og tækjum sem auðvelda útivistina.“ Þannig virðast sjónaukar einnig vera mjög spennandi fermingargjöf og svo fjölnotatólin frá Leatherman. „Mér sýnist algengt að strákar fái sjónauka, en við eigum þá til í öllum stærðum og gerðum. Leatherman- fjöltólin eru svo tæki sem hæglega geta fylgt eigandanum ævina á enda, ekki bara í útileguna heldur líka út í nám eða þegar byrjað er að búa.“ Auðvelt að finna rétta stærð Að velja svefnpoka, tjald eða útivist- arfatnað segir Karen að sé ekki mikill vandi. Sölumennirnir séu þaulreyndir og ansi lunknir við að hjálpa til við að giska á réttu stærðina, en svo sé líka alltaf hægt að hafa samband við foreldra fermingarbarnsins til að fá að vita hvaða stærð af jakka, buxum eða skóm á að velja. „Þegar velja þarf liti er auðvitað mjög gott að leita í sterka liti eins og rauðan, bláan eða grænan, enda öryggis- atriði að vera vel sýnilegur á fjöllum. En það er líka hægt að velja svart enda litur sem fer flestum vel og gerir flíkina enn hentugri til daglegs brúks innanbæjar.“ Ekki þarf heldur að hafa miklar áhyggjur af því að gjöfin falli ekki í kramið, jafnvel þótt unglingar kunni oft að virðast ansi mikl- ir innipúkar. „Þetta er einmitt sá tími í lífinu sem barnið byrjar að ferðast meira á eigin spýtur, fara í útilegur með vinum og jafnvel á útihátíðir og þá ómissandi að eiga gott tjald og hlýjan svefnpoka. Síðan er góður bakpoki til margs nytsamlegur,“ segir hún og bætir við að lítið sé um að fermingarbörn komi í verslunina til að skila eða skipta gjöf- um. Langsniðugast segir Karen ef ættingjar stilla saman strengi sína og gefa ferming- arbarninu heilt sett til útivistar. „Vissa und- irstöðuhluti þarf til að geta byrjað að stunda útivist af fullu kappi, og ef einn kaupir svefn- pokann getur annar séð um tjaldið og þriðji keypt góða gönguskó. Fermingarbarnið van- hagar þá ekki um neitt.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir S. Útilega Viðlegubúnaður er sígild fermingargjöf og raunar allt sem þarf í ferðalagið. „Mér sýnist algengt að strákar fái sjónauka,“ segir Baldvina Karen Gísladóttir í Ellingsen. „Ómissandi að eiga tjald og svefnpoka“ Bakpokar, sjónaukar og fjölnotatól eru vinsæl gjöf á fermingardaginn. Góð gjöf getur komið innipúka á bragðið og útivistarbakterían er fljót að gera vart við sig í kjölfarið. ’Ekki þarf heldur að hafamiklar áhyggjur af því aðgjöfin falli ekki í kramið, jafnvelþótt unglingar kunni oft að virð-ast ansi miklir innipúkar. „Þetta er einmitt sá tími í lífinu sem barnið byrjar að ferðast meira á eigin spýtur, fara í útilegur með vinum og jafnvel á útihátíðir og þá ómissandi að eiga gott tjald og hlýjan svefnpoka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.