Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 52
Fágað Ballettskór og tjullspils gefa til kynna að hér sé ball- erína að fermast.’Iðulega hverfist þáskreytingin um ein-hvern hlut sem hefurmeð áhugamál viðkom-andi að gera. Margs konar borðar og skraut má fá til að lífga upp á veisluborðin. Þ að svífa sígildir andar yfir vötnum þegar borðskreytingarnar fyr- ir fermingar í ár eru annars vegar, segir Jóhanna M. Hilm- arsdóttir, deildarstjóri í blóma- og gjafavörudeild hjá Garð- heimum. Sem fyrr eru það bláir tónar sem strákarnir kjósa og bleikir hjá stelpunum. Jóhanna, eða Ninna eins og hún er jafnan kölluð, bendir þó sérstaklega á einn lit sem henni þykir áberandi í ár. „Sá túrkísblái kemur mjög sterkur inn í ár, myndi ég segja.“ Þarf engan að undra þar sem túrkísblár hefur löngum þótt með fallegri tónum blás litar. „Annars hallast strákarnir að dökkbláum í vor og stelpurnar um leið hrifn- ar af sterkbleikum. Þær hafa svo annan vinsælan valkost þar sem fjólublár er,“ bætir Ninna við. Áhugamálin fléttuð saman við Það gerist sífellt algengara að skapa tengingu milli áhugamála ferming- arbarnanna og svo skreytinganna í veislunni. Í þeim efnum hefur Ninna séð margar skemmtilegar útfærslur. „Iðulega hverfist þá skreytingin um einhvern hlut sem hefur með áhugamál viðkomandi að gera. Fótbolti, takkaskór, ballett-tjullpils ásamt ballettskóm, og froskalappir eru allt dæmi um íþróttaiðkun viðkomandi sem er gert hátt undir höfði í skreytingunum“ segir Ninna. „Einnig er algengt að hljóðfærum sé fléttað inn í skrautið og í því sambandi má nefna bæði lúðra og bongótrommur. Í rauninni er hægt að nota allt, því alltaf er hægt að flétta viðkomandi hlut inn í skreytinguna. Snjóbretti væri engin undantekning, það væri mjög gaman að sjá það ger- ast,“ bætir hún við. Fersk blóm í aðalhlutverki Þegar kemur að aðalskreytingum segir Ninna fersk blóm spila stærstu rulluna. „Fersk afskorin blóm eru mest notuð í aðalskreytinguna, en ým- islegt annað er með á borðunum þar sem gestirnir sitja. Þar er meira um gerviskraut á borð við fiðrildi, kúlur ýmiskonar og allra handa renninga og borða sem setja ákaflega fallegan svip á borðin sem þeir prýða. Litirnir sem eru í boði eru af öllu mögulegu tagi og því ættu allir að geta fundið renning við sitt hæfi. En hver sem útfærslan er þá erum við meira en tilbúin að aðstoða og ráðleggja fólki við að ákveða skreytingarnar í ferm- ingarveislunni,“ segir Ninna í Garðheimum að endingu. jonagnar@mbl.is Túrkísblár kemur sterkur inn Það er af nógu að taka í Garðheimum þegar borðskreyt- ingar eru annars vegar. Ekki veitir af þar sem útfærsl- urnar verða sífellt eintaklingsbundnari. Sportlegt Þannig gæti ferming- arskreytingin litið út hjá sundkappa. Froskalöpp nouð sem kertastjaki. Morgunblaðið/Ómar 52 | MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.