Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ | 55
Tilvalin
fermingargjöf
M
yndavélar eru vinsæl
fermingargjöf og
segir Halldór Jón
Garðarsson, vöru-
stjóri Canon-
neytendavara, að ferming-
artímabilið sé einn annasamasti
tími ársins í verslun Nýherja í
Borgartúni. „Við erum með ýmsar
vörur sem henta vel sem ferming-
argjafir, s.s. tölvubúnað, sjónvörp,
hljómtæki og prentara, en mynda-
vélarnar eru áberandi vinsæll
kostur og um leið alls kyns auka-
hlutir sem þeim fylgja s.s. töskur,
þrífætur, minniskort og ljósa-
stúdíó.“
Í fermingarpakkann rata
myndavélar í öllum verðflokkum,
frá hagkvæmum og nettum va-
samyndavélum yfir í dýrari og
veglegri vélar sem mæta ýtrustu
kröfum fagljósmyndara. „Vinsæl-
ustu tegundirnar eru á verðbilinu
16.900 kr. upp í 32.900 kr. Má t.d.
nefna Canon Powershot A2200
sem kostar 21.900 kr. og er með
14 megapixla myndflögu, 28 mm
gleiðlinsu og getur tekið upp
myndskeið í háskerpu. Þar fær
fólk mjög mikið fyrir peninginn og
getur í ofanálag valið um ólíka liti.
Síðan fylgir minniskort með vél-
inni,“ útskýrir Halldór.
Canon EOS-línan er svo fyrir
metnaðarfyllstu og kröfuhörðustu
ljósmyndara. „Þar sjáum við verð
á bilinu 94.900 kr. og upp í u.þ.b.
160.000 kr. Vélar eins og Canon
EOS 1100D og EOS 600D eru
kostir sem óhætt er að mæla með
fyrir fermingarbörn og gefa ótal-
marga notkunarmöguleika. Með
þeim vélum fylgir einnig minn-
iskort en að auki ljósmynd-
anámskeið.“
Hægt að leggja í púkk
Halldór segir kjörið fyr-
irkomulag að ættingjar ferming-
arbarnsins taki saman höndum um
að kaupa vandaða myndavél, en
svo er líka hægt að gefa unga
áhugaljósmyndaranum ýmsa
gagnlega aukahluti sem bæta við
notagildi nýju vélarinnar, eða
þeirrar vélar sem hann á fyrir.
„Það er t.d. afar mikilvægt að eiga
góða tösku fyrir myndavélina, sem
jafnvel er með pláss fyrir auka-
hluti. Þrífótur er líka mjög snið-
ugur kostur, fæst í mörgum verð-
flokkum og býður upp á
skemmtilega möguleika við
myndatökuna. Síðan má alltaf
kaupa gott flass, nú eða spennandi
linsu.“
Að velja réttu vélina getur samt
virst æði flókið. Fyrir óinnvígða
getur verið erfitt að skilja hvaða
tæknilegu eiginleikar og mælitölur
skipta mestu máli. Eru það mega-
pixlarnir sem gera útslagið, ör-
gjörvinn eða kannski linsan?
„Besta skrefið held ég að sé að
leita í vörumerki sem óhætt er að
treysta og þekkt eru fyrir gæði.
Ekki þarf að kaupa dýrustu vél-
arnar til að fá mjög góða græju
sem tekur prýðisgóðar myndir og
er með skemmtilegum eiginleikum
til að skapa við mismunandi að-
stæður. Í minni og ódýrari vél-
unum er gott að leita að vél með
vandaðri innbyggðri linsu, góðum
örgjörva sem tryggir hraða og
góða myndatöku og hæfilega
stórum og skörpum skjá.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Filmverk Það er vandi að velja myndavél. Halldór Jón Garðarsson hjá Nýherja segir að líklega skiptimestu að
velja vörumerki, þekkt að gæðum. „Ekki þarf dýrustu vélarnar til að fá græju sem tekur prýðisgóðar myndir.“
Leitað að réttu
myndavélinni
Góð myndavél þarf ekki að
vera dýr gjöf. Við valið
borgar sig að hafa í huga
að linsan sé góð og ör-
gjörvinn snöggur að vinna.
Margir eiga í dag snjallsíma með
innbyggðri myndavél og gætu
hugsað sem svo að óþarfi sé að
fjárfesta sérstaklega í myndavél.
Halldór bendir á að þótt allra
bestu snjallsímarnir geti margir
tekið ágætar ljósmyndir jafnist
gæði þeirra mynda ekki á við
myndirnar úr jafnvel ódýrustu va-
samyndavélum Canon. „Það verð-
ur að hafa í huga að miklu getur
skipt fyrir myndgæðin að hafa
bæði góða linsu, kröftugan ör-
gjörva og myndflögu. Þannig fæst
mynd sem hægt er að stækka og
eiga betur við eftir á. Þótt myndir
úr snjallsímum komi oft ágætlega
út á tölvuskjánum koma takmark-
anirnar í ljós þegar stækka þarf
myndirnar, skera til eða prenta út.
Þegar við tökum myndir viljum við
fanga minningarnar og það er
auðvitað leiðinlegt ef myndin er
þá ekki nægileg góð.“
Myndavél eða snjallsími?
Spurning um hvað
gera má við myndina