Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 58

Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 58
S trákalínan í fermingarklippingum í ár ber keim af rokk- og róltímabilinu og gætir sterkra áhrifa úr þekktum sjónvarps- og bíómyndum og frá hljómsveitum,“ segir Ævar Østerby, hár- snyrtimeistari og einn eigenda hársnyrti- stofunnar Slippsins við Skólavörðustíg. Eyrún Guðmunds- dóttir, hársnyrtir á Slippnum, segir rómantíska tískustrauma í anda vinsælla kvikmynda ráðandi í stelpu- klippingum og -greiðslum að þessu sinni. Náttúrulegt útlit „Hjá stelpunum er það umfram allt náttúrulegt útlit sem ræður,“ segir Eyrún. „Aðalatriðið er að halda í æskuna og gera allt í hófi, ekki of mikið af neinu. Áhrifin eru greinileg úr kvikmyndum á borð við Sense and Sensibility eða Emma, eftir bókum Jane Austen sem gerast í lok 18. og í byrjun 19. aldar.“ Og hún heldur áfram: „Hárið er látlaust en rómantískt og hárskraut notað í hófi, þá helst gamaldags hárkambar eða spennur með semelíusteinum. Margar stelpur safna hári fram að fermingu og því er sítt hár mjög ráðandi hjá þeim á fermingardaginn. Margar vilja hafa hárið slegið en sumar eru til í að breyta til og taka hárið upp sem er mjög fallegt.“ Horft til James Deans Ævar segir tíma rokksins og rólsins ríkjandi í strákak- lippingum, tímabilið um 1955, í bland við árin í kringum 1970 þegar allt var orðið frjálslegra. „James Dean er stóra fyrirmyndin,“ segir hann. „Stutt hár er ráðandi og þá að- allega snöggt í hliðunum en þyngra að ofan og greitt laus- lega. Tískulínan virkar kæruleysisleg og afslöppuð en er út- hugsuð. Snöggklippt hár í anda aðalpersónanna í sjón- varpsþáttunum Mad Men er líka vinsælt, vel greitt og snyrtilegt.“ beggo@mbl.is Meðfylgjandi myndir sýna nýjustu hártískulínur hjá fermingarbörnum á hársnyrtistofunni Slippnum. Ævar Østerby klippti strákana og Eyrún Guðmundsdóttir og Agnes Hrönn Gunnarsdóttir greiddu stelpunum. Rokk með rómantík Bókmennta- og kvikmyndahetjur eru fyrirmyndir fermingarhártískunnar í vor Rómantískar bylgjur og hárið fest upp í hliðunum með hárspennum. Hárið vafið í flottan snúð og tekið upp. Morgunblaðið/Golli Jane Austen nú- tímans; fastar fléttur teknar upp aftan í hnakka og restin af hárinu fest lauslega upp. Dæmigerður James Dean, stutt í hlið- um og topp- urinn greidd- ur upp. Vel snyrt hár og afslappað yfirbragð í anda sjónvarpsþáttanna Mad Men. Hárið greitt í lausa fléttu og rúllað upp, einfalt og rómantískt. Stutt hár í anda jaðarmenningar Lundúna sjöunda áratugarins; áhrif frá hljómsveit- unum The Speci- als og Jam. 58 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.