Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 58
S trákalínan í fermingarklippingum í ár ber keim af rokk- og róltímabilinu og gætir sterkra áhrifa úr þekktum sjónvarps- og bíómyndum og frá hljómsveitum,“ segir Ævar Østerby, hár- snyrtimeistari og einn eigenda hársnyrti- stofunnar Slippsins við Skólavörðustíg. Eyrún Guðmunds- dóttir, hársnyrtir á Slippnum, segir rómantíska tískustrauma í anda vinsælla kvikmynda ráðandi í stelpu- klippingum og -greiðslum að þessu sinni. Náttúrulegt útlit „Hjá stelpunum er það umfram allt náttúrulegt útlit sem ræður,“ segir Eyrún. „Aðalatriðið er að halda í æskuna og gera allt í hófi, ekki of mikið af neinu. Áhrifin eru greinileg úr kvikmyndum á borð við Sense and Sensibility eða Emma, eftir bókum Jane Austen sem gerast í lok 18. og í byrjun 19. aldar.“ Og hún heldur áfram: „Hárið er látlaust en rómantískt og hárskraut notað í hófi, þá helst gamaldags hárkambar eða spennur með semelíusteinum. Margar stelpur safna hári fram að fermingu og því er sítt hár mjög ráðandi hjá þeim á fermingardaginn. Margar vilja hafa hárið slegið en sumar eru til í að breyta til og taka hárið upp sem er mjög fallegt.“ Horft til James Deans Ævar segir tíma rokksins og rólsins ríkjandi í strákak- lippingum, tímabilið um 1955, í bland við árin í kringum 1970 þegar allt var orðið frjálslegra. „James Dean er stóra fyrirmyndin,“ segir hann. „Stutt hár er ráðandi og þá að- allega snöggt í hliðunum en þyngra að ofan og greitt laus- lega. Tískulínan virkar kæruleysisleg og afslöppuð en er út- hugsuð. Snöggklippt hár í anda aðalpersónanna í sjón- varpsþáttunum Mad Men er líka vinsælt, vel greitt og snyrtilegt.“ beggo@mbl.is Meðfylgjandi myndir sýna nýjustu hártískulínur hjá fermingarbörnum á hársnyrtistofunni Slippnum. Ævar Østerby klippti strákana og Eyrún Guðmundsdóttir og Agnes Hrönn Gunnarsdóttir greiddu stelpunum. Rokk með rómantík Bókmennta- og kvikmyndahetjur eru fyrirmyndir fermingarhártískunnar í vor Rómantískar bylgjur og hárið fest upp í hliðunum með hárspennum. Hárið vafið í flottan snúð og tekið upp. Morgunblaðið/Golli Jane Austen nú- tímans; fastar fléttur teknar upp aftan í hnakka og restin af hárinu fest lauslega upp. Dæmigerður James Dean, stutt í hlið- um og topp- urinn greidd- ur upp. Vel snyrt hár og afslappað yfirbragð í anda sjónvarpsþáttanna Mad Men. Hárið greitt í lausa fléttu og rúllað upp, einfalt og rómantískt. Stutt hár í anda jaðarmenningar Lundúna sjöunda áratugarins; áhrif frá hljómsveit- unum The Speci- als og Jam. 58 | MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.