Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 64

Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 64
64 | MORGUNBLAÐIÐ Þ að væri ofsagt að inntak ferming- arfærðslunnar hefði höfðað sér- staklega til mín. Með tímanum hef ég þó lært að meta hana og séð hvað þau siðferðilegu gildi sem kristin trú byggist á eru mikilvæg í daglegu lífi og í raun nauðsynleg. Fermingin er einn af stóru áföng- unum í lífi mínu og mjög eftirminnileg,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsókn- arflokksins. Foreldrar Höskuldar eru þau Þóra Steinunn Gísladóttir og sr. Höskuldur Þórhallsson, prest- ur á Akureyri, sem nú er látinn. „Faðir minn var lengi prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal og bæði í sveitinni og síðar inni á Akureyri fylgd- um við systkinin pabba mikið eftir í hans dag- legu störfum. Fórum mjög gjarnan með honum í messur og fyrir vikið kunni ég kynstrin öll af sálmum, ritúalið og auðvitað trúarjátninguna þegar að fermingarfræðslunni kom haustið 1986. Pabbi leit svo á að ég hefði þokkalegan bakgrunn og gaf því eftir að ég þyrfti að mæta í hvern einasta tíma í fermingarfræðslunni, en þeir voru einmitt á sama tíma og handboltaæf- ingar hjá KA. Íþróttirnar fengu sem sagt að hafa forgang. Einhverja eftirþanka hafði pabbi víst vegna þessa, fannst erfitt að skikka aðra til að mæta, en vonandi hef ég ekki haft minni skilning en aðrir þeir krakkar sem fermdust í Akueyrarkirkju vorið 1987,“ segir Höskuldur. Tískan endurspeglar tíðarandann og Hösk- uldur segir fermingarmyndirnar af sér nánast broslegar í dag. Ljósblá föt og lindaborði „Björg systir mín fékk að velja á mig blá fermingarfötin; stuttan jakka, ljósbláan linda- borða og slaufu í stíl. Ég man ekki eftir því að hafa notað fötin nema í þetta eina skipti, en ein- hvers staðar eru þau þó til inni í skáp,“ segir Höskuldur. „Svo var haldin hin fínasta veisla á heimili foreldra minna við Hamarstíginn á Ak- ureyri þangað sem mætti allt það fólk sem fjöl- skyldunni er kærast. Fermingargjöfin frá for- eldrum mínum var væn peningaupphæð sem var eyrnamerkt kaupum á hljómflutnings- tækjum, sem ég eignaðist reyndar aldrei og aurarnir fóru fljótt í freistingar þessara ára.“ sbs@mbl.is Er einn af stóru áföngnunum í lífinu Prestssonurinn kunni sálmana og ritúalið. Fékk að sleppa ferming- arfræðslunni fyrir handboltaæf- ingar. Kristin gildi mikilvæg í dag- legu lífi, segir Höskuldur Þórhallsson. Höskuldur Siðferðileg gildi trúarinnar eru mikilvæg í daglegu lífi og eru í nauðsynleg. Feðgar Höskuldur Þórhallsson þingmaður við altari Akureyrarkirkju á fermingardegi sín- um 1987 með föður sínum, sr. Þórhalli Höskuldssyni sem lengi þjónaði Akureyringum. M eð klunnalegri hendi skrifaði ég nafn mitt í allar þær góðu bæk- ur sem ég fékk í fermingargjöf. Flest- ar þeirra á ég enn í dag og því er fermingardagurinn í raun alltaf að minna á sig. Frá föðurbróður mín- um, Eysteini Jónssyni ráðherra, og hans fjölskyldu fékk ég Sturl- ungu. Einnig fékk ég Heims- kringlu og Njálu frá öðrum ætt- ingjum og fyrir aura sem mér áskotnuðust keypti ég Íslend- ingasögurnar,“ segir Þór Jak- obsson veðurfræðingur. Lærði sálma og ritning- argreinar Þór var fermdur 14. maí 1950 af föður sínum, sr. Jakob Jónssyni, sem þá var prestur við Hallgríms- kirkju í Reykjavík. „Ég á líka enn Passíusálmana í litlu broti sem foreldrar mínir gáfu mér „til minningar um fermingardaginn með bæn til Guðs um fagra fram- tíð – frá mömmu og pabba,“ eins og ritað var á saurblað,“ segir Þór. Um miðja 20. öldina var aðeins búið að byggja kjallarahvelfingu Hallgrímskirkju, sem er undir nú- verandi kór kirkjunnar. Þetta var ágæt og rúmgóð bygging á vísu síns tíma og þarna fermdust stórir árgangar barna úr Hlíðum, Norð- urmýri og af Skólavörðuholti. „Nei, ég tel mig á engan hátt hafa notið þess að vera sonur fræð- arans. Faðir minn lagði mikið í fermingarfræðsluna og samdi meira að segja sérstaka bók sem við fylgdum þennan vetur, 1949 til 1950,“ segir Þór. „Bókin nefndist Vegurinn – námskver i kristnum fræðum til undirbúnings ferm- ingar og samkvæmt henni man ég að við áttum að fletta upp einstaka Fékk Sturlungu, Heimskringlu og Njálu Prestsonur Tel mig ekki hafa notið þess að vera sonur fræðarans, segir Þór Jakobsson. Fékk kynstur af kjörbókmenntu í fermingargjöf. Jakobssynir Bræðurnir Jón Einar og Þór, til hægri. Myndin var tekin af Vigfúsi Sigurgeirssyni sem myndaði jafnt forseta sem fermingarbörn. Þór Jakobsson veður- fræðingur fermdist hjá föður sínum í kjallara- hvelfingu Hallgrímskirkju. Íslendingasögurnar fyrir aurana. Í myndatöku ári síðar með bróður sínum hjá Vigfúsi. Fermingardagurinn er að minna á sig Í vitund flestra er fermingardagurinn sem vörðubrot og áningarstaður á langri leið. Eftir vetrarlanga fræðslu játast ungt fólk hinum kristna sið og því fagna ættingjar og vinir með barninu. Minningar sem fólk á um þennan dag eru með ýmsu móti – og almennt end- urspegla þær viðhorf líðandi stundar. Prestssynirnir tveir segja hér sögu sína og útvarpsdrottningin sem las kverið við ljósastaur og hélt svo með foreldrum sínum í leiðangur um breiðstræti Lundúnaborgar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.