Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 4

Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Polarolje Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur Pöntunarsímar 698 7999 og 699 7887 „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Tveggja daga opinber heimsókn Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, hófst í gær og átti ráðherrann bæði fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og öðrum ráð- herrum úr ríkisstjórn Íslands og forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Aðalefni fundanna voru viðskipta- og efnahagsmál, fjárfest- ingar og samstarf, en bæði Jóhanna og Ólafur ræddu einnig um stöðu mannréttindamála í Kína við for- sætisráðherrann. Heimsóknin hefur þegar skilað sínu þar sem skrifað var undir sex samninga að loknum fundi forsætisráðherranna og ann- arra embættismanna í Þjóðmenn- ingarhúsi í gær en á morgun mun Wen kynna sér jarðhitanýtingu á Íslandi og skoða Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Forsætisráðherrann kínverski lenti ásamt fríðu föruneyti í Kefla- vík laust fyrir hádegi í gær en með honum í för var hundrað manna fylgdarlið, þeirra á meðal ellefu ráðherrar, tuttugu og átta hátt- settir embættismenn og tuttugu blaðamenn frá tveimur stærstu ríkisfjölmiðlum Kína. Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra tóku á móti Wen undir hljóðfærablæstri lúðrasveitar, sem lék þjóðsöngva landanna við til- efnið. Þakkaði góðar móttökur Talsverð öryggisgæsla er í kring- um heimsókn forsætisráðherrans og var hluta Hverfisgötu m.a. lokað á meðan forsætisráðherrarnir og embættismenn funduðu í Þjóð- menningarhúsi eftir hádegi. Við upphaf fundarins, þar sem m.a. var rætt um tvíhliða samstarf ríkjanna, viðskiptatækifæri og starfsemi íslenskra fyrirtækja í Kína, sagðist Jóhanna fagna því að fundurinn væri haldinn á þeim tímamótum þegar 40 ár væru liðin frá því að Ísland og Kína tóku upp stjórnmálasamband. Þá sagði hún ánægjulegt að aukin samstarfs- tækifæri hefðu skapast fyrir fyrir- tæki í löndunum tveimur og einnig að það hefði komið henni á óvart við undirbúning heimsóknar forsætis- ráðherrans hversu mörg íslensk fyrirtæki væru með hluta starfsemi sinnar í Kína. Forsætisráðherrann kínverski þakkaði ríkisstjórn Íslands og ís- lensku þjóðinni góðar móttökur og sagðist m.a. samgleðjast Íslend- ingum sem hefðu verið að fagna fyrsta degi sumars. Að fundi loknum var skrifað und- ir samningana sex. Utanríkis- ráðherrar ríkjanna tveggja undir- rituðu rammasamning ríkisstjórna Íslands og Kína um norðurslóða- samstarf og utanríkisráðherra Ís- lands, Össur Skarphéðinsson, og ráðherra hafmála í Kína undirrit- uðu samkomulag byggt á ramma- samningnum um aukið samstarf á sviði sjávar- og norðurslóðarann- sókna. Þá skrifuðu Össur og ráðherra auðlinda- og landnýtingar í Kína undir samkomulag um jarðhita- samstarf í þróunarríkjum og starf- andi iðnaðarráðherra og forstjóri kínverska fyrirtækisins BlueStar undirrituðu sameiginlega vilja- yfirlýsingu íslenska ríkisins og BlueStar um byggingu kísilmálm- vinnslu, allt að 65 þúsund tonn. BlueStar er aðaleigandi Elkem í Noregi, sem aftur er eigandi Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Efnahags- og viðskiptamál voru þó ekki einu málin á dagskrá fund- arins í Þjóðmenningarhúsi því Jó- hanna ræddi m.a. um stöðu mann- réttindamála í Kína, samfélagsleg réttindi og alþjóðlegar skuldbind- ingar við kollega sinn og kynnti fyr- ir honum hugmyndir um aukið sam- starf Íslands og Kína á sviði jafnréttismála. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, notaði einnig tækifærið til að ræða um mannréttindarmál við forsætisráð- herrann kínverska, sem heimsótti Bessastaði seinnipart dags og átti fund með forsetanum áður en hann hélt til kvöldverðar í Hörpu. Ræddu fríverslunarsamning Fyrr um daginn átti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fund með Chen Deming, við- skiptaráðherra Kína sem fer með utanríkisviðskipti, en ráðherrarnir ræddu m.a. yfirstandandi fríversl- unarsamningaviðræður Íslands og Kína. Óskaði utanríkisráðherra eft- ir því að tollalækkanir á fisk- afurðum tækju gildi strax við gildis- töku samningsins og eftir því að loftferðasamningur ríkjanna yrði útvíkkaður. Báðir ráðherrar fögn- uðu auknum viðskiptum milli land- anna. Wen mun á morgun skoða Þing- velli, Gullfoss, Geysi, Kerið og Hellisheiðarvirkjun í fylgd ráðherra og ráðuneytisstjóra forsætisráðu- neytisins. Hann er sjálfur jarðfræð- ingur að mennt og mun ætla að kynna sér jarðhitanýtingu á Íslandi. Viðskiptatengslin styrkt  Jarðhiti og norðurslóðir efst á baugi í opinberri heimsókn Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína  Skrifað undir sex samninga um viðskipti og rannsóknir  Íslenskir ráðamenn ræða mannréttindi Morgunblaðið/Kristinn Heimsókn Í frétt frá fréttaveitu Reuters segir að Íslandsheimsókn ráðherrans hafi kynt undir áhyggjum í Evrópu af því að Kínverjar hyggist nýta sér efnahagsvanda Íslendinga til að ná undirtökum á norðurslóðum. Morgunblaðið/Kristinn Undirritun Skrifað var undir sex samninga að loknum fundi ráðherra og embættismanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Morgunblaðið/Eggert Fundað Wen Jiabao heimsótti Bessastaði í gær og fundaði með forseta Ís- lands sem m.a. ræddi við hann um mannréttindamál. Efnt var til mótmæla við Hörpu í gærkvöldi, þar sem Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, snæddi kvöldverð ásamt fylgdarliði sínu og íslenskum ráðamönnum. Þegar mest lét tóku um hundrað manns þátt í mótmælunum en hópurinn samanstóð m.a. af Vinum Tíbets og stuðnings- mönnum Amnesty International, sem mættir voru til að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda. Fólkið stóð við framhlið Hörpu en Wen fór inn um bíla- kjallara og því ólíklegt að hann hafi orðið var við mót- mælin. Hins vegar var baulað á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þegar hún gekk inn í bygginguna. Birg- itta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, var ein þeirra sem tóku þátt í og hvatti til mótmælanna en hún er formaður Vina Tíbets. Fyrr um daginn tóku nokkrir mótmælendur sér stöðu við Þjóðmenningarhúsið, þar sem Hverfisgötu hafði ver- ið lokað, en þeir báru m.a. skilti þar sem farið var fram á að forsætisráðherrann kínverski tæki á mannréttinda- brotum gagnvart meðlimum Falun Gong í Kína. Mótmælin fóru öll friðsamlega fram. holmfridur@mbl.is Mótmæltu mannréttindabrot- um kínverskra stjórnvalda Morgunblaðið/Ómar Mótmælt Tíbeski fáninn á lofti við Hörpu.  Friðsamleg mótmæli við Hörpu og Þjóðmenningarhús Skannaðu kóðann til að sjá meira um heimsókn Wen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.