Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 8

Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Ekki má vanmeta mikilvægi þessað í fréttatilkynningu stjórn- arráðsins í vikunni skuli hafa verið tekið fram að verkefnisstjóri sókn- aráætlunar landshluta skuli hafa verið ráðinn „að undangenginni auglýsingu“.    Viðbúið er að án þessara upplýs-inga hefði einhverjum dottið í hug að ráðningin kynni að vera af pólitískum toga, en nú er engin ástæða til að efast um að hæfasti umsækjandinn var ráðinn.    Og þar sem ráðn-ingin fór fram „að undangenginni auglýsingu“ er aug- ljóst að ekki var búið að ráðstafa stöðunni fyrirfram. Þar með er líka augljóst að hinir 42 sem sóttu um starfið voru lak- ari kandidatar.    Fyrir JóhönnuSigurðardóttur, sem þolir eng- ar pólitískar stöðuveitingar eins og hún hefur sýnt fram á í störfum sín- um, er hins vegar skemmtileg til- viljun að þær Hólmfríður Sveins- dóttir, nýráðinn verkefnisstjóri, skuli eiga svo lík áhugamál.    Vissulega hlýtur að vera ánægju-leg tilviljun að verkefnisstjór- inn skuli hafa starfað um árabil í flokkum með Jóhönnu og verið vara- þingmaður Samfylkingarinnar.    Ekki síður að hin nýráðna skulihafa setið í umbótanefnd Sam- fylkingarinnar eða að hún eigi sæti í framkvæmdaráði Já Ísland.    Svona tilviljanir eru alltaf gleði-legar „að undangenginni aug- lýsingu“. „Að undangenginni auglýsingu“ STAKSTEINAR Hólmfríður Sveinsdóttir Jóhanna Sigurðardóttir Bodensee telst með fallegustu vötnum Evrópu og á landamæri að Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Þessi töfrandi ferð hefst á flugi til München. Þaðan er haldið til Füssen þar sem ævintýrahöllin Neuschwanstein verður skoðuð. Gist í Füssen og síðan ekið til Friedrichshafen við Bodensee þar sem gist verður í 4 nætur á hóteli alveg við vatnið. Farið verður í skemmtilegar skoðunarferðir, t.d siglt yfir vatnið og blómaeyjan Mainau heimsótt. Heiðurinn að þessum stórglæsilega lystigarði á Bernadotte greifi. Ekið inn í Sviss til Urnäsch við Säntis fjall, þar sem hægt er að komast upp í 2502 m hæð með kláfi. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir til 6 landa. Komið til Lindau, sem er heillandi bær og sá stærsti við vatnið. Ferðin endar í Augsburg þar sem gist verður í 2 nætur. Þar skoðum við m.a. fyrstu verkamannabústaði í heimi, sem Fugger kaupmannaættin reisti á 15. öld og enn er búið í, en leigan hefur ekki hækkað síðan þá! Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson Verð: 179.700 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu, ferja frá Meersburg til Konstanz og íslensk fararstjórn. www.baendaferdir.is Sp ör eh f. s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R SUMAR 9 2. - 9. ágúst Blómálfar & vatnadísir Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar Ársfundur 2012 Ársfundur Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar verður haldinn föstudaginn 11. maí kl. 12.00, í Bæjarþingsalnum á skrifstofum Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, Akranesi. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Breyting á samþykktum 3. Önnur mál löglega upp borin a. Kynning á mögulegri sameiningu lífeyrissjóða með bakábyrgð sveitarfélaga Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Akranesi, 20. apríl 2012 Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar Veður víða um heim 20.4., kl. 18.00 Reykjavík 7 léttskýjað Bolungarvík 3 léttskýjað Akureyri 3 alskýjað Kirkjubæjarkl. 7 alskýjað Vestmannaeyjar 7 heiðskírt Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 7 skúrir Ósló 3 skúrir Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 3 súld Helsinki 5 skúrir Lúxemborg 8 léttskýjað Brussel 10 skúrir Dublin 6 slydda Glasgow 10 skýjað London 8 skýjað París 10 skúrir Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 15 léttskýjað Berlín 16 heiðskírt Vín 16 skýjað Moskva 15 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 18 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 18 léttskýjað Winnipeg 5 léttskýjað Montreal 7 alskýjað New York 19 skýjað Chicago 6 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:33 21:21 ÍSAFJÖRÐUR 5:26 21:38 SIGLUFJÖRÐUR 5:09 21:21 DJÚPIVOGUR 4:59 20:53 Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Flugfarþegar á Keflavíkurflugvelli mega nú búast við því þegar þeir kaupa vörur í Leifsstöð að þeir verði að framvísa flugnúmeri til að fá af- greiðslu. „Þetta er ákvæði sem hefur verið í gildi um nokkurt skeið um sölu í toll- frjálsri verslun,“ segir Karen Braga- dóttir, forstöðumaður tollasviðs hjá tollstjóraembættinu í gær, aðspurð um þessar breytingar. Þó þessar reglur hafi verið í gildi um nokkurt skeið hafa flugfarþegar ekki orðið varir við að farið hafi verið eftir þeim í framkvæmd fyrr en nú. Ákvæðið á við um allar tollfrjálsar vörur sem seldar eru í fríhöfnum, jafnvel smávöru á borð við dagblöð. „Það er eingöngu heimilt að selja farþegum og áhöfnum millilandafara á leið úr landi vörur úr tollfrjálsri verslun og sala skal einungis heimil gegn framvísun brottfararspjalds,“ sagði Karen en slíkt er í samræmi við 104. grein tollalaga. „Í fyrsta lagi eru bara ákveðnar vörur sem er heimilt að selja í komu- verslun þannig að farþegar sem eru að koma að utan hafa í raun ekki heimild til að fara inn í verslunina sem þú mátt versla í á leið úr landi. Einnig er verið að tryggja að þú sért sannarlega á leið úr landi, en ekki að vinna á svæðinu,“ segir Karen. Hún segir þetta tíðkast á flugvöllum víða erlendis þegar tollfrjáls varningur sé keyptur, en eigi þó ekki allsstaðar við um veitingar. Veitingar í Leifsstöð eru þó al- mennt án virðisaukaskatts og því á ákvæðið einnig við þegar farþegar kaupa sér vínglas eða vatnsflösku. Herða eftirlitið með fríverslun í Leifsstöð Morgunblaðið/ÞÖK Fríhöfn Keflavíkurflugvöllur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.