Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Finndu okkur á facebook.com/lindexiceland Think colour! Kjóll, 3995,– Miklar framfarir Fólkið spilar á sílófón og fleiri áslátturshljóðfæri. Margir voru feimnir við hljóðfærin til þess að byrja með, fljótlega fór fólk þó að ná færni í spilun. „Það hafa orðið miklar framfarir. Allir fengu hljóðfæri í tengslum við þetta verkefni og við bættum við klukkutíma á viku en svo sá mað- ur alveg hvernig áhuginn jókst og fólk varð í raun hissa á sjálfu sér,“ segir Ása Berglind. Rannsókn á líðan fólks Rannsóknin gengur út á skoða hvaða áhrif markviss tón- listariðkun hefur á líðan eldri borgara. Þetta er eigindleg rannsókn unnin með viðtölum og dagbók- arskrifum. „Í þessum viðtölum hefur komið fram hversu mikils virði þetta er fólkinu. Fyrir suma er þetta jafnvel gamall draumur sem er að rætast en aðrir gera þetta út af einhverju öðru. Einn viðmælandinn náði til að mynda að minnka þunglyndislyfjaskammtinn sinn um helming eftir að hann byrjaði í þessari tónlistarsköpun með okkur. Þetta gefur þeim mikla lífs- fyllingu og að koma fram á tón- leikum og sýna öðrum í samfélag- inu að þau geta gert ýmislegt. Fólkið sem byrjaði árið 2007 er nánast allt með ennþá. Svo hafa nýir bæst við, en hópurinn sam- anstendur af 18 einstaklingum.“ Frumsamið efni Hljóðfærin sem hópurinn not- ast við eru helst ásláttarhljóðfæri á borð við sílófón, málmspil, trommur og annað slagverk en Ása Beglind sér um undirspil á píanó og trommur. „Við erum með mjög fjöl- breytt lagaval, eins og Valdimars- lagið er dæmi um. Svo erum við líka með frumsamið efni. Yfirleitt fer það þannig fram að allir vinna saman að laginu, en svo gerist það líka að fólk kemur með að heiman það sem það er að gera þar, bæði ljóð og lög,“ segir Ása Berglind. Ekki er vitað til þess að fleiri eldri borgarar komi saman á Ís- landi. Berglind hvetur hins vegar alla til tónlistarþátttöku. „Þetta hefur hreinlega áhrif á lífsgæði. Ég er enn á frumstigi við úr- vinnslu gagnanna en það er margt sem gefur til kynna að þetta veiti fólki einhvers konar lífsfyllingu,“ segir Ása Berglind. Sjálf á hún sterkar rætur í tónlist. „Ég hef alltaf verið í tón- listarskóla og er trompetleikari auk þess að vera í listkennsl- unámi,“ segir Ása. Hún starfar sem tónmenntakennari við grunn- skólann í Þorlákshöfn og kennir í tónlistarskóla Árnesinga. Skýjavél, rafmagnskappakstursbíll, salt- framleiðsla í nýju formi, áningarstaður píla- gríma, málverk séð úr Hörpu, hljóðverk, gjörningar, grammófónn og róla, vídeóverk um guðeindina, fylgihlutir, tilraunir með la- nólin, veftímarit um upprennandi listamenn og hönnuði, letur í beinum og það nýjasta úr tískunni. Þetta og margt fleira getur að líta á útskriftarsýningu nemenda myndlistar- deildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans sem opnuð verður í dag, laugardag, kl. 14.00 í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, en sýningin er unnin í sam- vinnu við Listasafn Reykjavíkur. Verk nemenda á sýningunni eru afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nem- endum aðstöðu til að mennta sig sem lista- menn og gera þá reiðubúna til að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagn- rýninn hátt með forvitni, áræði og framsækni að leiðarljósi. Sýningarstjóraspjall verður hinn 22. apríl kl. 15:00 – frá myndlistardeild og 29. apríl kl. 15:00 frá hönnunar- og arkitektúrdeild. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa í síma 590-1200. Sýningin stendur til 6. maí og er opin daglega frá 10.00-17.00 og á fimmtudögum frá 10:00-20:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands Uppsetning Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands verður opnuð í dag. Hljóðverk, lanólin og pílagrímar Þó sól á lofti lækki ég leik mér enn um sinn, og æskuárum fækki ég áfram þráðinn spinn. Í Tónalandi ég lifi, þar lífsgleðina finn. Þó taktfast klukkan tifi og tíminn hrukki kinn. Ég trommuna slæ, taktinum næ, tipla á tá og hæl. Er Tónar og Trix með sín tilþrif og mix, tekur lagið með stæl. Ljóð eftir Erlu Markúsdóttir Haust LJÓÐAGERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.