Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012
Sjálfbært vatnafar og blágrænar lausnir í Urr-
iðaholti verða til umræðu á málþingi sem haldið
verður í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands í Urriðaholti mánudaginn 23. apríl kl. 15-
17.
Meðal málflytjenda er Sveinn Þórólfsson, pró-
fessor við umhverfis- og vatnafræðideild norska
vísinda- og tækniháskólann (NTNU) í Þránd-
heimi. Erindi Sveins nefnist „Um sjálfbært vatna-
far í nútíð og framtíð.“ Á málþinginu verður einn-
ig rætt um þær lausnir sem farnar hafa verið í
þessum efnum í Urriðaholti. Með þeim er tryggt
að öll úrkoma fari niður í jarðveginn og út í Urr-
iðavatn, til að halda lífríki þess og vatnsbúskap í jafnvægi. Að málþinginu
standa Garðabær, NTNU, Háskóli Íslands, Urriðaholt og Háskólinn í
Reykjavík. Skráning á málþingið fer fram gegnum tölvupóst til gardaba-
er@gardabaer.is
Sjálfbært vatnafar og blágrænar lausnir
Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin
í Jónshúsi í Kaupmannhöfn sum-
ardaginn fyrsta.
Markmiðið með hátíðinni er að
heiðra minningu Jóns Sigurðssonar
og halda á loft verkum hans og
hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sig-
urðssonar hefur umsjón með hátíð-
inni með fulltingi forseta Alþingis
og forsætisnefndar.
Verðlaunin í ár hlýtur dr.phil.
Pétur M. Jónasson, vatnalíffræð-
ingur og prófessor emiritus. Hann
hefur með framúrskarandi fræði-
störfum á sviði vatnalíffræði í Dan-
mörku og á Íslandi lagt fram mikil-
vægan skerf til að styrkja
vísindasamstarf þjóðanna, segir í
tilkynningu.
Verðlaun Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti
Alþingis, afhendir Pétri verðlaunin.
Pétur M. Jónasson
hlýtur verðlaun Jóns
Sigurðssonar
Félag um átjándu aldar fræði
heldur málþing undir yfirskrift-
inni „Garðrækt á átjándu og
nítjándu öld“ í Þjóðarbókhlöðu,
fyrirlestrasal á 2. hæð, laugar-
daginn 21. apríl. Málþingið hefst
kl. 13.30 og því lýkur um kl.
16.30.
Flutt verða fjögur erindi. Er-
indin flytja: Ingi Sigurðsson pró-
fessor, Jóhanna Þ. Guðmunds-
dóttir sagnfræðingur, Anna
Þorbjörg Þorgrímsdóttir sagn-
fræðingur og Jónatan Her-
mannsson tilraunastjóri.
Eftir flutning erinda verða fyr-
irspurnir og umræður.
Ræða garðrækt
Fyrrverandi landsmótssigurveg-
arar munu þeysa um reiðhöllina í
Víðidal í kvöld ásamt ungum glæsi-
hrossum á árlegri stórsýningu
hestamannafélagsins Fáks. Miklir
sýningarkóngar úr hestaheiminum
munu etja kappi í „einvígi ald-
arinnar.“ Stórsýningin hefst klukk-
an 21 en húsið verður opnað
klukkustund fyrr. Miðaverð er
2.500 kr. Sýningarflokkur borg-
firska hestakvenna, Skessurnar,
fer um salinn með pilsaþyt. Ung-
lingar munu sýna atriði, sýndir
verða afkvæmahópar stóðhesta og
kynbótahross.
Kóngar etja kappi á
stórsýningu Fáks
Grunur Glæsihestar og knapar koma fram
á stórsýningu Fáks í kvöld.
STUTT
Næsta göngu-
ferð fuglaskoð-
ara verður farin
sunnudaginn 22.
apríl. Farið
verður um
Hraunin vestan
við Straumsvík
og staldrað við
hjá Lónakoti.
Þeir sem vilja vera með í sam-
akstri frá Álftanesi geta mætt á
bílastæðið framan við Íþrótta-
miðstöðina á Álftanesi klukkan
13 en upphaf göngunnar er frá
Straumi, þ.e. burstabænum við
Straumsvík klukkan 13.30. Allir
eru velkomnir og leiðin er greið-
fær. Ætlunin er að staldra við í
Lónakoti, rifja upp aðstæður og
skoða ummerki búsetu í hraun-
inu.
Tilvalið er að hafa með nesti
og njóta í heimatúninu. Gera má
ráð fyrir að ferðin taki 2-3 klst.
og gönguleiðin er u.þ.b. 5 km.
Þrjú félög standa að göngunni að
þessu sinni, þ.e. Hraunavinir, Fé-
lag áhugamanna um sögu Bessa-
staðaskóla og FoNÁ.
Gengið frá Straumi
ÚR BÆJARLÍFINU
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjar
Í síðasta hefti tímaritsins Blika er
grein eftir Erp Snæ Hansen, Marinó
Sigursteinsson og Arnþór Garð-
arsson um talningu á lunda í Vest-
mannaeyjum. Varpstofn lunda í
Vestmannaeyjum var metinn með
myndatöku úr lofti og með því að
telja varpholur á árunum 1988 til
1993 og 2007 til 2009.
Flatarmál lundabyggða var
mælt af loftmyndum og leiðrétt fyrir
landslagi (halla). Fjöldi varphola er
metinn 1.120.500. Árið 2010 voru
74,4% varphola í ábúð. Stærð varp-
stofnsins, reiknuð sem margfeldi
holufjölda og ábúðarhlutfalls, er
830.100 pör. Þessi tala svarar til um
fimmtungs lundastofnsins í heim-
inum og staðfestir að Vest-
mannaeyjar eru stærsta lundabyggð
heims.
Hjónin Ted og Betsy Lewin
komu til Vestmannaeyja í september
2009 til að vinna bók um lundann og
pysjutímann og nú er bókin komin
út. Ted og Betsy eru bæði listamenn
og teikningar þeirra prýða bókina
sem heitir Puffling Patrol þar sem
saga lundans og Eyjanna er sögð í
máli og myndum.
Ruth Barbara Zohlen er í sam-
skiptum við hjónin og er bókin ein-
mitt tileinkuð henni og manni henn-
ar, Sigurgeiri Scheving, sem lést á
síðasta ári og tvíburunum Daníel og
Ernu Pálsbörnum Scheving sem
koma mikið við sögu í bókinni. Bókin
er mjög falleg og tekst þeim að lýsa
þeirri eftirvæntingu sem fylgdi því
þegar krakkar í Vestmannaeyjum
eltust við pysjurnar.
Nýlega sýndi Ragnar Engilberts-
son myndir sínar í Einarsstofu í and-
dyri Safnahússins. Ragnar, sem er
fæddur 1924, starfaði sem húsamálari
en ungur nam hann listmálun bæði í
Reykjavík og Kaupmannahöfn.
Myndirnar spanna nánast allan fer-
ilinn, frá því hann var í námi og fram
á síðustu ár, teikningar og vatnslita-
og olíumálverk þar sem myndefnið er
oftast Vestmannaeyjar.
Leikfélag Vestmannaeyja sýnir
núna söngleikinn Banastuð. Um það
segir: Sagan sem slík er álíka vitlaus
og gera má ráð fyrir enda fjallar hún
um uppvakninga, kolóðar kindur og
afturgöngur. Inn í þetta fléttast blóð-
ug barátta upp á líf og dauða og auð-
vitað smávegis lókal húmor. Leik-
stjórinn kemst líklega best að orði í
leikskrá söngleiksins þegar hann seg-
ir að sagan sé fullkomlega ótrúverð-
ug, stórkostlega ýkt og húmorinn
ansi vafasamur oft á tíðum.
Stærsta lundabyggð í heimi
Ljósmynd/Júlíus Ingason
Húmor Í Banastuði eru uppvakningar, kolóðar kindur og afturgöngur.
Þrír skákmeistarar eiga raunhæfa
möguleika á Íslandsmeistaratitl-
inum, þegar þremur umferðum er
ólokið á Íslandsmótinu í skák, sem
fram fer í Stúkunni í Kópavogi.
Þröstur Þórhallsson er nú efstur
ásamt Henrik Danielsen, eftir að sá
fyrrnefndi sigraði Davíð Kjart-
ansson í 8. umferð í gær. Henrik
þurfti hinsvegar að berjast fyrir
jafntefli gegn Guðmundi Kjart-
anssyni í lengstu skák Íslandsmóts-
ins til þessa. Þeir glímdu í 132 leiki
áður en sæst var á skiptan hlut.
Þröstur og Henrik hafa sex vinn-
inga af átta mögulegum, þegar þrjár
umferðir eru eftir. Bragi Þorfinns-
son er í þriðja sæti með 5,5 vinninga,
eftir sigur á Birni Þorfinnssyni í
hörkuskák.
Sem fyrr einkennist Íslandsmótið
af mikilli baráttu og er teflt til þraut-
ar í hverri einustu skák að því er
segir í frétt á vef Skáksambandsins.
Undantekning 8. umferðar var þó
skák stórmeistaranna Stefáns Krist-
jánssonar og Hannesar Hlífars Stef-
ánssonar. Þeir gerðu jafntefli í að-
eins tíu leikjum, en hvorugur hefur
staðið undir væntingum á Íslands-
mótinu að þessu sinni. Einar Hjalti
Jensson lagði Sigurbjörn Björnsson
í 60 leikjum, og þeir Guðmundur
Gíslason og Dagur Arngrímsson
gerðu jafntefli í jafnri skák.
Þröstur, Henrik og Bragi munu á
næstu þremur dögum keppa um
hver kemur fyrstur í mark á Ís-
landsmótinu. Henrik hefur einu
sinni orðið Íslandsmeistari, en
hvorki Braga né Þresti hefur ennþá
auðnast að hampa titlinum. Það er
því mikið í húfi, og útlit fyrir æsi-
spennandi lokaumferðir á Íslands-
mótinu 2012.
Efstir og jafnir á Íslandsmóti í skák