Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 18

Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Lionshreyfingin á Íslandi gaf Land- spítalanum í gær 20 milljóna króna ávísun sem ætluð er til kaupa á augnlækningatæki sem bráðvantað hefur á augndeild spítalans. Gjöfin er að helmingi til fjármögnuð með framlögum Lionsklúbba hér á landi og helmingi með framlagi úr al- þjóðahjálparsjóði Lions í tilefni 60 ára afmælis hreyfingarinnar á Ís- landi. Viðstaddur afhendinguna var al- þjóðaforseti Lions, Wing-Kun Tam, sem kom til landsins vegna afmæl- isþings sem Lions heldur um helgina. Með þinginu og athöfninni á Landspítalanum lýkur formlega há- tíðarhöldum vegna 60 ára afmæl- isins en fyrsti klúbburinn; Lions- klúbbur Reykjavíkur, var stofnaður í ágúst árið 1951. Í tilkynningu frá Lions kemur m.a. fram að við sölu fyrstu Rauðu fjaðrarinnar hér á landi hafi verið gert stórátak í tækjavæðingu augn- deilda íslenskra sjúkrahúsa, auk þess sem heilsugæslustöðvar hafi verið búnar tækjum, augnþrýsti- mælum o.fl. Á síðustu árum hafi augnlækningar hins vegar setið á hakanum hvað tækjavæðingu varð- ar. Þess vegna hafi Lionsfélagar ákveðið að safna fyrir og kaupa bún- að sem helst kæmi augnskurðdeild Landspítalans að gagni. Tækið sem Lions gefur er notað til aðgerða inn- arlega í auga, s.s. í glerhlaupi og sjónhimnu, t.d. vegna sjón- himnuloss, við aðgerðir vegna syk- ursýkiskemmda í augnbotni og einn- ig vegna áverka eftir slys. Gærdagurinn var annasamur hjá alþjóðaforseta Lions. Auk afhend- ingarinnar á spítalanum átti hann fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og setti síðan afmælisþing Lions í Neskirkju eftir að hafa geng- ið í fararbroddi skrúðgöngu um 300 Lionsfélaga frá Hótel Sögu að kirkj- unni. Bæði Wing-Kun Tam og Ólaf- ur Ragnar munu flytja ávörp á há- tíðarkvöldverði Lions í kvöld. Lions gaf Landspít- ala 20 milljóna tæki  Alþjóðaforseti Lions viðstaddur Ljósmynd/Jóhann Guðni Reynisson Gjöf Forsvarsmenn Lions á Íslandi og alþjóðaforsetinn Wing-Kun Tam af- henda Birni Zoëga, forstjóra LSH, ávísun fyrir gjöfinni til augndeildar í gær. Í því skyni að styrkja tengsl EFTA-ríkjanna við styrkþegaríkin, verða í hverju hinna 15 ríkja, starfræktir undirbúningssjóðir sem stuðla eiga að auknu samstarfi. Styrki úr þessum sjóðum má nýta til að sækja ráðstefnur, námskeið og fundi og til annars sem auðveldað getur fyrirtækjum og opinberum aðilum að koma á samstarfsverkefnum tengdum áherslu- sviðum sjóðsins. Nánar um sjóðinn á vefnum www.eeagrants.org Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Ársfundur 2012 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 8. maí kl. 16.00, í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga að Borgartúni 30, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Breyting á samþykktum 3. Önnur mál löglega upp borin Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 20. apríl 2012 Stjórn Lífeyrissjóðs stafsmanna sveitarfélaga Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Íbúðalánasjóður (ÍLS) undirbýr nú upptöku óverðtryggðra lána og að sögn Sigurðar Erlingssonar, fram- kvæmdastjóra sjóðsins, er stefnt að því að geta boðið upp á slík lán í lok sumars. ÍLS hefur aðallega boðið verðtryggð lán til þessa en heildar- staðan á þeim var 626 milljarðar króna til einstaklinga í árslok 2011, borið saman við rúma 606 milljarða króna árið áður. Þær upplýsingar sem fram komu í Morgunblaðinu í gær, upp úr svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn á Alþingi, benda til að fasteignaskuldir landsmanna hafi aukist á síðasta ári, sér í lagi óverð- tryggð lán. Á sama tíma hafa verð- tryggð lán einnig aukist, sem og verðbætur. Í svari ráðherra voru ein- göngu tölur frá bönkum og lífeyris- sjóðum en Íbúðalánasjóð og LÍN vantaði þar inn í. „Heilt á litið hafa skuldirnar lækk- að um 200 milljarða króna síðan þær náðu hámarki. Að miklu leyti má skýra það með þeim endurútreikn- ingi sem hefur átt sér stað. Önnur endurskipulagning, eins og 110% leiðin, hefur einnig haft einhver áhrif,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafs- son, hagfræðingur á hagfræði- og peningasviði Seðlabankans, um þær upplýsingar sem fram koma í svari efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann segir skýringuna á þessari þróun einnig geta verið þá að margir hafi verið að fara úr gengistryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Sambland af tvennu Þorvarður Tjörvi tók nýverið sam- an skýrslu, ásamt Karen Á. Vignis- dóttur hagfræðingi, um skuldastöðu heimilanna fyrir og eftir hrun. Hún sýndi m.a. að í lok árs 2010 voru um 37% skuldsettra húseigenda í skuldavanda og tíundi hver var bæði í greiðslu- og skuldavanda. Í skýrsl- unni var tímabilið 2007-2010 tekið fyrir og á þeim tíma hækkuðu fast- eignaskuldir landsmanna um 75%. Þorvarður Tjörvi segir skulda- vandann vera sambland af tvennu. Í fyrsta lagi hafi orðið gríðarleg skuld- setning á árinu 2007 og fyrstu mán- uðum 2008, sérstaklega í gengis- bundnum lánum, sem hafi reynst heimilunum ansi dýrkeypt. Í öðru lagi megi skýra þróunina með þeim áföllum sem dundu yfir í kjölfarið, þ.e. bankahruninu, aukinni verð- bólgu og veikingu krónunnar. „Heimilin eru að glíma við tvenns konar vanda. Annars vegar er það greiðsluvandi, þar sem fólk hefur ekki tekjur til að standa bæði undir greiðslubyrði og lágmarksfram- færslu. Hins vegar er það skulda- vandi, þar sem fólk skuldar meira en það á. Að okkar mati er greiðslu- vandinn meira aðkallandi, hann er líklegri til að koma fólki í þrot. Verst staddir eru þeir sem bæði eru í greiðslu- og skuldavanda. Við höfum bent á að tveir hópar virðast standa uppúr hvað þetta varðar, annars veg- ar barnafjölskyldur með millitekjur og hins vegar tekjulágir einhleyping- ar. Ein leið til að koma til móts við að minnsta kosti fyrri hópinn er að beita barnabótum, sem gæti reynst barna- fjölskyldum mikil aðstoð. Þessi hóp- ur fær nær engar barnabætur í dag.“ Hann segir skuldavandann í flest- um tilvikum vera tímabundinn, þar sem fólk geti staðið undir greiðslu- byrði og beðið eftir því að húsnæð- isverð hækki og skuldir lækki. „Það er ekkert nýtt fyrir Íslendinga að vera um tíma í neikvæðri eiginfjár- stöðu,“ segir hann og bendir á að ým- islegt hafi verið gert til að koma til móts við fólk í skuldavanda, eins og með 110% leiðinni og endurreikningi lána. Þetta hafi hins vegar komið tekjuhærra fólki meira til góða en hinum tekjulægri. Óverðtryggð lán í boði hjá ÍLS í lok sumars Morgunblaðið/Ómar Fasteignir Milljarðatuga skuldir.  Hagfræðingur SÍ segir skuldir hafa lækkað - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.