Morgunblaðið - 21.04.2012, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.04.2012, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -0 9 1 5 Sætún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is Dagskrá: 13.00 Opnun GesturG.Gestsson, forstjóriAdvania 13.10 Viðskiptagreind: Fimmþrepa nálgun við stefnumótun Hinrik JósafatAtlason, Advania 13.25 Öryggi: Stafræn óværa, blekkingar og öryggisstefna SigurðurMásson, Advania 13.45 Öryggi: Upplýsingaleki er ógn Tryggvi R. Jónsson, Deloi 14.05 Kaffipása 14.25 Samfélagsmiðlar: Hagnýt ráð fyrir fyrirtæki og stofnanir BárðurÖrnGunnarsson,Hvítahúsið 14.40 Snjallsímar: App og farsímavefir semmarkaðstæki Helgi Pjetur Jóhannsson, Stokkur (leggja.is) 15.00 Viðskiptalausnir: Microso SharePoint fyrir skjöl ogsamvinnu Sigvaldi Óskar Jónsson, Advania 15.15 Viðskiptalausnir: Hámörkun árangursmeð viðskiptalausn - Reynslusaga Reynir Eiríksson,Norðlenska 15.35 Verslun og viðskipti: Framtíðarsýn í afgreiðslukerfum Hjalti G.Hjartarson, Advania 15.50 Kaffipása 16.10 Veflausnir: Nýjungar í netverslun og rafrænumviðskiptum SigrúnEvaÁrmannsdóir, Advania 16.30 Veflausnir: Spennandi stefnur og straumar í hönnun og viðmóti JónatanGerlach, Skapalón 16.50 Lokaorð GarðarMárBirgisson, Advania 17.00 Lé arveitingar Þátaka er gestumaðkostnaðarlausu. Skráningognánari upplýsingar á www.advania.is. Vorráðstefna Advania á Akureyri Hin árlega vorráðstefna Advania verður haldin íMenningarhúsinuHofi áAkureyri föstudaginn 27. apríl og er öllum opin ámeðan húsrúm leyfir. Á dagskrá eru 10 áhugaverðir fyrirlestrar þar sem áhersla er lögð á gagnlegan fróðleik um nýjustu strauma og stefnur í upplýsingatækni fyrir atvinnulífið. Ráðstefnunni lýkur með léum veitingum, ljúfum tónum og notalegum félagsskap. Bóndinn í Belgsholti í Melasveit er vel á veg kominn með endurreisn vindrafstöðvarinnar sem skemmd- ist í lok nóvember. Haraldur Magn- ússon nýtir þá reynslu sem hann hefur safnað við uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og aðlagar hana að íslenskum aðstæðum. Vindrafstöðin var sett upp síðast- liðið vor og var fyrsta vindrafstöðin sem tengd var við raforkukerfi landsins. Hún sparaði eiganda sín- um orkukaup og skapaði smá tekjur þar til bilun sem kom upp í lok september varð henni að falli. Sama dag var Haraldur byrjaður að undirbúa endurreisn. Hann hef- ur keypt nauðsynlega varahluti, gert við mastrið og er að láta smíða fyrir sig nýja spaða á Akureyri og hanna nýjan hugbúnað. Fyrirtækið sem framleiddi stöð- ina varð gjaldþrota áður en bilunin varð þannig að Haraldur gat ekki gert það ábyrgt fyrir tjóni sínu. helgi@mbl.is Undirbýr endurreisn vindmyllu  Aðlöguð að ís- lenskum aðstæðum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mylla Sterkari íslenskir spaðar verða settir á vindrafstöðina. Færst hefur í vöxt að ökumenn nýti sér vefmyndavélar Vegagerðarinnar áður en haldið er út á þjóðvegina. Beinar útsendingar frá 80 vefmynda- vélum á vegum landsins er nú að finna á vefsíðu stofnunarinnar, og munu tuttugu bætast við á árinu. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, hafa umræddar myndavélar reynst vel í daglegum rekstri stofnunarinnar en í auknum mæli er hægt að fylgjast stöðugt með ástandi vega með til- komu þeirra. Umtalsverð hagræðing hefur einnig hlotist af þessum beinu útsendingum en mikill akstur sparast auk þess sem myndirnar nýtast víða. Vefmyndavélarnar þola íslenskar að- stæður einkar vel og geta staðið af sér dágóðar hviður. Er vélunum stillt þannig upp að ávallt eru þrjár áttir á hverjum stað sýndar, þ.e. beint niður á vegi og til beggja átta. Útsendingar myndavélanna nýtast ekki einungis starfsfólki Vegagerðar- innar og ökumönnum til að kanna færð og ástand vega heldur hefur einnig hefur borið á að flugmenn nýti sér þær til að kanna aðstæður til sjón- flugs. Þá hafa myndavélarnar einnig nýst lögreglunni sem a.m.k. einu sinni hefur haft uppi á ökumanni sem sat fastur í bíl sínum í byl á Öxnadalsheiði en vissi ekki hvar nákvæmlega. Út- sendingarnar má nálgast á www.vegagerd.is. gunnhildur@mbl.is Útsending af vegum landsins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vefmyndavélar Vegagerðin er nú með 80 vefmyndavélar úti á vegum.  Góð reynsla af vefmyndavélum hjá Vegagerðinni  Átta- tíu vefmyndavélar úti á þjóðvegunum og fleiri á leiðinni Skráning er hafin í Vinnuskóla Reykjavíkur. Bú- ist er við að um það bil 1.800 nem- endur skrái sig til starfa í Vinnu- skóla. Foreldrar nemenda sjá um skráninguna í gegnum Rafræna Reykjavík líkt og í fyrra. Skráningarfrestur er til föstu- dagsins 18. maí. Öllum nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík býðst starf hjá Vinnuskólanum. Nemendur í 8. bekk eiga ekki kost á starfi í sumar. Vinnutímabilin verða tvö, þrjár vikur í senn. Reynt verður að koma til móts við óskir flestra um val á tímabili, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skráning er hafin í Vinnu- skólann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.