Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 27
FRÉTTIR 27Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012
GJÖRIÐ SVO VEL!HÁDEGISMATUR TIL FYRIRTÆKJA
HAFÐU SAMBAND
OG FÁÐU TILBOÐ!
HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is
HEITT OG KALT býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu
heimsendingu á hollum og kjarngóðum hádegismat.
Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is
Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í
dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims.
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Vatnsbúskapur Landsvirkjunar er
óvenjugóður á þessum tíma árs. Oft-
ar en ekki er eðlilegt að lónin fyllist
og fari jafnvel á yfirfall seinni part
sumars. Í ár verður það þó fyrr, ef
taka á mið af stöðunni í gær.
Vatnshæð Þórisvatns og Hálslóns
var í gær, nokkru áður en vorleys-
ingar eru orðnar að einhverju gagni,
álíka og í júlímánuði í fyrra. Vatns-
hæð Blöndulóns og Hágöngulóns var
í gær álíka og um miðjan maí í fyrra.
Ef vatnshæð lónanna er skoðuð
árin 2010 til 2012 má sjá að vatnshæð
þeirra allra er með besta móti nú.
Þannig er vatnshæð Hálslóns tæpum
20 metrum meiri 20. apríl í ár en á
sama tíma í fyrra. Vatnshæð Þóris-
vatns er tæpum 9 metrum meiri í ár
en í fyrra. Blöndulón er 5 metrum
hærra í ár og Hágöngulón 1,5 metr-
um hærra.
Miðlunarforðinn almennt betri
„Almennt séð yfir það heila þá er
miðlunarforðinn okkar mun meiri en
á sama tíma í fyrra,“ sagði Guð-
mundur Björnsson, sérfræðingur í
vinnsluáætlunum hjá Landsvirkjun,
spurður um málið í gær.
„Nú eru vorleysingarnar að byrja
og innrennslið að aukast þannig að
það má alveg búast við að það verði
snemmsumars,“ segir Guðmundur,
aðspurður hvenær búast megi við að
lón fyrirtækisins fyllist og fari á yfir-
fall í ár. Guðmundur segir að hægt sé
að stýra vel miðlun í lónum neðan
Þórisvatns, en að slíkt sé hvorki
framkvæmanlegt í Þórisvatni né í
Hágöngulóni á Sprengisandi.
Hann segir þó talsvert enn eftir í
að þau lón fari á yfirfall, þó vatns-
staðan sé góð nú í sumarbyrjun.
Guðmundur segir að aukið rennsli í
Þjórsá neðan Búrfells verði líkast til
fyrst og fremst af völdum aukins
rennslis ofar í ánni með innrennsli
inn í Sultartangalón, en síður vegna
Þórisvatns eða Hágöngulóns.
Vatnsbúskapurinn með besta móti
Fjögur stærstu lón Landsvirkjunar fyllast fyrr en undanfarin ár Vatnshæð Þórisvatns og Hálslóns
álíka nú og í júlí í fyrra Þórisvatn gæti farið á yfirfall snemmsumars ef vorleysingum lýkur snemma
Vatnsbúskapur Landsvirkjunar í miðlunarlónum 2010-2012
Grunnkort/Loftmyndir ehf.Vatnshæð 20. apríl hvert ár (m.y.s.) Yfirfallshæð (m.y.s.)
816
80
9,
65
80
8,
13
81
0
,5
7
Hágöngulón
2010 2011 2012
Fór á yfirfall:
2010:
28. júlí
2011:
15. júlí
Vantar:
5,43 m
579
57
2,
40
56
8,
18
57
7,
52
Þórisvatn
2010 2011 2012
Fór á yfirfall:
2010:
6. ágúst
2011:
30. júlí
Vantar:
1,48 m
478
47
3,
84
47
0
,0
0
47
5,
57
Blöndulón
2010 2011 2012
Fór á yfirfall:
2010:
9. ágúst
2011:
6. ágúst
Vantar:
2,43 m
625
59
5,
52
58
6,
53
60
6,
13
Hálslón
2010 2011 2012
Fór á yfirfall:
2010:
27. júlí
2011:
13. sept.
Vantar:
18,87 m
Vatnshæð Þórisvatns, sem er
helsta miðlunarforðabúr fyrir
fimm virkjanir fyrirtækisins á
vatnasviði Þjórsár og Tungnaár,
vekur sérstaka athygli.
Vatnshæðin um miðjan júlí
2011 var um 577,5 metrar og
yfirfall vatnsins er á 579 metr-
um. Frá 14. júlí 2011 tók ein-
ungis 16 daga fyrir lónið að fyll-
ast og fara á yfirfall, 30. júlí.
Nú eru vorleysingar að fara á
fullt á svæðinu og mun því tals-
vert bætast af vatni í lónið í maí
og svo enn meira þegar sól
hækkar á lofti og jöklarnir byrja
að bráðna. Það má þannig leiða
líkur að því að Þórisvatn fari á
yfirfall nokkuð fyrr í sumar en í
fyrra, nema þó hugsanlega ef
tíð í maí verður köld og leys-
ingar hægar.
Ef hin þrjú lónin eru skoðuð
þá var staða Hágöngulóns sú
sama 18. maí í fyrra og tók lónið
2 mánuði að fara á yfirfall.
Blöndulón var á sama stað 11.
maí í fyrra og fylltist á 3 mán-
uðum og Hálslón var á sama
stað 31. júlí í fyrra og fylltist á
einum og hálfum mánuði.
Fylltist í fyrra
á 16 dögum
ÞÓRISVATN EINS OG Í JÚLÍ