Morgunblaðið - 21.04.2012, Page 29

Morgunblaðið - 21.04.2012, Page 29
FRÉTTIR 29Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Marel gekk nýlega frá stærstu sölu fyrirtækisins í fiskiðnaði með samn- ingum við fiskframleiðanda í norð- austurhluta Kína. Um er að ræða nýja flæðilínu fyrir hvítfisk sem verður sérstaklega sniðin að þörfum kínverskra fiskframleiðenda. Flæði- línan er meðal þess hátæknibúnaðar sem Marel sýnir á sjávarútvegssýn- ingunni í Brussel í næstu viku. Fjár- hæð samningsins samsvarar 1-2% af ársveltu Marel. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Marel. Þar kemur fram að aðstæður á vinnumarkaði og hækkandi fram- leiðslukostnaður í Kína hafi skapað aukna þörf fyrir sjálfvirkni í verk- smiðjum þar í landi. Vöruframboð og lausnir Marel auki framleiðsluhraða, hráefnisnýtingu og -meðferð í fisk- iðnaði auk þess sem Marel bjóði upp á hugbúnaðarlausnir til öflugri fram- leiðslustýringar. Auk Marel komu íslensku fyrir- tækin 3X Technology og Skaginn að verkefninu. „Þessar sérsniðnu flæðilínur voru hannaðar sérstaklega fyrir kín- verskan markað,“ er haft eftir Krist- manni Kristmannssyni, söluráðgjafa Marel. „Kínverski markaðurinn er að breytast, fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir sjálfvirkum bún- aði og tækjum í stað þess að vera með mikinn mannafla í framleiðslu. Við hjá Marel erum afskaplega ánægð með árangurinn og þær lausnir sem fyrirtækið hefur þróað í þessu samstarfi.“ Sölusamningur sem þessi er til marks um þá stefnu sem Marel hefur fylgt á alþjóðlegum markaði, að leggja enn frekari áherslu á sókn á nýmörkuðum eins og Kína þar sem vöxtur er mikill. Fiskiðnaðarsetur Marel í Qingdao mun gegna lykil- hlutverki við uppbyggingu á starf- seminni í Kína þar sem miklu skiptir að viðskiptavinir Marel hafi aðgang að þjónustu nálægt sínu starfssvæði. Stór samningur Marel  Selur nýja flæðilínu fyrir hvítfisk til Kína  Fjárhæð samningsins samsvarar 1-2% af ársveltu fyrirtækisins Morgunblaðið/Ernir Marel Viðskiptasamningurinn sem Marel hefur gert við Kínverja er mjög stór, og samsvarar um 1-2% af ársveltu fyrirtækisins. Markaðurinn getur einfaldlega orðið blindur einsog við öll í uppsveiflum.“ En þeir bentu einnig á þann gríðar- lega kostnað sem er í vörnum bank- anna og eftirlitinu sjálfu. Það hefði kostað um 238 milljarða bandaríkja- dali að bjarga breska bankakerfinu. Það er gríðarlega há tala en samt lítil í samanburði við það fjármagn sem bankar Evrópu þurfa að bæta við eig- ið fé sitt til að ná viðmiðum Basel III sem á að innleiða að fullu í Evrópu fyrir árið 2019. En samkvæmt út- reikningum eru það 1300 milljarðar dollara. Skýrslan afgerandi Samkvæmt skýrslu Greiningar- deildar Arionbanka um málið sem dreift var í lok fundarins er talið að ókostirnir séu fleiri en kostirnir við að skilja að viðskipta- og fjárfestinga- bankastarfsemi hér á landi. Í skýrsl- unni er sagt að líklega myndi það leiða til þess að aðskildir viðskipta- bankar verði litlu minni en þeir voru áður og nýir fjárfestingarbankar yrðu litlir og vanmáttugir og þetta hefði neikvæð áhrif á getu fyrirtækja til að sækja nýtt hlutafé. Auk þess myndi aðskilnaður leiða til aukins kostnaðar við miðlun fjármagns hér á landi þar- sem stærðar- og breiddarhagræði tapaðist. Í skýrslunni er bent á kosti aðskiln- aðar. Horft er til gömlu bankanna og þeirrar staðreyndar að þeir virðast hafa veitt afar slæm útlán til eignar- haldsfélaga í þeim tilgangi að búa til þóknunartekjur og styðja við gengi eigin bréfa. En aðskilnaður myndi girða fyrir að bankar sem taki við inn- lánum veiti slík lán. Á það er bent að nú þegar séu komnar laga- og reglu- gerðarbreytingar, ásamt auknu eftir- liti, sem komi í veg fyrir að bankar geti yfirleitt veitt mörg af þeim lánum sem þeir veittu á sínum tíma til eign- arhaldsfélaga. „En ef ekki yrði að að- skilnaði gæti verið nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða til að koma í veg fyrir slík útlán og þann freistni- vanda (þ.e. að léleg útlán séu veitt til að búa til þóknunartekjur) sem fylgir samrekstri viðskipta- og fjárfesting- arbankastarfsemi,“ segir í skýrslunni. Morgunblaðið/Styrmir Kári Aðskilnaður Davíð Stefánsson hjá Greiningardeild Arionbanka og Hösk- uldur H. Ólafsson bankastjóri sitja hér fremstir á meðal áheyrenda á vel sóttum fundi í Arionbanka í gærmorgun. Frumkvöðull og fræðimaður Boðað er til málþings í tilefni 250 ára fæðingar- afmælis Sveins Pálssonar 24. apríl 2012 kl. 15–17 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, sal 132. Sveinn var annálaður fræðimaður, rithöfundur, læknir og ferðagarpur sem var frumkvöðull í rannsóknum á náttúru landsins og þá sérstak- lega jöklunum. Hann er talinn meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, og var dagur umhverfisins því tileinkaður honum. Aðgangur er ókeypis. SVEINN PÁLSSON DAGSKRÁ Ávarp umhverfisráðherra Upplýsingarmaðurinn Sveinn Pálsson • Steinunn Inga Óttarsdóttir Læknirinn Sveinn Pálsson • Ólafur Jónsson Náttúrufræðingurinn Sveinn Pálsson • Oddur Sigurðsson Jöklafræðingurinn Sveinn Pálsson • Helgi Björnsson Landkönnuðurinn Sveinn Pálsson • Sveinn Runólfsson Fundarstjóri er Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps P O K A H O R N IÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.