Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Marel gekk nýlega frá stærstu sölu fyrirtækisins í fiskiðnaði með samn- ingum við fiskframleiðanda í norð- austurhluta Kína. Um er að ræða nýja flæðilínu fyrir hvítfisk sem verður sérstaklega sniðin að þörfum kínverskra fiskframleiðenda. Flæði- línan er meðal þess hátæknibúnaðar sem Marel sýnir á sjávarútvegssýn- ingunni í Brussel í næstu viku. Fjár- hæð samningsins samsvarar 1-2% af ársveltu Marel. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Marel. Þar kemur fram að aðstæður á vinnumarkaði og hækkandi fram- leiðslukostnaður í Kína hafi skapað aukna þörf fyrir sjálfvirkni í verk- smiðjum þar í landi. Vöruframboð og lausnir Marel auki framleiðsluhraða, hráefnisnýtingu og -meðferð í fisk- iðnaði auk þess sem Marel bjóði upp á hugbúnaðarlausnir til öflugri fram- leiðslustýringar. Auk Marel komu íslensku fyrir- tækin 3X Technology og Skaginn að verkefninu. „Þessar sérsniðnu flæðilínur voru hannaðar sérstaklega fyrir kín- verskan markað,“ er haft eftir Krist- manni Kristmannssyni, söluráðgjafa Marel. „Kínverski markaðurinn er að breytast, fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir sjálfvirkum bún- aði og tækjum í stað þess að vera með mikinn mannafla í framleiðslu. Við hjá Marel erum afskaplega ánægð með árangurinn og þær lausnir sem fyrirtækið hefur þróað í þessu samstarfi.“ Sölusamningur sem þessi er til marks um þá stefnu sem Marel hefur fylgt á alþjóðlegum markaði, að leggja enn frekari áherslu á sókn á nýmörkuðum eins og Kína þar sem vöxtur er mikill. Fiskiðnaðarsetur Marel í Qingdao mun gegna lykil- hlutverki við uppbyggingu á starf- seminni í Kína þar sem miklu skiptir að viðskiptavinir Marel hafi aðgang að þjónustu nálægt sínu starfssvæði. Stór samningur Marel  Selur nýja flæðilínu fyrir hvítfisk til Kína  Fjárhæð samningsins samsvarar 1-2% af ársveltu fyrirtækisins Morgunblaðið/Ernir Marel Viðskiptasamningurinn sem Marel hefur gert við Kínverja er mjög stór, og samsvarar um 1-2% af ársveltu fyrirtækisins. Markaðurinn getur einfaldlega orðið blindur einsog við öll í uppsveiflum.“ En þeir bentu einnig á þann gríðar- lega kostnað sem er í vörnum bank- anna og eftirlitinu sjálfu. Það hefði kostað um 238 milljarða bandaríkja- dali að bjarga breska bankakerfinu. Það er gríðarlega há tala en samt lítil í samanburði við það fjármagn sem bankar Evrópu þurfa að bæta við eig- ið fé sitt til að ná viðmiðum Basel III sem á að innleiða að fullu í Evrópu fyrir árið 2019. En samkvæmt út- reikningum eru það 1300 milljarðar dollara. Skýrslan afgerandi Samkvæmt skýrslu Greiningar- deildar Arionbanka um málið sem dreift var í lok fundarins er talið að ókostirnir séu fleiri en kostirnir við að skilja að viðskipta- og fjárfestinga- bankastarfsemi hér á landi. Í skýrsl- unni er sagt að líklega myndi það leiða til þess að aðskildir viðskipta- bankar verði litlu minni en þeir voru áður og nýir fjárfestingarbankar yrðu litlir og vanmáttugir og þetta hefði neikvæð áhrif á getu fyrirtækja til að sækja nýtt hlutafé. Auk þess myndi aðskilnaður leiða til aukins kostnaðar við miðlun fjármagns hér á landi þar- sem stærðar- og breiddarhagræði tapaðist. Í skýrslunni er bent á kosti aðskiln- aðar. Horft er til gömlu bankanna og þeirrar staðreyndar að þeir virðast hafa veitt afar slæm útlán til eignar- haldsfélaga í þeim tilgangi að búa til þóknunartekjur og styðja við gengi eigin bréfa. En aðskilnaður myndi girða fyrir að bankar sem taki við inn- lánum veiti slík lán. Á það er bent að nú þegar séu komnar laga- og reglu- gerðarbreytingar, ásamt auknu eftir- liti, sem komi í veg fyrir að bankar geti yfirleitt veitt mörg af þeim lánum sem þeir veittu á sínum tíma til eign- arhaldsfélaga. „En ef ekki yrði að að- skilnaði gæti verið nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða til að koma í veg fyrir slík útlán og þann freistni- vanda (þ.e. að léleg útlán séu veitt til að búa til þóknunartekjur) sem fylgir samrekstri viðskipta- og fjárfesting- arbankastarfsemi,“ segir í skýrslunni. Morgunblaðið/Styrmir Kári Aðskilnaður Davíð Stefánsson hjá Greiningardeild Arionbanka og Hösk- uldur H. Ólafsson bankastjóri sitja hér fremstir á meðal áheyrenda á vel sóttum fundi í Arionbanka í gærmorgun. Frumkvöðull og fræðimaður Boðað er til málþings í tilefni 250 ára fæðingar- afmælis Sveins Pálssonar 24. apríl 2012 kl. 15–17 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, sal 132. Sveinn var annálaður fræðimaður, rithöfundur, læknir og ferðagarpur sem var frumkvöðull í rannsóknum á náttúru landsins og þá sérstak- lega jöklunum. Hann er talinn meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, og var dagur umhverfisins því tileinkaður honum. Aðgangur er ókeypis. SVEINN PÁLSSON DAGSKRÁ Ávarp umhverfisráðherra Upplýsingarmaðurinn Sveinn Pálsson • Steinunn Inga Óttarsdóttir Læknirinn Sveinn Pálsson • Ólafur Jónsson Náttúrufræðingurinn Sveinn Pálsson • Oddur Sigurðsson Jöklafræðingurinn Sveinn Pálsson • Helgi Björnsson Landkönnuðurinn Sveinn Pálsson • Sveinn Runólfsson Fundarstjóri er Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps P O K A H O R N IÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.