Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 33

Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Mótmælt Hópur manna stóð við Þjóðmenningarhúsið í gær í tilefni af heimsókn forsætisráðherra Kína og hvatti hann til að taka á mannréttindabrotum gegn iðkendum Falun Gong í Kína. Árni Sæberg Nú eru rétt um tíu vikur þar til íslenska þjóðin velur sér forseta til næstu fjögurra ára. Ég lýsti því yfir 4. apríl síðastliðinn að ég hygð- ist sækjast eftir kjöri í embættið. Það er mín skoðun að við stöndum á tímamót- um. Í haust verða fjögur ár frá því að þáverandi forsætisráðherra bað Guð að blessa þjóðina. Þá var ljóst að stærstu fjár- málastofnanir landsins voru gjald- þrota eða á barmi þess og miklir óvissutímar framundan. Síðan höfum við reynt að skýra og skilja hvernig og hvers vegna þetta gerðist og komast að því hverjir beri ábyrgð á því. Stöðugar fréttir af því sem gerðist bak við tjöldin í aðdragandanum sem og uppgjörið sjálft hafa vakið reiði sem kraumar í þjóðarsálinni. En stöð- ug og langvarandi reiði er lýjandi og niðurbrjótandi. Mitt í þessu virðist hafa gleymst hvaða möguleikar felast í uppbyggingunni sem fylgir óhjá- kvæmilega í kjölfar fallsins. Þar höf- um við tækifæri til að laga það sem af- laga fór og leggja nýjar áherslur. Það verður að slá nýjan tón í þá samfélags- umræðu, horfa fram á við, ekki bara í baksýnisspegilinn. Ræða um það í hreinskilni og málefnalega hvernig samfélagi við viljum lifa í og móta fyrir næstu kynslóðir. Mikilvægasta verk- efni okkar núna er að skapa sátt og horfa til framtíðar. Sundurlyndið seytlar niður Vegna þess að nú hefur 26. grein stjórnarskrárinnar verið beitt þrisvar, er umræðan um hana hávær í aðdrag- anda kosninga. Ég hef sagt að komi til þess að henni þurfi að beita, muni ég ekki hika við það. Þær aðstæður skap- ast hins vegar einungis þegar Alþingi er greinilega á annarri leið en meiri- hluti þjóðarinnar. Því miður hafa vinnubrögðin á Al- þingi ekki einkennst af miklum vilja til sáttar og samkomulags. Það gildir ekki bara um það þing sem nú situr, heldur hefur þetta verið regla fremur en undantekning um langt árabil. Það er von mín og ósk að ráðamenn þjóðarinnar beri í nánustu framtíð gæfu til þess að tileinka sér bæði orðræðu og vinnubrögð sem byggist á víðtækara sam- komulagi en sem nemur rétt rúmum meirihluta. Samkvæmt könnunum nýtur Alþingi trausts 10% landsmanna. Fyrir ríki sem státar af því að eiga elsta starfandi þing í heimi þá er það ekki viðunandi. Sundurlyndið og átökin hafa einnig áhrif út í samfélagið, þar sem þykir orðið sjálfsagt að tala og rita af mikilli óvirðingu um eina mikilvægustu stoð samfélagsins. Með þessu er ekki átt við að það eigi að sópa öllum ágreiningi til hliðar og fulltrúar ólíkra flokka á Alþingi geti ekki tekist á um málefni. Öðru nær. Það skiptir hins vegar miklu hvernig það er gert og hvort þeir vilji raun- verulega ná sátt um stór og mikil deiluefni sem líkleg eru til að kljúfa þjóðina. Lýðræði er ferli siðmennt- aðra og frjálsra þjóða til að ná sameig- inlegri niðurstöðu í ágreiningsmálum. Ekki er boðlegt til lengdar að stór og mikilvæg mál séu knúin í gegnum þingið með minnsta mögulega meiri- hluta eins og hér hefur verið lenska um árabil. Forsetinn á að vera reiðubúinn að standa með þjóð sinni og tryggja að leikreglur lýðræðisins séu virtar. Til þess þarf hann bæði að beita áhrifavaldi sínu en líka að vera reiðubúinn að beita synjunarvaldinu ef þarf. Vonandi getur slík heitstreng- ing orðið til þess að þjappa þingheimi saman svo ríkjandi meirihluti velji frekar leið samstöðu en sundrungar. Takist það, er ólíklegt að forseti þurfi að beita synjunarvaldinu. Eftir Þóru Arnórsdóttur » Forsetinn á að vera reiðubúinn að standa með þjóð sinni og tryggja að leikreglur lýðræðisins séu virtar. Þóra Arnórsdóttir Höfundur er í framboði til embættis forseta Íslands. Mikilvægt er að skapa sátt og horfa til framtíðar Áhugi Evrópusam- bandsins – ESB – á því að kynna sig meðal Íslendinga er ótvíræður. Það er búið að opna skrif- stofu í Reykjavík, Evrópustofu, sendi- nefnd ESB á Íslandi er tekin til starfa og búið er að ráða þekkt kynningarfyrirtæki, At- hygli, sem hefur mikla þekkingu á Íslendingum og íslensku þjóðlífi, til að koma boðskapnum til skila. Mikil fagmennska svífur yfir kynningarvötnum Evrópusam- bandsins enda sitja engir amlóðar við árarnar ytra og hér heima og fjármunir eru ekki af skornum skammti. Hvers vegna hefur ESB áhuga á Íslandi? Nú er það vitað að afar margir eru andsnúnir aðild ESB, og hefur sú andstaða frekar vaxið en hitt. Andstæðingar aðildar hafa sýnt fram á það með haldbærum rök- um að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að gerast aðili að Evrópu- sambandinu í bráð og lengd. En áhugi sambandsins á Íslandi er aftur á móti allrar athygli verður. Í því sambandi er rétt að minna á auðug fiskimið í íslensku fiskveiði- lögsögunni, hreint vatn og aðgengi og siglingarleiðir á Norðurslóðum. Afurðasölufyrirtæki fara illa út úr aðild Vandaðar úttektir hafa verið gerðar á áhrifum aðildar á ís- lenskan landbúnað. Þetta eru svartar skýrslur og niðurstöð- urnar hrollvekjandi. Þær sem lengst ganga lýsa algjöru hruni ís- lensks landbúnaðar í núverandi mynd og til þess að afar erfiðir tímar blasi við íslenskum landbún- aði eftir aðild. Sérstaklega má gera ráð fyrir að afurðasölufyr- irtæki fari illa út úr aðild og störf tengd landbúnaði í úrvinnslu muni eiga mjög undir högg að sækja. Þá eru íslensku búfjárstofn- arnir, sem Íslendingar hafa nýtt og verndað frá landnámi, í veru- legri hættu, m.a. vegna skýlausrar kröfu ESB um innflutning á lif- andi dýrum. Þúsundir starfa eru í hættu Bændasamtök Íslands hafa svo sannarlega staðið vaktina í barátt- unni gegn aðild, en ein geta þau ekki til lengdar haldið uppi vörn- um gegn ofureflinu. Haraldur Benediktsson, formaður Bænda- samtaka Íslands, sagði í ræðu við setningu Búnaðarþings 2012, að um tólf þúsund störf væru með beinum hætti tengd landbúnaði – en líklega væru störfin um fimm- tán þúsund og veltan 130 millj- arðar á ári. Framkvæmdastjórar afurða- sölufyrirtækja og stjórnarmenn þeirra verða að bíta í skjaldarr- endur og gera sínu fólki grein fyr- ir framtíðinni: að veruleg hætta vofir yfir íslensku atvinnulífi – þeirra eigin fyrirtækjum – ef fram heldur sem horfir. Þeir sem stýra afurðasölufyrirtækjunum vita hvað mun gerast ef ESB-aðild verður að veruleika og þeir eiga að gera starfsmönnum grein fyrir líklegri framtíð. Minnumst þess að stærstu fyrirtækin í matvælafram- leiðslu eru í Reykjavik, á Ak- ureyri, Selfossi og Sauðárkróki svo nokkrir staðir séu nefndir. Ný upplýsingaþjónusta Greinarhöfundar hvetja þá, sem ættu að vera fremstir í flokki við að upplýsa umbjóðendur sína um áhrif aðildar að Evrópusamband- inu, til að taka nú á stóra sínum meðan enn er tækifæri til þess. Bændur og fulltrúar þeirra í fyr- irtækjum og stofnunum þurfa einnig að láta í sér heyra í ræðu og riti, í fjölmiðlum og í net- heimum. Hér er lagt til að ígildi Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins verði sett á fót án tafar. Fyrir þá sem ekki muna þá var eitt sinn til samvinnuverkefni sem hét þessu nafni. Að starfseminni komu margir aðilar sem áttu sterk tengsl við landbúnaðinn og höfðu beina eða óbeina hagsmuni af því að íslenskur landbúnaður blómstr- aði um allt land. Samvinna við sjávarútveg? Sjávarútvegurinn hefur einnig átt undir högg að sækja í um- ræðunni að undanförnu. Sjómenn og útgerðarmenn hafa mátt sín lítils gegn markvissum áróðri úr ýmsum áttum. Við veltum því upp hvort hægt væri að útvíkka hug- myndina að stofnun upplýs- ingaþjónustu þannig að hún þjóni bæði sjávarútvegi og landbúnaði, þessum tveimur frumatvinnu- greinum þjóðarinnar. Hagsmunir þessara atvinnuvega, þúsunda Ís- lendinga og þjóðarinnar allrar í bráð og lengd eru í því að upplýsa almenning um hvaða áhrif aðild að Evrópusambandinu hefði fyrir ís- lenska hagsmuni. Við skorum hér með á bændur, fyrirtæki og félög þeirra og starfsfólk að taka til varna og skapa mótvægi við það öfluga kynningarstarf sem Evrópusam- bandið og aðildarsinnar hafa uppi í skjóli aðstöðu sinnar og of- gnóttar fjármagns – áður en það er um seinan. Við skorum jafn- framt á þá sem ráða ríkjum innan sjávarútvegsins að taka höndum saman við íslenska bændur og fyr- irtæki sem vinna úr íslenskum af- urðum. Fæðuöryggi þjóðarinnar er í húfi, hvorki meira né minna. Sameinaðir geta þessir atvinnu- vegir náð eyrum þjóðarinnar núna þegar á reynir sem aldrei fyrr. Eftir Jón Baldur Lorange og Áskel Þórisson » Vandaðar úttektir hafa verið gerðar á áhrifum aðildar á ís- lenskan landbúnað. Þetta eru svartar skýrslur og niðurstöð- urnar hrollvekjandi. Jón Baldur Lorange Jón Baldur Lorange er stjórnmála- fræðingur. Áskell Þórisson er blaðamaður. Upplýsingaþjónusta íslensks sjávarútvegs og landbúnaðar Áskell Þórisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.