Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Fermingargjöfin hennar og hans Fæst í flestum raftækjaverslunum um land allt Act Heildverslun - Dalvegi 16b - 201 Kópavogur 577 2150 - avon@avon.is S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS SAGAN SEGIR SITT Þónokkur ár hafa liðið síðan ungir sjálf- stæðismenn komu fram með það, og lögðu mikla áherslu á, að ríkisumsvif og fjöldi ríkisstarfsmanna væri orðinn slíkur að mikil þjóðhagsleg hag- kvæmni yrði af því að taka allt ríkiskerfið til athugunar í því skyni að minnka það bákn sem búið væri að byggja upp hér á landi. Undir þessa skynsamlegu sýn ungu sjálf- stæðismannanna tók fjöldi fólks úr öðrum flokkum. Síðan þetta var hefur Sjálfstæð- isflokkurinn verið lengst af með öll þau völd á Íslandi sem til þess þurfti að verða við óskum hinna ungu sjálfstæðismanna. Nú eru margir þeirra orðnir þingmenn flokksins á Alþingi. Að kröfu Jóns Baldvins var fallist á að ganga inn í EES, ella væri Jón ekki til tals um að mynda ríkisstjórn. Á það var fallist, sem varð til þess að gera gersamlega útaf við hinar skynsamlegu hugmyndir ungu sjálfstæðismannanna um báknið burt. Vegna EES hafa Íslendingar þurft að setja upp gífurlegt kerfi reglugerða og eftirlitsstofnana. Með ógæfustjórn Jóhönnu og Steingríms er enn bætt í með því að taka upp verklag í því skyni að aðlaga Ísland að regluverki ESB sem felur í sér enn meira ríkisbákn og jafnframt afsal þjóðarinnar á því að stjórna landinu í okk- ar þágu. Með inn- göngu í ESB sem starfsmenn báknsins virðast aðhyllast og Samfylkingin berst fyrir með Vinstri grænum, hálfnauð- ugum, mun báknið bókstaflega springa út og þjóðin, þingið, rík- isstarfsmenn og frjálsir atvinnu- rekendur verða ófrjálsir menn. Sú vinna sem Össur Skarphéðinsson fer í fararbroddi fyrir er að mínu áliti landráð. Þeir sem á Alþingi eru á hverjum degi að samþykkja lög og reglugerðir ESB (að sögn Össurar) eru þá einnig að fremja landráð. Sá verknaður er sagður gerður gegn núverandi stjórn- arskrá. Enn er greinilegt að meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn inngöngu í ESB. Svo ótrúlegt sem það er, þá hamast Össur enn við að koma nið- ur á Alþingi með lög og reglugerð- ir frá ESB sem svo eru sam- þykktar þar. Þegar loks kemur að því að þjóðin fái að greiða atkvæði um inngönguna, þá er kosningin aðeins ráðgefandi en ekki afger- andi. Landráðaliðið á Alþingi getur þá farið með þjóðina ósátta inn í skrímslið í Brussel og land- ráðamenn fá væntanlega feit og þægileg embætti í stjórnstöðvum ESB. Þeir sem ekki trúa á landið, gæði þess og dugnað þjóðarinnar, berjast fyrir inngöngunni í ESB. Hinir dugandi og bjartsýnu sem hafa trúna og vilja viðhalda sjálf- stæði þjóðarinnar og frelsi munu berjast gegn Brussel-valdinu. Sjálf- stæðir menn í öllum flokkum verða að standa saman gegn því óþjóð- lega liði sem hefur misst trúna á landið, þjóðina og krónuna okkar. Segjum okkur þegar í stað úr EES og Schengen og hættum þeim landráðum að daðra við ESB. Auðæfi landsins okkar eru slík að niðurlægjandi er að hafa full- trúa okkar sem Árna Þór Sigurðs- son og Össur Skarphéðinsson sem betlandi og smjaðrandi förumenn frammi fyrir skrímslinu í Brussel. Báknið burt Eftir Kristin Snæland » Þeir sem ekki trúa á landið, gæði þess og dugnað þjóðarinnar, berjast fyrir inngöng- unni í ESB. Kristinn Snæland Höfundur er rafvirkjameistari. Nám í lífeindafræði við Háskóla Íslands hófst haustið 2005 í nýrri námsbraut í líf- eindafræði innan læknadeildar. Frá árinu 1966 og fram til þess tíma hafði menntun þeirra verið í Tækniháskóla Ís- lands og Háskólanum í Reykjavík. Hvað gera lífeinda- fræðingar? Gagnstætt því sem margir halda felst starf lífeinda- fræðinga ekki fyrst og fremst í blóðtökum heldur margvíslegum mælingum og greiningum þeirra einda, efna og fruma sem manns- líkaminn er samsettur úr. Margir lífeindafræðingar koma aldrei ná- lægt blóðtökum og sjá aldrei sjúk- linga í starfi heldur einungis sýni frá sjúklingunum. Meginmarkmið námsins er að veita grunnmenntun í líf- eindafræði þannig að nemandi geti tekist á við frekara nám sem veitir réttindi til að starfa sem lífeinda- fræðingur eða æðri prófgráður eftir því hve langt er haldið. Mikilvægi náms í líf- eindafræði liggur í þekkingu sem stuðlar að öruggri greiningu, meðferð og forvörnum gegn sjúkdómum en einnig getu og þekkingu til starfa á öllum rannsóknastofum innan heilbrigð- isgeirans. Námið hefur einnig nýst vel í störfum við matvælafram- leiðslu, líftækni eða þungaiðnað. Í náminu fá nemendur tækifæri til að takast á við rannsóknir á sýnum frá mannslíkamanum sem gerðar eru á mismunandi sviðum lífeindafræðinnar, svo sem blóð- bankafræði, blóðmeinafræði, erfðafræði, klínískar lífefnafræði, klínískar lífeðlisfræði, ónæm- isfræði, sameindaerfðafræði, sýklafræði og vefjameinafræði. Námið og starfið hentar vel þeim sem hafa áhuga á lífvísindum og vilja búa sig undir að taka þátt í fjölbreytilegu starfi á flestum gerðum rannsóknastofa. Til að verða lífeindafræðingur þarf að ljúka fyrst þriggja ára grunnnámi með BS-prófi og til að öðlast starfsréttindi sem lífeinda- fræðingur þarf að bæta við sig einu ári og diplómaprófi í líf- eindafræði en það er einnig fyrra árið í meistaranámi í lífeinda- fræði. Stúdentspróf er og hefur alltaf verið krafa til þeirra nema sem hafa hug á námi í lífeindafræði og eru samkeppnispróf í lok fyrsta misseris. Á fyrsta kennslumisseri er lögð mikil áhersla á raun- greinar svo sem efnafræði, líf- efnafræði, lífeðlisfræði, líf- færafræði. Einnig er tækjafræði og lífefna- og frumulíffræði kennd á fyrsta ári. Þá er lagður grunnur að þekkingu á framsetningu vís- indalegra gagna og tölfræði. Á öðru ári og þriðja ári er meiri áhersla lögð á að dýpka þekkingu nemanna á aðferðafræði hinna ýmsu greina lífeindafræðinnar en þá eru námskeið í aðferðafræði og sjúkdómafræði klínískrar líf- efnafræði og lífeðlisfræði, blóð- meinafræði, ónæmisfræði, sýkla- fræði, líffærameinafræði, erfðafræði og sameindaerfðafræði að ógleymdri blóðbankafræði og ísótóparannsóknum. Á fyrra ári meistaranáms, sem allir þurfa að taka til að öðlast starfsréttindi, takast nemarnir á við sérhæfðari aðferðafræði og vísindarannsóknir. Þá er einnig lögð áhersla á stjórn- un og hagnýta lífupplýsingafræði. Í meistaranáminu og síðar í dokt- orsnámi geta nemendur haldið áfram að bæta þekkingu sína og hæfni í vísindarannsóknum. Í kennslu á öllum námsárum er lögð áhersla fjölbreytta kennslu- hætti með fyrirlestrum, verklegri kennslu, hóp- og einstaklingsverk- efnum. Að loknu námi halda út í atvinnulífið einstaklingar sem hafa haldgóða þekkingu sem nýtist á öllum rannsóknastofum, þekkja aðferðafræði sem nýtist við allar rannsóknir, þekkja hugmynda- fræði gæðastjórnunar og gagna- kerfa, hafa skilning á hugmyndum og aðferðafræði stjórnunar, geta framkvæmt vísindarannsóknir og gert þeim skil í ræðu og riti. Síð- ast en ekki síst: hafa skilning á nauðsyn siðfræði og góðra hátta í mannlegum samskiptum. Eftir Eddu Sóley Óskarsdóttur » Starf lífeindafræð- inga felst í margvís- legum mælingum og greiningum þeirra einda, efna og frumna sem mannslíkaminn er samsettur úr. Edda Sóley Óskarsdóttir Höfundur er lífeindafræðingur. Lífeindafræði – nám í HÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.