Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 40

Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 ✝ Camilla Sig-mundsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 5. ágúst 1917. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnun Ísa- fjarðar 14. apríl 2012. Foreldrar Ca- millu voru Fríða Jó- hannesdóttir, f. á Þingeyri 14.1. 1893, d. 2.1. 1978, og Sigmundur Jóns- son, f. á Ingjaldssandi 24.9. 1886, d. 12.12. 1974. Systkini Camillu voru 1) Inga Proppé, f. 17.12. 1912, d. 31.8. 1997, gift Edward Proppé, f. 4.3. 1911, d. 22.10. 1965, 2) Þórður, f. 13.5. 1915, d. 4.11. 1974, kvæntur Hönnu Fanneyju Proppé, f. 25.11. 1917, d. 7.11. 1980, 3) Hulda, f. 29.6. 1923, d. 23.8. 2007, gift Árna Stefánssyni, f. 23.3. 1915, d. 20.3. 1972, 4) Haraldur, f. 21.4. 1928, d. 13.10. 1993, kvæntur Halldóru Þórhallsdóttur, f. 7.7. 1934, býr í Reykjavík. Camilla giftist 20.6. 1942 Matthíasi Guðmundssyni vél- nám á saumaverkstæði í Reykja- vík. Camilla var í kirkjukórnum á Þingeyri frá unga aldri og var heiðruð fyrir áratugalangt framlag sitt til kórsins, einnig var hún félagi í Rauðakrossdeild Dýrafjarðar. Hennar aðalstarf var húsmóð- urstarfið sem var erilsamt á mannmörgu og gestkvæmu heimili, sérstaklega á árum áður þegar mikil starfsemi fylgdi vél- smiðju GJS á Þingeyri sem var fjölskyldufyrirtækið. Því starfi sinnti Camilla af mikilli alúð og myndarskap og rómuð heim að sækja. Eftir að Camilla missti mann sinn árið 1995 hélt hún ótrauð áfram endurbótum á stóru húsi þeirra hjóna sem þau höfðu haf- ið nokkrum árum áður, sem er að sönnu bæjarprýði í dag. Hún ferðaðist talsvert eftir að hún varð ekkja, heimsótti börn sín jafnan suður á land um jól og áramót og eina ferð fór hún til Kanada með syni sínum og tengdadóttur, en þar átti hún mágkonu. Síðastliðin tíu ár hefur hún búið á dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri við gott atlæti og umönnun. Útför Camillu fer fram frá Þingeyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 22. apríl 2012, og hefst athöfnin kl. 11. smið á Þingeyri, f. 16.9. 1911, d. 3.6. 1995. Foreldrar hans voru Estíva S. Björnsdóttir, hús- freyja og kaup- maður, f. 1.11. 1880, d. 31.8.1943 og Guðmundur Jón Sigurðsson vél- smiður, f. 13.9. 1884, d. 19.12. 1973. Camilla og Matt- hías bjuggu allan sinn búskap á Þingeyri. Börn þeirra eru: 1) Jónas Matthíasson, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Guðbjörgu Þorbjarnardóttur og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. 2) Gerður Matthíasdóttir, búsett á Selfossi, gift Ólafi Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn og sjö barna- börn. 3) Guðmundur Jón Matt- híasson, búsettur í Reykjavík, kvæntur Margréti Jónsdóttur og eiga þau tvo syni og þrjú barna- börn. Camilla nam hússtjórn- arfræði við Kvennaskólann í Reykjavík veturinn 1935-1936 og veturinn eftir var hún við Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Camillu Sig- mundsdóttur, með örfáum orðum. Milla, eins og hún var ætíð köll- uð, fæddist á Þingeyri og þar ól hún sinn aldur alla tíð fyrir utan vetur í hússtjórnunarskóla Kvennaskólans í Reykjavík . Síð- ustu æviárin dvaldi hún við gott atlæti á dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri. Milla var glæsileg kona og hélt reisn sinni allt fram á síð- ustu æviár. Hún var söngelsk og hafði fallega sópranrödd; söng í kirkjukór Þingeyrar frá 13 ára aldri fram á níræðisaldur. Það var gaman að hlusta á þau hjónin, Matthías að spila á orgelið, og hana að syngja með, milli þess sem hún fór fram að hræra í pott- unum, og var þá oft glatt á hjalla. Hún hafði gaman af að taka á móti gestum og hvergi fékk maður betri mat en hjá henni. Húsið á Þingeyri er stórt og glæsilegt, þar stjórnaði Milla af miklum skör- ungsskap. Hún gat verið snögg upp á lagið og lá ekki á skoðun sinni; lét mann stundum heyra það hispurslaust. Í minningunni geymum við mörg skondin og skemmtileg tilsvör frá henni. Þó svo að Milla hafi hvergi vilj- að vera annarstaðar en á Þingeyri, hafði hún gaman af að ferðast. Hún heimsótti jafnan börnin sín meðan heilsan leyfði, t.d. um jól og dvaldi þá fram eftir vetri. Hún passaði upp á að gera ekki upp á milli þeirra og dvaldi jafnt á hverj- um stað. Þannig var Milla í raun, bæði réttsýn og gjafmild. Þegar hún varð áttræð kom hún með okkur Jónasi til Vancouver í Ca- nada. Hún hafði mjög gaman af þeirri ferð og talaði oft um hana við okkur. Áður höfðu þau hjónin farið þangað í tvígang að heim- sækja systur Matthíasar. Ég er henni þakklát fyrir að lofa Matthíasi mínum að vera hjá sér nokkur sumur á Þingeyri, hann á góðar minningar frá þeim tíma. Starfsfólki Tjarnar sendi ég bestu þakkir fyrir umönnunina og Nönnu sérstakar þakkir fyrir ein- staka elskusemi við hana. Að lokum vil ég þakka Millu samfylgdina í gegnum árin. Bless- uð sé minning Camillu Sigmunds- dóttur. Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Camilla Sigmundsdóttir, tengdamóðir mín, er nú látin á 95. aldursári. Við þessi tímamót reik- ar hugurinn til baka. Mér finnst einhvern veginn að ég hafi þekkt hana alla tíð, enda var ég að hluta til alinn upp hjá móðursystrum mínum í næsta húsi við heimili Ca- millu á Þingeyri. Þegar ég var á 10. aldursári fékk ég þann starfa hjá Símstöðinni á Þingeyri að bera út skeyti og sækja fólk í síma. Þá kom stundum fyrir að fara þurfti með skeyti í Vélsmiðjuna og var mér uppálagt að afhenda skeytið annaðhvort Guðmundi eða Matt- híasi syni hans og taka kvittun til baka. Þetta var níu ára gömlum dreng nánast ofraun, því maður vissi eiginlega aldrei hvernig mað- ur hitti á þá smiðjufeðga, gátu ver- ið önnum kafnir og höfðu lítinn tíma til að sinna sendlinum frá Símstöðinni. Ég hugsaði málið og taldi að e.t.v. væri bara betra að fara með skeytin heim til Millu. Hún tók mér ljúfmannlega og skildi nákvæmlega hvað ég var að fara er ég sagði henni frá sam- skiptum mínum við forráðamenn Smiðjunnar. Þarna má segja að kynni okkar hafi hafist, kynni sem aldrei bar neinn skugga á í meira en fimm áratugi. Hennar stóra hlutverk í lífinu var að sinna húsmóðurhlutverk- inu. Hún ólst upp á myndarlegu og umsvifamiklu heimili í Sigmund- arhúsinu á Þingeyri. Þaðan kom hún með notadrjúga reynslu sem hún nýtti við mótun eigin heimilis með manni sínum og þremur börnum. Einnig voru á heimilinu í byrjun tengdaforeldrar hennar og síðan tengdafaðir í nokkra ára- tugi. Á heimilinu var öryggi, sam- vera og hlýja ríkjandi og engum duldist að þar var Camilla burðar- ásinn. Húsmóðurstarfið á heim- ilinu gat verið erilsamt. Á fyrstu árum Camillu í Estívuhúsi var ekki bara fjölskyldan sem þurfti að sinna, heldur voru lærlingar í Smiðjunni líka í fæði á heimilinu. Einnig rak Matthías iðnskóla í um tvo áratugi uppá lofti í tveimur herberjum. Dagsverk hennar gat því oft orðið nokkuð langt. Hún var með þeim fyrstu upp á morgn- ana og gat verið enn að seint á kvöldin þegar aðrir höfðu tekið á sig náðir. Hún hafði mikla ánægju af því að taka á móti gestum. Hún eldaði góðan mat og þeim sem gestrisni hennar nutu ber saman um hve gott var að koma til þeirra hjón og njóta samvista við þau. Ég heillaðist fljótt af tengda- móður minni. Það sem ég kunni best að meta í fari hennar var hreinskilnin, ósérhlífnin og um- hyggjan fyrir fjölskyldu sinni. Hún lá ekkert á skoðunum sínum, sagði hlutina tæpitungulaust og stóð fast á sínu. Hún var alla tíð í góðu sambandi við börn sín og barnabörn. Eftir að við fluttum suður á land kom oft pakki að vestan með einhverju góðgæti. Minnist ég sérstaklega hangi- kjötsins fyrir jólin og harðfisksins á þorranum. Camilla var mjög félagslynd og t.d. söng hún í kirkjukór Þingeyr- ar frá 13 ára aldri og fram undir nírætt. Hún sótti allar uppákomur í þorpinu, hjónaböll, þorraablót, tónleika o.þ.h. meðan heilsan leyfði. Tengdamóðir mín hafði marg- vísleg áhrif á mig. Ég votta henni virðingu mína og þakka fyrir vin- áttu og farsæla samfylgd í marga áratugi. Ólafur Bjarnason. Kveðja til elskulegrar tengda- móður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir hlýhug, rækt- arsemi og elska, sem þú sýndir mér og fjölskyldunni. Þín tengdadóttir, Margrét. Langri vegferð er lokið. Amma mín er látin. Þó að vitað hafi verið að hverju stefndi, er það ekkert betra. Tilfinningin er sú sama. Suma vill maður alltaf hafa hjá sér. Ég var skírð í höfuðið á henni ömmu og bjó á heimili hennar fyrstu árin. Seinna dvaldi ég á hverju sumri hjá ömmu og afa bæði við leik og störf. Á Þingeyri var gott og gaman að vera. Amma mín var einstök kona og engin lognmolla í kringum hana. Alltaf var mikið að gerast á heim- ilinu hvort sem það vorum við barnabörnin sem fengu að vera yf- ir sumartímann, eða gestir sem komu til að hitta afa í smiðjunni. Ömmu féll aldrei verk úr hendi. Seinna þegar ég stofnaði sjálf heimili voru ófáar sendingarnar sem komu að vestan með ýmsu góðgæti eins og harðfiski, sælgæti og hafrakexinu sem hún bakaði. Þannig var amma, alltaf að hugsa um aðra. Amma var trúuð kona og hafði mikið dálæti á kirkjunni á Þing- eyri og söng í kirkjukórnum í mörg ár. Ég deildi þessum áhuga á kórsöng og voru mörg símtölin á milli okkar þar sem rætt var um hina og þessa sálma og þeir jafn- vel sungnir í gegnum símann. Amma hafði góða kímnigáfu og gott dæmi um það er þegar við lét- um skíra dóttur okkar á afmæl- isdegi ömmu og hún því beðin að halda barninu undir skírn. Rétt fyrir athöfn sagði ég henni hvað barnið ætti að heita. Þá sagði hún: „Milla mín, nú hefur þú gefið mér það vald, að ef mér líkar ekki nafn- ið þá segi ég bara eitthvert annað nafn sem mér finnst fallegra.“ Svo hló hún. Nú er komið að leiðarlokum og blessuð amma hefur fengið hvíld- ina. Ég efast ekki um það, að afi hefur tekið fagnandi á móti henni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sólin til fjalla fljótt fer að sjóndeildarhring. Tekur að nálgast nótt, neyðin er allt um kring Camilla Sigmundsdóttir Kveðja frá Tollvarðafélagi Íslands Fyrir hönd Tollvarðafélags Íslands vil ég minnast félaga okkar til margra ára, Ævars Karls Ólafssonar. Árið 1975 gekk Ævar í Tollvarðafélag Ís- lands og hóf störf sem tollvörður á Akureyri. Þar starfaði hann þar til hann fluttist búferlum til Reykjavíkur 1988 og hóf störf við tollgæsluna í Reykjavík. Starfsferill Ævars í tollgæslunni var farsæll, hann var eftirtekt- arsamur og tók eftir hlutum sem aðrir tóku ekki eftir. Það kom Ævar Karl Ólafsson ✝ Ævar KarlÓlafsson fædd- ist í Innbænum á Akureyri 23. sept- ember 1940. Hann lést 3. apríl 2012. Útför Ævars Karls fór fram 13. apríl 2012. sér því vel að hafa mann eins og hann í tollgæslunni. Ævar var mikið snyrti- menni og gætti þess að allir hlutir væru í röð og reglu, allt var snyrtilegt í kringum hann. Hann bar virðingu fyrir einkennisbún- ingi sínum og var ætíð vel til fara. Ævar var stoltur af sínum heimahögum og var óþreytandi að kynna fyrir okkur á suðvest- urhorninu góðmeti að norðan eins og magál og Bragakaffi. En í huga Ævars var ekkert sem gat kallast kaffi nema að það væri Bragakaffi. Fyrir hönd Tollvarðafélags Íslands sendi ég aðstandendum Ævars dýpstu samúðarkveðjur en minning um traustan og góð- an vinnufélaga lifir. Ársæll Ársælsson, formaður TFÍ. ✝ Elskuleg tengdamóðir og amma, SIGURLAUG BJÖRG ALBERTSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 17. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 25. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Eirar. Gréta Gunnarsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Hólmgeir Baldursson, Kristjana Sif Bjarnadóttir, Steingrímur S. Ólafsson, Arnar Bjarnason, Rakel Halldórsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang- afi og langalangafi, GUNNAR ÁGÚST INGVARSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 12. apríl. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 24. apríl kl. 13.00. Jakob Már Gunnarsson, Iðunn, Anna Valgarðsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Guðrún Katrín Árnadóttir, Oddur Már Gunnarsson, Kristjana Kjartansdóttir, Gunnar Ragnar Gunnarsson, Hafdís Snót Valdimarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, áður Fannborg 8, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 16. apríl. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Haukur Högnason, Hildur Högnadóttir, Hildigunnur Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐBJÖRG GUNNLAUGSDÓTTIR frá Efri-Harrastöðum, Skagaströnd, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi, lést á Landspítala Landakoti miðvikudaginn 18. apríl. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi föstudaginn 27. apríl kl. 15.00. Bergdís Ósk Sigmarsdóttir, Davíð Wallace Jack, Gunnlaugur G. Sigmarsson, Steinunn F. Friðriksdóttir, Sigurþór Heimir Sigmarsson, Þjóðbjörg H. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis í Þverholti 9a, Mosfellsbæ, lést fimmtudaginn 19. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Pétur Jökull Hákonarson, Kolbrún Kristín Ólafsdóttir, Högni Jökull Gunnarsson, Marta Halldórsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Hákon Pétursson, Halla Fróðadóttir, Guðmar Þór Pétursson, Linda Rún Pétursdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.