Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert næmur á líðan annarra og veist hvað er viðeigandi að segja og hvað ekki. Og mundu að þótt allt virki ekki nú get- ur það gerst síðar. 20. apríl - 20. maí  Naut Að leita af ást er þér eðlislægt, en einkalífið gæti núna haft gott af meðvitaðri aðgerðum. Samningur er í húfi hjá ein- hverjum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Stund- um gerast hlutirnir þegar maður á síst von á þeim. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu þess að ofmetnast ekki nú þegar allir vilja hrósa þér fyrir árangur þinn í starfi. Bjóddu fólki í heimsókn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ykkur býðst einstakt tækifæri sem freistar ykkar svo þið skuluð leggja ykkur alla fram um að grípa það. Farðu varlega í inn- kaupum í dag og gættu þess að kaupa engan óþarfa. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að ljúka því verkefni sem þér hefur ver- ið falið. Ekki reyna að stjórna því sem lætur ekki að stjórn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Notaðu hvert tækifæri sem þú færð til þess að tjá þig í rituðu máli. Vilji er allt sem þarf og hálfnað er verk þá hafið er. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dagurinn í dag er kjörinn til að takast á við gamalt vandamál sem þér hefur ekki tekist að leysa. Við finnum öll fyrir því að vera bundin því sem við eigum þótt í raun sé það órökrétt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sköpunarmáttur þinn er mikill. Sýndu dugnað og samviskusemi í starfi og þá er allt í lagi að slá á létta strengi þegar við á. Leyfðu rómantíkinni að blómstra í lífi þínu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú færð tækifæri til að aðstoða einhvern í fjölskyldu þinni. Stundum gerum við okkur ekki grein fyrir ótta okkar fyrr en hann er horfinn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma gjörðir þess. Ekki stinga vandamálum undir stól því þau hverfa ekki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Eyddu ekki tímanum í bið eftir aðstoð annarra heldur notaðu eigin hæfileika til þess að ganga frá málunum. Hafðu ekki áhyggjur af tímanum, það liggur ekki svo á. Mér varð á í messunni, þegar égfjallaði um skírnarsálminn „Ó, blíði Jesús blessa þú“ á miðvikudag. Í sálmabókinni er hann sagður eftir Ólaf Guðmundsson og Valdimar Briem og gekk ég út frá því að fyrsta erindið væri eftir Ólaf, en var of fljótur á mér. Valdimar orti sálm- inn eins og hann stendur í sálmabók- inni. Ég fór í smiðju til Kristjáns Vals Ingólfssonar vígslubiskups í Skálholti og Einars Sigurbjörns- sonar prófessors og er þeim þakk- látur fyrir hversu vel þeir brugðust við. Ég tek upp eftir Kristjáni Val: „Skírnarsálmurinn í gerð Valdi- mars Briem birtist í sálmabókinni 1886. Í þeirri útgáfu var höfunda ekki getið við hvern sálm eins og síð- ar varð, en í yfirliti kemur fram að sálmurinn er merktur með x sem táknar annaðhvort að hann sé sam- inn upp úr öðrum sálmi eða þýddur. Þannig vildi Valdimar að hann birt- ist, hann var jú sjálfur í nefndinni. Hvergi er getið um það í þessari bók hvað sá sálmur hét sem umortur var og gildir það eins um þennan. Næsta sálmabókarútgáfa var 1945. Þar túlkaði nefndin x-ið við skírnarsálminn sem svo að Valdimar hefði þýtt hann, en vissi ekki hvað- an, og þess vegna stendur þar frum- sálmur óþekktur. Það var svo séra Sigurjón Guð- jónsson í Saurbæ, helsti sálma- sérfræðingur 20. aldar, sem gerði grein fyrir uppruna sálmsins í rann- sóknum sínum á sálmasögu og tengslunum við séra Ólaf í Sauða- nesi. Hefur því beggja höfunda verið getið síðan í 4. prentun þeirrar bók- ar 1965 og í öllum sálmabókum síð- an.“ Sálmur Ólafs var sex erindi og birtist í Sálmabók Guðbrands 1589, og síðan í öllum sálmabókum og Gröllurum á 17. og 18 öld, þangað til Magnús Stephensen breytti honum í Leirgerði 1801. Hann vildi ekki hafa „engla“ í öðru versi hér fyrir neðan og setti í staðinn: „Ætíð hlíf því með aðstoð þín“. Og síðan hefur hann í lokaversinu, – „og er þá farinn að nálgast Valdimar“: Og lifi svo í heimi hér að himneska fái dýrð með þér. Þrjú síðustu erindi Ólafs, sem Valdimar umorti, eru svona í Grall- aranum; Þetta barn þér befalað sé blíði Jesú vor lausnari, í þína kristni það innleið þyrm og frelsa frá allri neyð. Ætíð hlíf því með englum þín frá ólukku slys og pín. Með þinni ást og mildri náð miskunna því og blessa það. Veit því með aldri vöxt og spekt að verði hlýðið þér og þekkt. Og lifi hér heilaglega hjá þér síðar ævinlega. Amen. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af séra Valdimar og séra Ólafi Víkverji umgengst duglegt fólksem hefur verið svo heppið að lenda ekki í alvarlegum veikindum né atvinnumissi. Það er mikil lukka. En stundum verður þessi lukka til þess að sumir þeirra horfa til at- vinnubóta og sjúkratrygginga með tortryggnum augum. Allir eru sam- mála um tilvist slíks kerfis. En þeg- ar fregnir berast af því að einhverjir séu að misnota kerfið til að svíkja út úr því fé verður fólk skiljanlega fúlt. Það bölsótast og stundum kemur það með yfirlýsingar sem dæma allt fólkið á slíkum bótum sem lið sem ætti að fá sér vinnu og gera eitthvert gagn. Þetta er þó mikill minnihluti enda gera flestir sér grein fyrir því að sá litli huti ræfla sem svíkja fé út úr sjóðunum á ekki að vera notaður sem réttlæting til þess að afnema þetta tryggingakerfi sem hjálpar fólki í gegnum erfiða tíma. x x x Á hinn bóginn þekkir Víkverji líkafólk sem tengist ekki við- skiptum, starfar í opinbera geir- anum, í listum eða öðrum geirum samfélagsins, en það hefur horft upp á fréttaflutning af því hvernig sumir menn í viðskiptalífinu sýndu glæp- samlega hegðun í uppsveiflunni. Þar sem örfáir gerðust sekir um svik og pretti og enn fleiri dönsuðu á gráu svæði sem var á mörkum þess sem telst siðferðislega viðurkvæmilegt. Frá þessum félögum Víkverja heyrir hann svipað raus um þetta lið í við- skiptum eins og þeir væru allir glæpamenn af því að einhverjir í uppsveiflunni reyndust vera glæp- samlegir. Þeir gleðjast í hvert sinn sem menn úr viðskiptalífinu eru settir í járn og trúa öllu illu sem um þá er sagt, sama hversu lélegur fjöl- miðill flytur fréttirnar eða heimild- irnar eru slakar. x x x Víkverji myndi verða mjög glaðuref fólk myndi minnka aðeins til- hneigingu sína til að dæma heila stétt sem glæpamenn af því að ein- hverjir innan hennar hafi reynst vera það. Það eru glæpamenn innan allra stétta landsins. En meirihluti fólks innan þeirra er afbragðsmenn sem eiga ekkert nema gott skilið. Víkverji Orð dagsins: Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. (1Pt. 1, 6.) G re tt ir H ró lfu r hr æ ði le gi G æ sa m am m a o g G rí m ur F er di n an d ÞAÐ ER KOMIN HELGI... NÚNA GETUR ÞÚ SLAKAÐ Á S m áf ól k ÉG SKAL REYNA, EN BARA Í ÞETTA EINA SINN „Á JÓLA- DAGINN FYRSTA... ...HANN JÓNAS FÆRÐI MÉR... ...EINN TALANDI PÁFUGL Á GREIN” SVONA NÚ, Á FÆTUR MEÐ ÞIG! SVONA NÚ, FARÐU OG LEYFÐU HÚSBÓNDANUM Á HEIMILINU AÐ SOFA AÐEINS LENGUR EF HÚSBÓNDI HEIMILISINS ER EKKI KOMINN Á LAPPIR EFTIR 30 SEKÚNDUR, ÞÁ FÆR HANN ENGAN MORGUNMAT! *ANDVARP* MEIRA AÐ SEGJA HÚSBÓNDAR ÞURFA AÐ BORÐA ER ALLT Í LAGI HEIMA FYRIR? ÞÚ VIRÐIST VERA EITTHVAÐ LÍTILL Í ÞÉR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.