Morgunblaðið - 21.04.2012, Page 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012
DAGSKRÁ www.myndlistaskolinn.is
OPIÐ HÚS og VORSÝNING
Sunnudaginn 22. apríl kl.12-18
í MYNDLISTASKÓLANUM Í REYKJAVÍK, Hringbraut 121
• Sýning á verkum nemenda á námskeiðum Myndlistaskólans í Reykjavík.
• KL.12 LIST ÁN LANDAMÆRA. Opnun sýningarinnar TILRAUNASTOFA
• KL.13-14.30 LISTASMIÐJUR FYRIR FJÖLSKYLDUR / Barnamenningarhátíð
• KL.14 Útgáfa 5.tölublaðs AAA!!! myndasögublaðs skólans
• KL.14-16 KYNNINGAR á námsbrautum (sjá nánar um tímasetningar á vef):
Framhaldsskólastig: Myndlista- og hönnunarsvið, Sjónlistadeild
Starfstengt listnám / Diplómanám: Mótun, Teikning og Textíll.
• KL.15.30-17 LISTASMIÐJUR FYRIR FJÖLDKYLDUR / Barnamenningarhátíð
ALLIR VELKOMNIR !
OPIÐ HÚS
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Mótettukórinn flytur Messu í c-moll
og Requiem eftir W.A. Mozart á sér-
stökum hátíðartónleikum í dag, laug-
ardag, og á morg-
un, sunnudag, kl.
17 báða dagana í
tilefni af 30 ára af-
mæli Mót-
ettukórsins og
Listvinafélags
Hallgrímskirkju.
„Ég hef alltaf haft
sérstakt dálæti á
Requiem Mozarts
og segja má að
verkið hafi fylgt
kórnum frá upphafi. Þetta var fyrsta
stóra verkefnið sem kórinn flutti í
Hallgrímskirkju eftir vígslu kirkj-
unnar árið 1986 og síðan hefur það
varðað okkar tónlistarflutning, en við
erum að flytja það í fjórða sinn núna,“
segir Hörður Áskelsson, stofnandi og
stjórnandi Mótettukórsins.
Systurverk sakir stærðar
Aðspurður segir Hörður verkin tvö
kallast mjög vel á. „Þetta eru syst-
urverk sakir stærðar sinnar og stöðu í
kirkjutónverkum Mozarts. Þau eiga
það bæði sameiginlegt að vera ókláruð
frá höfundarins hendi,“ segir Hörður,
en eins og kunnugt er lést Mozart árið
1791 áður en honum tókst að ljúka við
Requiem. Messan er einnig ófullgerð,
en hana samdi Mozart í Vínarborg á
árunum 1782–83, þegar hann var á há-
tindi ferils síns.
„Þegar maður setur þessi tvö verk
saman á eina tónleika er eins og þau
bæti ófullkomleika hvort annars upp,“
segir Hörður og heldur áfram: „Snilli
Mozart sem tónskálds er alkunn.
Hann er mjög frumlegur auk þess
sem tónlist hans einkennist af mikilli
fegurð. Verk hans liggja nær óperunni
heldur en önnur kirkjuleg tónverk,
sem gerir þessi verk mjög spennandi
fyrir okkur í flutningi.“
Gamlir kórfélagar í hópi ein-
söngvara tónleikanna
Með kórnum leikur Kammersveit
Hallgrímskirkju, en konsertmeistari
er Ari Þór Vilhjálmsson. Einsöngv-
arar á tónleikunum eru Þóra Ein-
arsdóttir sópran, Herdís Anna Jón-
asdóttir sópran, Auður Guðjohnsen
alt, Elmar Gilbertsson tenór og
Magnús Baldvinsson bassi. Að sögn
Harðar eiga þau það öll sameiginlegt
að tengjast sögu Mótettukórsins.
„Þóra hefur oft komið fram á tón-
leikum með Mótettukórnum, nú síðast
á jólatónleikum kórsins 2011, og Auð-
ur söng einsöng með kórnum í Vesper
eftir Rachmaninoff auk þess sem hún
er nú meðlimur í kammerkórnum
Schola cantorum. Þau Herdís Anna,
Magnús og Elmar voru öll félagar í
Mótettukór Hallgrímskirkju áður en
einsöngvaraferill þeirra hófst erlend-
is,“ segir Hörður og tekur fram að
Magnús hafi reyndar verið einn af
stofnfélögum kórsins á sínum tíma.
„Það var áður en hann fór að læra
söng, en vera hans í kórnum varð til
þess að hann fór í söngnám.“
Meiri andstæður í túlkun
Aðspurður segir Hörður að aðeins
einn kórfélagi syngi í kórnum í dag
sem verið hefur með frá upphafi. „Það
hefur verið mikil endurnýjun í kórn-
um í áranna rás, en að mínu mati hafa
gæðin haldist stöðug,“ segir Hörður
og bætir við: „Almennt séð eru söng-
kraftar betur búnir til söngs í dag þótt
ég hafi reyndar alltaf verið með gott
fólk. Svo er auðvitað komin heilmikil
reynsla sem bæði ég og kórfélagarnir
búa yfir sem er til gagns.“
Spurður hvort hann geti greint ein-
hverja þróun í hljómi kórsins á þeim
30 árum sem hann hefur stýrt honum
segist Hörður ekki dómbærastur á
það sjálfur og það í raun annarra að
meta. „Auðvitað er það svo að hljóm-
urinn mótast alltaf mjög mikið af
stjórnandanum og ég hef haldið í
ákveðnar hugmyndir í þeim efnum.
Vissulega hafa áherslur mínar sem
stjórnanda þó breyst á svona löngum
tíma. Þannig er óhætt að segja að ég
leggi meiri áherslu á kontrasta eða
andstæður í flutningi og túlkun t.d.
með tilliti til hraðavals, hljóms og
styrkleika,“ segir Hörður að lokum.
„Requiem hefur fylgt
kórnum frá upphafi“
Mótettukórinn flytur Messu í c-moll og Requiem eftir
W.A. Mozart á hátíðartónleikum í dag og á morgun kl. 17
Hörður
Áskelsson
Morgunblaðið/Ómar
Söngstjarna Þóra Einarsdóttir sópran hefur margoft sungið einsöng með Mótettukórnum í gegnum tíðina.
Ensk og frönsk tónlist verður í há-
vegum á tónleikum í 15:15-syrpunni
í Norræna húsinu á sunnudag kl.
15.15. Flytjendur eru Hallfríður
Ólafsdóttir flautuleikari, Eydís
Franzdóttir óbóleikari, Ármann
Helgason klarínettuleikari og Nína
Margrét Grímsdóttir píanóleikari og
á efnisskránni verk eftir Eugéne Go-
ossens, William Hurlstone, Made-
leine Dring og Camille Saint-Saëns.
Verk ensku tónskáldanna eru
sjaldheyrð hér á landi, en í kynnngu
tónleikanna segir að þau séu létt og
skemmtileg áheyrnar. „Hröðu þætt-
irnir einkennast af sveiflandi dans-
töktum og miklum glæsileika í and-
stöðu við syngjandi lagræna þætti
þar sem sveitastemning ríkir.“
Eugéne Goossens, sem lést 1962,
var eftirsóttur sem tónskáld og
hljómsveitarstjóri og starfaði meðal
annars á Bretlandi, í Bandaríkj-
unum og Ástralíu, William Hurl-
stone, sem lést aðeins þrítugur 1906,
þótti eitt efnilegasta tónskáld síns
tíma og eftir hann liggja allmörg
hljómsveitarverk, og Madeleine
Dring, sem lést 1977, hefur oft verið
líkt við George Gershwin. Camille
Saint-Saëns, sem lést 1921, er svo
eitt af þekktustu tónskáldum
Frakka og samdi tónlist af öllu tagi,
stór og smá verk.
15:15-tónleikar á sunnudag
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sveitastemning Hallfríður Ólafsdóttir, Nína Margrét Grímsdóttir, Eydís
Franzdóttir og Ármann Helgason leika á 15:15 tónleikum á sunnudag.
Ensk og frönsk
tónlist í hávegum
Biblían og
stjórnmálin
nefnist fyr-
irlestur sem sr.
Hjálmar Jóns-
son, fyrrverandi
alþingismaður,
flytur á Listahá-
tíð Seltjarnar-
neskirkju á
morgun kl. 17 í
kirkjunni. Sólveig Pálsdóttir leik-
kona mun við sama tækifæri lesa
upp nokkur ljóð eftir stjórn-
málamennina Grím Thomsen og
Hannes Hafstein. Tónlist flytja
þær Agnes Amalía Kristjónsdóttir
sópran og Jóhanna Héðinsdóttir
messósópran við píanóleik Ren-
ötu Ivan.
Biblían og menningin – vér
viljum gera manninn í vorri
mynd er yfirskrift Listahátíðar
Seltjarnarneskirkju sem hófst
fyrir viku og lýkur 28. apríl nk.
Ókeypis er á alla viðburði hátíð-
arinnar. Myndlistarmaður hátíð-
arinnar er Karólína Lárusdóttir
og eru m.a. nýjar vatns-
litamyndir hennar til sýnis í
kirkjunni alla daga. Dagskrá há-
tíðarinnar má sjá í heild sinni á
vefnum www.seltjarnarnes-
kirkja.is.
Sr. Hjálmar Jónsson fjallar um Biblíuna
og stjórnmálin í Seltjarnarneskirkju
Hjálmar Jónsson
Jón Axel Björnsson tekur á móti gestum
í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum
kl. 14 á morgun, sunnudag, og leiðir þá
um sýningu sína Tilvist. Á sýningunni
gefur að líta ný olíumálverk og vatns-
litamyndir eftir Jón Axel en þetta er
fyrsta stóra sýning hans í áratug.
Aðgangur að Listasafninu er ókeypis.
Sýningin stendur til 6. maí.
Listamannsleiðsögn um Tilvist
Jón Axel Björnsson