Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 60
 Heimildarmyndin One Day On Earth, með um 19.000 sjálfboðaliðum, verð- ur frumsýnd í 160 löndum á sama tíma á alþjóðlegum degi jarðarinnar á sunnudag. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sýnir myndina á sunnudag kl. 16.00 í samstarfi við Bíó Paradís. Allur ágóði hér á landi rennur til neyðar- söfnunar UNICEF fyrir Sahel- svæðið. One Day On Earth sýnd í Bíó Paradís LAUGARDAGUR 21. APRÍL 112. DAGUR ÁRSINS 2012  Fyrsti fundur samræðudag- skrár sýning- arinnar Núnings í Listasafni ASÍ fer fram í safninu á sunnudag kl. 15. Gunnar J. Árna- son og Hjálmar Sveinsson halda erindi og stjórna umræðum. Meginþema sýningarinnar er nún- ingur borgar og menningar og birting- armyndir listarinnar í samfélaginu. Rætt um Núning í Listasafni ASÍ Deildarmeistarar Hauka eru í slæm- um málum eftir að hafa tapað í tví- gang fyrir HK í undanúrslitum N1- deildar karla í handknattleik, síðast í gærkvöldi, 21:18. HK vantar einn sig- ur til viðbótar til að komast í úrslit. Akureyri jafnaði hins vegar metin í undanúrslitarimmu sinni við Íslands- meistara FH í íþróttahöllinni á Akur- eyri í gærkvöldi, 25:18. »2 Haukar í slæmum mál- um – Akureyri jafnaði „En þegar ég sá hana þá bara öskraði ég og var skít- hræddur. Það var mikið áfall en þá kom Teitur [Örlygs- son þjálfari Stjörnunnar] og stökk á mig. Hann sagði mér að horfa ekki á þetta og róaði mig aðeins niður,“ segir Ólafur Ólafsson, körfuknattleiksmaður hjá Grindavík, sem slasaðist í leik Grindavíkur og Stjörn- unnar í fyrrakvöld. »1 „Öskraði ég og var skíthræddur“ „Þetta er afar erfiður riðill og ljóst að enginn andstæðingur verður auð- veldur,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, eftir að ljóst varð síðdegis í gær að Slóvenar, Hvít-Rússar og að öllum líkindum Rúmenar verða andstæðingar íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópu- mótsins sem hefst í októ- ber og lýkur í júní á næsta ári. »4 „Enginn andstæðingur verður auðveldur“ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Söngur hvalanna í Skjálfandaflóa í bland við íslenska tónlist er á leiðinni á tölvudisk sem gæti orðið út- flutningsvara. Einnig er unnið að gerð tölvuleiks um líf hvala á norðurslóðum. Það er doktorsneminn Edda Elísabet Magnúsdóttir, sem vinnur að þessum verkefnum, en hún hefur síðustu ár fylgst með hnúfubak og öðrum hvalategundum í Skjálfanda. „Ég vildi gefa almenningi tækifæri til að hlusta á þessi hljóð og söng hvalanna,“ segir Edda. „Þessi vinna er enn á hönnunarstigi en vonandi tekst okkur að ná að framleiða vöru sem hægt verður að selja hvalaskoðendum og öðrum í sumar. Efnið verður á einhvers konar margmiðlunarformi með hvala- hljóðum og útskýringum á því hvað við teljum að hljóðin þýði. Einnig er hópur þekktra, íslenskra tón- listarmanna að vinna að tónlist sem yrði notuð í bland við hvalahljóðin. Loks er fræðandi tölvuleikur um líf hvalanna með tilheyrandi hvalahljóðum í vinnslu.“ Vetrarsöngvar við makaleit Edda Elísabet hefur tekið upp hljóð hnúfubaka og annarra hvala í Skjálfandaflóa allan ársins hring. Mestar upplýsingar hefur hún um hnúfu- baka og er söngur þeirra kröftugastur yfir hávet- urinn. Að sumrinu eru hljóðin talin tengjast ýmissi félagslegri hegðun eins og samvinnu við fæðuöflun, en á tímabilinu frá desember og fram í mars er söngurinn talinn tengjast makaleit. „Þegar líður að áramótum breytist hljóðmyndun þeirra í skipulagðari tónasamsetningu, sem hægt er að skilgreina sem lög eða söngva og þeir ágerast og verða fágaðri í febrúar og mars. Þessir vetrar- söngvar líkjast makaleitarsöngvum,“ sagði Edda í samtali við Tímarit Háskóla Íslands nýlega. Syngja hástöfum til að laða kvendýrin að Edda segir að við úrvinnslu á hljóðum frá síð- asta ári bendi margt til makaleitar og jafnvel mökunar hnúfubaks í Skjálfandaflóa. Svo virðist sem karldýrin búi til leiksvæði (lek) og syngi þar hástöfum til að laða kvendýrin að, eins og þekkt sé meðal fíla. Þó að hnúfubakur sé í forgrunni hafa einnig náðst hljóð- upptökur af hnýðingum, búrhvölum, langreyðum og steypireyðum. Söngur hvalanna til útflutnings  Hljóð hvala í bland við ís- lenska tónlist  Tölvuleikur með fræðsluefni um hvali Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Mynd og hljóð Hvalur leikur listir sínar og þá er um að gera að vera snöggur með myndavélina. Í sumar geta ferðamenn einnig haft hljóð hans í farteskinu. Verkefnið Tónar hafsins hlaut viðurkenn- ingu þegar hagnýtingarverðlaun Háskóla Ís- lands voru veitt á síðasta ári. Með vinnslu efnisins er ætlunin að höfða til þess mikla fjölda sem fer í hvalaskoðun við Íslands- strendur á hverju ári. Í samtali við Tímarit Háskóla Íslands segist Edda Elísabet vonast til að með aukinni þekkingu á hljóðum hvala og þá um leið hegðun þeirra verði samfélagið „meðvit- aðra um það hversu ótrúlega áhugaverðir og magnaðir hvalirnir eru og sjái verðmætið sem felst í þeim, ekki bara í formi hvalkjöts“. Áhugaverðir og magnaðir VERÐLAUN Í HÁSKÓLANUM 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Ásgeir Þór Davíðsson látinn 2. Léttist um 12 kíló á mánuði 3. Skuldarar geti skilað lyklunum 4. Jessica Alba lendir í „fótósjoppi“  MaidenIced mun fagna 30 ára út- gáfuafmæli stórvirkisins Number of the Beast með Iron Maiden á Gaukn- um í kvöld. Matti Matt og Stefán Jak- obsson sjá um sönginn. Afmæli Number of the Beast fagnað FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan og austan 2-10 m/s og dálítil él við norður- og austur- ströndina, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast suðvestanlands. Á sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag Norðaustlæg átt, víða 3-8 m/s. Dá- lítil slydduél eða él norðan- og austantil, en annars úrkomulítið og lengst af bjartviðri á Suðvesturlandi. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands. Á fimmtudag Útlit fyrir austlæga átt með úrkomu víða á landinu. Edda Elísabet Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.