Morgunblaðið - 21.04.2012, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 21.04.2012, Qupperneq 60
 Heimildarmyndin One Day On Earth, með um 19.000 sjálfboðaliðum, verð- ur frumsýnd í 160 löndum á sama tíma á alþjóðlegum degi jarðarinnar á sunnudag. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sýnir myndina á sunnudag kl. 16.00 í samstarfi við Bíó Paradís. Allur ágóði hér á landi rennur til neyðar- söfnunar UNICEF fyrir Sahel- svæðið. One Day On Earth sýnd í Bíó Paradís LAUGARDAGUR 21. APRÍL 112. DAGUR ÁRSINS 2012  Fyrsti fundur samræðudag- skrár sýning- arinnar Núnings í Listasafni ASÍ fer fram í safninu á sunnudag kl. 15. Gunnar J. Árna- son og Hjálmar Sveinsson halda erindi og stjórna umræðum. Meginþema sýningarinnar er nún- ingur borgar og menningar og birting- armyndir listarinnar í samfélaginu. Rætt um Núning í Listasafni ASÍ Deildarmeistarar Hauka eru í slæm- um málum eftir að hafa tapað í tví- gang fyrir HK í undanúrslitum N1- deildar karla í handknattleik, síðast í gærkvöldi, 21:18. HK vantar einn sig- ur til viðbótar til að komast í úrslit. Akureyri jafnaði hins vegar metin í undanúrslitarimmu sinni við Íslands- meistara FH í íþróttahöllinni á Akur- eyri í gærkvöldi, 25:18. »2 Haukar í slæmum mál- um – Akureyri jafnaði „En þegar ég sá hana þá bara öskraði ég og var skít- hræddur. Það var mikið áfall en þá kom Teitur [Örlygs- son þjálfari Stjörnunnar] og stökk á mig. Hann sagði mér að horfa ekki á þetta og róaði mig aðeins niður,“ segir Ólafur Ólafsson, körfuknattleiksmaður hjá Grindavík, sem slasaðist í leik Grindavíkur og Stjörn- unnar í fyrrakvöld. »1 „Öskraði ég og var skíthræddur“ „Þetta er afar erfiður riðill og ljóst að enginn andstæðingur verður auð- veldur,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, eftir að ljóst varð síðdegis í gær að Slóvenar, Hvít-Rússar og að öllum líkindum Rúmenar verða andstæðingar íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópu- mótsins sem hefst í októ- ber og lýkur í júní á næsta ári. »4 „Enginn andstæðingur verður auðveldur“ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Söngur hvalanna í Skjálfandaflóa í bland við íslenska tónlist er á leiðinni á tölvudisk sem gæti orðið út- flutningsvara. Einnig er unnið að gerð tölvuleiks um líf hvala á norðurslóðum. Það er doktorsneminn Edda Elísabet Magnúsdóttir, sem vinnur að þessum verkefnum, en hún hefur síðustu ár fylgst með hnúfubak og öðrum hvalategundum í Skjálfanda. „Ég vildi gefa almenningi tækifæri til að hlusta á þessi hljóð og söng hvalanna,“ segir Edda. „Þessi vinna er enn á hönnunarstigi en vonandi tekst okkur að ná að framleiða vöru sem hægt verður að selja hvalaskoðendum og öðrum í sumar. Efnið verður á einhvers konar margmiðlunarformi með hvala- hljóðum og útskýringum á því hvað við teljum að hljóðin þýði. Einnig er hópur þekktra, íslenskra tón- listarmanna að vinna að tónlist sem yrði notuð í bland við hvalahljóðin. Loks er fræðandi tölvuleikur um líf hvalanna með tilheyrandi hvalahljóðum í vinnslu.“ Vetrarsöngvar við makaleit Edda Elísabet hefur tekið upp hljóð hnúfubaka og annarra hvala í Skjálfandaflóa allan ársins hring. Mestar upplýsingar hefur hún um hnúfu- baka og er söngur þeirra kröftugastur yfir hávet- urinn. Að sumrinu eru hljóðin talin tengjast ýmissi félagslegri hegðun eins og samvinnu við fæðuöflun, en á tímabilinu frá desember og fram í mars er söngurinn talinn tengjast makaleit. „Þegar líður að áramótum breytist hljóðmyndun þeirra í skipulagðari tónasamsetningu, sem hægt er að skilgreina sem lög eða söngva og þeir ágerast og verða fágaðri í febrúar og mars. Þessir vetrar- söngvar líkjast makaleitarsöngvum,“ sagði Edda í samtali við Tímarit Háskóla Íslands nýlega. Syngja hástöfum til að laða kvendýrin að Edda segir að við úrvinnslu á hljóðum frá síð- asta ári bendi margt til makaleitar og jafnvel mökunar hnúfubaks í Skjálfandaflóa. Svo virðist sem karldýrin búi til leiksvæði (lek) og syngi þar hástöfum til að laða kvendýrin að, eins og þekkt sé meðal fíla. Þó að hnúfubakur sé í forgrunni hafa einnig náðst hljóð- upptökur af hnýðingum, búrhvölum, langreyðum og steypireyðum. Söngur hvalanna til útflutnings  Hljóð hvala í bland við ís- lenska tónlist  Tölvuleikur með fræðsluefni um hvali Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Mynd og hljóð Hvalur leikur listir sínar og þá er um að gera að vera snöggur með myndavélina. Í sumar geta ferðamenn einnig haft hljóð hans í farteskinu. Verkefnið Tónar hafsins hlaut viðurkenn- ingu þegar hagnýtingarverðlaun Háskóla Ís- lands voru veitt á síðasta ári. Með vinnslu efnisins er ætlunin að höfða til þess mikla fjölda sem fer í hvalaskoðun við Íslands- strendur á hverju ári. Í samtali við Tímarit Háskóla Íslands segist Edda Elísabet vonast til að með aukinni þekkingu á hljóðum hvala og þá um leið hegðun þeirra verði samfélagið „meðvit- aðra um það hversu ótrúlega áhugaverðir og magnaðir hvalirnir eru og sjái verðmætið sem felst í þeim, ekki bara í formi hvalkjöts“. Áhugaverðir og magnaðir VERÐLAUN Í HÁSKÓLANUM 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Ásgeir Þór Davíðsson látinn 2. Léttist um 12 kíló á mánuði 3. Skuldarar geti skilað lyklunum 4. Jessica Alba lendir í „fótósjoppi“  MaidenIced mun fagna 30 ára út- gáfuafmæli stórvirkisins Number of the Beast með Iron Maiden á Gaukn- um í kvöld. Matti Matt og Stefán Jak- obsson sjá um sönginn. Afmæli Number of the Beast fagnað FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan og austan 2-10 m/s og dálítil él við norður- og austur- ströndina, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast suðvestanlands. Á sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag Norðaustlæg átt, víða 3-8 m/s. Dá- lítil slydduél eða él norðan- og austantil, en annars úrkomulítið og lengst af bjartviðri á Suðvesturlandi. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands. Á fimmtudag Útlit fyrir austlæga átt með úrkomu víða á landinu. Edda Elísabet Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.