Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 Opið virka daga kl. 10 - 18 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Intown gallabuxurnar komnar 3 síddir Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 OG 5% AÐ AUKI SÉ GREITT Í EINU LAGI VIÐ PÖNTUN Laugavegi 54, sími 552 5201 Sumarkjólar ný sending 20% afsláttur Ótrúlegt úrval af sumarkjólum stærðir 38-48 Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is ÓDÝRAR FLÍSAR SJÓN ER SÖGU RÍKARI Mjög ÓDÝRAR flísar 3. flokkur, henta vel utanhúss, á svalirnar, sameignir, bílskúr, geymsluna, tilvalið á iðnaðarhúsnæði og nánast hvað sem er. Stærðir 20x20, 30x30, 30x60. Af hverju lenda flísar í 3. flokki? Flísarnar hugsanlega hornskakkar. – Eitthvað að yfirborði flísanna. –Litatónar etv. ekki alveg réttir. – Kannski aðeins kvarnað úr hornum. – Afgangar af framleiðslu frá 1. og 2. flokk. ATH! 3. flokkur er aðeins seldur í heilum pakkningum og ekki er hægt að skila afgöngum. Gæði og glæsileiki á góðu verði Allar stærðir og áferðir í 3. flokki á sama verði 2.290 kr pr m2 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Tekist var á um afgreiðslu utanrík- ismálanefndar á samþykkt ramma- samnings milli ríkisstjórnarinnar og framkvæmdastjórnar ESB um IPA- styrki við upphaf þingfundar á Al- þingi í gær. Sakaði stjórnarand- staðan meirihlutann um að hafa beitt klækjabrögðum við afgreiðslu málsins úr nefnd í gærmorgun en fulltrúi meirihlutans í nefndinni bað viðkomandi þingmenn að láta af morgunfýlu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tók málið upp og sagði að hvað eftir annað væri grundvallaratriðum í umsóknarferlinu að Evrópusam- bandinu haldið frá eða út úr þeim snúið. Nú hefði málið þróast á enn verri veg þar sem stjórnarmeiri- hlutinn beitti brögðum til að þoka málum áfram. Áttu að mæta tímanlega Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæð- isflokks og fulltrúi í utanrík- ismálanefnd, sagði að það hefði vak- ið furðu sína þegar hún mætti þrettán mínútum of seint á fund nefndarinnar í gærmorgun, að þá hefði atkvæðagreiðsla verið í gangi um hvort afgreiða ætti málið úr nefnd. Nefndin hefði ekki verið full- skipuð en alsiða væri að bíða eftir þeim nefndarmönnum sem boðað hefðu forföll. Þá hefði meirihlutinn á sama tíma kallað inn tvo vara- menn. Ragnheiður sagði að þar sem for- maður nefndarinnar vissi að ekki væri meirihluti fyrir málinu í nefnd- inni fullskipaðri hefði klækjabrögð- um verið beitt, varamenn kallaðir til og málið afgreitt. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingar og fulltrúi í nefndinni, bað þingmenn hins vegar að vera ekki svo morgunfúla og sagði að svo virt- ist sem ekki mætti gera neinar ráð- stafanir ef þær tengdust á einhvern hátt Evrópu. „Vilja þeir kannski hætta viðskiptum við Evrópu, loka landamærum eða segja upp samn- ingum við ríki ESB?“ spurði þing- maðurinn. Helgi sagði fagnaðarefni að málið hefði verið afgreitt úr nefnd og það hefði gerst með eðlilegum hætti. Öllum nefndarmönnum hefði mátt vera ljóst að tímanlega ætti að mæta á fundinn til að taka þátt í at- kvæðagreiðslunni. Deilt um afgreiðslu IPA-styrkja samnings  Klækjabrögð og morgunfýla á Alþingi Utanríkismál » Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra sagði í fram- söguræðu sinni með skýrslu til Alþingis um utanríkis- og al- þjóðamál að aðild Íslands að Evrópusambandinu snérist um langtímahagsmuni landsins. »Í lok ræðunnar hvatti hann til samstöðu meðal þings og þjóðar um grundvallarhags- muni Íslands. „Við erum öll í sama liði,“ sagði ráðherrann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.