Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 ✝ Ásgeir ÞórDavíðsson, framkvæmdastjóri og eigandi Gold- finger, fæddist að Laugavegi 69 í Reykjavík 25. jan- úar 1950. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 19. apríl 2012. Foreldrar hans voru Davíð Ágúst Guðmundsson húsasmíðameist- ari, fæddur að Söndum í Dýra- firði 23. október 1917, d. 17. apríl 1974, og fyrri kona hans Anna Pálsdóttir, f. 7. júní 1918, d. 10. maí 1961. Foreldrar Dav- íðs voru Jakobína Ásgeirsdóttir, fædd á Álftamýri við Arnarfjörð 6. september 1896, d. 28.sept- ember 1958, og Guðmundur Helgason húsasmíðameistari frá Hofi í Dýrafirði, f. 12. ágúst 1886, d. 22. júlí 1951. Jakobína var þekkt og mikils metin áhrifakona innan Framsókn- arflokksins, stórhuga og fram- kvæmdasöm. Foreldrar Önnu voru Páll Jónsson bókbindari og síðar innheimtumaður Skatt- stofunar, kunnur borgari í sinni tíð, og Steinunn Júlía Gísladótt- ir. sögumaður, f. 1955, kvæntur Margréti Ingólfsdóttur. Þau eiga tvær dætur. María Svein- fríður Davíðsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 1957, maki Hörður Harðarson sjúkraliði og hrossabóndi, þau eiga tvo syni. Davíð Ágúst Davíðsson, kvænt- ur Beata Davíðsson. Davíð átti fyrir hjónaband einn son. Jak- obína Valgerður Davíðsdóttir leiðsögumaður, búsett í Madrid, maki Carmen Nogale skrif- stofustúlka. Eftirlifandi eiginkona Ás- geirs er Jaroslava Davíðssson frá Eistlandi, f. 19. september 1971. Þau voru gefin saman 27. september 1999 og eignuðust þau saman dótturina Alexöndru Katrínu, f. 23.9. 1999. Með fyrri konu sinni Kristínu Helgadóttur eignaðist Ásgeir Þór fjögur börn. Þau eru: Helgi Bersi, f. 8. febrúar 1983, hann á tvö börn. Anna Sigrún, f. 28. janúar 1984, hún á þrjú börn. Jón Kristinn, f. 7. mars 1986, ókvæntur og barn- laus. Jakobína Áslaug, f. 28. des- ember 1988. Eftir skilnað Ás- geirs við Kristínu eignaðist hann tvær dætur: Naomu Freyju, fædd og búsett í Luton í Bretlandi, móðir hennar er Jac- qui Porter, og Henny Björk, f. 10. febrúar 1995, hún á tvíbura- dætur. Maki hennar er Jónas Sturla Gíslason. Útför Ásgeirs Þórs fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 27. apríl 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Systkini Ásgeirs eru: Guðmundur Davíðsson húsa- smiður, f. 10. júlí 1940. Eiginkona hans var María Thersa Jover frá Camnborellas á Spáni, þau skildu. Þau eignuðust fjög- ur börn. Páll Dav- íðsson húsasmiður, f. 23. október 1943, kvæntur Hönnu Jórunni Sturlu- dóttur, þau eru barnlaus. Magn- ús Gestur Davíðsson húsasmið- ur, kvæntur Svönu Sumarliðadóttur, þau eiga fjög- ur börn. Unnur Guðrún Davíðs- dóttir, f. 9. maí 1948, d. 15. jan- úar 2011, hún var gift Sveinlaugi Hannessyni, þau eignuðust þrjú börn. Systkini Ásgeirs samfeðra eru: Bergljót Davíðsdóttir blaðamaður, f. 24. ágúst 1952. Seinni maður hennar er Magnús E. Finnsson viðskiptafræðingur. Með fyrri manni sínum, Smára Kristjánssyni, eignaðist hún þrjár dætur. Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir blaðamaður og há- skólanemi, f. 1954, maki Jóhann Óskarsson, þau eiga tvo syni. Helgi Jón Davíðsson leið- Minning mín um stjúpson minn Ásgeir Þór er enn 60 árum síðar eins lifandi og gerst hafi í gær. Hann var á öðru árinu og sat í kjöltu ömmu sinnar Jakobínu og breiddi út faðminn á móti mér ókunnri stúlkunni og var eitt sól- skinsbros. Allar götur síðan þá hefur faðmur hans verið mér op- inn. Ég var aðeins ung stúlka þegar ég hóf búskap við föður hans, sem var þá fimm barna fráskilinn faðir. Það var mér ungri stúlkunni ekki erfitt að láta mér þykja vænt um börnin hans. Þegar sonum hans óx fiskur um hrygg dvöldu þeir oftar en ekki á heimili okkar föður þeirra vestur á Snæfellsnesi. Þá sóttu þeir ýmist vinnu við sjávar- útveg eða veittu aðstoð við bú- skapinn. Ásgeir Þór var þeirra yngstur og fylgdi móður sinni og stjúpa og vegalengdirnar voru lengri í þá daga en nú. Ásgeir Þór kom eigi að síður í heimsókn. Alltaf var sama kætin og gleðin í kringum hann. Umgengni okkar á milli varð þó ekki náin fyrr en við flutt- um til Reykjavíkur, en þá var Ás- geir Þór kominn af unglingsaldri og stundaði matreiðslunám á Hót- el Borg. Það kom fyrir að ég greip í vinnu á Borginni á þeim árum og það ríkti ávallt gleði og kátína í eldhúsinu hjá Ásgeiri Þór. Hann var ófeiminn við að kynna mig fyr- ir vinum sínum og vinnufélögum sem móður sína og var ég stolt af. Eftir matreiðslunámið var hann kokkur og síðar bryti hjá Land- helgisgæslunni þar sem bróðir minn Bjarni Helgason var skip- herra og meðfæddur húmor þeirra beggja batt þá vináttu- böndum. Samskipti Ásgeirs Þórs við mig og systkini sín breyttust í engu við fráfall föður þeirra fyrir tæpum fjörutíu árum. Hann var á sjó, kom í heimsókn þegar hann var í landi og oft færandi hendi. Hann rak Skipperinn og síðar Hafnarkrána þegar ég starfaði sem fangavörður við Hverfisgöt- una. Oftar en ekki komu þeir beint frá Geira til mín sem leysti þá út með lögg í flösku og þúsund kall í vasann. Þessir vinir mínir og góð- kunningjar dýrkuðu og dáðu Geira minn. Þeir þreyttust aldrei á að segja mér sögur af góðverk- um hans og gæsku. Hann lánaði þeim mörgum hverjum fyrir sop- anum þar til þeir fengu aurinn sinn og það brást aldrei að þeirra fyrsta verk var að borga Geira. Það var þeim heilagt að koma til hans og endurgreiða lánið. Kaf- teininn á Hafnarkránni myndu þeir síðast af öllum svíkja. Eftir að Ásgeir stofnaði fjöl- skyldu urðu samskiptin enn nán- ari. Hann var höfðingi heim að sækja og ávallt kom hann fram við mig eins og sonur. Og hann var mér góður og umhyggjusamur þegar ellin tók að sækja á. Hann fór snöggt eins og faðir hans. Báð- ir sjarmerandi með leiftrandi húmor og frásagnargáfu, sístarf- andi í huganum, fljúgandi greindir gleðimenn, skemmtilegir, lifðu hratt og skammt. Enginn fyrir- vari, lögðust aðeins til svefns og vöknuðu ekki aftur. Það hefði ekki verið í anda Geira míns að kveðja á annan hátt. Fyrir það er ég þakklát. Og í ellinni get ég látið mig dreyma um að þeir bíði mín, reiðubúnir til að taka á móti mér báðir tveir með útbreiddan faðm. Rétt eins og Geiri minn tók á móti mér í fyrsta sinn fyrir rúmum sex- tíu árum. Guðmunda Helgadóttir. Undangengna daga, eftir snöggt og ótímabært fráfall bróð- ur míns Ásgeirs Þórs, hefur hugur minn verið bundinn við almættið og alla þá ástvini okkar sem þang- að hafa horfið í gegnum árin. Hugsunin um að þau öll með föður okkar í broddi fylkingar hafi tekið fagnandi á móti bróður mínum, hefur gert mér umskipti hans létt- bærri. Ég sé fyrir mér hve glatt hefur verið á hjalla fyrir handan kvöldið sem Geiri minn steig yfir þröskuldinn að dyrum himnaríkis. Faðir okkar hefur séð fyrir því að velja honum setu í öndvegi þar sem allir gátu séð og hlustað og glaðst með. Gengna áa okkar Geira sé ég fyrir mér allt í kringum hann. Þykir mér líklegt að húmoristinn, kapteinn Helgason skipherra, hafi verið í essinu sínu þegar þeir hitt- ust eftir langan aðskilnað. Án efa hefur hann fyllst kæti við að sjá brytann sinn aftur og hefur lík- lega skotið inn lúmskum og skondnum athugasemdum. Begg- una mín yndislegu og móðursyst- ur mína Andreu auk föðursystr- anna tveggja sé ég fyrir mér glaðar og reifar og efa ekki að all- ar sem ein hafi notið sín með húm- orinn á vörunum. Faðir okkar held ég að hafi leyft syni sínum að njóta sín í sviðsljósinu. Trúi ég að hann hafi ekki látið mikið fyrir sér fara, en menn þurfa heldur ekki að spyrja hvaðan genin komu sem birtust í kostum bróður míns. Einkum í stórbrotnum persónuleika, góðum gáfum, frjórri hugsun, gáska, bjartsýni, glettni og ekki síst þeirri list að segja skemmtilega frá og krydda mátulega. Mér er það huggun harmi gegn að hugsa til þess að þegar minn tími komi fái ég að faðma hann að nýju, kætast og finna hlýjuna í hjarta mínu þegar ég heyri hann segja: sæl, ástin mín. Kannski óvenjulega valin orð til systur, en ég var sannarlega ekki sú eina sem hann talaði til á þann hátt. Á sama hátt ávarpaði hann flestar aðrar konur sem nálægt honum stóðu. Bróðir minn var einn fárra manna sem ég þekkti sem var æv- inlega hann sjálfur. Hann fór ekki dult með hve vel honum leið í sviðsljósinu. Þá lék hann á als oddi og sogaði ómeðvitað að sér fólk sem ekki stóðst töfrandi persónu- leika hans, gáska hans og gleði. Dillandi hláturinn einn og sér dugði til að að viðstaddir áttu bágt með sig. Hann var fjölmiðlamanna uppáhald og neitaði aldrei að ræða við blaðamenn og sagði umbúða- laust sína skoðun. Lét sig litlu skipta hvað fólk hefði um hann að segja, enda vissi hann sem var að þeir sem þekktu hann vissu hvaða mann hann hafði að geyma. Bróðir minn, Ásgeir Þór, er syrgður af ótrúlegum fjölda fólks sem þekkti hann, en líklega hafa þeir, sem minnst mega sín, misst meira en nokkurn grunar. Þeir voru ófáir á framfæri Geira, en aldrei talaði hann um þau góð- verk; þau auglýstu sig sjálf með þeim sem nutu. Elskulegum bróður þakka ég hálfrar aldar náin samskipti, sem aldrei bar skugga á. Hann lifði með reisn og hann dó með reisn. Jöru eiginkonu sína veit ég að hann elskaði frá fyrstu tíð til hinsta dags, börnum sínum var hann einstaklega góður faðir og systkinum og börnum þeirra var hann tryggur og umhyggjusamur. Ég mun sakna hans hvern dag. Fyrir hönd Magnúsar og dætra minna þakka ég elskulegum bróð- ur mínum Ásgeiri Þór af alhug og votta Jöru og börnunum hans sjö mína dýpstu samúð. Bergljót Davíðsdóttir. Kæri besti bróðir, nú er komið að þessari kveðjustund. Þú varst stórbrotinn karakter, fórst eigin leiðir og sagðir hug þinn, reyttir af þér brandarana. Vel gefinn og fróður um alla hluti og gaman að ræða við þig um daginn og veginn. Þú varst mikill mannvinur og máttir ekkert aumt sjá, fljótur að rétta hjálparhönd ef á bjátaði. Misskilinn af mörgum, öfundaður og jafnvel hataður. Þú varst áreittur og gagnrýndur en hafðir ávallt breitt bak. Margt hefur ver- ið bæði skrifað og sagt um þig, kæri bróðir, og sumt miður gott. 100% af sögusögnum voru rangar, það get ég fullyrt, því fáir þekktu þig betur en ég. Umfjöllun og mannorðsmeiðingar í fjölmiðlum var erfitt fyrir okkur fjölskylduna að horfa uppá, þú tókst það nærri þér, en lést aldrei á neinu bera. Það fæðist bara svona maður einu sinni á öld, sagði fósturfaðir hans, Helgi Ólafsson. Við ólumst upp í Kópavogi, og þar var margt brallað. Ef litið er yfir þitt lífshlaup þá er svo ótrú- lega margt sem kemur upp, í raun og veru var ævi þín litrík, efni í heila bók. Líklega er leitandi um heiminn að fólki sem hefur upp- lifað og afrekað jafn mikið um dagana og þú. Það stjórnaði þér enginn, þú varst ávallt kafteinninn í brúnni. Vinátta okkar var eins og rauð- ur þráður í gegn um lífið og margt gerðum við skemmtilegt saman, ferðir til framandi landa, Kína, Asíu, Evrópu og Ameríku. Margt var skoðað, en þó stendur Kína- ferðin upp úr. Þér þótti virkilega gaman að ferðast um heiminn, og nú ert þú farinn í ferðina miklu. Góða ferð og megi allt gott fylgja þér, sjáumst síðar. Ég þakka þér fyrir allt sem þú varst mér, þú stóri bróðir að gæta litla bróður, sama hvað á gekk. Góður maður er fallinn frá. Samúðarkveðjur til Jöru og barna hans. Þinn bróðir, Ólafur Helgi Helgason. Ásgeir Þór bróðir okkar er dá- inn. Það hljómar svo fjarstæðu- kennt og óraunverulegt en á sama tíma staðreynd sem nístir hjartað og eftir stendur gapandi tóma- rúmið sem erfitt er að fylla þegar svona litríkur og stórbrotinn mað- ur er skyndilega horfinn á braut. Óseðjandi lífsgleði Ásgeirs og smitandi hláturinn, kaldhæðna kímnigáfan og glottið á andliti hans þegar hann sagði eitthvað í stríðni sinni ásamt einstakri sam- kennd með öllum lifandi verum, örlætið og tryggðin við sitt fólk og þá sem honum þótti vænt um, er það sem kemur fyrst upp í hugann þegar við systurnar hugsum til hans. Geiri bróðir var vinur vina sinna og ræktaði fjölskyldu sína af einstakri ástúð og óeigingirni sem eru eiginleikar sem marga skortir og við sem fengum að njóta þess erum honum ævinlega þakklát fyrir. Á þessari stundu er það sá mikli söknuður og sú sorglega og nístandi staðreynd að hann sé ekki lengur á meðal okkar sem er efst í huga en minningin um hann er sú huggun sem við nærum okk- ur á og hjálpar okkur á sorgar- stundu sem þessari. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við mjög svo kæran bróður og vin með mikilli sorg í hjarta því náinn ástvinur hefur kvatt okkur í blóma lífsins. Við sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til barnanna hans, til systkina okkar og til allra vina og ættingja hans nær og fjær. Megi minningin um hann verma okkur um ókominn aldur. Jakobína og María Davíðsdætur. Elsku Geiri minn. Heimurinn og við öll höfum misst mikið við fráfall þitt. Það má vel vera að þú hafir verið umdeild- ur en allir sem voru svo heppnir að fá að kynnast þér eru sammála um að þú hafir verið stórkostlegur maður og enn betri vinur. Þú komst eins fram við alla. Varst alltaf kátur og brosandi og þú vild- ir hafa fólkið í kringum þig eins. Ef einhver leiðindi voru í gangi vildir þú vera einhvers staðar ann- ars staðar. Engin verkefni voru of stór eða ómöguleg fyrir þig. Sama þó svo öllum öðrum hafi þótt þau óvinn- andi þá fannst þú alltaf leiðir til að leysa þau. Það var mér mikils virði að ég gat alltaf leitað til þín með allt sem lá á mér, sama hversu stórt eða smávægilegt það var þá varst þú alltaf til staðar og hefur hjálpað mér meira en þig hefði nokkurn tímann grunað. Ég á erfitt með að koma í orð hversu mikils virði þú varst mér en ég á eftir að sakna þín meira en ég get sagt. Þú hefur skilið eftir þig stórt skarð. Elsku vinur, hvíldu í friði. Jaroslava Davíðsson, Nonni, Helgi Bersi, Jakobína, Anna Sig- rún og Alexcandra Katrín, ég samhryggist ykkur innilega. Minning þín mun lifa. Saknaðarkveðjur. Þinn vinur, Guðni Guillermo Gorozpe. Það getur verið erfitt að setjast niður og skrifa minningagrein, en ég ætla að láta verða af því að senda til þín nokkrar línur, elsku Geiri minn. Mig langar að þakka þér fyrir það hve þú reyndist mér og syni mínum vel, sérstaklega vegna þess sem hann varð fyrir, 7 ára gamall, og svo 15 ára. Þú kall- aðir mig alltaf Ólöfu, gömlu vin- konu þína. Ég man þegar við rifj- uðum upp þegar ég var að vinna hjá þér og Stínu í pylsuvagninum, naut ég góðs af, en hef ekki borðað pylsur eftir að ég hætti að vinna hjá ykkur, hef borðað yfir mig af pylsum, enda erum við búin að hlæja mikið að þessu í gegnum ár- in. Þú, þessi yndislega persóna, máttir ekkert aumt sjá, hafðir sterka réttlætiskennd og sást allt- af það góða í öllum, það er mikill heiður að hafa kynnst henni Önnu Sigrúnu þinni, enda gullmoli þar á ferð. Þú dýrkaðir bæði börnin þín og barnabörn. Þú varst ánægður fyrir mína hönd, þegar ég sagði þér frá meðferðinni minni 1997. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér, og hvað við gátum hlegið mik- ið og aldrei heyrði ég þig tala illa um neinn, sást alltaf það góða í öll- um, þótt sonur minn upplifði svakalega höfnun 15 ára sem hafði þau áhrif á hans líf, að hann fór yf- ir móðuna miklu í sept. 2009, þá 34 ára. Ég er búin að framkvæma það sem þér var mikið kappsmál að ég mundi gera. Jæja elsku Geiri minn, ég mun fylgja þér í dag og veit ég að þú hefur hlotið góða heimkomu og veit ég að sonur minn mun taka þér opnum örmum. Ég ætla setja hér ljóðið Vinarkveðja sem sonur minn orti: Traustur vinur, vinur kær, góð sál, innri máttur en þín vonska er mér fjær hún er ei minni þáttur. Þinn gangur er breiður, og sálin þín er svo hlý, en hugur þinn er leiður og viska þín eins og blý. Oft er kærleikurinn sterkari en stál og ef þú kannt vel með hann að fara þá muntu öðlast frið í þinni sál og hið dimma og kalda mun út fjara. (Einar Már Kristjánsson) Elsku fjölskylda, ég sendi inni- lega samúðarkveðju, megi Guð styrkja ykkur í hinni miklu sorg, en minning um góðan mann mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Kveðja. Gamla vinkona þín, Ólöf Jónsdóttir Pitts. Fyrir um 20 árum var framið innbrot í bókaverzlun mína, sem þá var til húsa á Vesturgötu 17. Löggan kom jú á staðinn og sagði mér vinsamlega, að svona innbrot kæmust aldrei upp, engar tækni- rannsóknir, bara notalegheit og nóbodíhjal. Stolið var um 100 fá- gætum og dýrum bókum og nokkrum sjaldséðum munum, einnig sovéskum póstpoka frá kommúnistaárunum, sem merkt- ur var sem diplómatapóstur á annarri hliðinni. Sá eg einna mest eftir honum. Nokkrum dögum síðar kom til mín gamall og góður vinur minn, Haraldur Blöndal hrl., flottur lög- maður og glaðsinna félagi, sem lézt fyrir nokkrum árum langt um aldur fram. Sagði eg honum tíð- indin og hann var fljótur að átta sig að venju. „Við tölum við Geira á Hafnar- kránni,“ sagði Halli, „hann reddar þessu, ef einhver getur það.“ Hafði hann að gera með mál fyrir Geira þennan, en húseigandinn vildi bera hann út eftir kröfu frá Reykjavíkurborg vegna ónæðis frá staðnum fyrir hina penu íbúa borgarinnar. Nokkrum dögum seinna lagði eg leið mína á Hafnarkrána í Hafnarstræti, ávarpaði Geira, þá hafði Halli þegar talað við hann og lagt línurnar. Sagðist Geiri myndu tala við „sína menn“ og skotraði eg augum til „gesta“ staðarins og þótti þeir ekki beint árennilegir. Nokkrum dögum seinna hringdi Geiri í mig og sagði: „Ég er kominn með dótið, hittu mig annað kvöld síðla á þessum stað, leggðu bílnum þarna og þarna og svo kem eg á 8-gata tryllitæki og afhendi þér pokann.“ Var þetta líkt og í amerískri glæponamynd, sem Geiri áætlaði. Mætti eg á til- settum tíma og gerði eins og fyrir var lagt, kemur þá brunandi rauð- ur amerískur æðiskaggi, út stekk- ur Geiri, hendir pokanum til mín og var þotinn án þess að kveðja. Kannaði eg nú bækurnar, en mest þótti mér fengur að sovéska póstpokanum, sem var þarna heill á húfi. Seinna frétti eg, að „koll- egar“ mínir höfðu keypt nokkrar af hinum horfnu bókum á spott- prís. En svona er nú lífið einus- inni, jamm. Nokkrum dögum seinna fór eg til Geira á vinnustað hans á kránni, þar var Megas vinur minn og spilaði og söng, allvel hýr af „krummaolíu“. Sama gestalið virt- ist vera á staðnum. Bauð Geiri mér glas og þáði eg einn írskan viskí í tilefni dagsinsSagði hann mér síðan og nær hvíslaði því að mér, að hann hefði talað við „sína menn“ og þeir hefðu drifið í mál- unum og nú væri þetta allt í lagi, sagðist hann líka hafa sagt við rummungana, að þeir „skyldu sko láta hann Braga bóksala í friði í framtíðinni, ella væri Geira að mæta.“ Hefur það haldið til þessa dags, hvað sem nú verður. Eftir þessi ánægjulegu sam- skipti hef eg sjaldan hitt Geira minn, hann hefur þó komið venju- lega í búð okkar á Þorláksmessu og þegið glas af víni og rætt við Ásgeir Þór Davíðsson Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.