Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 Piltur virðir fyrir sér byssu hermanns við minningar- athöfn í Kíev um fórnarlömb kjarnorkuslyssins í Tsjornobyl-verinu í tilefni af því að í gær voru 26 ár lið- in frá slysinu. Ennfremur hófst formlega bygging varanlegs byrgis sem reisa á utan um kjarnorkuverið í öryggisskyni til að loka því. Áætlað er að byrgið kosti jafnvirði 250 milljarða króna og það á að endast í eina öld, að sögn fréttastofunnar AFP. AFP Bygging byrgis hafin í Tsjernobyl Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Alþjóðleg mannréttindasamtök fögnuðu í gær dómi stríðsglæpadóm- stóls í Haag yfir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu, sem var dæmdur sekur um aðild að stríðs- glæpum og glæpum gegn mannkyni. Charles Taylor var einn af ill- ræmdustu stríðsherrum Afríku áður en hann var forseti Líberíu 1997- 2003. Hann fór fyrir uppreisnar- mönnum í heimalandi sínu 1989-1996 og átti einnig stóran þátt í borgara- stríði í grannríkinu Síerra Leóne 1991-2001. Stríðin kostuðu samtals um 400.000 manns lífið. Börn hneppt í ánauð Ákærurnar snerust um ólýsanleg grimmdarverk sem framin voru í borgarastríðinu í Síerra Leóne. Á meðal þeirra sem börðust í stríðinu voru mörg börn sem uppreisnar- menn hnepptu í ánauð og gerðu að miskunnarlausum vígamönnum í þjálfunarbúðum, m.a. með því að dæla í þau eiturlyfjum og áfengi. Uppreisnarmennirnir myrtu þús- undir manna, m.a. mörg börn, og hjuggu fætur og hendur af þúsund- um annarra með öxum og sveðjum. Börn voru send með strigapoka til að fremja grimmdarverkin og ef pok- arnir voru ekki fullir af útlimum var börnunum refsað. Fólk var einnig hneppt í þrældóm í demantanámum á yfirráðasvæðum uppreisnarmann- anna. Taylor var dæmdur sekur um að hafa séð illræmdri uppreisnarhreyf- ingu í Síerra Leóne, RUF, fyrir vopnum og fengið fyrir það svo- nefnda „blóðdemanta“ sem voru not- aðir til að kaupa vopn í því skyni að halda áfram blóðsúthellingunum. Þetta er í fyrsta skipti sem alþjóð- legur dómstóll dæmir fyrrverandi þjóðhöfðingja fyrir stríðsglæpi frá Nürnberg-réttarhöldunum eftir síð- ari heimsstyrjöldina þegar réttað var yfir Karl Dönitz sem var forseti Þýskalands í rúmar þrjár vikur eftir að Hitler fyrirfór sér. Mannréttindasamtök sögðu að dómurinn yfir Taylor væri mjög sögulegur. „Þetta er ótrúlega mikil- væg ákvörðun,“ hafði fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir Elise Keppler, talsmanni Human Rights Watch. „Þetta er tímamótadagur.“ Talsmaður Amnesty International í Síerra Leóne sagði að með dómnum hefði dómstóllinn í Haag sent stríðs- herrum og harðstjórum í Afríku mikilvæg skilaboð. Hann bætti þó við að mál Taylors væri aðeins „toppurinn á ísjakanum“ því enn ætti eftir að rannsaka mál fjöl- margra annarra sem grunaðir væru um að hafa tekið þátt í grimmdar- verkunum. Dómstóllinn í Haag var stofnaður sérstaklega til að fjalla um stríðs- glæpi í Síerra Leóne. Hann kveður upp refsidóm í máli Taylors 30. maí. Verði hann dæmdur í fangelsi er gert ráð fyrir því að hann afpláni dóminn í Bretlandi. Taylor er 64 ára og nam hagfræði í Bandaríkjunum áður en hann sneri aftur til Líberíu árið 1980. Hann er baptisti og var um tíma leikpredik- ari. Áður en hann varð forseti er talið að hann hafi dvalið í nokkur ár í Líb- íu og nánustu hernaðarráðgjafar Muammars Gaddafis hafi þjálfað hann í skæruhernaði. Taylor var kjörinn forseti Líberíu árið 1997 eft- ir að borgarastríðinu í landinu lauk. „Hann drap mömmu mína, hann drap pabba minn, en ég kýs hann samt,“ voru kjörorð stuðningsmanna hans í forsetakosningunum. Mikilvæg skilaboð til stríðsherra  Fyrrverandi forseti dæmdur fyrir aðild að grimmilegum stríðsglæpum Heimild: Reuters, EDREF Ljósmynd: Reuters CHARLES TAYLOR 1948 Fæddist 28. janúar, einn af afkomendum leysingja frá Bandaríkjunum sem stofnuðu ríkið Líberíu árið 1847 Starfaði fyrir Samuel Doe forseta, sem rændi völdunum árið 1980, og hafði yfirumsjón með innkaupum ríkisins 1983 Flúði til Bandaríkjanna eftir að Doe sakaði hann um stórfelldan fjárdrátt 1984 Dæmdur í Bandaríkjunum fyrir fjárdrátt, en slapp úr fangelsi í Massachusetts ári síðar 1989 Hóf uppreisn gegn Doe eftir að hafa flúið til Fílabeinsstrandarinnar 1997 Taylor varð forseti Líberíu eftir að borgarastríði lauk. Um 250.000 manns lágu í valnum 2003 Flúði til Nígeríu eftir að andstæðingar hans hófu uppreisn og nálguðust Monróvíu Dómstóll ákærði hann fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni Interpol gaf út handtökutilskipun 2006 Taylor handtekinn í Nígeríu Ákæruatriðum fækkað úr 17 í 11 til að skerpa áherslurnar í réttarhöldunum Taylor fluttur til Haag vegna þess að óttast var að réttarhöld í Freetown gætu leitt til átaka í Síerra Leóne eða Líberíu 2008 Vitnaleiðslur hófust, alls báru 115 manns vitni 2010 Ofurfyrirsætan Naomi Campbell bar vitni vegna ásakana um að hún hefði fengið demanta að gjöf frá Taylor eftir veislu sem Nelson Mandela hélt 2011 Málflutningi saksóknara og verjenda lauk í mars 2012, í gær Taylor fundinn sekur Nígería Líbería A F R Í K A Síerra Leóne Freetown Monróvía Er fyrsti fyrrverandi þjóðhöfðing- inn sem sóttur hefur verið til saka fyrir stríðs- glæpi í Afríku AFP Vill demantana Stríðsglæpunum mótmælt í Freetown. Opið 9-18 alla daga nema sunnudaga • Sími 553 1099 Bo Xilai, fyrrverandi leiðtogi kín- verska kommúnistaflokksins í stór- borginni Chongqing, stóð fyrir mjög viðamiklum símhlerunum sem stuðl- uðu að því að honum var vikið úr embætti, að sögn The New York Times. Blaðið segir að menn á veg- um Bo Xilai séu meðal annars sagðir hafa hlerað símtöl embættismanna við forseta Kína, Hu Jintao. Bo átti sæti í 25 manna stjórn- málaráði flokksins, æðstu valda- stofnun landsins, og búist hafði verið við að hann yrði skipaður í fasta- nefnd ráðsins sem tekur allar lykil- ákvarðanir í kínverskum stjórn- málum. Hermt er að símhleranirnar hafi hafist fyrir nokkrum árum og þær hafi átt að vera liður í baráttu yfir- valda í Chongqing gegn glæpum. Umfang þeirra hafi síðan aukist og náð til háttsettra embættismanna. Bo hefur ekki komið fram opin- berlega síðan honum var vikið úr embætti. Kona hans, Gu Kailai, hef- ur verið handtekin vegna gruns um að hún sé viðriðin morð á breska kaupsýslumanninum Neil Heywood sem var myrtur í Chongqing í nóv- ember síðastliðnum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Heywood hafi starfað fyrir bresku leyniþjónustuna en William Hague, utanríkisráðherra Bret- lands, neitaði því í gær. Ráðherrann sagði að Heywood hefði ekki starfað með nokkrum hætti fyrir breska rík- ið. bogi@mbl.is Sakaður um að hafa látið hlera símtöl forseta Kína Reuters Fallinn í ónáð Bo Xilai veifar fána áður en honum var vikið frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.