Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 Í grein Ögmundar Jónassonar frá 2004 segir orðrétt: „Á und- anförnum árum hefur LÍÚ löngum skákað í því skjólinu að rík- isvaldið skæri samn- ingamenn útvegs- manna niður úr snörunni þegar í harð- bakkann slær. Þegar sjómenn hafa beitt verkfallsvopni hefur ríkisvaldið ein- faldlega sett lög á sjómenn. Út frá þessu hefur verið gengið. Á und- anförnum tíu árum hafa fjórum sinn- um verið sett lög á sjómenn“. Hver er staðan um þessar mundir? Reyndar voru lög á kjaradeilur LÍÚ og sjómanna síðast sett árið 2001 og óteljandi sinnum fyrir þann tíma. Á síðasta áratug hafa tvisvar sinnum verið kláraðir samningar milli aðila, þ.e.a.s. 2004 og 2009, en síðari samningurinn gilti til 1. janúar 2011, þannig að samningar hafa nú verið lausir í 16 mánuði. Að sjálf- sögðu voru báðir þessir samningar umdeildir, en voru þó samþykktir með afgerandi hætti. Ný frumvörp og afleiðingar þeirra Steingrímur J. Sigfússon sýndi okkur forsvarsmönnum sjómanna þann sóma að kynna okkur nýju frumvörpin með smá-glærusýningu skömmu áður en þau voru gerð op- inber. Aðspurður um álit á hvernig hann teldi að ganga myndi að semja um kjör sjómanna ef þessi nýju lög næðu fram að ganga þá svaraði hann stutt og laggott að það væri að sjálf- sögðu alfarið úrlausnarefni samn- ingsaðila. Stóri gallinn við þetta svar er sá, að með framkomnum frum- vörpum hefur öllum grunn- forsendum verið umturnað. Raun- hæfir möguleikar á nýjum kjara- samningi eru ekki lengur til staðar. Sé tekið mið af skoðunum Ögmund- ar á afskiptum ríkisins af kjaradeilum sjó- manna og útgerð- armanna munu þeir fjandvinir Ögmundur og Steingrímur ekki hafa afskipti af þeim kjaradeiluhnút sem við blasir. Þar með verða löng verkbönn, verkföll þeir réttir sem óum- flýjanlega verða á mat- seðli framtíðarinnar í sjávarútveginum, verði þessi frumvörp að veruleika. Búin til mun fleiri vandmál en leyst verða Nánast allir hagsmunaaðilar sem málið varðar hafa lýst þeim graf- alvarlegu afleiðingum sem frum- vörpin koma til með að hafa á af- komu viðkomandi. Möguleikar til að efla reksturinn og hvati til að end- urnýja og styrkja stöðu fyrirtækj- anna, allt verður þetta kæft með lamandi hönd opinberra afskipta sem maður hélt að væri fullreynd sem dauðadæmd aðferðafræði í þessari atvinnugrein, sem og mörg- um öðrum. Kristján Möller gaf það í skyn í þættinum Sprengjusandi sl. sunnudag að allir þeir sem skilað hefðu inn umsögnum með lýsingum á meiriháttar afkomubresti byggðu á röngum forsendum, nema ef frá væru talin gögn frá mjög skuldsett- um nýliðum af Vestfjörðum sem fjárfest hefðu í kvóta undanfarin ár og kæmu mjög illa út. Þeim yrði að hjálpa. Hvað þýðir orðið nýliði? Svar við þessari spurningu hlýtur að þurfa að vera klárt þar sem eitt meginþema stjórnvalda virðist vera að hlúa að þeim hópi, hver sem hann nú er. Í mínu ungdæmi merkti orðið nýliði þann sem er að byrja í ein- hverju nýju, s.s. knattspyrnuliði, karlakór eða í nýju starfi. Ef skiln- ingur K.M. á orðinu nýliðun felur í sér að nýliði sé sá sem fjárfest hefur í kvóta undanfarin ár þá er það túlk- un sem er fullkomlega á skjön við skoðun Steingríms sem sagði fyrir skömmu við útgerðarmenn: Ykkur var nær að fjárfesta svona mikið. Eru Grímseyingar nýliðar? Spyr sá sem ekki veit. Lokaorð Vítt og breitt í höfnum landsins liggja veiðiskip bundin við bryggju vegna þess að veiðiheimildir viðkom- andi útgerða bjóða ekki upp á að róið sé til fiskjar nema fáránlega lítinn hluta kvótaársins. Nú stendur til að skerða með varanlegum hætti þær aflaheimildir sem þessum hefð- bundna flota er ætlaður. Til að skapa „sáttina“ skal til framtíðar auka afla- heimildir nýliða. Þetta þýðir að tog- ari sem undanfarin ár hefur verið að veiðum tvo til þrjá daga í viku verð- ur enn skemur við veiðar. Semsagt stefnt skal að því að allir sem vett- lingi geta valdið rói til fiskjar. Allir fái eitthvað, en enginn nóg. Þannig er réttlætið í sinni tærustu mynd. Hvað með hagkvæmni, heilbrigða skynsemi og síðast en ekki síst þau háleitu markmið sem tíunduð eru í frumvarpi til laga um stjórn fisk- veiða? Er líklegt að þau náist með þessari fordæmalausu aðför að kjör- um atvinnusjómanna sem eru um þessar mundir einu sjómenn vest- rænna þjóða sem ekki eru taldir þess verðir í sínu heimalandi að njóta skattalegra ívilnana vegna sjó- mannsstarfa? Þökk sé núverandi ríkisstjórn. Aftur til fortíðar Eftir Árna Bjarnason »Nánast allir hags- munaaðilar sem málið varðar hafa lýst þeim grafalvarlegu af- leiðingum sem frum- vörpin koma til með að hafa á afkomu viðkom- andi. Árni Bjarnason Höfundur er forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og for- maður Félags skipstjórnarmanna. Merkilegt er með okkur Íslendinga hvað við fljótum oft sofandi að feigðarósi. Áður fyrr átti þjóðin í enda- lausri baráttu við alls- leysið. Langt fram á tuttugustu öld. Í dag stöndum við í baráttu við allsnægtirnar. Stjórnmálamenn okkar blessaðir segja endalaust að við þurfum að bæta lífs- kjörin. Það vita allir að er þjóðarlygi. Fæstir þeirra segja sannleikann um að við þurfum að jafna lífskjörin og hætta að bruðla. Við höfum mikið, mikið meira en nóg af öllu þegar grannt er skoðað. Það er heila málið og var orðtak alþýðukonunnar Þur- íðar á Ósi í Arnarfirði. Ómótmælanleg staðreynd er að við Íslendingar erum einhverjir mestu bruðlarar í heimi hér, ef ekki bara þeir mestu eins og í öðru. Við erum bruðlþjóð. Til dæmis hefur plastið tekið völdin og vex okkur yfir höfuð nema við gáum að okkur. Ör- lítið dæmi af þúsundum: Við höfum loftventla úr plasti í kaffipökkum sem við kaupum til daglegs brúks. Til hvers það er nauðsynlegt skilur enginn venjuleg- ur maður. Plastumbúðirnar kosta svo drjúgan hluta af innihaldinu, enda lifum við í umbúðaþjóðfélagi. Þetta kalla þeir að þjóna neytand- anum. Honum skal þjóna undir drep. Það verður að lofta um kaffið, mað- ur, áður en hellt er upp á. Skilurðu það ekki? Skárra væri það nú! Í gamla daga var maður sendur út í búð eftir einum kaffipakka og kannski exporti. Ef það voru þá til peningar. Kaaber-kaffið var í bréf- pokum ásamt öðrum kaffitegundum og þótti gott. En nú er öldin önnur. Plast á plast ofan sem framleitt er úr olíu við endalausa mengun. Svo er plastkaffipakkinn auðvitað settur í annan plastpoka, sem verða svo að milljónum plastpoka sem fara beint út í öskutunnu ásamt til dæmis gíf- urlegu magni matvæla sem komin eru á síðasta söludag, en eru þó mjög oft í fullu gildi. Endalaust bruðl og hluti þjóðarinnar á ekki til hnífs og skeiðar. Og sorpið er svo eitt að- alvandamál flestra sveitarfélaga! Hvað annað. En fáum dettur í hug að minnka sorp- umfangið. En allir skulu læra að flokka og flokka. En að minnka þetta sorprugl? Það má ekki. Þetta er nátt- úrlega bilun og ekkert annað. Annað pottþétt dæmi: Við förum út í búð, kaupum lítinn hlut sem er í þessari fínu pappaöskju. Svo er auð- vitað plast eða sellófan þar utan yfir. Svo býður afgreiðsludaman okkur plastpoka. Vitanlega. Er útilokað að setja þennan litla og vel innpakkaða hlut í vasann eða töskuna án þess að troða honum í plastpoka áður? Þriðja pottþétta dæmið: Margir brúka einnota borðbúnað í hagræð- ingar- og heilsubótarskyni og til að losna við uppvask. Þykir ógurlega fínt. Það er nú meiri hagræðingin. Ekki veit ég betur en íslenskir sjó- menn séu einhverjir hraustustu menn undir sólinni. Sumir þeirra nota sama kaffifantinn vikum og jafnvel mánuðum saman án þess að láta sér detta í hug að skola af hon- um einu sinni. Hefur einhver heyrt af því að þessir menn séu eitthvað veiklaðri en við landkrabbarnir sem drekkum úr plastmálum og hendum þeim svo? Hvers konar plastrugl er þetta sem þjóð Jóns Sigurðssonar hefur fest sig í? Plastruglaðir Íslendingar Eftir Hallgrím Sveinsson Hallgrímur Sveinsson » Stjórnmálamenn tala um að við þurfum að bæta lífskjörin. Það er þjóðarlygi. Fæstir þeirra nefna að við þurf- um að jafna lífskjörin og hætta að bruðla. Höfundur er bókaútgefandi og létta- drengur á Brekku í Dýrafirði. „Stígðu skref í þágu friðar,“ var kjörorðið þegar alþjóðlega Frið- arhlaupið hófst 27. apr- íl 1987. Sri Chinmoy, stofnandi hlaupsins, og Carl Lewis, marg- faldur heims- og ól- ympíumeistari í sprett- hlaupum og langstökki, fóru fyrir hópi hundr- aða manna hvaðanæva úr heiminum sem hlupu um götur New York- borgar. Hlaupið hélt áfram dagana sem fylgdu í kjölfarið og í árslok var þátttökufjöldinn kominn í hundruð þúsunda í 44 lönd- um. Þátttakendur teljast nú í millj- ónum og þátttökulöndum hefur fjölgað í 140, en boðskapur Frið- arhlaupsins er sá sami: hver og einn sem tekur þátt færir veröldina skrefi nær friði. Margt hefur breyst á síðustu 25 árum og æ fleiri skipa sér á bekk með þeim sem telja að raunveruleg- ur heimsfriður sé mögulegur. Með raunverulegum heims- friði er ekki bara átt við vopnahlé, heldur að mannkyn allt lifi í sátt og samlyndi. Verkefni Friðarhlaupsins er að veita innsýn inn í þessa veröld sáttar og sam- lyndis. Þegar fjöl- þjóðleg lið Frið- arhlaupsins geysast heimshornanna á milli mætir þeim sama við- horfið allsstaðar: að það að hlaupa saman í sátt og samlyndi, að vera saman í sátt og samlyndi veitir hamingju sem öll sjálfselska bliknar í sam- anburði við. Jafnframt er það verkefni Frið- arhlaupsins að vera jákvæður orku- gjafi, að hvetja okkur öll til dáða í þeirri vinnu að verða betri þegnar heimsins. Friðarhlaupinu er það sér- stakt ánægjuefni að veita hvatning- arverðlaun sín, „Kyndilberi friðar,“ til þeirra sem varða leiðina að betri veröld, t.d. í gegnum óeigingjarnt starf í sinni heimabyggð. Börn og ungmenni hafa ávallt ver- ið þungamiðjan í starfi Friðar- hlaupsins, enda boðskapur hlaupsins þeim eðlislægur. Friðarhlaupið er börnum og ungmennum því vett- vangur til að finna og tjá þrá sína eftir friði, sátt og samlyndi. Á Ís- landi einu saman hafa þúsundir barna tekið þátt. Óhætt er að segja að sú reynsla búi með þeim. Frið- arhlaupið fer fram á hverju ári og ávallt hittum við fjölda fólks sem á sterkar minningar frá fyrri þátttöku sinni, hversu svo langt sem um er liðið. Þau, sem tóku þátt sem börn fyrstu árin, standa t.d. fyrir því nú að börn úr þeirra heimabyggð fái tækifæri að taka þátt í Friðarhlaup- inu. Á þessum tímamótum er skipu- leggjendum Friðarhlaupsins efst í huga þakklæti í garð þeirra fjöl- mörgu sem hafa tekið þátt. Að halda úti árlegu sjálfboðastarfi, sem skipu- leggur viðburði í flestum löndum heimsins, væri ógjörningur ef ekki væri fyrir að við hittum og hlaupum með ótölulegum fjölda einstaklinga og hópa sem taka okkur opnum örm- um. Það hvetur okkur til dáða. Ein af grundvallarreglum Frið- arhlaupsins er að hlaupið safnar ekki fé, en á sama tíma er það vissu- lega kostnaðarsamt að standa fyrir tugþúsunda kílómetra ferðalagi ár hvert. Stuðningur sveitarfélaga, fyr- irtækja og einstaklinga sem hafa greitt götu okkar, lánað okkur far- arskjóta, skotið skjólshúsi yfir okk- ur og séð okkur fyrir mat gerir þetta ferðalag mögulegt. Í ljósi þessa áhuga, þessarar hvatningar og þessa stuðnings tel ég fullvíst að Friðarhlaupið sé bara rétt að byrja og muni vaxa og dafna næstu 25 árin og um ókomna tíð Friðarhlaupið Eftir Torfa Suren Leósson » Börn og ungmenni hafa ávallt verið þungamiðjan í starfi Friðarhlaupsins, enda boðskapur hlaupsins þeim eðlislægur. Torfi Suren Leósson Höfundur er þjónn og er einn af skipuleggjendum Friðarhlaupsins. Súgfirðingaskálin komin á nýjan stall Sjöunda og síðasta lota í Súgfirð- ingaskálinni, tvímenningsmóti Súg- firðingafélagsins, var jöfn og breytti ekki stöðu efstu para. Hlynur Antonsson og Auðunn Guðmundsson voru með vænlega stöðu og héldu sjó og fögnuðu sumr- inu með öruggum sigri. Er þetta í þriðja skiptið sem Hlynur vinnur skálina. Lokastaðan eftir 7 lotur, en 6 bestu skorin voru lögð saman. Með- alskor 780. Hlynur Antonsson - Auðunn Guðmss. 900 Jón Óskar Carlss. - Karl Ómar Jónss. 874 Kristjan Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 848 Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. 835 Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirss. 833 Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 826 Alls spiluðu 15 pör í mótinu. Helst bar til tíðinda að nýtt par tyllti sér á toppinn í lokaumferðinni, feðgarnir Jón og Karl, sjöundu sig- urvegararnir í vetur. Tryggðu þeir sér annað sætið með þessum fína ár- angri. Efstu pör vorkvöldsins, en með- alskor er 130 stig: Jón Óskar Carlss. - Karl Ómar Jónss. 145 Kristján H. Björnss. - Flemming Jessen 143 Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 142 Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálss. 140 Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. 140 Már Hinriksson - Þorvaldur Ragnarss. 134 Björn Guðbjss. - Gunnar Ármannss. 134 Nýr formaður Súgfirðingafélags- ins, Sóley Halla Þórhallsdóttir, af- henti Súgfirðingaskálina í mótslok og þremur efstu pörum verðlaun til minningar um góðan árangur á skemmtilegu móti. Spilastjóri Sig- urpáll Ingibergsson. Sigurvegarar frá upphafi: 2012 Hlynur Antonss. - Auðunn Guð- mundss. 2011 Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. 2010 Þorsteinn Þorsteinss. - Einar Ólafsson 2009 Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 2008 Hlynur Antonsson - Arnar Barðason 2007 Hlynur Antonsson - Arnar Barðason 2006 Karl Bjarnason - Valdimar Ólafsson 2005 Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 2004 Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 2003 Guðbj. Björnss. - Steinþór Benediktss. 2002 Guðbj.Björnss. - Steinþór Benediktss. Bókstafurinn r er ekki í mánaðar- nafni næstu mánaða og því liggur spilamennska niðri. Næst verður spilað í septembeR. Fimmtán borð í Gullsmáranum Spilað var á 15 borðum í Gull- smára mánudaginn 23. apríl. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hannesson 333 Samúel Guðmss. - Kjartan Sigurjónss. 318 Leifur Kr .Jóhanness. - Guðm. Magnúss. 300 Einar Kristinsson - Viðar Valdimarss. 293 A/V: Hjörtur Hanness. - Gunnar M. Hanss. 332 Ágúst Vilhelmsson - Kári Jónsson 301 Elís Kristjánsson - Þorsteinn Laufdal 296 Jón Ingi Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 292 Mánudaginn 16. apríl mættust svo Kópavogur og Reykjavík. Spilað var á 20 borðum. Kópavogur sigraði með 178 stigum gegn 121 stigi Reykjavíkur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.