Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS SAGAN SEGIR SITT FRÉTTASKÝRING Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Framkvæmdir í Víðidal hafa staðið yfir síðan sumarið 2010 vegna Landsmóts hestamanna sem þar fer fram í sumar. Þessa dagana eru talsverðar framkvæmdir á svæðinu og stærstu verkliðum lýkur á næstu vikum. „Það er áætlað að það verði 15.000 manns á svæðinu í heila viku og þar af um 6.000 er- lendir gestir, þannig að það er tölu- verð velta í kringum svona mót,“ sagði Jón Finnur Hansson, fram- kvæmdastjóri Fáks, en félagið fagnaði 90 ára afmæli 24. apríl sl. Reykjavíkurborg styður upp- bygginguna hjá félaginu, en Fákur er eina hestamannafélagið í Reykjavík og líkast til eitt af stærstu íþróttafélögum borgarinn- ar með um 1.800 félagsmenn. Auk Víðidals eru félagsmenn með hest- hús og aðra aðstöðu í Almannadal. „Við byrjuðum sumarið 2010 í grófum jarðvegsframkvæmdum og við erum náttúrlega með viðkvæmt svæði hérna. Elliðaárdalurinn er náttúruperla út af fyrir sig og við höfum reynt að taka mikið tillit til þess að raska sem minnstu, þó að svona framkvæmdum fylgi alltaf eitthvert jarðrask,“ sagði Jón Finn- ur. „Stærstu framkvæmdirnar sem við höfum verið í eru að stækka hjá okkur áhorfendabrekkurnar við Hvammsvöllinn. Megindagskráin verður þar.“ Auk Hvammsvallar verða kynbótadómar á nýrri kyn- bótabraut fyrir framan félagsheim- ili Fáks og verður byrjað á henni í næstu viku. „Við þurftum að stækka áhorfendabrekkurnar við Hvammsvöllinn svo að hann geti tekið við 13.000 gestum og síðan kemur allt að 2.000 manna stúka á móti og aðstaða fyrir dómara,“ sagði Jón Finnur en umhverfi vall- arins hefur tekið talsverðum breyt- ingum frá fyrri tíð. „Við þurftum að tvöfalda beinu brautina við völlinn og lengja hana í suður. Svo þurftum við að útbúa tjaldstæði, því að stór hópur gesta verður hér í tjaldbúð- um. Hér er búið að útbúa svæði fyr- ir hátt í 400 hjólhýsi og fellihýsi þannig að það má búast við því að það verði töluvert af fólki sem gistir hérna á svæðinu,“ sagði Jón Finn- ur. Slíkt tjaldsvæði er viðbót frá árinu 2000 þegar síðasta landsmót var í Reykjavík. „Síðan erum við að fara að gera nýjan kynbótavöll framan við félagsheimilið, það er kannski ekki stór framkvæmd þó. Við erum einnig að laga brekkuvöll- inn sem verður notaður sem upp- hitunarvöllur á landsmótinu.“ Tíðarfarið tafið framkvæmdir Að sögn Jóns hefur tíðarfarið í vetur ekki hjálpað til, en haustið var erfitt sökum mikillar úrkomu. Framkvæmdir fóru því á fullt aftur eftir páska þegar frost var farið úr jörðu. Á mótinu þarf mikið af bíla- stæðum og verður um 2.000 bílum komið fyrir á félagssvæðinu, en auk þess verða útbúin bílastæði í ná- grenni Norðlingaholts og eins í Vatnsendahverfinu. Stefnt er að því að stórum framkvæmdum verði lokið 20. maí, en eftir það verða eft- ir einhver frágangsmál og minni háttar framkvæmdir. Félagsmenn Fáks koma einnig að uppsetningu girðingar utan um aðalmótssvæðið og að uppsetningu stúkunnar. Landsmót hestamanna í Reykja- vík hefst 25. júní og stendur í viku. Morgunblaðið/Kristinn Hvammsvöllur Félagsmenn Fáks komu saman í gær við Hvammsvöll til að leggja fram sjálfboðaliðavinnu við að loka vellinum með grindverki. Fáksmenn að gera klárt  Framkvæmdir vegna Landsmóts hestamanna 2012 eru á fullu í Víðidal  Tíðarfarið í vetur hefur tafið undirbúning  Búist við allt að 15.000 manns Morgunblaðið/Kristinn Framkvæmdastjóri Mikið hefur mætt á Jóni Finni Hanssyni, fram- kvæmdastjóra Fáks, síðustu árin vegna undirbúnings fyrir LM2012. Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóð- andi naut stuðnings 49% svarenda í könnun Félagsvísindastofnunar Há- skóla Íslands, sem gerð var 24.-26. apríl sl. Ólafur Ragnar Grímsson forseti mældist með um 35% fylgi. Ari Trausti Guðmundsson forseta- frambjóðandi naut 11,5% fylgis en aðrir frambjóðendur voru með um 3% stuðning eða minna. „Sá eiginleiki í fari Ara Trausta Guðmundssonar sem flest stuðn- ingsfólk hans er sammála um að vegi þungt við ákvörðunina um að greiða honum atkvæði er heiðarleiki hans. Þekking og reynsla Ólafs Ragnars Grímssonar er sá eiginleiki sem flest stuðningsfólk hans velur en almenn framkoma Þóru Arnórsdóttur er sá eiginleiki sem flest stuðningsfólk hennar segir hafa vegið þungt við ákvarðanatökuna,“ segir í tilkynn- ingu. Könnunin var send á 1.961 þátt- takanda og alls svöruðu 1.379. Svar- hlutfallið var því 70%. Ólafur með 35% – Þóra með 49% Ólafur Ragnar Grímsson Þóra Arnórsdóttir Ný könnun á fylgi forsetaframbjóðenda Séra Kristján Björnsson, sókn- arprestur í Vest- manneyjum, hef- ur boðið sig fram í embætti vígslu- biskups á Hólum. „Ég tel að í embætti vígslu- biskups felist mikilvægur stuðningur við kirkjulegt starf í öllum sóknum og á öllum stöðum í umdæminu en líka frekari efling Hólastaðar,“ segir í til- kynningu Kristjáns. „Ég tel mik- ilvægt að efla enn frekar hlutverk vígslubiskups svo að þjónusta hans styðji og efli sóknarfólk í þjónustu sinni á öllum stöðum. Kirkjan er samfélag þeirra sem tilheyra henni og hún þjónar einnig út fyrir þær raðir í samfélaginu. Biskupar kirkj- unnar eru því kallaðir til samtals og samstarfs á margan hátt.“ Vill verða vígslubiskup á Hólum Séra Kristján Björnsson Röng mynd með afmælisgrein Röng mynd birt- ist í Morgun- blaðinu í gær með afmælisgrein um Sunnevu Krist- jánsdóttur. Hér er myndin af Sunnevu og eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Jóhann Már tók myndina Undir mynd af íþróttasvæði KA á Akureyri í blaðinu í gær var ljós- myndarinn sagður Jón Már en hann heitir Jóhann Már og er Kristinsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.